Dagur


Dagur - 31.05.1945, Qupperneq 5

Dagur - 31.05.1945, Qupperneq 5
Fimmtudagur 31. maí 1945 0AGUR 5 Bernharð Stefánsson, alþingismaður: EINRÆÐISTON N IN N Svar til Jóns Pálmasonar, alþingismanns. I Morgunblaðinu frá 16. inaí sl. er alllöng grein frá Jóni Pálmasyni alþingismanni, sem á að vera svar við grein, er eg skrif- aði fyrir nokkru síðan í ,,Dag“ og nefndi: „Einræðistónninn í stjórnarblöðunum". Þar bafði eg ! vikið lítilsháttar að þeirri kenn- ingu hans, að hér ættu að vera aðeins tveir stjórnmálaflokkar og sýnt fram á, að slíkt hlyti alveg óhjákvæmilega að leiða til ein- ræðis, ef ágreiningur þessara tveggja flokka væri þjóðskipu- lagið sjálft: eignaréttur eða sósíalismi, eins og Jón hugsar ser. Grein sína nefnir Jón „Flokk- arnir og þjóðfélagið“. í henni eru all lofsamleg ummæli um mig persónulega, sem eg þakka hér með. Sá galli ér þó á þessu hrósi um mig', að hann vill gefa mér það á kostnað flokksbræðra minna, en fjöldi þeirra á hið rnesta lof skilið engu síður.en eg. Aðal gallinn á þessu „svari“ Jóns er þó sá“; að hann gengur svo að segja alveg fram hjá kjarna málsins og reynir varla að afsanna þau ummæli mín, að kenning hans hlyti að leiða til einræðis, ef hún kæmist í fram- kvæmd. í stað þess er hann með alls konar útúrdúra og marg endurtekinn skæting sinn í garð Framsóknarflokksins. Kemur slíkt þó þessu máli næsta lítið við, því jafnvel þó skáldskapur hans um flokkinn væri sannleik- anum samkvæmur, sem ekki er, þá leiddi kenning hans í fram- kvæind til hins sama eins fyrir því. Það breytir alls engu um þá staðreynd, jafnvel þó einn stjórn- málaflokkur væri eins og hann lýsir Framsóknarflokknum. Eg hefi leitað eins og að saum- nál í grein Jóns, að rökurn gegn því, sem eg hefi sagt um þetta efni, en ekki fundið nema ef telja skyldi þetta tvennt: 1) að einræði sé ekki hægt að viðhalda nema með hervaldi, en her sé ekki til hér á landi og 2) að ein- ræðisstefnan sé ekki í sérlega háu gengi í veröldinni sem stendur. Það er nú svo. Eg býst við að stærð og afl þess hers, sem ein- ræðisherra og einræðisflokkur þarf á að halda til að geta kúgað þjóð sína, fari eftir stærð þjóðar- innar og þeim vopnabúnaði, sem Iiugsanlegir uppreisnarmenn kynnu að ráða yfir. Við íslend- ingar eru vopnlausir og með öllu óVanir vopnaburði. Eg býst því við, að ekki þyrfti mikinn her né vopnabúnað til að lialda okkur í skefjum. Eg held að öflug lög- regla, eitthvað í líkingu við „Gestapo", dygði vel til þess. Auk þess væri nú kannske hugs- anlegt, að útlend hjálp bærist ef á þyrfti að halda. Eg held því, að ekki sé öruggt að treysta á þetta. Það er áreiðanlega hægt að koma hér upp nægilega öflugum her til að ráða við þjóðina sjálfa, þó hann auðvitað dyggði ekki neitt gegn útlendum her. Jón segist nú reyndar ekki hafa heyrt aðra en Framsóknarmenn tala'um að til hervalds geti kom- ið hérá landi. Jæja, eg hefi aftur á móti heyrt menn úr öllum flokkunr tala um það, komrnún- ista, núverandi félagsbræður Jóns, ekki hvað síst. Meira að segja hafa nú þegar verið gerðar nokkrar tilraunir til að koma upp eins konar vísir að her eða liðsveitum, eða bvernig var það með „fánalið Sjálfstæðisflokks- ins“ hér á árunum? Ekki er og langt síðan kommúnistar buðu fram liðsflokk til að „halda uppi reglu í verkfalli“. Það sem enn hefir gerzt í þessu efni er að vísu hégóminn einber, en það sýnir þó viðleitnina og hvað hugsanlegt er. Þá er hitt veigameira, að ein- ræðisstefnan sé nú í litlu gengi í heiminum. Já, það er vonandi að svo sé og rétt er það, að ef lýð- ræðið verður ríkjandi stefna í veröldinni, þá er öllu óhætt, einnig hér á landi. En þá er hug- mynd Jóns Pálmasonar um að- eins 2 flokka dauðadæmd um leið, því hún samrýmist alls ekki frjálsu Jrjóðfélagi sökum þess, að frjálsir menn hafa svo sundur leitar skoðanir í þjóðmálum, eins og reynsla allra lýðræðis- þjóða sýnir nú á dögum, að þær rúmast ekki í tveim flokkum. Þetta um lítið gengi einræðis- stefnunnar, afsannar því á engan hátt mitt mál. Þvert á móti. Kenning Jóns er sama einræðis- kenningin fyrir því, þó litlar lík- ur kunni að vera til þess, að hún verði að veruleika, því það er ekki hægt að framkvæma hana nema með skoðanakúgun. En er það nú víst, að fylgi ein- ræðisstefnanna (þær eru fleiri en ein) sé eins lítið í heiminum og virðast kann í fljótu bragði? Hitler og fylgifiskar hans hafa að vísu verið barðir niður, sem bet- ur fer, en ýmsar blikur eru þó á lofti. Margar þjóðir eru enn kúgaðar og því miður lítil von um að breyting verði á því fyrst um sinn. Til eru og íslendingar, sem telja hlutskipti sumra þess- ara kúguðu þjóða harla gott og æskilegt fyrir okkur. Það er því full ástæða til að vera á verði í þessu efni, einkum þegar sjálfir valdhafarnir láta málgögn sín tala í mjög líkum dúr og Hitler gerði, þegar uppgangur hans og ofsi var sem mestur. Landráðabrigsl stjórnarblað- anna í garð andstæðinganna, skrum þeiiTa um afrek stjórnar- innar, sem reyndar eru þó engin enn sem komið er, og offors þeirra út af gagnrýni, sem stjórn in sætir er allt nauða líkt áróðri nazistanna. Það voru líka landráð í Þýzkalandþ að hafa aðra skoðun en Hitler, að styðja hann ekki eftir mætti, að taka ekki undir skrum hans, að eg nú ekki tali um að gagnrýna gjörðir hans. Skyldleikinn leynir sér ekki. Jafnvel í svari Jóns Pálmason- ar til mín, sem þó er vinsamlega skrifað í minn garð og hóflegar en venja hans er, kemur þessi sami tónn frani. Hann segir t. d. um okkur Framsóknarmenn í til- efni af því, að við tökum ekki þátt í stjórnarsamvinnunni: „Að kalla slíka menn landráðamenn er ef til vill nokkuð fast að orði kveðið, en ekki er þó langt frá að Jrað sé rétt“. Svo það er, að áliti Jóns Pálmasonar, ekki langt frá landráðum, að vera andstæðing- ur núverandi stjórnar (Þjóðvilj- inn kallar það nú beinlínis land- ráð). Hvað á þá að segja um þá 5 flokksbræður Jóns á þingi og fjölmarga utanþings, sem einnig eru andstæðingar- stjórnarinnar? Þeir hljóta þá einnig að vera hálfgildings landráðamenn. Það eru nú ekki mörg ár síðan Jón sjálfur var stjórnarandstæðingur og kommúnistar líka. Varla hafa það verið landráð þá, eða yfir- leitt fyrr en núverandi stjórn tók við völdurn. Hvaða sérstök helgi er það þá, sem þessi stjórn hefir á sér fram yfir allar aðrar stjórnir, sem hér hafa setið? Frá sjónarmiði kommúnista stafar helgin auðvitað af því, að þeir eiga sjálfir fulltrúa í henni. Þess vegna er það auðvitað nazismi og landráð að vera á móti henni. 1 Rússlandi eru það landráð að vera andstæðingur Stalins, það eru frá þeirra sjónarmiði sömu landráðin á íslandi, að vera and- stæðingur Brynjólfs Bjarnasonar. Þetta er allt ofur skiljanlegt fyrir hvern þann, sem nokkuð Jrekkir hugsunarhátt kommúnista.Verra er að skilja Jón Pálmason og aðra „sjálfstæðismenn". í svari hans til mín er þó nokkur skýr- ing á þessu. Þegar búið er að skilja umbúðir og ýmislegt þýð- ingarlítið orðaskak frá kjarnan um í því, virðist hugsanaferill lians vera þessi: Að völdum sat „ólögleg utanþingsstjórn", virð- ing Alþingis var í veði sökum ósamlyndis og flokkadr.átta. Myndun stjórnarinnar bætti úr þessu ástandi, þess vegna eiga all ir að styðja hana. Framsóknar- flokkurinn „skarst úr leik“, þess vegna á hann ekki lengur til- verurétt (það er nú reyndar miklu lengra síðan að Jón sagði Jrað fyrst) og flokksmenn hans eru, ekki kannske beinlínis land- ráðamenn, en þó ekki langt frá því. vissulega fullkomlega lögleg og bar fulla ábyrgð fyrir Aljhngi eins og aðrar stjórnir, enda má nærri geta að núverandi forseti íslands befði ekki skipað hana annars. Hún virðist og hafa nægilegt Jringfylgi raunverulega til að koma málum sínum fram, allt til síðasta hausts. Ósanrlynd- ið í Alþingi virðist mér engu rneira á meðan fyrrv. stjórn sat, heldur en bæði fyrr og síðar. Fjárlögin voru forsvaranlegar af- greidd í tíð fyrrv. stjórnar heldur en á síðasta þingi og stjórnin mun hafa unnið dagleg störf sín vel, hún hafði og að nokkru leyti forustu við stofnun lýðveldisins. Eg get því ekki viðurkennt, að Jrað hafi verið slík þjóðarnauð- syn, sem af er látið, að koma fyrrv. stjórn frá og nrynda aðra og sé því ekki, að stjórnin eigi að hafa þá helgi á sér, sem krafist er af fylgismönnum hennar, af reim ástæðunr. Var og síst breytt til batnaðar við myndun stjórn- arinnar, því þó sú fyrrverandi hefði sína galla, þá er þó núver- andi stjórn langtum verri. Með ressu er eg þó ekki að segja það, að yfirleitt sé ekki rétt að lrafa hngræðisstjórn, heldur hitt, að myndun þessarar stjórnar lrafi ekki verið slíkt guðsþakkaverk að af þeim ástæðum eigi hún að vera friðheilög og hafin yfir alla gagnrýni og að allir eigi að vera skyldugir til að fylgja henni, eins og stuðningsmenn hennar krefj- ast að dæmi nazista. Hér á landi voru jafnan þingræðisstjórnir, allt frá 1904 og til 1942, en þær höfðu allar einhverja andstöðu innan þings og utan, einnig á stríðsárunum 1914—’ 18 og hafði enginn maður neitt Við Jrað að athuga. Eg sé ekki að núverandi stjórn sé neitt helgari en fyrri stjórnir. Eg hefi áður fært rök að Jrví og Jón ekki hrakið, að stjórn arandstaðan sé nauðsynleg í lýð- ræðisþjóðfélagi. Munurinn á því og einræði er einmitt einkanlega sá, að meðal einræðisþjóða leyf ist gagnrýni ekki, en hjá lýðt'æð- isþjóðum þykir hún nauðsynleg og sjálfsögð. Brigslyrði Jóns Pálmasonar og annarra stjórnar- liða í garð Framsóknarflokksins út af því, að hann styður ekki stjórnina, er því ekki tal lýðræð- ismanna, það er tal einræðis manna: nazista og kommúnista Athugum þetta nú ögn.nánar: Að fyrrverandi stjórn hafi verið ólögleg, hefi eg að vísu heyrt fáfróða menn segja, líka aðra sem vissu betur, en töluðu gegn betri vitund, en að Jón Pálmason skyldi taka undir slíkt. kom mér á óvart. Stjórnin var andi samningum um það, en þess var enginn kostur. Hann veit líka, að flokkurinn var fús til að mynda stjórn með „Sjálf- stæðisflokknum". Menn úr þess- um tveirn flokkum höfðu í haust leyst Jrann vanda, sem mest kall- aði að, fyrir þjóðfélagið og án oess hefði enginn getað stjórnað andinu. Rökrétt afleiðing af því ar auðvitað sú, að þeir 2 flokk- ar mynduðu stjórn til að sjá urn Irekari framkvæmd þess máls. Samningar urn það voru líka vel veg komnir.milli flokkanna, regar „Sjálfstæðisflokkurinn" sleit þeirn allt í einu og myndaði stjórn með Sósíalistaflokkunum. ‘ Ef Jón neitar Jressu, Jrá talar hann gegn betri vitund, Jrví að hann veit þetta vel. Það er því ekki sök Framsóknarflokksins þó hann taki ekki þátt í stjórn landsins og því hart, að hann skuli vera borinn hinum verstu brigslyrðum fyrir þær sakir. ,Sjálfstæðismenn“ afsaká sig reyndar með því, að Framsókn- arflokkurinn hafi sett það skil- yrði, að dr. Björn Þórðarson yrði orsætisráðherra. Ekki sé eg að aað hefði verið neitt ódæði. Eg lield allir viðurkenni, að dr. Björn er hinn inesti heiðurs- maður. Hann er ekki í neinum stjórnmálaflokki. Hann hefir lengi verið sáttasemjari í vinnu- deilum og farist það vel. Hann hafði áreiðanlega mörg skilyrði til að vera heppilegur oddamað- ur í samsteypustjórn. En svo var retta bara aldrei neitt skilyrði frá Framsóknarflokknum og það veit Jón líka, heldur var það að- eins uppástunga. Hitt er aftur á móti rétt, að margir Framsókn- armenn voru ófúsir til að taka þátt í stjórn, sem Ólafur Thors veitti forstöðu. En það hefir oft komið fyrir, að forystuflokkur um stjórnarmyndun hefir orðið að hætta við að hafa þann for- sætisráðherra, sem hann ætlaði sér í fyrstu, vegna andstöðu sam- starfsmannanna gegn þeirn manni. Þetta kom fyrir íhalds- flokkinn 1924 og Framsóknar- flokkinn 1934. Eg sé ekki að ,Sjálfstæðisflokknum“ hefði ver- ið vandara um í þessu efni, held- ur en t. d. fyrirrennara sínum íhaldsflokknum, ef liann hefði viljað setja þjóðhollustu ofar tilliti til einstakra manna. Að sjálfsögðu er það gott að hafa þingræðisstjórn, ef hún vil vel og gerir vel, en hvorugt er að vísu hægt að segja um þá stjóm sem nú er, að minnsta kosti eklu hið síðara. Framsóknarflokkur- inn var og líka fús til samstarfs um ríkisstjórn. Jón Pálmason gerir nú að vísu lítið úr sam starfsvilja flokksins og reynir að hrekja þau ummæli mín, sem að þessu lúta. Hann veit þó vel, að flokkurinn var reiðubúinn til að taka þátt í fjögra flokka stjórn i ef hann hefði getað náð viðun Jón reynir að réttlæta brigsl sín með því, að stjórnin hafi ver- ið mynduð á „hættulegu stríðs- tímaaugnabliki" og svipað hafa samherjar hans, bæði rauðir og brúnir, sagt. Tímarnir eiga að vera þannig, að allir þurfi að „standa saman“. Það er apðvitað ekki nema gott að allir standi saman um það, sem gott er og gagnlegt, en á svo að vera einnig um það, sem er illt og horfir til óheilla? Eg held að í engu sé bættara með því. Þvert á'móti. Við Framsóknarmenn erum sannfærðir um, að fjármálastefna stjórnarinnar, eins og hún hefir komið fram til þessa, leiðir til hruns og eyðileggingar, ef ekki verður snúið við í tíma og sjálf- ur fjármálaráðherrann virðist vera okkur sammála um það, eft- ir því, sem honum hafa farist orð. Væri það þjóðhollusta að (Framh. á 6. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.