Dagur - 07.06.1945, Blaðsíða 8
Fimmtud. 7. júní 1945
Hljómleikar á Akureyri laugardaginn 9. júní
I Strengjasveit Tónlistarskólans undir stjórn dr. Urbantschitsch kemur. til bæjarins ó :
morgun og heiir fyrstu hljómleika sína á vegum Tónlistarfélagsins á laugardagskvöldið.
........... i ■ • 111111 • i ■ • 1111111111 ■ ■ 11 ■ 1111111111111111 ■ 111 • 11111111111111111 • ■ ..............................
Fjölbreylt hátíðahöld sjómanna um sl. helgi
' Vélsmiðir sigruðu í kappróðrinum
8
Úr bæ og byggð
Kirkjan. Messað í Lögmannshlíð
n. k. sunnudag kl. 1 e. h. (Safnaðar-
fundur)
LystiéarSurirm er opinn alla daga
frá kl. 9 f. h. til kl. 10 e. h. í þessum
ménuði og næsta mánuði. Eftir júlí-
lok verður lokað fyrr á kvöldin og
verður það nánar auglýst þá.
Hjúskapur: S. 1. laugardagskvöld
voru gefin saman í hjónaband í Ak-
ureyrarkirkju af sóknarprestinum sr.
Friðrik J. Rafnar vígslubiskupi, ung-
frú Hjördís Óladóttir, Kristjánssonar
póstmeistara, og Jóhann Guðmunds-
son póstþjónn, Akureyri.
Stjórn í. B. A. biður félög þau, sem
vilja taka þátt í skrúðgöngu 17. júní,
að senda fulltrúa á fund í íþróttahús-
inu mánud. 11. þ. m. kl. 9.30 e. h.
30. maí sl. lézt á sjúkrahúsinu í
Húsavík Marteinn Þorgrímsson frá
Hraunkoti í Aðaldal, á áttræðisaldri.
Marteinn dvaldi í Ameríku yfir 20 ár,
en seinustu ár æfi sinnar á ýmsum
stöðum í Þingeyjarsýslu. Hann var
ókvæntur alla æfi og átti engan af-
komanda.
. .Áheit á Strandarkirkju: Frá S. kr.
10.00. Frá G. kr. 10.00.
Jörð, 1. hefti VI. árg., er nýkomið
út. Ritið er að þessu sinni prentað hér
á Akureyri, hjá Prentverki Odds
Björnssonar. Þetta hefti er Danmerk-
urhefti, er helgað dönsku þjóðinní og
fósturlandi hennar. — Meðal þeirra,
er skrifa í ritið eru, auk ritstj. Bjöms
O. Björnssonar, þessir menn: Agúst
H. Bjarnason, síra Bjarni Jónsson, dr.
Björn Sigfússon, Friðrik Ásmundsson
Brekkan, próf. Sigurður Nordal, Fr.
de Fontenay, sendiherra Dana, Christ-
mas Möller, utanríkisráðherra, Anker
Svart blaðafulltrúi o. fl. — Heftið er
prýtt mörgum ágætum myndum og
frágangur allur er hinn vandaðasti.
Daglegar biireiSaíerSir eru nú byrj-
aðar milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Fyrstu hraðbílamir að sunnan komu
hingað í fyrrakvöld.
Frá barnaskólanum. Þau fullnaðar-
prófsbörn, sem ekki hafa tilkynnt
þátttöku sína í náms- og skemmtiferð-
inni, gefi sig nú þegar fram við farar-
stjórann, Tryggva Þorsteinsson, kenn-
ara, við sundlaug bæjarins frá kl. 9—
11 árd. dag hvern.
Stúkan Isaíold Fjallkonan nr. 1
heldur fund næstk. þriðjudag, 12.
júní, í Skjaldborg kl. 8.30 e. h. —
Venjuleg fundarstörf. — Skemmtiat-
riði. — Sjá nánar í götuauglýsingum.
Félagar stúkunnar Brynju velkomnir
á fundinn.
Hjónaeíni. Nýlega hafa opinberað
trúlofun sína ungfrú Jóhanna Lárus-
dóttir frá Borgamesi og Baldur Hall-
dórsson Búlandi.
Zíon. Almenn samkoma næstkom-
andi sunnudag kl. 8.30 e. h. — Allir
velkomnir.
LeiSréttiné- í minningargrein um
Jón Stefánsson, á 3. síðu, er sagt að
hann hafi stofnað umboðs- og heild-
verzlun hér árið 1901, á aS vera 1909.
A bæjarstjórnarfundi í fyrradag
fór fram kosning forseta bæjarstjórn-
ar í stað Árna heitins Jóhannssonar.
Kosinn var Þorst. M. Jónsson, skóla-
stjóri.
Merkisafmæli. Kristján Árnason,
kaupmaður hér í bæ varð 65 ára sl.
mánudag. Kristján hefir rekið um-
fangsmikla verzlun hér í bænum um
áratugaskeið. Hann er vinsæll maður
og drengur góður. Kona hans, frú
Hólmfríður Gunnarsdóttir, átti 60 ára
afmæli í fyrradag.
íþróttaféfaéið Þór varð 30 ára í
gær, svo sem greint var frá í síðasta
tbl. Félagið minnist afmælisins með
íþróttakappleikjum, sem hófust í gær-
kvöldi. Keppa mörg félög bæjarins.
Afmælishátíðarhöldunum lýkur við
sundlaugina næstk. sunnudag með
samkomu, sem hefst kl. 1.30 e. h.
FÓLKSBIFREIÐ,
nýstandsett, á góðum gúmmí-
'um, með miklum benzín-
skammti, til sölu á
bifreiðaverkst. í Glerárþorpi.
Hátíðahöld Sjómannadagsins
hófust m.eð kappróðri á laugar-
dagskvöldið. — 8 róðrarsveitir
kepptu. Rónir voru 1000 metrar.
Úrslit urðu þessi:
Mín.
1. Sveit Vélsm. Oddi 5: j.8
2. -3. A-veit Vélstj.fél. 5: 5.0
2.-3. Sveit skipasmiða 5: 5.0
4. B-sveit Sjómannafél. 5: 5.6
5. A-sveit Sjómannafél. 5: 8.4
6. B-sveit Vélstj.fél. 5:14.4
7. Sveit m.s. „Narfi“ 5:22.6
8.7Sveit g.s. „Bjarki" 5:3Q>.3
Veðbanki var starfræktur í
sambandi við kappróðrana. Var
talsvert veðjað milli bátshafna,
og óx eftir því sem á leið. — Að-
eins einn maður hafði veðjað á
sveit Odda til úrslitavinnings á
fimm krónu miða, en hlaut í
vinning 900,00 krónur.
Sunnudaginn 3. júní hófust há-
tíðahöldin með því, að fánar
voru dregnir að hún kl. 8 f. h. —
Kl. 10 f. h. hófst skrúðganga sjó-
manna undir hornablæstri frá
Torfunefsbryggju um bæinn að
kirkju, þar sem sóknarprestur-
inn flutti sjómannamessu.
Kl. 1.30 e. h. hófst björgunar-
sýning við höfnina. Línu skotið
út í skip, síðan kaðall dreginri út
og björgunarstóli fest við hann.
Tveir menn dregnir í land frá
skipinu. Sýningin þótti takast
vel.
Kl. 2.30 e. h. hófst samkoma
við sundlaugina. Þreytt var 50
metra stakkasund. — Úrslit urðu
þessi:
Mín.
1. Jónas Þorsteinsson 0:58.2
2. Jónas Einarsson 0:59.9
3. Ólafur Gunnarsson 1:0.4
4. Helgi Bernharðsson 1:4.5
5. Finnur Björnsson 1:6.5
6. Jósteinn Konráðsson 1:8.8
Björgunarsund 25. m. Úrslit:
Sek.
1. Baldur Ingólfsson 30.7
2. Vignir Guðmundsson 31.8
3. Jónas Einarsson 32.0
4. Helgi Bernharðsson 36.3
5. Jónas Þorsteinsson 37.0
6. Jósteinn Konráðsson 37.9
Kl. 5 e. h. var gengið til Þórs-
vallar, og þar þreytt knattspyrna
milli Sjómannafél. og Vélstjóra-
fél. Úrslit: Sjómannafél. vann
með 5:0.
Þá fór fram reiptog, sem fór
þannig, að Vélstjórafél. vann
Skipstjórafél á rúml. 54 sek. Sjó-
mannafél. vann Skipstjórafél. á
1 mín. 10 sek. — Sjómannafél.
vann Vélstjórafél. á 30.2 sek.
Vélsmiðjan Atli hafði gefið
forkunnarfagra fánastöng, sem
verðlaun til þess manns er tæki
þátt í flestum íþróttagreinum
dagsins, og bezt afrek sýndi. —
Stöngina hlaut Jónas Þorsteins-
son með 46 stigum. Tók þátt í:
Stakkasundi, björgunarsundi,
knattspyrnu og reiptogi.
Um kvöldið voru dansleikir
sjómanna í Samkomuhúsinu og
að Hótel Norðurland.
Öll íþrótta- og skemmtiatriði
dagsins fóru hið bezta fram og
voru vel sótt. Veður var hið ,feg-
ursta. — Bærinn allur fánum
skrýddur og skip á höfninni.
Kaupfélag Siglfirðinga.
Framhald af 1. síðu
komið því til leiðar, að kaupfé-
lagið reki ekkistöðina sjálft held-
ur félagsskapur nokkursemjrann
hefur stofnað og er aðaleigandi
í. Mun þar vera girt fyrir það,
að kaupfélagið geti hagnazt á
stöð þessari, en hins vegar munu
kommúnistar ætla að reka þar
gróðafyrirtæki. Kaupfélagið sit-
ur með dýra eign og fær lága
leigu, kommúnistar hafa góða
aðstöðu fyrir lítið gjald.
Annað braskfyrirtæki þeirra
er svonefnd Gilslaug í Fljó.tum,
og er Þóroddur þar jarðareig-
andi. Þetta fyrirtæki Þóroddar
skuldaði kaupfélaginu tugi þús-
unda króna, og mun Þóroddur
hafa heimtað að skuldin verði
greidd með viðbótarhlutabréf-
umf í þessu fyrirtæki hans.
Þá er þess getið, að Þóroddur
og félagar hans hafi látið kaupfé-
’agið kaupa alls konar rusl-varn-
ing, þ. á. m. af venzlafólki sínu.
Situr félagið með varning þenn-
an. Ennfremur að þeir félagar
hafi selt manni nokkrum mótor-#
bátsgarm er þeir áttu og fengið
greiddan-í vörurusli, sem þeir
síðan kúguðu kaupfélagið til að
kaupa af sér. Ferillinn er allur
eftir þessu. — Fyrir að Ijósta upp
um þetta athæfi þeirra félaga í
blaði siglfirzkra jafnaðarmanna,
ráku þeir ábyrgðarmann blaðs-
ins úr Kf. S.
Þetta eru nokkur helztu atrið-
in úr sögu kommúnista í Kaup-
félagi Siglfirðinga. Á einu ári
tókst þeim að spilla og sýkja fé-
lagsskapinn svo, að við sjálft lá,
að það riði félaginu að fullu. En
siglfirzkir samvinnumenn hafa
nú tekið í tauiriana svo snögg-
lega, að ekki verður um villzt. —
Fyrirlitningin á athæfi kommún-
ista var svo megn, að litlu mun-
aði að þeir fengju engan fulltrúa
kosinn á aðalfund. Svo rækilega
eru þeir dæmdir af eigin verk-
um. Þannig mun reynslan jafnan
verða, þar sem þessir ábyrgðar-
lausi brasklýður kemst til valda.
Verkin dæma þá óalandi á ótrú-
lega skömmum tímía.
Sjálfsagt er samvinnusaga
kommúnista ekki öll skráð enn.
Þeir hafa nú nýlega náð völdum
í KRON með sömu meðulum og
þeir notuðu til þess að brjótast
til valda í Kf. S. Reynslan mun
sýna hvort þeir reynast þar bet-
ur, og bendir fátt til þess. Hér á
Akureyri stjórna þeir pöntunar-
félagi. Ýmsar lausafregnir eru á
kreiki um stjórn þeirra þar, og
víst er það, að Verkam., sem jafn-
an hefir gumað af ágæti þess fé-
lagsskapar, hefir enn ekki birt
ársskýrslu þess og reikningsnið-
urstöður. Hvað dvelur þær upp-
lýsingar?
SUNDBUXUR
úr alull, nýkomnar.
Kosta aðeins kr. 14.50 stk.
Brynjólfur Sveinsson, h.f.
Sími 129. AKUREYRI Pósth. 125.
HERBERGI ÓSKAST
nú þegar eða frá 1. október.
C
Afgr. vísar á.
HKHKBKHKBKBKHKBKBKBKBKHKHKHKBKBKHKBKBKBKHKHKBKHKBKBK)
I Karlmannaföl, nýkomin. I
IKarlm. nærbuxur sfuttar, á kr. 5.-1
Karlm. bolir, verð kr. 6.85 I
Karlm,- og drengja sportskyrtur, I
Axlabönd. Sokkabönd. Ermabönd. I
Gluggafja!da-„Velour,r, 3 litir. I
Kvenblússur, hvítar og mislitar, I
Brauns Verzlun I
Páll Sigurgeirsson. |
KHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKH