Dagur - 31.05.1945, Side 3

Dagur - 31.05.1945, Side 3
Fimmtudagur 31. maí 1945 DAGUR 5 Vejrarloftið og kalda vatnið eru ágætir hitagjatar! Merkileg amerísk nýung í hitun húsa Eftir David 0. Woodbury og R. Hawkins I^OKKRIR bændur af slétt- unni voru gestir í stórri skrif- stofubyggingu í Portsmouth, Ohio. Þeir ætluðu að skoða loftræst- ingarbúnað hússins. Það var fun- heitur sumardagur, eins og þeir eru verstir þar vestra, en inni í húsinu var þægilegur hiti, og loftið var tært og hreint, eins og úti á víðavangi á vordegi. Þegar gestirnir höfðu dásamað þessi viðbiigði góða stund, studdi leið- sögumaður þeirra á hnapp á loft- kælivélinni. Jafnskjótt varð snögg breyting á loftslaginu. Hitastigið óx hröðum skrefum. Loftið var alltaf jafn hreint, en það varð heitara og heitara, unz óbærilegt mátti teljast, og bænd- urnir flýðu út í „svalann" á göt- unni. Þetta fyrirbrigði mætti nefna „öfuga kælingu". Á þennan hátt eru margar stórar skrifstofubygg- ingar í Bandaríkjunum hitaðar og kældar til skiptis, árið um kring. Engu eldsneyti er brennt. Hitinn er gjöf náttúrunnar, ann- að tveggja úr svölu loftinu utan dyra, eða úr brunnvatni. Raf- magn fyrir hitadæluna er eini kostnaðurinn. Þess verður ekki langt að bíða, að þessi undramáttur verði virkj- aður til hitunar stórhýsa hvar- vetna um heim, og með lítið eitt meiri fullkomnun verður þessi hitun skæður keppinautur mið- ^stöðvanna í heimilum. Tækið, sem vinnur hita úr köldu lofti, er engin ímyndun eða draumur, heldur alkunnugt í nýtízku vélaiðnaði og nefnist hitadæla. Það á sér áttatíu ára sögu að baki. Þessi liitadæla er í hverjum venjulegum kæliskáp. Þar starfar hún að því að draga hitagráður út úr matvælunum og dæla þeim út í loftið. Öll loýt- ræstitæki eru raunverulega hita- dælur. Við hugsum okkur þau venjulega eins og kælitæki vegna þess, að við þekkjum aðeins kæl- inguna, sem þau framleiða, en við tökum aldrei eftir hitanum, sem þau draga út úr loftinu og færa á brott. Til þess að nota þessi tæki eins og ofn, er nauð- synlegt, að láta þau verka öfugt, safna hitanum saman, í stað þess að dreifa honum á burt. Það hljómar ótrúlega, en er þó stað- reynd, að útiloftið er a^ætur hitagjafi, jafnvel á mildri vetrar- tíð. Á máli vísindamanna er loft- ið aðeins lítið eitt kaldara, pró- sentvís, við frostmark, en á heit- um sumardegi. Það þarf ekki stóra vél til þess að þjappa þess- Hitadælan nýja þarf aðeins að ná lítið eitt meiri full- komnun til þess að auðvelt verði að halda jöfnum hita í heimilum framtíðarinnar fyrir mjög lágt verð um dreifða útihita, þrýsta hon- um inn í húsin og nota hann þar til almennrar upphitunar. Lítil þrýstivél, útbúin með kælihring- rás, er allur galdurinn.Þegarorr- ustuflugvél klýfur loftið í frosti háloftanna verður loftið raun- verulega svo heitt við saman- þjöppun í hreyflinum, að nauð- synlegt er að kæla það aftur, áð- ur en það fer inn á karburator- ana. Þar er „öfug kæling“ á ferð, án þess að not sé fyrir hana, hit- inn kemur ekki að gagni. Vetrarveður geymir mikinn hita og uppsprettan er óþrjót- andi. En verkfræðingurinn, sem ætlar sér að nota það til uppliit- unar, kemst að raun um, að því kaldara sem loftið er því stærri vél þarf til þess að beizla hitann. um húsið og hitar herbergin. Brunnvatninu, sem í fyrstu færði hitann í kæligasið, er dælt í brunninn aftur. H-itadælan notar ekki kol, gas eða olíu né heldur veldur hún sóti eða öðrum óþrifum. Raf- magn er allt og sumt, sem hún þarfnast, og allur kostnaðurinn við hítann er rafmagnsreikning- urinn. Rafmagnsverðið er mikilvert atriði. Aðal torfæran á vegi þess, að nota þessa hitun í smáum heim- ilum, er verðið á rafmagni, jafn- vel þótt að notandinn fái þr-jár til fjórar hitaeiningar ókeypis ftá nátturunnar hendi fyrir Aukin hitaþörf þýðir í þessu til- j hverJa eina’ sem hann kauPir frá felli aukinn kostnað. En svarið rafmagnsstöðinm. | því þannig mögulegt að draga til sínu meira af hita jarðarinnar. í þessu tilfell i þarf mjög lítið vatnsmagn til hitunarinnar. Raunverulega eru vísindin að- eins að byrja á því, að láta nátt- úruna framleiða hita fyrir okkur fyrir lítið sem ekkert verð. Marg- ar nýjungar eru þegar fyrir hendi, þótt þær séu ekki full- reyndar enn. Ein þeirra er, að frysta brunnvatnið, í stað þess að kæla það. Hálfur lítri af vatni gefur 80 sinnum meiri hita á því augnabliki, sem það frýs, heldur en á því augnabliki, sem það er Framhald á 9. síðu. við þessu er líka fundið, Það er notkun vatns. Það hefir fjórum sinnum meiri hitamöguleika heldur en loft og tekur mörg hundruð sinnum minna pláss. Venjulegur brunnur getur nægt til upphitunar á meðal húsi í köldustu veðráttu, sem þekkist. Hitastigið getur verið það sama, árið um kring. Brunnvatn má fá nær alls staðar og þótt hitastig vatnsins sé breytilegt, eftir því hvar það er á hnettinum, þá er það nothæft til „öfugrar kæling- ar“, alls staðar í milli hámarks og lágmarks. í þessu tilfelli vinnur hitadælan þannig: Brunnvatn- inu er dælt í geymi, sem er útbú- inn með hringrörum og í gegn- um þau er veitt mjög köldu kæligasi. Kæligasið dregur hit- ann úr brunnvatninu og fer því næst inn í þrýstir, sem þjappar því saman í vökva og við þetta eykst hitinn mjög mikið, því að samanþjöppun veldur auknum hita. Kæligasið er mjög heitt í núverandi ástandi — gengur því næst gegnum aðra hringrörasam- stæðu í öðrum geymi. Þar færist hitinn úr því yfir í vatnið. Kæli- gasið er því næst fært í gegnum ventil og byrjar á hringrásinni á nýjan leik. Vatnið, aftur á móti er sett inn í stóran ofn (radiator) og lofti er blásið að honum.. Það er þetta loft, sem síðan leikur AFAR FJÖLBERYTT URVAL af nýkomnum vörum í Ryelsbúð. Herrafrakkar af nýj- ustu gerð, herrahattor, herra og dömu Poplinkápur, herra regnkápur, manchett iskyrtur, hv. og misl., flibbar og bindi í miklu úrvali, sumarnærföt, herrasokkar. Drengja og telpu regnkápur, dömuregnhlífar, margar teg., sumar- kjólatau, afar fjölbreytt, blússuefni, sirz, hv. léreft, laka- léreft, dömusokkar, ulL silki og bómull, dömu og barna- leistar, barnasokkar, misl. borðdúkar með serviettam, afar vandaðir svefnpokar, ódýrir, og ótal margt fleira. Balduin Ryel h.f. Hitadælan er ekki dýrari í inn- kaupi og uppsetningu en mið- stöðvarkerfi og jafnskjótt og raf- magnsverð er orðið 13—15 aurar á kílóvattstund, eru opnaðir möguleikar til samkeppni við olíukyndingu. Ef verð á raf- magni væri fært niður í 6—7 aura á kílóvattstund gæti hitadælan keppt við kolaupphitun, miðað við 65 krónu kolaverð á smálest. Þá væru möguleikar fyrir hendi til þess að gjörbreýta upphitun og þægindum smærri heimila. Þetta rafmagnsverð er raunar til sums staðar, og ef svo færi, að mikil eftirspurn yrði eftir hita- dælum eftir stríðið, er ekki óhugsandi, að orkuver sjái sér leik á borði, og bjóði rafmagnið fyrir þetta verð. Eins og sakir standa hefir þess- ari hitun verið komið á víða á stórbyggingum rafmagns-orku- veranna, þar sem orkan getur af eðlilegum ástæðum verið ódýr. Hinn mikli kostnaður þessa fyr- irkomulags er sá, að nota má það jafnt til bitunar á vetrum og kæl- ingar á sumrum. Kostnaðurinn, miðað við núgildandi verðlag, við vetrar-upphitun og sumar- kælingu í tíu herbergja húsi mun vera um 13000 krónur. En þetta er aðeins verðlagið nú í dag. Miklar framfarir eiga sér nú stað í kæli- og þrýstivélaiðnaðin um. Þegar hægt verður að fram leiða hitadælur í stórum stíl má telja víst, að þessi tala lækki stór- lega. Hitadælan er miklu ein faldari í framleiðslu en bifreiða hreyfillinn, og ef mikill markað- ur opnaðist fyrir þessa fram- leiðslu, mundi það verða á færi hverrar fjölskyldu, sem hefir efni á að eiga bíl, (í Bandaríkjunum), að eignast þetta hitunarkerfi. Ein leið til þess að gera „öfug kælingu“ ódýrari, í norðlægari veðráttu er sú, að bæta brunn- vatnið, sem gefur hitann, t. d með því að kæla vatnið áður en það hverfur til brunnsins aftur, að hringrásinni lokinni, og gera Eyfirzkur bóndi (Framhald af 2. síðu). arðinurm Hér lýgur hann því vísvitandi. Enn heldur liann því fram, að Hótel K. E. A. hafi kostað miljón krónur, og að allt það fé hafi ver- ið tekið frá bændum að ráðstöf- un búðarmanna(!) og gefur í skyn að það sé bændum tapað fé. Þó liggja fyrir honum upplýs- ingar um það, að hótelið hafi kostað sem næst hálfri miljón króna og að framlög frá bænd- um til byggingarinnar muni vera unr Ys af þeirri upphæð, eða um 100 kr. til jafnaðar frá hverjum bónda, og þetta fé eiga þeir auðvitað í byggingunni, fá af því góða vexti og engar líkur til að þeir tapi því. Við svona ómerkan og siðlaus- an rithöfund er í raun og veru ekki talandi, og það bætir ekk- ert úr skák, þó að ritstjórn Mbl. skrifi um hann hverja hólgrein- ina á fætur annarri, nema þá ef til vill í augum þröngsýnustu klíkunnar innan Sjálfstæðis- flokksins og blindra kommún- istaleiðtoga. Því er nú svo farið, að eftir- spurn bænda eftir landbúnaðar- vélum er miklu meiri en svo, að henni verði fullnægt. Með þessa vitund í huga fullyrðir þessi grímuklæddi skraffinnur, að Framsóknarblöðin hafi með skrifum sínum gert bændur að sofandi amlóðum. Það er bros !egt til þess að hugsa, að þessi rithöfundur, sem að líkindum er eða telur sig vera einn af höfðingja-„slektinu“ í Reykja- vík og veltir sér í dúnsvæflum fram undir hádegi, brigzlar bændum um leti og amlóðahátt. Þeir rísa þó jafnan árla úr rekkju og ganga síðla til svefns á kvöld- in og sofa vært eftir vel unnið dagsverk. Eitt af því, sem núverandi rík- isstjórn stærir sig mest af, er ný- sköpunarhugmynd hennar. Þar er áburðarverksmiðja fyrir land- búnaðinn stór liður. Stjórnin og þinglið hennar hefir þó enn ekki fengizt til að sinna framkvæmd- um í þvf nauðsynjamáli land- búnaðarins. Bændum í sam- vinnufélögum landsins þykir sofandaháttur stjórnarinnar all- illur og bjóðast því til að ganga til móts við ríkisstjórnina um framkvæmd þessa máls, ef hún sj.álf ætli að gugna við hana, og taka framkvæmdina í sínar hend- ur. Allir, sem nokkurn snefil af trú hafa á alvöru í nýsköpunar- íjali stjórnarinnar, bjuggust fastlega við, að hún mundi taka aessu tilboði samvinnubænda fegins hendi. En ef ráða má af skrifrubbi þessa stjórnardindils í aðalblað hénnar, þá verður allt annað upp á teningnum. Þessi skriffinnur Morgunblaðsins, sem hér um ræðir, tekur þessu til- boði bænda með skætingi oa ijandskap og segir það einungis fram komið til að svala metnaði Vilhjálms Þór! Það verður að ætla, að þessi skrafskjóða sé mjög' handgengin stjórninni, því að þýlyndi hennar gagnvart stjórn- inni skín hvarvetna í gegn í skrifum hennar. Henni þykir það ódæði,. að óbreyttir bændur ætli sér „að grípa fram fyrir hendur ríkisvaldsins" með bygg- ingu og rekstur áburðarverk- smiðju, þó að ríkisvaldið láti það undir höfuð leggjast. Hundflat- ari fleðuháttur fyrir ríkisstjórn- inni annars vegar og fyrirlitning gagnvart framsækni bænda á hinn bóginn mun hvergi finnast. Ríkisstjórnin fæst ekki til að framkvæma þetta mikilsverða nýsköpunaratriði sitt, en vill þó ciðrum framkvæmdir þess, ef marka má orð merarskrifs-Norð- lendings í Morgunblaðinu, því ætla verður að hann sé málpípa stjórnarinnar og mæli fyrir henn- ar munn. Málpípan krefst þess, úr því bændur vilja leggja fram fé sitt gegnum kaupfélög sín til að framkvæma það mikilvæga nýsköpunaratriði, sem liér um ræðir, að þá séu fjárráðin tekin af kaupfélögunum og bændum, „og það því fremur sem forstjóri, stjórn og endurskoðendur (K.E. A.) tilheyra allir Framsóknar- flokknum.“ Þessi Merar-Mangi léggur því til, að ríkisstjórnin hagi sér líkt og rakkinn, sem ekki sinnti mat sínum, en varði þó öðrurn hund- um að njóta lians. En hvað segir stjórnin sjálf um þetta? Ætlar hún á næsta þingi að neita um fé úr ríkissjóði til byggingar áburð- arverksmiðju, og ætlar lnin líká að banna bændum að leggja fram fé sitt til hins sama? Sé svo, væri rétt af henni að kenna sig ekki lengur við nýsköpun at- vinnuveganna. í einni affornaldarsögumNorð- urlanda er frá því skýrt, er jtappi einn svifti skegginu af mannfýlu nokkurri og fylgdi kinnfyllan með. Eftir þetta hafði manngrey þetta grímu fyrir andlitinu. Eitt sinn lyfti hann grímunni frá and- liti sér í viðurvist kappans, sem sem hafði merkt hann svo eftir- minnilega, og sagði: „Hvort kannast þú við þenna nauðljóta haus?" Höfundur níðgreinanna um bændur, aðra Framsóknarmenn og kaupfélögin líkir sér við ó- þekktan riddara með hjálmhlíf fyrir andliti. En hann lofar því, að næst þegar hann skrifar móti Tímanum og Degi, skuli hann lyfta hjálmhlíf sinni og rita und- ir fullu nafni Standi hann við þetta lieit sitt, færi einkar vel á að hann byrjaði á hinu forn- kveðna: „Hvort þekkið þið þenna nauðljóta haus“ — í póli- tískri merkingu talað.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.