Dagur - 12.07.1945, Blaðsíða 6

Dagur - 12.07.1945, Blaðsíða 6
BA6U& Fimmtudaginn 12. júlí 1945 f - Mig langar til þín -1 ■— t ] ODDUR BJÖRNSSON, PRENTMEISTARI, Sagaeftir sem andaðist 5. júlí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, föstu- ALLENE CORLISS daginn 13. júlí kl. 2 e. h. 1 / VANDAMENN (Framhald). Sjúkrahúsið var lítið, aðalbyggingin gömul, en nýrri álmum hafði verið aukið við. Ein þeirra var skurðstofan. Tumi og Mikki voru báðir fæddir á þessum stað. Yfirhjúkrunarkonan, ungfrú Arnold, hafði verið mjög vin- gjarnleg og hughreystandi í tali við Red. ,,Já,“ sagði hún, „það er allt að verða tilbúið í skurðstofunni. Konan yðar bíður á meðan í sjúkraherberginu, sem Tuma er ætlað. Kannske þér vilduð bíða þar líka?“ HUGHEILAR ÞAKKIR öllum þeim, sem minntust mín á § 5 afmæli mínu með heimsóknum, hlýjum kveðjum og gjöfum. £ S Þórhallur Björnsson, Ljósavatni. 5 Red þakkaði henni upplýsingarnar og lötraði upp stigann í þungum þönkum. í röskan hálftíma höfðu þau Ginny beðið í her- berginu. Ginny hafði staðið við gluggann og horft út, en Red hafði staðið á miðju gólfi og ýmist horft til dyranna eða út að gluggan- um. Ekkert hafði verið talað. Allt í einu vatt hann sér frarn að glugganum og sagði: „Því segirðu ekki það, sem þú hugsar? Því spyrðu ekki hvers vegna eg hafi hlaupið frá Tuma eftir að hann var orðinn veikur?“ Ginny sneri enn baki við honum. „Eins og þú vilt,“ sagði hún, „hvers vegna gerðurðu það?“ Hún átti ekki von á að fá svar og fékk það heldur ekki. Red spurði í staðinn, fölur og tekinn í andliti: „Hvað eru þeir búnir að hafa drenginn lengi þarna inni?“ „Nærri því þrjú kortér. Það hlýtnr að fara að taka enda.“ Hún sneri sér að honum og horfði beint framan í hann. Allt í cinu greip hún höndunum fyrir andlitið og lét fallast niður í stól. „Hann er svo lítill, Red, aðeins smábarn. Eg er alltaf að hugsa um hve hræddur hann hlýtur að hafa orðið í gærkvöldi, með ókunna konu og ókunnan lækni í kringum sig, og svo kvalirnar í höfð- inu...." ,,í herrans nafni hættu þessu. . . .“ sagði Red. „Eg held, að við höfum bæði fyrirgert því trausti, sem hann bar til okkar. Börnin eru tilfinninganæm i þeirn sökum. Þau vita þega* einhver bregst þeim.“ „Sjáðu nú til, Ginny," sagði Red. „Þetta hefði eins getað komið fyrir ef við hefðum bæði verið í skemmtiferð á öðru landshorni." „Það getur verið, en þó er þar mikill munur á. Hann hefði þá vitað að við vorum fjarverandi og gátum ekki komið til hans. Hann hefði skilið það.“ Red var allt I einu ljóst, að viðhorf hennar var breytt. Þegar þau töluðu síðast saman, heima, hafði hún skellt allri skuldinni á hann einan. Nú, aftur á móti, var hún að ásaka sjálfa sig ekki síður en hann. Hvað boðaði þetta? Hún sagði honum það án tafar. „Mér hefir skjátlast, Red. Eg hélt að eg gæti yfirgefið börnin, en eg veit núna, að það er mér um megn. Engin móðir gæti það til lengdar. Þegar þetta er allt búið, og Tumi er orðinn frískur, tek eg þá báða drengina og fer með þá til Duluth. — Bill vissi það alltaf," hélt hún áfram, „að svona mundi fara. Hann sagði það strax. Hann sagði, að eg væri heimsk, að ætla mér að framkvæma slíka áætlun." Bill. Þarna kom það, hugsaði Red. Bill kemur í flugvél til þess að hjálpa Tuma. Tekur Ginny með sér. Hugsar um allt henni og börnunum viðkomandi. Bill og Ginny, Mikki og Tumi. Snotrasta fjölskylda. Hark heyrðist fram á ganginum. Uppskurðurinn var búinn og þeir voru að flytja Tuma inn í sjúkraherbergið hans. Herbergið var allt í einu orðið fullt af fólki. Þar voru hjúkrunarkonur, læknar og aðstoðarmenn, já og Bill. Bill lagði Tuma sjálfur varlega í rúm- ið. „Þetta gengur allt að óskum,“ sagði hann. „En enn geta liðið nokkrir tímar þangað til hann raknar við. Það væri því bezt fyrir ykkur, að fara núna og k.oma aftur seinna. Þú ekur Ginny á hótelið Red? Eg verð að vera hér kyrr enn um sinn.“ Aka Ginny á hótelið? Gerðu mér þann greiða. Þú mátt fara Red, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af syni þínum. Eg skal sjá um að hann fái góða umönnun. Ekki aðeins núna heldur um alla framtíð. — Þessar hugsanir sóttu afr Red á þessum augnablikum. Hvernig í ósköpunum hafði allt breytzt? Hann hafði vissulega verið ástríkur eiginmaður, góður við konu og börn, en svo hafði hann kynnst Cecilíu.... Ginny horfði á hann. Það gerðu þau líka hjúkrunarkonurnar og Bill. „Auðvitað ek eg Ginny á hótelið,“ sagði hann. „Við komum þá aftur um fjögur leytið." „Þú hringir til mín Bill, ef eitthvað óvænt kemur fyrir?“ sagði Ginny. „Já, já. En það kemur ekkert fyrir," sagði Bill og brosti. „Komið þið bara aftur um fjögur leytið." (Framhald). Heimsókn Nokkrir úrvals íjrróttamenn úr íþróttafélagi Reykjavíkur dvöldu hér í bænum — á vegunt íþróttafél. Þór — síðari hluta vikunnar sem leið. Fararstjóri var Þorbjörn Guðmundsson blaðamaður. Gestirnir kepptu í frjálsum íþróttum við Akureyringa tvö kvöld, fimmtud. og föstud. Veð- ur var heldur óhagstætt og því færra um áhðrfendur en ella. — Keppendur voru oftast 1—3 frá hvorum aðila, í. R. og Akureyr- inga (frá báðum íþróttafélögum bæjarins). — Úrslit urðu Jressi í keppninni: 100. m. hlaup: 1. Finnbjörn Þorvaldss. í. R. 10,9 sek. 2. Kjartan Jóhannsson í. R. ll,2sek. 3 Magnús Baldvinsson í. R. 11,4 sek. Kúluvarp: 1. Jóel Sigurðsson í. R. 14,30 m. 2. Sigurður Sigurðsson í. R. 12,68 m. 3. Marteinn Friðrikss. K. A. 12,46 m. Langstökk: 1. Marteinn Friðriksson K. A. 6,43 m. 2. Magnús Baldvinsson í. R. 6,24 m. 3. Haraldur Sigurðsson Þór 5,84 m. 1500 m. hlaup: 1. Óskar Jónsson í. R. 4 mín. 27,8 sek. 2. Jóhannes Jónss.í.R. 4 mín. 41,8 sek. 3. Eiríkur Jónss. Þór 5 mín. 00,6 sek. Hástökk: 1. Matthías Ólafsson Þór 1,72 Vá m. 2. FinnbjörnÞorvaldss.í.R. 1,72 Vá m. 3. Jóel Sigurðsson í. R. 1,61 m. 400 m. hlaup: 1. Kjartan Jóhannss. í. R. 52,7 sek. 2. Hallur Símonarson í. R. 57,1 sek. 3. Marteinn Friðrikss. K.A. 58,2 sek. Spjótkast: 1. Jóel Sigurðsson í. R. 53,21 m. 2. Finnbjörn Þorvaldss. í. R. 51,56 m. 3. Agnar Tómasson K. A. 46,51 m. 3000 m. hlaup: 1. Óskar Jónsson í. R. 9 mín. 33 sek. 2. Jóh. Jónsson í. R. 9 mín. 52,8 sek. Krinélukast: 1. Jóel Sigurðsson í. R. 36,98 m. 2. Haraldur Sigurðsson Þór 34,54 m. 3. Örn Clausen í. R. 31,80 m. Þrístökk: 1. Marteinn Friðrikss. K. A. 12,75 m. 2. Magnús Baldvinss. í. R. 12,40 m. 3. Matthías Ólafsson Þór 12,12 m. Í.R.-inga. A laugardag fó.ru gestirnir og nokkrir fleiri keppenda og Ak- ureyringa í boði Þórs austur að Laxá og í Vaglaskóg. Um kvöld- ið var loks safnast að kaffiborði í Rótarysal KEA. Voru þar ræð- ur fluttar og gjafir gefnar af beggja hálfu til minningar um heimsókn þessa, sem allir töldu ánægjulega og mikilsverða. M. a. var frá Jrví skýrt, að í. R. gæfi verðlaunagrip, bikar, er veitist hvert ár fyrir bezta afrek unnið á Akureyri í frjálsum íþróttum — samkv. finnsku stigatöflunni. sýnir í kvöld kl. 9 gamanmyndina Panama Hattie Nýkomið: * Undirföt, prjónasilki, kr. 48.00 settið. *¥■ Skyrtur og buxur *¥■ Peysur ¥■ Slæður o. m. fl. Verzlunin London * 111 • t • ■ 111111111111111111111111111111111 • 11111111111 I 11 • I I I • 11 • I • I I I 11 I 1111 s s s AMERÍSK SÓLOLÍA ! sun ! | TAN I Feitilaus. Gerir húðina fallega brúna. | Brynjólfur Sveinsson hf | Hainarstræti 85. i í • llillllimMIMItmilllltllllllllllMIIIMIIIMUJimiMIIIIIIIMIMIIIIt TJÖLD nýjar gerðir. með rennilásum.!; ;i Brynjólfur Sveinsson hf ;i 1 Bollapör 1.50,2.00,2.50 parið Bollar stakir kr. 0.75 stk. Vatnsglös kr. 0.60 og 0.90 Kaupfélag Eyfirðinga. Jám- og glervörudeild. Ferðafólk! Veljið ykkur heppilegt útilegufæði sem fljótlegt er að matreiða, létt í flutn- ingi, ljúffengt og staðgott. Gjörið svo vel að líta inn'í Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörud. og útibú Nokkrir járnsmiðir óskast Framtíðar atvinna. H. F. MARZ Águst Brynjólfsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.