Dagur - 12.07.1945, Blaðsíða 8
8
Messur í Möðruvallakl.prestakalli.
AS Bægisá sunnud. 15. júlí og á
Möðruvöllum sunnud. 22. júlí kl. 1
eftir hádegi.
Áheit á Möðruvallakl.kirkju: Kr.
50.00 frá S. Móttekið með þakklæti.
Sóknarprestur.
Hjúskapur. Þriðjud. 10. júlí voru
gefin saman í hjónaband á Möðru-
völlum í Hörgárdal ungfrú Sigríður
Sigurðardóttir (skipstjóra Sigurðsson-
ar) og Helgi J. Sveinsson, verzlunar-
maður, bæði úr Reykjavík.
Hjúskapur. Ungfrú Bára Gestsdótt-
ir, Akureyri og Jónas E. Einarsson,
iðnnemi.
I
JktOIJn
Keflavíkurflugvellirnir eru í flokki
stærstu flugvalla í heiminum
Kostuðu um 120 milljónir króna
Fyrir nokkru hefur hernaðar-
leyndinni verið létt af hinum
miklu mannvirkjum Bandaríkja-
manna á Reykjanesi. Vitað var,
Útlegð 300 íslendinga á Norðnrlöndum er lokið
Framhald af 1. síðu stórhættulegir afbrotamenn á
um 50 krónur hvert til að kaupa
fyrir í borginni. Svíar sýndu
okkur mikla vinsemd og kurteisi
og leyfðu okkur að kaupa vörur
án skömmtunarseðla.
í Gautaborg kom Jón Leifs
tónskáld um borð, meðal ann-
arra. Var hann þegar í stað boð-
aður á fund foringjans, en hann
neitaði og kvaðst aðeins hlýða
fyrirskiponum frá löglegum að-
iljum í íslenzku skipi og í hlut-
lausu landi. Var hann þá tekinn
og sett'ur í gæzluvarðhald á skip-
inu. Tók hann þá það til bragðs
að svelta sig í mótmælaskyni og
fékk þá að koma upp á þiljur er
á ferðina leið.
íslendingar þeir, sem komu frá
Noregi, fengu 500 krónur til að
kaupa fyrir, en ekki varð þó úr,
að þessir fatalitlu og allslausu
menn fengju að nota þetta fé í
Gautaborg, því að hinn amerísk-
danski foringi synjaði þeim urn
landgönguleyfi. (Síðan hefir
hann viljað kenna tollgæzlunni í
Gautaborg um þetta).
Á leiðinni voru 20 farþeggr yf-
irheyrðir á skipinu, en ekki held
eg að árangurinn af því hafi orð-
ið mikill. Dvöl þessa rnanns og
fylgdarmanan hans á skipinu
svipti þessa langþráðu för þeim
blæ, sem hún hefði annars haft.
Var því líkara, sem við værum
Móttökurnar.
þrælaskipi en þegnar hins hlut-
lausa, fullvalda íslenzka ríkis á
íslenzku skipi á leið til fóstur-
jarðarinnar.
Nú vil eg al'tur taka það frarn,
að hinn enski túlkur kom frarn af
hinni mestu kurteisi og gerði það
,sem í hans valdi stóð til að gera
gott úr þessu öllu.
Annars gekk ferðin vel. Veður
var ágætt og landsýn fögur. Fyrst
til Noregs, því að siglt var innan
skerja við Noregsstrendúr, allt
til Bergen. Engin sáum við tund-
urdufl á þeirri leið en marga
báta með glaða og reifa Norð-
menn innanborðs. Frá Bergen
sigldum við svo heim á leið, fór-
um á milli eyja í Færeyjum og
sáum heim að Kirkjubæ. Þótti
okkur þar staðarlegt heim að
líta.
Þegar við komum hér upp
undir ísland var þoka yfir land-
inu, en þegar komið var fyrir
Hjörleifshöfða fór að heiða og
gat þá að líta mikla sýn til fjalla
og jökla. Þaðvartilkomumikilog
hrífandi sjón og vakti sterkar til-
finningar í brjóstum útlaganna,
sem hafa þráð að sjá þessa fjalla-
dýrð, sumir sex ár, aðrir lengur.
Kvöldið áður en við komum
til Reykjavíkur var útvarpað frá
skipinu og var sá ameríski þá far-
inn að hafa minna um sig.
Móttökurnar í Reykjavík voru
stórkostlegar og ógleymanleg
verður okkur hin bjarta morg-
unstund, er frændur og vinir
tóku okkur tveim höndum hér á
hafnarbakkanum."
Danska frelsishreyfingin hefir breytt um svip.
Hvað segir þú um ástandið í
Danmörku?
„Stjórnmálaástandið í Dan-
mörku er nú svona og svona, og
skiljanlegt er, að þeir, sem kunp-
ugir voru í hinni glöðu, góðu
Kaupmannahöfn fyrir stríð,
þekki ekki, að það sé sama borg
nú. Kúgun og barátta hafa sett
merki sitt á dönsku þjóðina. —
Hún er orðin alvarlegri en hún
var áður. Því miður get eg ekki
annað sagt, en að orðið hafi
hörmuleg breyting á frelsishreyf-
ingunni eftir 1. maí. Þangað til
voru í henni fullhugar og hug-
sjónamenn, en eftir það fylltist
flokkur hennar af alls konar lýð
og má segja, að þar hafi verið
misjafn sauður í mörgu fé. Var
því varla við góðu að búast þegar
vopnum var úthlutað til hvers
sem hafa vildi. Enda er varla
liægt að segja að Danmörk íé um
þessar mundir fullkomið réttar-
ríki, eins og við skiljum það.
Freysishreyfingin er mjög uppi-
vöðslusöm og rnunu leiðtogar
hennar ekki vilja skila vopnun-
um fyrr en hegnt hefir verið
bæði háum og lágum fyrir sam-
starf við Þjóðverja."
er
Viðhorfið til ísland er breytt.
viðhorfið til ís- var stofnað. Það mun nokkuð al-
menn skoðun þar í landi, að ís-
lendingar hafi svikið Dani þegar
verst géngdi. Einstaka rödd heyr-
ist þó til andmæla."
Hvernig
lands?
„Því miður virðist viðhorf
Dana til okkar hafa breytzt mik-
ið til hins verra síðan lýðveldið
Starfið heima.
Hvernig hyggið þið til að vera
hér heima?
„Eg held að óhætt sé að full-
yrða, að allir séu ákaflega glaðir
að vera komnir heim eftir þessa
að þeir höfðu gert þar mikla
flugvelli, en mannvirkán voru
hernaðarleyndarmál og þess
vegna hefur íslenzkur ailmenn-
ingur ekki átt þess kost, að gera
sér grein fyrir því, hversu stór-
kostleg þau eru, fyrr en nú.
Þegar brezki herinn kom liing-
að, í maí 1940, var strax hafizt
handa um að byggja flugvelli
og byggðu Bretar þá vellina í
Reykjavík, í Kaldaðarnesi, Höfn
í Hornafirði, að Útskálum og
Skaga. Þegar Bandaríkjamenn
komu í júlí 1941 töldu þeir, að
hér þyrfti að koma flugvöllur,
Dánardægur. í gær lézt að heimili
sínu hér í bænum, Einar Einarsson,
útgerðarmaður, kunnur athafnamaðúr
og velmetinn borgari. Hann var nokk-
uð við aldur.
Strandarkirkja. Gamalt áheit frá
S. Þ. kr. 50.00.
Sjúkrahúsið verður byggt
á Eyrarlandstúni
(Framhald af 1. síðu).
byggingarnar, og mætti gera
mjög fallegan garð' með jtrjá-
runnum og blómum í lægðinni.
Mikill kostur við þennan stað er
það, að hann liggur svo nærri
gamla sjúkrahúsinu, að full not
fengjust af því í sambandi við
nýja sjúkrahúsið. Lega þessa
svæðis í bænum er þannig, að
þar yrði lítill hávaði af um-
ferð. . . .“
Um gamla staðinn segir húsa-
meistari m. a.:
„Eg tel að vel megi reisa
sjúkrahúsið á spítalalóðinni,
þótt ég álíti hana nokkuð
þrönga, en að fegurð og þægind-
um jafnast hún á engan hátt við
Eyrarlandstúnið. . . .“
Sainkvæmt þeim frumupp-
dráttum, sem húsameistari hefur
gert að byggingunni, er hér um
að ræða 100 rúma spítala með
öllum nýtízku tækjum og þæg-
indum. Gert er ráð fyrir, að ef
til vill megi nota gamla sjúkra-
húsið og nýbygginguna þar fyrir
starfsmannabústaði og elliheim-
ili. Urn það er þó ekki fullráðið
neitt að svo stöddu. Samþykkt
var einnig að halda áfram með
byggingu geðveikradeildar, þar
sem þegar hefur verið grafið
fyrir húsinu, í brekkunni, norð-
an gamlá spítalans.
sent nægja ihundi fyrir milli-
landaflug herflugvéla, sem þá
fór mjög ört í vöxt. Reykjanes
var valið, sem flugvallarstæði,,
og var þegar hafizt handa. Verk-
ið var geysilega umfangs mikið
og erfitt. Fjórar fermílur lands
voru teknar og sléttaðar. Af
þessu svæði þurfti að flytja á
brott 7.645 kúbíkmetra af grjóti
og 3.400.000 kúbíkmetra af
mold og grjóti voru notaðir til
uppfyllingar. Sérstök asfalt-verk-
smiðja var reist til þess að frani-
leiða 250.000 smálestir af asfalti
á rennibrautirnar. Fullgerðir
eru vellir þessir, sem bera nöfn-
in: Meeþs og Paterson flugvellir
hjá Bandaríkjamönnum, á með-
al þeirra stærstu í heimi og
stundum eins mikið um að vera
þar og á hinum mikla La Guar-
dia flugvelli í New York. Áætlað
hefur verið, að ef einkafyrirtæki
liefðu tekið verkið að sér, mundi
það hafa kostað 17Ú2 til 19 .mil-
jónir dollara, eða urn 120 mil-
jónir króna. Það voru verkfræð-
ingadeildir ameríska flotans og
hersins, sem gerðu mannvirkið,
en- áður höfðu ýmis fyrirtæki
unnið að því, en án þess að geta
gert það svo úr garði, að nægi-
legt þætti.
Bretar hófu flugvallargerð á
Melgerðismelum hér í Eyjafirði,
en Bandaríkjamenn tóku við og
endurbættu völlinn mjög mikið.
Sá völlur er aðeins ein lítil renni-
braut. Við Keflavík eru braut-
irnar fjölmargar og sumar þeirra
meira en heil míla á lengd.
Fimmtud. 12. júlí 1945
Hljómleikar
Guðrúnar A. Símonar
Guðrún Á. Símonar söng hér
í Samkomuhúsinu sl. mánudags-
kvöld við góða aðsókn og ágætar
undirtektir áheyrenda. Ungfrú
Guðrún hefir allháa sópranrödd
og blæfagra. Faðir hennar, Sí-
mon Þórðarson frá Hól, sem and-
aðist 1935,'á bezta aldri, var einn
af frábærustu . raddmönnum
þjóðarinnar á jiessari öld. Stóðu
að honum ágætir söngmenn í
ættir fram. Má því segja, að ung-
frúin eigi ekki langt að sækja
það þó hún geti tekið lagið. Og
Jrað getur hún vissulega. Á söng-
skránni voru 11 lög, flest erlend,
Jiar á meðal allerfiðar óperuarí-
ur og skilaði hún hlutverkum
sínum mjög sómasamlega og var
góður svipur yfir hljómleikun-
um yfirleitt. Ungfrú Guðrún
mun vera kornung og hefir að
líkindum ekki notið mikils náms
ennþá. En auðheyrt var, að hún
hefir frábæra meðfædda hæfi-
leika og hefir tekið Jrví námi,
sem hún enn hefir notið, með
-ágætum. Er því óhætt að gera
ráð fyrir, að þarna sé á ferðinni
ágætt listamannsefni. Ungfrúin
endurtók hljómleikana í fyrra-
kvöld.
Fritz Weisshapel aðstoðaði
með píanóundirleik af sinni frá-
bæru, landskunnu smekkvísi.
NIÐURRIFINN BRAGGI
er til sölu, ef viðunandi boð fæst.
Ebenharð Jónsson.
BÝLIÐ STAÐARHÓLL
við Akureyri er til sölu. —
Upplýsingar hjá Ragnari
Brynjólfssyni, Staðarhóli.
löngu og ströngu útivist. Oft lief-
ir okkur fundizt ísland vera á
öðrum hnetti er við höfum ekk-
ert frétt frá ættingjum og vinum
hér heima. En nú er þessu lokið
og nú þráum við allir að leggja
hönd á plóginn, fá starf eins
og hver og einn hefir búið sig
undir. íslandi höfum við alltaf
hugsað okkur að vinna og eigum
nú það eitt áhugamál, að hefjast
handa."
INNILEGT ÞAKKLÆTI vottum við öllum þeim fjær og nær,
sem ú margvíslegan hótt sýndu okkur samúð og vinarhug við
fráfall og jarðarför okkar hjartkæru dóttur, systur og fóstursystur,
Bjargar Karlínu Einarsdóttur.
Sérstaklega viljum við þakka stjórn og starfsfólki verksmiðj-
anna Gefjun og Iðunn.
Guðbjörg Sigurðardóttir, bróðir og fóstursystkini.
I.S.I.
< >
I. B. A.
Handknattleiksmót
fyrir Norðlendingafjórðung, í I. fl. kvenna og karla, hefst á
Akureyri, föstud. 27. júlí n.k. — Þátttaka tilkynnist Knatt-
spyrnufélagi Akureyrar fyrir 22. júlí.
KNATTSPYR^UFÉLAG AKUREYRAR
REGNKAPUR
á börn og fullorðna
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
&
Vefnaðarvörudeild.
$$$$$$$$$$$$$$$$$$$>$$ð$««$««$$$$««e$$«$$$$$$$*$$««$$$$$$«$«$$$$$$$$$$$4$$u
$$44$$4$$44$$$$$$$$$4«$$$4$$$$$$$$$$$$4$$$4$$4$$$$$$$$$$$$4||
Hestamannafélagið Léttir
Undirbúningsæfingar fyrir næstu kappreiðar verða á skeið-
velli félagsins, Iaugardaginn 14., mánudaginn 16. og loka-
æfing miðvikudaginn 18. þessa mánaðar. Æfingar hefjast kl.
8.30 hvern dag. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en á lokaæfingu.
STJÓRNIN
!fe«$$$$$«$$$$$$$$«$$$$$«í$$4$$4444$«$$$4$«44$44$$4$44$$4$4«$$$««$