Dagur - 17.05.1945, Blaðsíða 8

Dagur - 17.05.1945, Blaðsíða 8
Úr bæ og byggð KIRKJAN. Messur á Hvítasunn- unni: Akureyri kl. 2 e. h. á hvíta- sunnudag. — Lögmannshlíð kl. 1 e. h. á annan í hvítasunnu. Grundarþingaprestakall: Hólum sunnudaginn 27. maí kl. 1 e. h. Frá FerSafélagi Akureyrar. — Skemmtiferð verður farin til Olafs- fjarðar um næstk. helgi. Farið verð- ur í bíl til Dalvíkur á laugardaginn og gengið um Dranga til Olafsfjarðar. Til baka um Grímubrekkur. Nánari upplý^ingar hjá Þorst. Þorsteinssyni. Aheit á Akureyrarkirkju: Kr. 50.00 frá R. G. — Kr. 10.00 frá Nomen Nesoio. Þakkir. A. R. Gjöf til sjúkrahússins: Frá Erlu Jónasdóttur kr. 100.00. — Með þökk- um móttekið. G. Karl Pétursson. Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam- an \ hjónaband af sóknarprestinum, sr. Friðrik J. Rafnar vígslubiskupi, ungfrú Kristjana Hólmgeirsdóttir, Þorsteinssonar á Hrafnagili, og Valde- mar Baldvinsson, verzlunarmaður. Kort Hallveigastaða, til styrktar kvennaheimili í Reykjavík, fást i Hannyrðaverzlun Ragnh. Q. Björns- son. Kosta kr. 5.00 minnzt, annars eins og hver og einn vill leggja af mörkum. Hvítasunnuhlaup, á vegum IBA, fer fram á annan í hvítasunnu; hlaupið er 3 km. — Nánar á götuauglýsingum. Trúlofun. Ungfrú Jóhanna Eggerz og Björn Halldórsson, iðnnemi. . Hjúskapur. Laugard. 5. maí voru gefin saman í hjónaband á Möðru- völlum í Hörgárdal ungfrú Hermína Sigurðardóttir, Stóra-Dunhaga og Finnbogi Pétur Snorrason, bóndi að Syðri-Bægisá. Þá voru gefin saman í Bægisárkirkju, miðvikud. 9. maí, ung- frú Osk Ebba Guðmundsdóttir og Gunnar Heiðmann Jósavinsson á As- gerðarstöðum og sunnudaginn 13. maí, ungfrú Sigurhanna Halla Krist- insdóttir og Sigurður Sveinn Stefáns- son í Asi á Þelamörk. Anrtars flokks mót í knattspyrnu hefst á annan í hvítasunu á K. A.-vell- inum hér. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg þriðjudaginn 22. maí n.k. kl. 8.30 e. h. — Vígsla embættis- manna. — Samstarfið. — Fréttir af Umdæmisstúkuþingi. Dánardægur. Aðfaranótt uppstign- ingardags lézt að heimili sínu, Norð- urgötu 17 hér í bænum, Anton Tóm- asson, verkamaður, 68 ára að aldri. Bústaðaskipti. Þeir kaupendur blaðsins, sem hafa bústaðaskipti nú um krossmessuna, eru góðfúslega beðnir að tilkynna afgreiðslunni hin nýju heimilisföng, svo blaðið komi til þeirra með góðum skilum. Afgreiðslu- sími er 166. 1 iiGIIP Fimmtud. 17. maí 1945 í síðasta tölublaði Verkamanns- ins, í dálkinum ,,Fjær og na;r“, er gerður samanburður á 6. lið í gjaldahlið á rekstursreikningum K.EA. pr. 31. des. 1943 og 1944, og er mismunurinn, sem finnst við þann samanburð, um það bil 51 þús. krónur, talinn vera kostnaður við stækkun viku- blaðsins Dags.1) Eg held nú, að hver sá kaupfélagsmaður, sem les þessa fullyrðingu, hljóti að renna grun í, að hún er skáld- skapur einn. En sökum þess, að eg hefi með Iiöndum skiptingu á kostnaðar- reikningi KEA. og á að sjá um, að í hann sé færður kostnaður verzlunarinnar einvörðungu, þá skal eg reyna að skýra fyrir þeim, •sem kunna að leggja einhvern trúnað á orð Verkamannsins, af hverju þessi mismunur stafar. — Ástæðan til hans felst í því, að undir 6. lið í gjaldahlið reksturs- reiknings KEA.: Auglýsingar, kynningar- og fræðslustarfsemi, voru eftirtaldir liðir færðir pr. 31. des. 43: Kr. a. Auglýsingar ..... 27.025.60 b. Kostnaður vegna kvikmyndasýninga 197.42 Alls kr. 27.232.02 En undir sama lið í gjaldahlið rekstursreiknings KEA. voru færðir eftirtaldir liðir pr. 31. des. 1944: Kr. a. Auglýsingar .... 25.654.16 b. Kostnaður vegna kvikmyndasýninga 396.00 c. Gjafir og styrkir til ýmissa stofnana og fleira (þ. á. m. kr. 10.000 tilSlBSo.fi.) 25.649.12 d. Útstillingarkostn- aður, almanak o. fl. 26.786.63 Allskr. 78.485.91 Þökkum öllum auðsýnda hluttekningu við andlát og jarð- arför föður og tengdaföður okkar KRISTJÁNS JÓSEFSSONAR. Lena og Knut Otterstedt. Hjartans þakklæti til allra, fjær og rtær, sem heiðruðu <mig með heimsóknum, gjöíum og heillaóskum á sjötugs- aímæli mínu l.þ.m. Lundi 7. maí 1945. GUÐNI ÞORSTEINSSON. r »Verkamannsins« Kærar þakkir flytjum við öllum, er sendu okkur vinarkveðjur og gjafir á gullbrúðkaupsdegi okkar. Kristín Sigurðardóttir og Gísli Kristjánsson, Ingjaldsstöðum. CH>ÍH>l>l>l><H>l><H><H>tH!H><H><H!8!H!H><H><H><H!H!H!H!H>l><H>SHCH><H>SH!H>i><H>ÍH!H!fíW Árið 1943, pr. 31. des., voru liðirnir c. og d. báðir færðir í 10. lið gjaldahliðar rekstursreikn- ings KEA., ýmislegan kostnað, en sá liður er talinn um 22 þús. kr. lægri en hann var 1943, sem stafar vitanlega af þessari breyt- ingu. Auglýsingakostnaður KEA. yfir rekstursárið 1944 er því um það bil 14 hundruð krónum LÆGRI en yfir rekstursárið 1943. Reksturskostnaði KEA. er skipt niður í tæpa 40 reikninga, en þeir eru bornir saman ár frá ári, og ef þeir hækka, eru ná- kvæmar gætur hafðar á því, af hverju sú hækkun stafar. Þessa 40 reikninga þarf svo að flokka saman inn á rekstursreikninginn í ársskýrslunni, en eins og ofan- greind skilgreining sýnir, hefir mér fundist réttara að flokka lið- ina c. og d. undir Auglýsingar, kynningar- og fræðslustarfsemi, en undir ýmislegan kostnað í síðustu ársskýrshi. En af því staf- ar sá mismunur, sem gaf skáld- fáki rithöfundarins í Verka- manninum svo mikinn byr undir báða vængina. Þessar fullyrðing- ar Verkamannsins eru því ekkert nema endileysa og uppspuni. En ef þessi skáldmælti maður hefir einhvern rétt til þess að krefjast upplýsinga um kostnaðarreikn- ing KEA., (senvmér virðist mjög vafasamt eftir skrifum hans að dæma), annað livort fyrir sig eða þá, sem hann þarf að koma á framfæri, þá má hann vita, að það er ekkert í þeim reiknlingi, sem ekki er óhætt að gefa fullar upplýsingar um. Er því rniklu réttara fyrir hann, ef einhyrning- ur hans skyldi reka hornið í ein- hvern mismun á ný, að leita sér upplýsinga um þetta hjá réttuin aðilum, áður en hann fer að eyða prentsvertu í svo hæpnar tilgát- ur í dálkum Verkamannsins, 9. maí 1945. Bjöm Bessason. ") Síðan étur „íslendingur" þetta eftir „Verkamanninum" sl. föstudag. Ritstj. TURBANAR -nýjasta tízka Brauns Verzlun Páll SigurgeirsSon. >ÍÍÍÍÍ»ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ$ÍÍÍ3ÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ^ Sauðfjáreigendur á Akureyri og á svæðinu frá sauðfjárveikivarnaglirðingunni í Glæsibæjarhreppi að girðingunum við Einnastaðaá og í Rúts- staðafjálli! Munið að merkja skal allt yðar sauð- og geitfé, áð- ur en því er sleppt úr húsi í vor. Merkt skal rauðum lit á hægra horn aftan og framan, koll- ótt á hægri kjamma. Á þeim bæjum, sem veikinnar hefir orð- ið vart, skal rauðmála bæði horn. Hreppstjórar beðnir að sjá um að fyrirmælunum sé framfylgt. — Brot varða sektum. Sauðfjármálningin fæst hjá KEA. SAUÐFJÁRSJÚKDÓMANEFND RÍKISINS. Síldarsöltun 10—15 stúlkur óskast til síldarsöltunar á Siglufirði í sumar. — Húsnæði á staðnum. Nánari upplýsingar gefur undirritaður daglega kl. 20—21, Hólabraut 20, Akureyri. HAIXUR HELGASON. UPPBOÐSAUGLYSING Opinbert uppboð verður haldið, að forfallalausu, í Fjósa- tungu í Fnjóskadal, miðvikudaginn 30. þ. m., og-þar selt, ef viðunandi boð fæst: Ýmsir búshlutir, rúmfatnaður, heyvinnu- vélar o. fl. — Uppboðið hefst á hádegi. — Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Hreppstjórinn í Hálshreppi, 14. maí 1945. GUÐNI ÞORSTEINSSON. Karlmannaföt Unglingaföt Drengjaföt Karlmannajakkar Karlmannabuxur Karlmannahattar Verð frá kr. 12.00 Karlmannahúfur Verð frá kr. 7.90 j Drengjahúfur Verð frá kr. 4.20 Vinnuföt á karlmenn og unglinga Vinnuvettlingar gott úrval Regnkápur karlmanna og drengja Dívanteppi Baðhandklæði hvít, þykk og góð Verð frá kr. 18.70 Servíettur Verð frá kr. .1.95 Kvensokkar ísg., baðmull og silki Svissneskir silkisokkar Náttkjólar úr prjónasilki Netsokkar Verð frá kr. 7.30, ágætir að sumrtinu. Ennfremur: Margsk. vefnaðarvörur Brauns Verzlun Páll Sigurgeirsson. Húsavíkurbréf. Framhald af 5. síðu um málefni kauptúnsins. Um þetta blað má segja það sama og kerlingin sagði um nýja vinnu- manninn forðum: „Hann heldur að hann sé mannborlegur, en er bjálfalegur. Byrjar með ósannsögli og endar sjálfsagt með því, sem er ennþá verra.“ íslenzkip, nopskir, dLanskip og sænskip fánar Þrjár stærðir Bókabúð Akureyrar Nokkrar stúlkur óskasj í eldhús og við framreiðslu... HÓTEL K.E.A. PENINGAR fundnir á Þvoltaplaninu. — Geymdir á lögregluvarðstofunni. Zíon. Samkoma báða hvítasunnu- dagana kl. 8.30 e. h. Bjarni Eyjólfs- son, ritstjóri, talar. Allir velkomnir. Dánardæéur. Aðfaranótt sl. þriðju- dags lézt í Sjúkrashúsi Akureyrar Valdemar Pálsson, verkamaður, Odd- eyrargötu 26, 65 ára að aldrj,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.