Dagur - 07.06.1945, Blaðsíða 5

Dagur - 07.06.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 7. júní 1945. 5 Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). ið af fiskskemmdum í Lagarfossi um 400 þús. kr. í einni ferð. Af farmi e/s. Lyru varð að fleygja um 1541 vætt af fiskinum og lætur þá nærri, að tjónið á þeim farmi einum nemi á annað hundrað þús. kr. Tilfinnanleg- ast hefir þó tjónið orðið af fisk- skemmdum hjá ýmsum færeysku leiguskipunum. Hefir sumum förmun- um verið algerlega hent sem gerónýt- um, en aðrir hafa verið svo skemmd- ir, að söluverð þeirra hefir verið hreinasta smáræði. Einn var t. d. seld- ur á 98 sterl.pd., annar á 108, þriðji á 420 sterl.pd. o. s. frv. Fullyrt er eftir áreiðanlegum heimildum, að alls nemitjónið af fiskskemmdum þessum mörgum miljónum króna. Enska mat- vælaráðuneytið hefir birt aðvörun vegna skemmdanna og hótað að banna algerlega löndun úr þeim skip- um, sem endurtaka flutning á skemmdum fiski. í>ví hefir verið haldið fram með gildum rökum, að handvömm ríkisstjórnarinnar og dráttur í sambandi við leigusamninga hinna erlendu skipa eigi verulegan þátt x þessum óhöppum. Hafi fleiri og fleiri lélegri skip verið ráðin til þess- ara flutninga en þörf var á, ef samið hefði verið í tæka tíð, eins og ríkis- stjórninni hafði þó verið rækilega bent á. Ekki er rúm til að fara hér lengra út í þá sálma að sinni, enda enginn endanlegur dómur á það lagð- ur, að hve miklu leyti þessi ásökun hefir við rök að styðjast En á það skal hins vegar bent, að furðu hljótt hefir verið um þetta merkilega mál í öllum málgögnum ríkisstjórnarinnar, eða réttara sagt: næstum ekkert hefir verið þar á það drepið. Stingur það undarlega í stúf við þau óskaplegu ramakvein, sem þessi sömu blöð rákú upp hér um veturinn, þegar kunnugt varð um skemmdir á frosnu kjöti í nokkrum frystihúsum í landinu. Þær skemmdir voru að vísu alvarlegar — eins og matarskemmdir verða alltaf að teljast — en þó hreinasta smáræði í samanburði við verðmæti þau, sem að undanförnu hafa farið forgörðum í skemmdum fiski. En nú eru það heldur ekki bændur eða afurðasölu- félög þeirra, sem koma hér við sögu, heldur allt aðrir og miklu rétthærri aðiljar, að því er þessi blöð og flokk- ar þeir, sem að þeim standa, munu álíta. Enda er nú þagað svo vand- lega, að almenningur fengi sennilega næstum ekkert um þetta að vita, ef blöð stjórnarandstöðunnar hefðu ekki talið óþarft að stinga svo þýðingar- miklum upplýsingum algerlega undir stól. — ÞaS skyldi þó aldrei standa eitthvað í sambandi við þetta mál m. a., að stjórnarblöðin gerast nú svo geysihávær í kröfum sínum um rit- skoðun eða jafnvel algert bann á mál- gögnum stjórnarandstæðinga, sbr. til dæmis tal Morgunblaðsins um skemmdastarfsemi" þeirra og „við- eigandi gagnráðstafanir" gegn „spell- virkjunum“ — én allrar viðkvæmni og velluskapar", eins og Kengálu- riddarinn með „niðurfelldu andlits- grímuna" orðar það í anda hinna þýzku sálufélaga sinna, sem virðast hafa kennt honum og fleiri rithöfund- um sjálfstæðisblaðanna rithátt sinn og bardagaaðferðir á sínum tíma, þeg- arar kjörorðið um hið „skefjalausa ofstæki“ var fínt og í heiðri haft í vissum deildum Sjálfstæðisflokksins. — „Mennirnir með hreinu hugsanim- ar“ virðast engu hafa gleymt — og ekkert lært — síðan einn helzti for- ráðamaður flokksins gaf órólegu deildinni þá virðulegu einkunn og nafngift hér á árum áður. Sundnámskeið hefst n. k. mánudag, 11. júní, í sundlauginni við Hrafnagil. Þátttakendur gefi sig fram við Pál Rist, Litla-Hóli eða Hir- ald Hannesson, Víðigerði. Stjóm UMF. FRAMTÍÐ D AG UR Viðtal við Harald Kröyer. (Framhald af 1. síðu). raunar segja að þörf sé á slíkum leiðbeiningum enn. — Hvernig er náminu hagað? Yfirleitt mun það vera svipað því, sem gerizt í Evrópu, en þó varð sú breyting á, af stríðsvöld- um, að skólaárinu er nú skipt í þrjú tímabil, eða semester, í stað tveggja áður, og sumarfríin af- numin að mestu leyti. Þetta var vitaskuld óhagkvæmt fyrir okk- ur, íslendinga, sem höfum ætlað okkur að vinna í sumarfríinu. Við lok hvers tímabils var háð próf og síðar var örfárra daga leyfi unz nýtt semester hófst. Námið varð því all erfitt með þessu fyrirkomulagi. — Eru margir íslendingar í Kaliforníu? Mér er ekki kunnugt um hve margir þeir eru, en í Berkeley, Oakland og San Fransisco munu vera um 100 manns. Þeir höfðu lauslegan félagsskap með sér og komu saman á fund ekki sjaldn- ar en einu sinni á ári. Þessir Vestur-íslendingar reyndust okk- ur sérlega vel, voru gestrisnir og hjálpsamár. — Heldur þú, að námsferðir til Ameríku hverfi í framtíð- inni? Það er vitaskuld undir viðhorfi menntaskólanemenda á hverjum tíma komið, hvort þeir leita aust- ur eða vestur um haf til fram- haldsnáms. En ólíklegt þykir mér, að námsferðirnar falli alveg niður, þrátt fyrir breyttar að- stæður. Það má gera ráð fyrir, að styrkir þeir, sem amerískir há- skólar veita íslenzkum náms- mönnum haldi áfram og auk þess er völ á ýmsum góðurn styrkjum við flesta háskóla, sem góðir námsmenn geta keppt um. Nokkrir íslendingar hafa hlotið slíka styrki. Það er því á engan hátt óglæsilegt fyrir unga íslend- inga að hugsa til náms í Amer- íku. Námskostnaðurinn er e. t. v. meiri þar en í Evrópu, en eg efast um, að hann sé nú orðið meiri, en kostnaður við náms- dvöl í Reykjavík. Verðlag hefir ekki hækkað eíns mikið fyrir vestan á síðustu árum og hér. — Og hvað hyggst þú sjálfur fyrir nú að námi loknu? Eg vona að eg fái starf hér í samræmi við það nám, sem eg valdi mér, en get ekki sagt meira um það að sinni. Dagur þakkar Haraldi Kröyer greiðar upplýsingar og býður hinn glæsilega, unga námsmann velkominn heim. Skipsijórar og útgerSarmenn Eins og að undan- íörnu höfum vér fyrirliggjandi flest- ar útgerðarvörur, svo sem: Fiskilínur ■ ■ Ongla Tauma ManiSla Sfálvíra Grasfóg Nefagarn Trawlgarn Lóðabelgi Skrúflása Keðjulása Kósa Vantaþvingur Tréblakkir Skipamálningu Segldúk Blýþynnu Tvisf og fleira Kaupfélag Eyfirðinga Jám- og glervörudeild. FILMUR! NÝKOMNAR Mikið lækkað verð. kr. Verichrome 6x9: 120: 2,85 Verichrome 6 x 9: 620: 2,85 Verichrome 4 x 6i/!>: 127: 2,40 Framköllun, copiering, stækkanir. . GÓÐ VINNA Brynjólfur Sveinsson, h.f. Stod 129. AKUREYRI Pésth. 125 Ensku Fðtaelnin komin VERKSMIÐJAN DRAUPNIR h. f. Skipagötu 6 Maðurinn minn, faðir okkar og bróðir minn, ‘ JÓN STEFÁNSSON, fyrrv. ritstjóri, andaðist föstudaginn 1. þ. m. Lík hans verð- ur jarðsett í kirkjugarði Akureyrar, fimmtu- daginn 7. júní, og hefst athöfnin í kirkjunni kl. 2 e. h. Akureyri, 4. júní 1945. Gerda Stefánsson, börn hins látna og Eggert Stefánsson. Lítill trillubátur til sölu með tækifærisverði. AFGR. vísar á. Öllum þeim, nær og fjær, sem á einn eða annan hátt auð- sýndu mér vináttu á sextugsafmæli mínu, 30. í. m., votta ég mínar alúðarfyllstu þakkir. Þrastarhóli, 2. júní. SÓLVEIG SIGURJÓNSDÓTTIR iiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiumiiii iimiiiiimiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiimiimmmmiiiiiiiiiiiiiimiMmii. FUNDARBOÐ Vegna ályktunar frá síðasta aðalfundi Kaupfélags Ey- firðinga, eru húsmæður (konur félagsmanna) og aðrar félagskonur í Akureyrardeild K. E. A. boðaðar á fund - | í fundarsal bæjarstjórnarinnar, mi??vikudaginn 13. þ. m. kl. 8.30 s. d. — Gert er ráð fyrir, að á þessum fundi yrðu tekin fyrir þau félagsmál, er sérstaklega varða húsmæður, og jafniramt kosnir fulltrúar til að mæta á sameiginlegum fundi, sem haldinn yrði á Akur- eyri seint í þessum mánuð. Akureyri, 5. júní 1945. DEILDARSTJ ÓRINN. iiiiiiiitiiiiiiiiiiimimimmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmimiimmmmiiiiimiiiiliiiliiiiiiiii* Sjóhús mitt í Hrísey e r til sölu! Mjög hentugt fyrir útgerð. Einnig 'er hér tækifæri fyrir þá, sem nú eru að byggja og vantar uppslátt, þar sem þetta er svo til nýlegt hús. Þeir/ sem kynnu að vilja sinna þessu, gjöri svo vel og snúi sér til undirritaðs, sem gefur allar nánari upplýsingar. ÁSKELL ÞORKELSSON Hrísey. Mimiimmmmiimmmmmmmmmmmimmmimmiimmiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiimimmmmmmimim Gii'ðingarstaurar mjög sterkir, nýkomnir Kaupfélag Eyfirðinga Byggingavörudeildin. HERAÐSmðT Unomennasamðands Euialjarðar verður haldið að Hrafnagili sunnudaginn 10. júní næstkomandi og hefst kl. 2 e. h.. SKEMMTIATRIÐI: ' 1. Mótið sett: Guðmundur Benediktsson. 2. Ræða: Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi. 3. Einsöngur: Kristinn Þorsteinsson frá Akureyri. 4. íþróttakeppni: Frjálsar íþróttir, glíma og sund. 5. Handknattleikur kvenna. 6. Dans. Hljómsveit leikur. — Afhending verðlauna. Veitingar seldar á staðnum. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur. Sætaferðir verða frá B.S.A. írá kl. 1 e. h. NEFNDIN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.