Dagur - 31.05.1945, Síða 9

Dagur - 31.05.1945, Síða 9
Fimmtudagur 31. maí 1945 Ð AGUR V&íjX1 ÍTILÍF OG ÍÞRÖTTIR AKUREYRl. Knattspyrnumóti II. flokks er ný- lokið. Þátt tóku í mótinu íþróttafélag Menntaskóla Akureyrar, íþróttafélag- ið Þór og Knattspyrnufélag Akureyr- ar. — Fyrst kepptu í. M. A .og K. A. og sigraði hið fyrmefnda með 1 : 0 mörkum. — Leikur sá fór fram — eins og getið var í síðasta blaði — á annan í hvítasunnu og var ekki tal- inn skemmtilegur; lítið um snörp og hrein upphlaup með góðum samleik, þótt góðra leikmanna gætti víða. Næsti leikur — að kvöldi 23. þ. m. — milli K. A. og Þórs, var miklu meira að skapi áhorfenda, snörp átök á báðar hliðar og oft góður samleikur. En úrslitin voru þó 0 : 0 mörk. Síðast kepptu svo í. M. A. og Þór sl. laugardag — 26. þ. m. — í norðan- kulda-stormi. Leikur sá var all-mis- jafn, en þó oft góður. Fyrri hálfleik virtist I. M. A. standa betur að vígi, lauk þeim hluta með þeim árangri, að í. M. A. hafði skorað 3 mörk en Þór 1. En í síðari hálfleik tókst vöm Þórs mun betur en áður, varðist mörgum snjöllum upphlaupum og hættulegum skotum andstæðinga. En aftur á móti tókst Þórs-liði að skora 3 mörk í þess- um hálfleik og vinna leikinn með 4 : 3 mörkum. Þótt álitlegir knattspymu- menn væm þama í framlínu Þórs, var þó samleikurinn ekki sterkur og sig- urinn unninn meðfram fyrir ógætilega framsókn bakvarða í. M. A. — En báðir aðilar léku þó oft snarplega og vel, — #og ánægjulegt er þess að minnast að loknu þessu móti, að framkoma leikmanna hefir yfirleitt verið prúð og drengileg. Mætti það ætíð haldast Það ætti að vera fyrsta keppikefli allra sannra íþróttamanna að koma fram sem drengir góðir og prúðmenni. Þessu II. fl. móti í knattspyrnu lauk þá með sigri íþróttafél. Þórs. Hlaut það 3 stig, í. M. A. hlaut 2 stig, en K. A. 1 stig. • VIÐ SUNDLAUGINA. Eftir kuldahrotur vordægra verða margir fegnir að koma út, fagna sól og hlýjum blæ, gleðjast — einir sér, eða með öðrum. Seinni hluta' síðustu viku blésu kaldir vindar inn Eyjafjörð, éljastrok- ur fóru um fjöll og heiðar, svo að földuðu ljósu bæði Kerling og Kald- bakur. Og við Ráðhústorg og í Hafn- arstræti var engin ös á kvöldin! En sunnudagurinn rann upp heiður og fagur..Gluggar opnuðust og syfjuð andlit birtust, —- en brátt varð hurð- um hrundið upp og teygt úr öllum öngum út á tröppunum, meðan ánægjuandvarp leið frá ómáluðum (í flýtinum?) vörum eins og ósjálfráð þakkargjörð til þess er gaf svo góða morgunstund. Og innan stundar sáust ungir og gamlir utan dyra, einn á skyrtunni, annar í fullum skrúða, sumir í garð- holunni, aðrir á leið í mjólkurbúð KEA. með fötur og pela — og enn aðrir bara að prófa gangstétt og góða skó og fá blessun sólar á beran skalla eða bleikar kinnar. En kl. 1.30 stefndu margir bæjar- búar til sundlaugarinnar. Þar skyldi minning Jónasar Hallgrímssonar heiðruð með ræðum, söng og sundi. Hann hafði á sínum tíma — og flest- um fyrr — séð og skilið gildi og nauð syn þeirrar góðu íþróttar, og hafði starfað samkvæmt því. Þá voru tæki- færin til sundnáms næstum óþekkt hér á landi. Nú er öðru máli að gegna, þótt fráleitt séu þau notfærð sem skyldi. Sundlaug Akureyrar er þó a m. k. sótt og metin af börnunum Mættu þeir eldri í því — eins og ein- hv. fleiru — verða sem börn! Þama synti svo fjöldi bama — hver hópurin neftir annan, hreinum, róleg- um tökum, — flutu, köfuðu, syntu björgunarsund og afklæddust á sundi. Bömin stóðu sig vel, veittu mikla ánægju og gefa þó vonir um enn meira síðar, ef vel er áfram haldið. haldið. Boðsundi félaganna fjögra: Grettis, í. M. A., K. A. og Þórs fylgdi meiri ruglingúr, fum og buslugangur, þótt athygli áhorfenda fylgdi því ekki síð- ur. — í hverri sveit átti að vera 6 piltar og tvær stúlkur, en vegna skorts á stúlkum hér og piltum þar breyttust nú þessi hlutföll eitthvað en í hverri sveit urðu þó átta stykki að lokum! Vegalengdin var sundlaug- arlengdin tvisvar — en með hvíld á milli, alls 70 metrar fyrir hvern einn. Flestir keppendur syntu bringusund, en þó nokkrir skriðsund. Þótt hér væri bara um skemmtiatriði að ræða, en ekki neina verðlaunakeppni, varð þó ákafi mikill í fólki, — svo að sum- ir æptu sig hása og spörkuðu — með sínum fótatökum, ósjálfráðum senni- lega — grængresið á köntunum hjá Ólafi! Sveit Þórs tók í upphafi forastuna og hélt henni til enda — tími 7 mín. 18.8 sek. — þrátt fyrir hættulega sókn hjá í. M. A., sem átti þarna mjög snara sundmenn. Sveit K. A. varð sú þriðja.að marki, en sagt er að sveit Grettis sé ókomin enn, — en er þó væntanleg síðar! Samkomunnar við sundlaugina er að öðru leyti getið annars staðar í blaðinu. — Margir sóttu þangað við þetta tækifæri, en fleiri munu þó síð- ar, og er það vel. Að sundlaug Akur- eyrar er gott að sækja og hollt ungum og öldruðum, en þó enn frekar ef sundskýlan og þurrkan eru með í för- inni! Allir upp að laug IGleymið ekki að synda! • FIMLEIKASÝNING. Um síðustu helgi voru nýútskrifað- ir gagnfræðingar úr Gagnfræðaskóla ísafjarðar á ferð hér í bænum. A mánudagskvöldið gekkst skólinn fyrir fimleikasýningu í Samkomuhúsi bæj- arins. Sýndu þar 10 stúlkur undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur. Áður en sýningin hófst ávarpaði skólastjórinn, Hannibal Valdimars- son, gestina og sagði frá þeim tví- þætta tilgangi skólaferðalags, að sjá landið og sýna vinnubrögð skólans á sviði líkamsræktar. Sýningin hófst á fánakveðju og skemmlegri uppstillingu, og tóku nokkrir piltar þátt í henni. Síðan hófst leikfimin. Fyrst vora gerðar nokkrar rösklegar æfingar án undir- leiks, síðan nokkrir æfingaflokkar með hljóðfæraslætti, þá komu sláræf- ingar og stökk og að síðustu vanda- samur æfingaflpkkur, gerður eftir hljóðfæraslætti. Síðast var uppstill- ing og fánakveðja. Þegar menn dæma þessa sýningu, er vert að minnast þess, að flokkurinn samanstendur af 10 stúlkum, sem valdar eru úr hópi 23 stúlkna, er vora í 3. bekk Gagnfræðaskóla ísafjarðar síðastl. vetur. Þær hafa notið tilsagn- ar núverandi kennara síns í fjögur ár, og æft í sal, sem er aðeins 11,50x6 m., samt búinn þeim áhöldum er þar verður við komið. Úrvalið er því ekki mikið og fimleikahúsið ekki fullkom- ið, en þegar kennarinn og nemendurn- ir eru samtaka í því að komast langt, þá næst árangur, sem er í hlutfalli við þá vinnu, sem í verkið er lagt. í heild var þessi sýning sú bezta er eg hefi séð sjá sambærilegum skóla flokki. Vandvirknin í þjálfuninni og skilningur stúlknanna sjálfra á því hvað er stíll í leikfimi sást vel á því að engin hreyfði sig í staðæfingunum til neins annars en þess, sem gera átti, og stílnum var haldið fram í fing- urgóma og niður í tær. Að og frá áhöldum var gengið rösklega og hik- laust og niðurkomur úr stökkum þannig gerðar, að varla var gengið frá áhaldi án þess að hafa náð augnabliks réttstöðu. Á milli þess, sem áhöld voru notuð hélt flokkurinn svo full- kominni ró og reglu, að hvergi skeik- aði, í æfingum var bæði mýkt og kraft- ur og samtökin yfirleitt mjög góð. Hliðbeygjur og brjóstfettur vora víða mjög vel gerðar og sýnir það að flokk- 1 urinn er vel teygður. Á slánum voru gerðar all erfiðar jafnvægisæfingar, flestar með mjög góðum stíl, þótt fyrir kæmu lítilshátt- ar mistök. Á hestinum sýndu stúlk- urnar stökk milli handa og skástökk. Krafturinn var góður og stíll sums staðar mjög góður. Elísabet Krist- jánsdóttir annaðist undirleikinn af mestu prýði. Flokkurinn átti óskipta eftirtekt áhorfendanna frá upphafi sýningarinnar til enda og kennarinn hafði flokkinn fullkomlega á valdi sínu. Sýningin var flokknum til frægðar og sóma og áhorfendunum, sem voru óvenjulega margir, til óblandinnar ánægju. T. Þ. Vetrarloftið og kalda vatnið. Framhald af 3. síðu. kælt niður í eina gráðu. Ef að- eins váéri hægt að losna við ísinn á hagkvæman hátt, gæti lítill geymir, grafinn í jörðu, gefið frá sér nægilegan hita fyrir heimilið og þá þyrfti engan brunninn. Verkfræðingar eru þeirrar skoð- unar, að þeim muni takast að leysa þennan vanda og ef þeim tekst það, er þýðing þess sú, að auðvelt verður fyrir lítil heim- ili, að nota þessa uppfyndingu. Á meðan þessar rannsóknir fara fram, hefir verið sett á markað- inn lítið tæki, sem framleiðir hita með „öfugri kælingu", og má bera það herbergi úr her- bergi, til þes sað ylja upp, t. d. á svölum sumardegi. Sá dagur virðist ekki langt undan, að allir geti keypt sér þessi hitunar- og loftræstingar- tæki í einni heild. Við látum setja þau upp og gleymum síðan öllum áhyggjum af hita og kulda, alveg eins og húsmóðirin telur kæliskápinn sinn sjálfsagð- an hlut. En ef þér eruð ennþá ef- andi um að þetta sé veruleiki, en ekki draumur, þá ættuð.þér að kynna yður uppdrætti af nýju, framtíðareldhúsunum, sem verk- fræðingar láta nú frá sér fara. Á einum stað þar má sjá mjög dug- lega, litla þvottaklúta-þurrku. Þessi þurrka gengur eingöngu fyrir þeim hita, sem kælivélin í kæliskápnum dregur út úr mat- vælunum, sem þar eru til geymslu. Hitadælan, hvort sem þér vilj- ið nefna hana töfraáhald eða ekki, er áreiðanlega raunveru- leiki. (Lausl. þýtt úr Collier’s). F0KDREIFAR (Framhald af 4. síðu). byggingu norðan við íþróttahöllina, þar sem komið væri fyrir innilaug til sundiðkana að vetrinum og nauðsyn- legum búningsklefum, snyrtiherbergj- um og gufubaðstofu í sambandi við sundstæði bæjarins — í stað hinna óhrjálegu timburkumbalda, sem nú eru þar fyrir. Bygging þessi gæti jafn- framt myndað göngubrú, er tengdi saman bæjarhverfin á Útbrekkunni og Miðbrekkunni, en fyllsta þörf er á greiðari samgöngum þar á milli en nú era fyrir hendi. — Við Akureyr- ingar eigum eitt allra fegursta bæjar- stæði, sem til er frá náttúrunnar hendi á landi hér. En því aðeins get- ur það orðið okkur til yndis og vegs- auka, að við sýnum því einhvem sóma og látum ekki allar slíkar fram- kvæmdir lognast út af í deyfð og sinnuleysi, Manchetf fjölbreyttu úrvcdi KÁUPFÉLAG EYFIRÐINGA V ef naðar vörudeild Tilkyiiiiing til síldarsaltenda og útgerðarmanna Þeir síldarsaltendur, sem ætla að salta síld, svo og þeir út- gerðarmenn, sem hafa í hyggju að salta síld af skipum sínum á sumri komanda, þurfa samkvæmt 8. grein laga nr. 74 frá 1934 að sækja um leyfi til Síldarútvegsnefndar. Síldarsaltendur þurfa að upplýsa eftirfarandi: 1. Hvaða söltunarstöð þeir hafi til umráða. 2. Af hvaða skipum þeir fái síld til söltunar. 3. Hvaða eftirlitsmaður verður á stöðinni. 4. Hve margt síldarverkunarfólk vinnur á stöðinni. 5. Eigi umsækjandi tunnur eða salt, þá hve mikið. Síldarútgerðarmenn þurfa í umsóknum sínum að taka fram eftirfarandi: Tölu skipa, stærð, einkennistölur. Áætlað magn til söltunar og hjá hvaða saltanda síldin verður söltuð. Þeir síldarsaltendur, sem óska að fá tómar tunnur og salt frá Síldarútvegsnefnd, sendi umsóknir til Síldarútvegsnefndar á Siglufirði. í Allar þessar umsóknir skulu sendar til skrifstofunnar á Siglufirði og þurfa að vera komnar þangað fyrir 30. juní n. k. Síldarútvegsnefnd :<p$5SS5SSSSS55555S555555555555SS555S$SSS55555555555555455$$555SSS55455555545#> SKRA um útsvör í Akureyrarkaupstað árið 1945 iiggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu bæjargjald- kera frá 31. maí til 13. júní n. k., að báðum dögum meðtöldum. Kærum út af skránni sé skilað á skrifstofu bæjar- stjóra innan loka framlagningarfrestsins. Bæjarstjórinn á Akureyri, 28. maí 1945. Steinn Steinsen w55455$í5S5455ív$44í44í54íí45S444455$S5545SíSS$55ÍS44$S544555S45554SS$S445 í

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.