Dagur - 12.07.1945, Blaðsíða 5

Dagur - 12.07.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 12. júlí 1945 DAGUR 5 Bernharð Stefánsson, alþm.: .Áttavilla* jóns Pálmasonar (Framhald). II. Viðskipti flokkanna og stjórnar- myndunin. IVIér var ekki kunnugt um það fyrr en nú nýskeð,. að framhald af svari Jóns Pálmasonar til mín, sem hann hóf í Morgunblaðinu 13. júní sl., hefði birzt í ísafold 20. s. m. Þess vegna hefir dregist fyrir mér, að ljúka við framhald tíðina, þá lítur hann svo á, að verið alveg eins aðgéngileg fyrir það sé hagur alfrar þjóðarinnar, 1 „Sjálfstæðisflokkinn“, ef hann Get eg vel skilið að Morgun- blaðið kærir sig ekki um þessar ritsmíðar Jóns, því að ekki munu þær bæta málstað „Sjálfstæðis- flokksins", en auðvitað er, að „ritstjóri" ísafoldar hefir aðgang að því bla&i með ritsmíðar sínar. í upphafi „áttavillugreinar" sinnar í Morgunbl., er Jón að bollaleggja um mig persónulega í sambandi við blöð Framsóknar- flokksins. Gengur hann út frá því sem gefnu, án þess að færa nokkur rök fyrir, að blöð þessi fari með eintómar lygar og fleip- ur. Mér hrósar hann aftur að ýmsu leyti og þykist svo vera al- veg hissa á því, að mér, jafn heið- arlegum manni, skuli í nokkru geta borið saman við flokksblöð mín. En þetta er ofur einfalt: í þessum efnum hafa nefnd blöð sagt það edtt sem satt er. Þess vegna er það næsta skiljanlegt að mér beri saman við þau. í svari Jóns Pálmasonar kemur loks skýringin á því, hvers vegna núverandi stjórn á að vera frið- heilög og gagnrýni á hana ó- heirnil, jafnvel stappa nærri landráðum, þó stjórnarandstaða hafi jafnan þótt nauðsynleg og sjálfsögð og þyki það enn meðal frjálsra þjóða, nerna þá þegar þær berjast fyrir lífi sínu í styrj- öld. Skýring Jóns er þessi: Núver- andi stjórn var „ekki mynduð gegn nokkurri stefnu. Ekki held- ur gegn nokkurri stétt þjóðfé- lagsins". Þetta er næsta nýstárleg kenning og frumleg að nokkru leyti. Eg held nú að það hafi aldrei verið siður hér á landi áð- ur, nema ef vera skyldi 1942, að mynda stjórn „gegn“ einhverj- um hluta þjóðfélagsins og að allar fyrrv. stjórnir hafi talið sig bera hag þjóðarheildarinnar fyr- ir brjósti, þó sjónarmið þeirra hafi verið misjöfn á því, hvernig þjóðarhagurinn yrði bezt tryggð- ur. Sé stjórnarandstaða óheimil nú af þessum ástæðum, held eg því að liún hafi alltaf verið það. En sitt sýnist hverjum og þó stjórn telji sig vera að vinna að þjóðarhag, virðist öðrum gjörðir hennar leiða til hins gagnstæða, m. ö. o.: þeir hafa aðra'skoðun á því, hvað sé þjóðarhagur og af því hélt eg að stjórnarandstaðan hefði komið hingað til. í sam- bandi við þetta mótmæli eg því algerlega sem Jón gefur í skyn að stjórn „Sjálfstæðis"- og Fram- sóknarmanna, ef til hefði komið, hefði verið mynduð „gegn verkalýðnum, að minnsta kosti frá hendi Framsóknarflokksins, þvj að þó hann vilji stöðva dýr- verkamanna ekki síður en ann- arra. Eg sé ekki að núverandi stjórn geti hal't meiri helgi á sér en aðrar stjórnir af þessurn ástæðum né að þetta geti á nokk- urn hátt réttlætt landráðabrigsl- in í garð stjórnarandstæðinga. Þvert á móti: Hafi nokkur stjórn nokkurn tíma verið mynd- uð „gegn“ nokkurri stétt þjóðfé- lagsins, þá væri það helzt nú- verandi stjóm, sem mynduð væri gegn bændastétt lands- ins og öðrum smærri framleið- endum. Andstaða gegn henni er því, samkvæmt þessari kenningu Jóns, réttmætari en gegn nokk- urri stjórn, áð undantekinni stjórn „Sjálfstæðisfh“ 1942. Bandalag „Sjálfstæðismanna" og sósíalistaflokkanna byrjaði 1942 með því, að rýra áhrif sveit- anna oð landsbyggðarinnar utan Reykjavíkur yfirleitt, á löggjöf og stjórn landsins og síðan hefir verið haldið áfrarn í sama dúr. Allur landslýður heyrði hótanir eins af ráðherrum núverandi stjórnar, Áka Jakobssonar, til bænda í útvarpsumræðum í vet- ur. Öll þau mál, sem bændur vera sérstaklega fyrir brjósti, voru ýmist svæfð eða vísað frá af stjórnarliðinu á síðasta þingi. Kauphækkunarstefna stjórnar- innar, sem á ýmsan hátt stór eyk- ur útgjöld bænda, á sama tíma sem þei rsjálfir hafa stöðvað allar verðhækkanir til sín. Allt þetta er beinlínis gert gegn hagsmun- um bænda. Þeir finna það líka vel sjálfir. Það sýna samþykktir reirra víðs vegar um land nú í vor. Jón Pálmason játar það í svari sinu, sem sumir flokksbræður hans hafa neitað, að „Sjálfstæðis- flokkurinn“ hefði getað myndað stjórn með Framsóknarflokkn- um. Hann segist bara vita meira, og það sé, að við höfum verið úsir til slíks samstarfs með því skilyrði, að við „réðum einir kostunum". Þetta er auðvitað hrein fjarstæða. Slíkt datt enguin Framsóknarmanni í hug. Við settum að vísu fáein skilyrði, en þau viku víst lengra frá stefnu Sjálfstæðisflokksins, heldur en þau skilyrði, sem hann gekk að frá Sósíalistaflokknum. Að sjálf- sögðu gerðum við svo ráð fyrir, að taka yrði ýmsar óskir „Sjálf- stæðismanna“ til greina á móti. En skilyrði Framsóknarflokks- ins fyrir þátttöku í stjórn voru einkum þessi: að reynt yrði að stöðva dýrtíðina, að fjárlög yrðu afgreidd tekjuhallalaus, að jarð- ræktarlagafrv. það, sem fyrir þinginu lá og stéttarsamtök bænda hafa einum rómi mælt með, yrði samþykkt, að sett yrðu lög um áburðarverksmiðju og tillögum rneiri hluta raforku- málanefndar, sem Jón Pálmason stendur sjálfur að með Fram- sóknarmönnum, yrði hrundið framkvæmd. Eg held þessi skilyrði hefðu hefði haft þjóðarhagsmuni í huga, eins og þau, senr hann gekk að hjá hinum. Jón er í öðru veifinu ennþá með það, að það hafi einnig ver- ið skilyrði að dr. Björn Þórðar- son yrði forsætisráðherra. Hins vegar segir hann þó, að Her- mann Jónasson hafi átt að verða það og ber Jónas Jónsson fyrir því. Þetta stangast auðvitað al- veg. Ekki gat- Eramsóknarflokk- tirin nætlað að gera jrá báða að forsætisráðherrum. Eg hefi sagt það áður og segi jtað en n,að flokkurinn setti ekk- ert skilyrði um dr. Björn, eins og bréf hans til Sjálfstæðisflokksins sýnir, heldur var það aðeins upp- ástunga og ,,Sjálfstæðisf 1.“ hefði getað svarað með annarri uppá- stungu, ef honunr hefði verið nokkur alvara um samstarf. Annars er tal Jóns um dr. Björn næsta undarlegt og reynd- ar óskiljanlegt. Hann viðurkenn- ir jrað sem eg hefi sagt um ltann og bætir ýmsu lofi við. Samt á jrað að vera „hnefahögg framan í Sjálfstæðismenn“ að stinga upp á dr. Birni sem forsætisráðherra. Hver skilur amrað eins? Reynd- ar segir Jón réttilega, að dr. Björn hafi (fyrir löngu) verið í framboði fyrir Framsóknarflokk- inn, en eftir það varð hann bara Bændaflokksmaður eins og t. d. Stefán í Fagraskógi oð Sveinn á Egilsstöðum o. fl. og hvar eru þeir nú? Eg held því að ómögu- legt sé að líta svo á, að dr. Björn tafi verið pólitískt hlutdrægur Framsókn í vil. Hvað Jónas Jónsson kann að hafa sagt veit eg ekki, því að eg hefi ekki séð 2 síðunstu hefti dgs. Hitt veit eg, að hann sótti yfirleitt ekki flokksfundi okkar Framsóknarmanna í vetur, en það gerði eg, og á því tíma- bili, sent við bjuggumst allir við samstjórn „Sjálfstæðismanna" og okkar, heyrði eg Hermann oft segja, bæði á flokksfundum og í viðtali, að hann hvorki teldi rétt að hann tæki sæti í jreirri stjórn, né heldur vildi það. Með allri virðingu fyrir Jónasi Jónssyni að öðru leyti, verð eg að trúa betur mínum eigin eyrum, heldur en því, sem Jón Pálmason hfir eftir honum um þetta, sem auk þess er sennilega úr lagi fært. Fáranlegasta fjarstæða Jóns út af stjórnarmynduninni er þó sú, að Framsóknarmenn hafi farið fram á, að „flokkarnir bættu sín- um manninum hvor í utanþings- stjórnina". Fyrrv. stjórn var búin að segja af sér og ný stjómar- myndun lá fyrir. Tillaga Fram- sóknarflokksins var, að dr. Birni Þórðarsyni yrði falin ný stjórnar- myndun, en flokkarnir tilnefndu sína tvo mennina hvor. Þetta er skjallega sannað og viðurkennt af öllum nerna J. P. Jafnvel Jró Framsóknarflokkurinn hefði til- nefnt Vilhjálm Þór í stjórnina sem ekkert lá fyrir um, var það alls engin krafa til „Sjálfstæðis manna” um að tilnefna Björn Ölafsson. Flokkurinn hefiráreið- anlega verið látinn sjálfráður í Jrví efni. Jón Pálmason þarf ekki að álíta sig neinn Sherlock Holntes, þó hann jrykist hafa komið Jrví ódæði upp um nrig, að eg hafi heldur viljað hafa fyrrv. stjórn kyrra, heldur en fá þá, sem nú er. Eg heli næfnilega aldrei gert neina tilraun til að leyna þessu. Það er sjálfsagt að meiri hluti Alþingis reyni að korna sér sant- an um þingræðisStjórn til að vinna að heppilegri lausn rnála, jjó hvorki sé sjálfsagt né nauðs- synlegt að allt Jringið styðji hana. Hitt er og jafn víst, að jafnvel þingræðisstjórn getur verið of dýru verði keypt. Svo er þegar hvers konar upplausn í þjóðfé- laginu er studd af sjálfu ríkis- valdinu, eins og nú á sér stað. Þá er utanjnngsstjórn þjóðhollra og mikilhæfra rnanna, eins og fyrrv. ráðherra, skárri. Tal ýmsra lýðskrumara um Jrað, hvaða voði virðingu Alþing- is og þjóðinni allri væri búinn af Jrví að hafa utanþingsstjórn, var Hka yfirdrilið og f jarstæðukennt, enda ekki sagt í Jreinr tilgangi að flytja rétt mál, heldur til að æsa fávísa rnenn. Hefir og oft kornið 4yrir í lýðræðislöndum, að slíkar stjórnir hafa verið myndaðar í bíli og enginn þjóðarvoði af hlotist. En hvað sem um þetta er og hversu velviljaður, sem eg kann að liafa verið fyrrv. stjórn, þá kemu rslíkt ekki til greina, eftir að hún sagði af sér í sept. sl., þá var hún úr sögunni og þá þurfti að mynda aðra stjórn í staðinn. Það viðurkenndu Framsóknar- menn eins og aðrir . Á nteðan viðræðurnar um fjögurra flokka stjórn stóðu yfir, urðu ekki verulegir árekstrar á milli „Sjájfstæðisflokksins“ og Framsóknar. Þeir urðu milli Framsóknar og kommúnista. Eftir að þeirn viðræðum lauk, átti „Sjálfstæðisflokkurinn" um tvo kosti að velja: að mynda stjórn með Framsóknarmönnum og tryggja með því afkomu at- vinnuveganna og ríkisins, eða mynda stjórn með sósíalista- flokkunum, sparka í bændur landsins, en gefa öðrum stéttum að vísu gullin loforð, sem þó eru ekki nein sjáanleg tök á að efna sökum þess, að fjárhagsgrund- völlinn vantar. Átök munu hafa orðið um það í flokknum hvora leiðina skyldi velja, enda lék hann tveim skjöldum um tíma, en niðurstaðan varð sú, senr allir vita, að síðari kosturinn var val inn. Sá, sem Gísli forseti Sveins son kallar „kollsteypu”, í bréfi til kjósenda sinna og telur af- neitun á allri fyrri stefnu flokks ins, sem og er. í framhaldi áttavillugreinar sinnar í ísafold, minnist Jón Pálmason á myndun „þjóð stjórnarinnar" 1939 og það ,að eg hafi átt nokkurn þátt í þeim að gerðurn. Það er rétt og Jón átti líka góðan Jrátt í því máli. Mér er og ekki grunlaust um, að sam- tal, sem við Jón átturri alllöngu áður, hafi kannske átt einhvern þátt í því að korna viðræðum flokkanna al' stað. Eg varð að vísu fyrir miklurn vonbrigðum frá hendi „Sjálf- stæðismanna" 1942, þegar þeir rufu samstarfið og gerðu banda- lag við sósíalistaflokkana, bein- línis til að reyna að eyðileggja Framsóknarflokkinn. Þýðir ekki neitt fyrir Jón Pálmason að vera að reyna að bera á móti þessu og afsaka það, því að þetta er marg sannað og Jrarf ekki að fara fleiri orðum um ])ð. En þrátt fyrir þetta, iðrast eg ekkert eftir því, að eg studdi að myndun ,,þjóðstpjórnarinnar“. Hún gerði mikið gagn á sínum tíma og var nauðsynleg. Ekki fyr- ir Jrað, að Framsóknarflokkurinn - liafi verið búinn að koma öllu í strand og því orðið að biðja ,Sjálfstæðisflokkinn“ hjálpar, eins og Jón segir, heldur vegna ástandsins í alþjóðamálum. Stríð- ið var yfirvofandi allt frá haust- inu 1938 og engin nvissi hvað að höndum kynni að bera (en sl. haust voru úrslitin fyrirsjáan- leg). af þessum ástæðum var þörf ávíðtækara samstarfi, heldur en áður hafði verið. Atburðirnir 9. apríl 1940 komu með öllu óvænt og það var áreiðanlega meiri vandi, heldur en ýmsir gera sér grein fyrir nú, að snúast við þeim á réttan hátt, svo að hvorki yrði of né van. Það tókst svo giftusamlega, að fyrir rað eitt mundi Jrjóðstjórnin frá 1939—’42 skipa virðulegan sess í íslenzkri sögu, þó ekki kæmi fleira til, en þó er margs fleira að minnast. En kommúnisltar áttu ekki sæti í Jieirri þjóðstjórn. Eg býst við, að við Jón séum í raun- inni sammála um það, að ef þeir hefðu átt þar sæti og ráðið eins miklu eins og þeir ráða nú, þá hefði verr farið; þá hefðum við d. lent í fullum fjandskap við Vesturveldin, að nr. k. til 22. júní 1941 og lrvað hefði þá kom- ið upp úr atburðunum 9. apríl 1940? Tæplega lýðveldi 4 árum síðar. Jón talar um samstarfsvilja minn og annarra Framsóknar- manna 1939. Við höfðum sanra sanrstarfsviljann á sl. hausti, þó ýmsir okkar bæru þá að vísu minna traust til „Sjálfstæðis- manna" vegna atburðanna 1942, en það var „Sjálfstæðisflokkur- inn“, senr þá kaus sér annað sanr- starf en 1939. 111. Karakúlmennskan. Ýnrsir Reykvíkingar kalla sveitaþingmenn „Sjálfstæðis- flokksins", þeirra á nreðal Jón Pálmason, ,,karakúldeildina“ og þeir tala sízt virðulegar unr hana í sinn hóp, heldur en unr Fram- sóknarflokkinn. Hvorki finnst mér þessi nafngift réttmæt né snrekkleg. En hitt nrætti gjarnan kalla karakúlnrennsku, hvernig Jón Pálmason skrifar, enda ber ein undirfyrirsögn í grein hans í ísa- fold þann titil. Þar reynir hann enn að klína innflutningi kara- kúlfjár og afleiðingum þess, senr (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.