Dagur - 07.06.1945, Blaðsíða 6

Dagur - 07.06.1945, Blaðsíða 6
6 DAGUR Fimmtudagirin 7'. júní 1945. - Mig langar til þín - Saga eftir ALLENE CORLISS h J Mitt innilegasta hjartans þakklæti votta ég öllum, sem veittu mér hjólp og samúð við andlót og jarðaríör sonar míns, NJÁLS JÖHANNESSONAR. er lézt 19. þ. m. Sérstakar þakkir færi ég stúkufélögum af Akureyri og Kvenfélaginu „Baldursbrá". Ég bið góðan Guð að launa ykkur öllum ykkar miklu hjálp og styrk. SIGRÍÐUR ERLENDSDÓTTIR (Frajnhald). isbréfið? Maður verður að hafa leyfisbréf, veiztu það ekki kæri minn?“ Red sagði: „Eg skal fá það strax á morgun og við getum gift okkur eftir viku til tíu daga. Mér hefir fundist, að ekki væri rétt að gera það fyrr vegna. .. .“ „Eg veit hvað þú átt við,“ sagði hún lágt. „Mér hefir fundist það líka. Það er víst nóg talað hér í bænum um okkur samt. En eg get ekki beðið mikið lengur.“ Hann kyssti hana, ekki einu sinni, heldur oft, heitt og ofsalega. Þegar hann sleppti henni og litaðist um var Mikki horfinn úr fjör- unni. Fyrir stuttu höfðu þeir verið þar báðir bræðurnir, en nú lá Tumi sofandi í mjúkum sandinum en Mikki var horfinn. Red hljóp um nágrennið og kallaði hástöfum, en fékk ekkert svar. Tumi vaknaði og fór að gráta, því að skuggsýnt var orðið og hann hafði verið skilinn eftir einn hjá Cecilíu. Cecilía hastaði á hann, en það dugði ekki og hún reiddist og snoppungaði hann. Ekki batnaði ástandið við það. } „Eg ætlaði ekki að gera það,“ Red sagði hún. „En hann var há- skælandi og þegar eg ætlaði að taka hann upp þá sparkaði hann í mig.“ „Eg gerði það ekkert, eg gerði það ekkert," snökkti í Tuma. „Þegið þið nú bæði tvö,“ sagði Red, „og lofið mér að hafa frið til að átta mig. Mikki var hér fyrir hálftíma. Hann getur ekki hafa farið langt.“ Cecilía stakk upp á því, að þau færu heim á bóndabæ þar skammt og fengju lánaðan síma. Kannske hefði hann farið heim? Náttkjólar Undirföt Buxur Bolir K. E. A. Vef naðarvörudeild. j^HlHIIIIIIHHHMHHIHIHIIIHHHHIHIHHHHIHIHIIHHHHHHHHHIIIIÍHIHIHHIHHIHHIHHHHHHIHHHHIIHIHHHHHHIHIHH 11111» Þau gerðu eins og hún sagði og tilgáta hennar reyndist rétt. Hann var rétt kominn inn úr dyrunum, sagði Marta. Hún ætlaði að láta hann í heitt bað og koma honum síðan beint í rúmið. „Drengnum hefir orðið illt,“ sagði hún með, með nokkrum þunga, og hringdi af. Mikka hafði orðið illt. Þeiir höfðu verið að leika sér niður við fjöruborðið, bræðurnir, og hann hafði fundið stein, sem var alveg eins og gamall kastali í laginu. Honum. hafði fundist, að hann þyrfti að sýna pabba sínum þetta og hafði hlaupið upp fjöruna. Og þá hafði hann séð þau bæði, í bjarmanum frá eldinum, í faðmlög- um. Hann hafði staðið kyrr í sömu sporunum og hjartað hafði bar- ist ött í brjósti hans, svo ótt, að honum fannst það ætla að sprengja allt utan af sér. Hann hafði snúið við í dauðans ofboði og hlaupið burt frá þessum stað. Hann hafði hlaupið og hlaupið þangað til fæturnir neituðu að bera hann lengra og þá hafði hann dottið á andlitið og hruflað sig og legið þar kyrr, því að honum hafði orðið óglatt. Loksins gat hanri haft sig á fætur aftur og komizt út á' þjóð- veginn og þar hafði góðhjartaður vegfarandi séð aumúr á honum og tekið hann upp í bílinn sinn og ekið honum heim. Um þetta vissi þó enginn. Marta sagði, að honum mundi hafa orðið kalt og maturinn, sem þau hefðu haft með sér mundi ekki hafa verið'kllt of heilsus’amlegur. Marta hafði tekið á móti Red í dagstofunni, hörkuleg á svipinn og mikið niðri fyrir. „Eg sagði henni, að börnin ættu ekki að fara, enlrún veit víst hvað hún vill stúlkan sú. Hún hefir breytt öllu til hins verra síðan hún kom hingað. Drengirnir hlýðamérekkilengur því að hún kaupir þá til óhlýðni fyrir sætindi og rjómaís." „Nóg af þessu, Marta,“ sagði Red, brúnaþungur. Marta leit undrandi á hann. Aldrei fyrr hafði hann talað til hennar í þessum tón. Red sneri baki að henni og kveikti sér í vindlingi. Cecilía hafði á réttu að standa. Það var orðið nauðsynlegt, að gera upp sakirnar við Mörtu í eitt skipti fyrir öll. „Marta,“ sagði han nallt í einu og sneri sér að henni. „Við fröken Redn^ond verðum gefin saman mjög bráðlega. Eftir svo sem viku. Eg segi þér þetta vegna þess, að eg vona að það verði til þess að þú breytir um framkomu við hana. Þú hlýtur að sjá, að ef þú ætlar að vera hér áfram, getur það ekki gengið ef þú ert ókurteis við hana og lætur sem þér sé lítið um hana gefið. Það verður að breytast." „Og hvað verður ef eg get ekki breytt til? Eg get ekki að því gert að mér er lítið um hana.“ „í því tilfelli verður þú að fara.“ Honum gat ekki verið alvara, hugsaði Marta, eftir öll þessi ár. Nei, það var ekki hans gerð þetta, heldur hennar, stúlkunnar, sem öllu illu hafði til leiðar komið á þessu heimili. „Þá það,“ svaraði hún eftir stundarþögn. „Eg skal fara. Eg skal vera farin í vikulok- in.“ Augu hennar fylltust af tárum um leið og hún gekk út úr stof- unni. (Framhald). >iiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimmiimiiimimimiiimimmiiiiiiiiiiiimiimiiiiimiiiimiiimiimmiimmiiimimmimmiiiiimmmiiiimimiiiiimiiiiiiiim> | HÚSMÆÐUR ATHUCIÐ! Sölubúðum verður nú lokað kl. 1 á laugardögum. — Gerið pantanir yðar fyrir föstudagskvöld. Svörum ekki í síma á laugardögum. — | KJÖTBÚÐ K. E. A. • l|IIIIIHIIIIIHMIIIIIIHIIIIIHMIIMIIIItHMIIIIMIIIIIttlllMIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIMIHIIIIIIIIilMIIIIHIIMIMIMIIMIMIIIIIIIIIIIIMIIIr MIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIIIIIIIIIIMIIIIIMMMMIIMIMIIIIIMMIIIIIIMIIMMIIIIIIIIIMIIIIMMMMIIIIIIIIIIIIIMIMIIMIIMIMIMIMMMIIMIIIMIMwM* I Tilkynning I frá SJÚKRASAMLAGIAKUREYRAR: | Þar sem samlagið hefur gerzt aðili að samningum við sér- I i fræðinga í Reykjavík, í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum, verð- § \ ur slík læknishjálp því aðeins veitt á kostnað samlagsins, að i i viðkomandi hafi áður fengið samþykki trúnaðar læknis S. A. | j hr. Jóhanns Þorkelssonar. Er þá veitt skrifleg ábyrgð fyrir \ i læknishjálpinni. i Þá skal einnig að gefnu tilefni tekið fram, að eigi er hægt í i að gera ráð fyrir endurgreiðslu reikninga frá öðrum sérlækn- | { um, utan Akureyrar, nema áður sé fengið samþykki trúnaðar- | i læknis. í Sjúkrasamlag Akureyrar. •IIIMIMIMMIMMMMIMMMIMIMMMMMIMIIIMIIMIMMMIMIMMMMIMIMIIIIIIIIMIIIIMMIIIMI ‘lllllllllllllllllllllll llllll III Mllll 1111IIMMIIIIIII Mllll lllll IIIII MMMMMMIIIIMMIM llllllllll FRÁ FRYSTIHUSINU IMMMMMMMMMMIMMMIIMMMMMMMMMMIv IIIIIIIIIIIIIMIMIMIIIIMIIIIIIIHIIIIIIIMIMIM* / f s ÖLL ÞAU MATVÆLI, sem geymd eru utan leigðra frystihólfa, á frystihúsi voru á Oddeyri, verða eigendur að hafa tekið fyrir 15. þ. m„ því eftir þann tíma verða klefar þeir, sem matvæli þessi eru geymd í, frostlaus. Kaupfélag Eyfirðinga. : § Ti ii 11 iii i n iii i n iii iin 1111 ii 1111111 ti i n ■ 11111111111 n i ti • iii 111111 • 111 • i ii 11111 • ii 111111111111 m ii i ii 11111111 ii 11111111111 ii i ii 11 m 11111111111 m 11| 11111*; SKÁK. Italski leikurirui. Hvítt: Medína. Svart: Dr. Alekhine. 1. e4—e5. 2. Rf3—Rc6. 3. Bc4— (Þessi byrjun er tiltölulega sjaldgæf á meistaraþingum nútímans, einkum síðan Spanski leikurinn (3. Bb5) varð svo vinsæll. Arésarmöguleikarnir með hinum gerða leik eru þó engan veginn litlir). 3..Bc5. (Gefur hv. tækifæri til að leika hinn skæða Evans-gambit (4. b4!) Ef 3......... Rf6. 4. Rg5—d5. 5. pxp og hv. vinn- ur peð. Svartur getur þó í mörgum til- fellum fengið gagnsókn með 5....... Ra5. 6. Bb5f—c6. 7. pxp—pxp. 8. Be2 eða Df3!?) 4. c3—Bb6. (Eftir- lætisleikur Alekhines. Venjulegt framhald er 4.....Rf6. 5. d4—pxp. 6. pxp—Bb4f. 7. Rc3!—Rxe4. '8. 0— 0—BxR. 9. d5! og er nefnt Möllers- bragð. Það hefir verið nákvæmlega rannsakað af P. Keres og niðurstaða hans er að hv. nær að minnsta kosti jafntefli. Eðlilega vill Alekhine ekki gefa andstæðing sínum stíkt tækifæri og velur hann því lítt þekktari leiðir). 5. d4—De7. 6. d5—Rd8. 7. d6— PxP. 8. Ra3—Rf6! (Betra en d6). 9. Dd3—a6. 10. Bg5—h6. 11. BxR— DxB. 12. Hdl— (Auðvitað hefur hv. sókn á d-línunni, en við nánari at- hugun á stöðunni sést að hv. riddar- arnir eiga sér ekki mikla framtíð og fremur er lítið útlit fyrir að hv. nái skarpri sókn). 12.....Bc7. 13. Bd5 —Re6! (Veikir kóngsstöðuna en hins vegar varð hv. að bægja riddararan- um frá f4-reitnum). 14.......Hb8. 15. Rc4—0—0. (Bezta leiðin til að verja d-peðið, því ef 16. BxR—dxB. 17. Rxd6—Hfd8 með ágæta stöðu). 16. Ke2— (Hvítur reynir að bæta fyrir veiluna af því að leika 14. g3 og hótar að vinna d-peðið. En nú er Alekhine alveg undirbúinn til að opna taflið og linnir ekki látum fyrr en hvítur er gjörsigraður). 16..f5. 17. Re3—b4! 18. c4—b3! 19. a3— Rc5. 20. Dd2—Bb7. 21. BxB—HxB. 22. Rd5—De6. 23. De3—Bd8. 24. Rd2—f5. 25. f3—Bg5. 26. pxp—Dxp. 27. Re4!—Re6!! 28. RxB—Dc2f. 29. Hd2—Dxc4f. 30. Dd3—DxD. 31. Hxd3—hxg5. 32. Hcl—Rd4f. 33. Kf2—Rb5. 34. Rc7—Hc5. 35. HxH— pxH. 36. Rxa6—d6. 37. Kg2—Hc8.. 38. a4—Ha8. 39. Rc7—Hxp. 40. Re8 —Ha6. 41. Gefið. — Teflt 1944 í Gijon, Spáni. Til sölu: ný kjólföt, á grannan mann. Ennfremur smokingföt, not- uð. Ágæt sem vinnuföt. — Tækifærisverð. Saumastofa Gefjunar. DÍVAN til sölu. AFGR. vísar á. Pianoharmonika, FULLKOMIN STÆRÐ, til sölu. — Upplýsingar á Kralbbastíg 4, (niðri) eftir kl. 6 á kvöldin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.