Dagur - 17.05.1945, Blaðsíða 2
2
DA©UR
Fimmtudaginn 17. maí 1945
Kommúnistar
heima fyrir.
í síðasta blaði var nokkuð
vikið að framferði kommúnista
út á við, eða að því er til utanrík-
ismála kemur, og sýnt fram á
með dæmum, teknum úr póli-
tískri sögu þeirra, og sem allir
kannast við, að í þeim málum
ræður sífellt um stefnu þeirra í
það og það sinn sönn eða ímynd-
uð sjónarmið Rússa, en ekki ís-
lenzkur málstaður. í eðli sínu er
þetta háskaleg stefna gagnvart
Islandi, frelsi þess og sjálfstæði.
Af henni myndi leiða, að komm-
únistar yrðu fúsir til að gerast
Quislingar á íslandi í þjónustu
Rússa, hvenær sem vera skyldi.
Að vísu staðhæfðu kommúnistar
eitt sinn, að Rússar væru því
með öllu fráhverfir að ágirnast
einn þumlung lands frá öðrum
til eignar eða yfirráða, en síðan
þau orð voru töluð, hafa Rússar
sjálfir rifið þá fullyrðingu niður
með verkum sínum í Finnlandi,
smáríkjunum við Eystrasalt og í
Póllandi. Því er þess vegna ekki
að treysta, að Rússar' kynnu ekki
að hafa dágóða lyst á Fjallkon-
unni við norðurheimskautsbaug,
ef svo bæri undir.
Með þessu er ekki sagt, að við
getum ekkert af Rússum lært, t.
d. að setja okkur fyrir að ná á-
kveðnu framkvæmdamarki eftir
visst árabil, eins og Rússar hafa
gert, eða láta sem flest verk í á-
kvæðisvinnu, svo að verkamenn
beri laun úr býtum eftir afköst-
um. En kommúnistar hér á landi
eru svo hlálegir, að þeir virðast
vera því andstæðir að taka upp
eftir Rússum það, er til bóta
horfir. Þeir hafa síður en svo ver-
ið hrífnir af þeirri hugmynd
Framsóknarfíokksins að fram-
kvæma svo stórfellda ræktun, að
allur heyskapur færi fram á vel
ræktuðu, véltæku landi eftir
einn áratug. Þeir vilja heldur
ekki greiða kaup eftir afköstum,
en krefjast þess að letinginn beri
jafnt úr býtum og dugnaðar-
maðurinn, öfugt við það sem er
í Rússlandi. Þannig vilja þeir
láta verðlauna leti og sviksemi
við verk á kostnað hinna trúverð-
ugu og duglegu verkamanna.
Nú skulum við um stund snúa
okkur að athugunum á stefnu
kommúnista heima fyrir, í inn-
lendum málum, ef um nokkra
eiginlega stefnu er að ræða.
Samvinna við aðra flokka.
Fyrir kosningarnar 1942 þótt-
ust kommúnistar hafa skipt um
stefnu að því leyti, að þeir væru
hættir við byltingaráform sín,
sem þeir áður höfðu haldið mjög
á lofti. Ennfremur töldu þeir sig
liafa mikinn áhuga fyrir að herja
duglega á kaupmanna- og auð-
mannaflokkinn í samvinnu við
Framsóknarflokkinn og Alþýðu-
flokkinn. Eins og rétt var, héldu
kommúnistar því fram, að í
Sjálfstæðisflokknum gætti all-
mikið nazistiskra tilhneiginga,
sem nauðsynlega þyrfti að berja
með öllu niður, en það yrði ekki
gert nema með samstarfi við um-
bótaflokkana, og það samstarf
ætluðu þeir nú að taka upp eftir
kosningarnar og beita sér síðan
fyrir miklum umbóturo í land-
inu. Þess vegna óskuðu þeir eftir
miklu fylgi við kosningarnar.
Margir urðu glaðir við þenn-
an nýja boðskap og létu því ekki
á sér standa að veita frambjóð-
endum Sameiningarflokks al-
þýðu — Sósíalistaflokknum lið.
Bættist því flokknum drjúgur
liðsauki og þingmönnum þeirra
fjölgaði mikið, eingöngu vegna
loforða foringja lians um rniklar
umbætur og vinstra samstarf.
Hinir voru og margir, einkum
meðal Framsóknarmanna, sem
efuðu mjög, að þessi loforð
kommúnista væru af heilindum
gjörð og gefin, og til þess að
sannprófa hvort svo væri, gengu
þeir ásamt Alþýðuflokksmönn-
um til samninga við kommún-
ista um -stjórnarsamvinnu, og
stóðu þær samningatilraunir yfir
í nokkra mánuði. Kommúnistar
þvældust allan þann tíma fyrir
með alls konar vífilengjum þrátt
fyrir að þeim var boðið upp á
verulega róttæka umbótastefnu-
skrá. Loks króuðu Framsóknar-
menn þá svo rækilega af við
samningaborðið og gengu svo
hart að þeim, að þeir urðu að
viðurkenna, að hinn yfirlýsti
samstarfsvilji þeirra við -Fram
'sóknarflokkinn og Alþýðuflokk-
inn hefði aldrei verið annað en
fals og yfirdrepsskapur til þess
að afla sér kosningafylgis.
Eftir það tróðu kommúnistar
loforð sín um vinstri samvinnu
svo vendilega undir fótum sér,
að þeir tóku á margan hátt að
rnakka við Kveldúlfsvaldið á AI-
þingi og höfnuðu að síðustu al-
gerlega hjá því um síðustu vetur-
nætur undir ,,nýsköpunar“-yfir-
skyni, en sem í reyndinni hefir
orðið að viðhaldi og aukningu
dýrtíðarinnar, sem er versti
þrándur í götu allra nýsköpun-
arframkvæmda.
Kommúnistar og lýðveldið.
Við undirbúning lýðveldis-
stofnunar á íslandi voru komm-
únistar hinir skeleggustu og
eggjuðu landsmenn fast á að
fylkja sér samhuga um hugsjón-
ina í verki. Þetta gerðu foringj-
ar hinna flokkanna einnig. At-
kvæðagreiðslan um þetta mál
varð íslendingum til sóma. Sjálf-
sögð afleiðing lýðveldisstofnun-
arinnar var kosning forseta, sem
fram fór að Lögbergi. Flestallir
landsmenn munu hafa verið
sammála um að bezt færi á því,
að þingmenn sameinuðust um
kosningu Sveins Björnssonar,
bæði- vegna þess að hann hafði
sýnt, að hann var hæfur í þessa
stöðu, með því að hann var raun-
verulega búinn að gegna henni
í þrjú ár án þess að sæta nokk-
urri gagnrýni, svo og vegna þess
álits, er hann hafði unnið sér út
á við. Kosningin gilti heldur
ekki nema til eins árs. Að vísu
var hverjum þingmanni víta-
laust að kjósa hvern þann, er
hann taldi hæfastan. En þing-
menn kommúnista tóku það ráð,
er verst gegndi, en það var að
kjósa engan, skila auðum seðl-
um og gera, þannig sitt til að
gera lýðveldishátíðina að skrípa-
leik og láta Alþingi verða sér til
skammar á hátíðlegri stund.
Þetta voru öll heilindi komm-
únista við lýðveldisstofnunina
og sóma þingsins og eiga það
skilið að gleymast ekki.
Sjálfstæðisflokkurinn gekk
þríklofinn að forsetakjörinu.
Fjórði hluti hans rann í slóð
kommúnista og skilaði auðurn
seðlum, annar fjórði hluti hans
kaus Jón Sigurðsson skrifstofu-
stjóra, en Framsóknarflokkur-
inn, Alþýðlflokkurinn og hálfur
Sjálfstæðisflokkurinn bjargaði
því af heiðri þingsins, sem bjarg-
að varð.
Annað hneyksli frörndu þing-
menn Sósíalistaflokksins, þegar
þeir vildu ekki með öðrurn þing-
mönnum leyfa forseta að svara
vinsamlegu ávarpi Bandaríkja-
þingsins í tilefni af lýðveldis-
stofnuninni. Var hér þó ekki um
annað að ræða en endurgjalda
kurteisi og vinsemd okkur til
handa frá þingi vinveittrar þjóð-
ar. Með þessu framferði vildu
kommúnistar ekki aðeins óvirða
Bandaríkjaþjóðina, heldur einn-
ig setja blett á helgustu stofnun
sinnar eigin þjóðar, Alþingi.
Enginn efast þó um, að komm-
únistar hefðu orðið fyrstir
rnanna til að vilja endurgjalda
ávarpið, ef Rússar hefðu átt hlut
að máli. En hér var um það
stórveldi að ræða, sem líklegt er
að standi gegn yfirgangi Rússa
í framtíðinni, ef til þess þarf að
koma. Það var þetta, §em réði
hinni hneykslanlegu framkomu
þingmanna Sósíalista.
Sundrungarstarf kommúnista.
Kommúnistar leggja mikið
kapp á að troða sér inn í sem
flest félagsmálasamtök undir því
yfirskyni, að þeir vilji treysta
samtökin og efla eininguna í
þeim. En undir niðri er a;tlunin
sú að strá eitri sundrungar og
rógmælgis ífélagsskapinn. Klofn-
ingsstarf þeirra hefir einkum
verið áberandi í tvennum mikil-
vægum og víðáttumiklum fé-
lagsmálasamtökum, í verka-
mannafélögunum og samvinnu-
félögunum. í hinum fyrrnefndu
félögum hefir þeim víða orðið
mikið ágengt, svo að allt logar
þar löngum í ófriði og óeiningu
vegna áhrifa frá kommúnistum,
sem neyta allra bragða til þess
að verða einráðir í félögunum,
og er þessi sífellda innbyrðisbar-
átta um kvöld til stórskaða fyrir
alla félagsmálahreyfinguna.
Verkamenn sýnast eiga langt í
land til þes sað ná þeim þroska
að hrista þenna sundrungar-
ófögnuð af sér. Þeir ættu þó að
hafa fyrirmyndina, þar sem sam-
vinnumenn eru. Þar hefir klofn-
ingsstarf kommúnista mætt svo
harðri mótstöðu, að þeir hafa
orðið frá að hverfa án nokkurs
árangurs, nema á einum stað.
Það er í Kaupfélagi Reykjavíkur
og nágrennis. Þar hefir komm-
únistum með alkunnum bola-
blögðum tekizt að sundra sam-
vinnusamtökunum í þrennt og
gera Reykjavíkurdeild KRON
að pólitísku áróðurstæki fyrir
sig. Svona fyrirbrigði hefði
hvergi getað átt sér stað í land-
inu, nema í Reykjavík, og er það
höfuðstaðnum til lítils sóma, En
ERLEND TIÐINDI:
SAGA FRÁ 20. ÖLD
Fangabúðirnar í Buchenwald.
Ameríski fréttamaðúrinn Ed-
ward R. Murrow var meðal
hinna fyrstu, er fengu að skoða
Buchenwald fangabúðirnar, eftir
að Bandaríkjamenn höfðu náð
þeirn á vald sitt. Hann flutti frá-
sögnina um það, sem hann sá, í
brezka útvarpmu. Hér á eftir
fara nokkrir kaflar úr frásögn
hans, lausl. þýddirúr brezku út-
varpstíðindunum:
Þjóðverjarnir eru þokka-
lega klæddir, virðast í góðum
holdum og við beztu heilsu. Yf-
irleitt eru þeir hraustlegri en
nokkur önnur þjóð í Evrópu,
sem eg hefi séð síðan innrásar-
daginn. í stórborgunum eru
margir ungir menn á herskyldu-
aldri í borgaralegum fatnaði og
á ökrunum má sjá hesta þótt
flestir plóganna' séu dregnir af
nautgripum, því að draugar
dauðra hesta frá Normandí og
Rússlandi ganga ekki fyrir plógi.
Eg hefi séð borgir í Þýzkalandi,
sem eru þannig útlítándi, að
manni finnast skemmdirnar í
Coventry og Plymouth líkastar
aðgætandi er, að hér hafa Sjálf-
stæðismenn að einhverju leyti
verið að verki með kommúnist-
urn. Er þetta í góðu samræmi við
það, að Ólafur Thors breiddi út
faðminn móti kommúnistum í
ríkisstjórn og fórnaði 1/4 af
Sjálfstæðisflokknum fyrir það til-
tæki.
Nazistabrigzl kommúruista.
Foringjar sósíalista skipta
þjóðinni í tvær fylkingar. Ann-
ars vegar eru þeir sjálfir og
þeirra nánustu fylgifiskar, sem
telja rússneskt stjórnarfar hina
æðstu opinberun á jörðu og
beygja sig í auðmýkt og lotningu
fyrir öllu, sem Rússar hugsa og
aðhafast. Hins vegar eru allir
aðrir, sem ekki liafa óbifanlega
trú á því, að einræðisstjórn
Rússa eigi við á íslandi, og telja
að hún sé háð gagnrýni eins og
fiest annað á jörðu hér og að
Rússum geti skjátlast og að þeim
hafi skjáltast í mikilvægum efn-
um. Þeir, sem þannig líta á mál-
ið, eru hvorki meira né minna en
nálega öll íslenzka þjóðin, að
undanteknum nokkrum komm-
únistum eða Rússadindlum. Á
öllum þessum fjölda dynja sí-
fellt brigzlyrði kommúnista um
dýrkun nazisma. Vitanlega er
þetta fjarri öllum sanni og öllu
viti. Sannleikurinn er sá, að all-
ur Framsóknarflokkurinn, allur
Alþýðuflokkurinn og mestur
hluti Sjálfstæðisflokksins er með
öllu andvígur nazisma og fagnar
því hjartanlega, að hann er
gjörsigraður og þjóðirnar lausar
undan oki hans. Sá eini stjórn-
málaflokkur á íslandi, sem verið
hefir í vinfengi við nazista um
tveggja ára skeið, er kommún-
istaflokkurinn. Honum hæfir
því ekki að kasta grjóti, sem
sjálfur býr í glerhúsi.
því, að hafa verið gerðar af
óþekkum krakka. . . .
En þetta er raunar ekki tími
til að tala um heilsufarið í
Þýzkalandi. Eg hafði hugsað mér
að segja ykkur frá Buchenwald.
Buchenwald stendur á lítilli
hæð, fjórar mílur frá Weimar.
Þar voru stærstu fangabúðir í
Þýzkalandi og þær voru byggðar
fyrir framtíðina. Þegar við nálg-
uðumst, heyrðum við skothvelli.
Við spurðum hvað um væri að
vera. Okkur var sagt, að nokkrir
fanganna hefðu króað af tvo S. S.
menn og væru nú að gera út af
við þá. Við héldum áfram. Við
komum að aðalhliðinu. Við fór-
um inn.
Fangarnir þyrptust í kringum
mig, daunninn af þeim ætlaði að
gera út af við mig, fullorðnir
menn og hálfstálpaðir drengir
réttu út hendurnar til þess að
fagna okkur. Þeir voru í tötrum,
dauðinn var uppmálaður á and-
lit þeirra, en þó brá fyrir lífs- og
vonarneista í augunum. Eg leit
út yfir þröngina, til akranna hin-
um megin við fangabúðirnar.
Þar voru holdugir vel klæddir
Þjóðverjar að vinna á engi. Þjóð-
verji, Kersheimer að nafni, gekk
til mín og sagði: ,,Má eg sýna yð-
ur fangabúðirnar, eg hefi verið
hér í tíu ár?“ Eg bað þá að sýna
mér íveruskálana. Þeir fóru með
mig að einum. Þar voru Tékkar
geymdir. Þegar eg kom inn fyrir,
þyrptust þeir í kringum mig, og
reyndu að taka mig á gullstól. En
þeir gátu það ekki, þeir voru of
máttfarnir, margir komust ekki
úr fletunum. Mér var sagt, að
byggingin hefði einu sinni verið
hesthús, ætluð 80 hestum. Nú
voru þar 1200 menn, fimm sam-
an í fleti. Dauðinn var meiri en
orð fá lýst.
Einn þeirra sagði: „Þú manst
eftir mér? Eg er Peter Zengl,
einu sinni borgarstjóri í Prag.“
Eg mundi eftir honum, en eg
þekkti hann ekki aftur. Eg
spurði hve margir hefðu dáið í
síðasta mánuði.
Þeir kölluðu á lækninn og við
fórum yfir skýrslu hans. Það var
lítil, svört bók. Þar voru aðeins
nöfnin, en engar upplýsingar um
það, hver maðurinn var eða
neitt annað. Við nöfn þeirra, sem
höfðu dáið, var lítill kross. Eg
taldi krossana, þeir voru 242.
Tvö hundruð fjörutíu og tveir
menn af tólf hundruð höfðu dá-
ið á einum mánuði.... Læknir-
inn hét Paul Heller. Hann var
Tékki, hafði verið þarna síðan
1938. Þegar við gengum út í
garðinn á ný, datt maður dauð-
ur niður við hliðina á okkur.
Tveir aðrir, aldraðir menn,
skriðu á fjórum fótum í átt til
vanhússins. Eg sá þa$, en ætla
ekki að lýsa því.
Á öðrum stað voru börn
geymd. Þeir fóru með mig þang-
að. Þau voru mörg hundruð
(Tiwnhald á 5. ró*u).