Dagur - 02.08.1945, Blaðsíða 2

Dagur - 02.08.1945, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 2. ágúst 1945 Stjórnarfylgi — stjórnarandstaða Mygla í stjórnmálunum. Þegar Guðmuxrdur Hagalín rithöfund- ur var að útmála nauðsyn stjórnarandstöðu fyrir áheyrend-1 um á Bíóftlndinum hérna á Ak- ureyri á dögunum, fórust honurn m. a. ^orð á þá leið, að þar sem stjórnarandstaða væri bæld nið- ur með kúgun og ofsóknum, vrði afleiðing þess sú, að mygla kæmi í allt stjórnmálalífið. Flestum fundarmönnum mun hafa fundizt mikið til um þessa heppilegu samlíkingu skáldsins og þótt hún hitta vel í mark, eins og stjórnmálalífið er nú sem stendur hér á landi. Eins og jafnan áður er stjórn- arfylgi og stjórnarandstaða ríkj- andi í þjóðlíti íslendinga. Svo hefir það verið og svo er það enn og verður framvegis, meðan skoðanafrelsi, málfrelsi og rit- frelsi er ekki hneppt í fjötra kúgunar, ofbeldis og áþjánar frá hendi einræðisflokks eða flokka. Því verður nú alls ekki ne-itað, að frá hendi stjórnarfylgisins bólar mjög á þeirri einræðis- hneigð, sem lrér hefir verið drep- ið á. Tónninn í stjórnarblöðun- um í Reykjavík, Morgunblaðinu og Þjóðviljanum, benda all- ákveðið í þessa átt. Mbl. telur það ganga glæpi næst og stappa nærri landráðum, að veifca ekki núverandi samsteypustjórn auð- valdsins og sósíalista fylgi- Blað- ið kallar andstöðu við þessa stjórn ódæði og prédikar nær daglega með miklurn ofsa og óhrjálegu orðbragði, að fyrirlið- ar andstöðunnar skapi sér þung- an áfellisdóm og taki á sig ábyrgð, sem þeir fái ekki undir risið. Hér er ekki spurt um skoðana- frelsi eða sannfæringu andstæð- inga stjórnarinnar. Þeir eiga bara að hafa sömu skoðanir og stjórnin og beygja sig í auðmýkt fyrir vilja hennar. Það á að steypa alla landsmenn í sama mótinu. Þetta er ófrávíkjanleg krafa innstu koppa í búri stjórnarfylgisins, og henni fylgja svo meira og minna duÞ búnar hótanir um eitthvað skelfilegt, sem stjórnarandstöð- unnar bíði, ef hún vill ekki falla fram og tilbiðja stjórn auð- mannaklíkunnar og sovétdýrk- enda. Þetta er ótvíræð myglu- mannapólitík frá sjónarmiði talsmanns Alþýðuflokksins, Guðm. Hagalín, og allra annara frjálshugsandi manna. ★ Hótanir stjórnarliðsins. Mbl. hótar m. a. foringjum Framsokn- arflokksins því, að þeir skuli fá maklega ráðningu. Þessi mak- lega ráðning, sem Mbl. boðar, a að sjálfsögðu að vera hegning fyrir að hafa ekki sömu skoðun a öllum málum og stjórnin. Lík- lega á hegningin að vera fyrst og fremst í því fólgin, að foringjar flokksins verði rúnir öllu fvlgi meðal landsmanna, enda flytur Mbl. sí og æ þær fréttir, að fylgið sé óðum að hrynja af Framsókn, og muni lykta með því, að for- ingjarnir standi einir eftir slypp- ir og snauðir. En ef Mbl.menn leggja sjálfir nokkurn trúnað á þenna frétta- flutning sinn, því þá þessi mikli, stríðskostnaður í baráttunni við foringja Framsóknarfl. og allt þetta mikla umstang í sambandi við þá baráttu? Ef Framsóknarfl. er að hverfa af jörðinni og þai með öll stjórnarandstaða, þá er allt þetta hótanabrölt stjórnar- sinna ófyrirsynju og út í loftið. Um þetta digurbarkalega tal stjórnarsinna hæfir ekki að fjöl- yrða. Allir vita, að sjálfir eru þeir skjálfandi af hræðslu yfir fylgistapi stjórnarinnar yfir til Framsóknarflokksins og það ekki að ástæðulausu. Menn eru óðum að tapa trúnni á „nýsköpunar"- skvaldrið, af því að æ fleiri eygja þann sannleika, sem Framsókn- armenn og Pétur Magnússon fjármálaráðherra boða, að heil- brigð fjármálastarfsemi er hyrn- ingarsteinn allrar nýsköpunar og stjórnarfarslegs sjálfstæðis lands- ins. Þeim fjölgar óðum, sem sjá það og skilja, að stefna stjórnar- innar í fjármálum og atvinnu- málum er eins óheilbrigð og vera má. Það eru ekki Framsóknar- menn einir, sem halda þessu fram. Sjálfur fjármálaráðherra ,,nýsköpunar“stjórnarinnar hefir nýlega kveðið upp úr með það, að bráða nauðsyn beri til að skipta um fjármálastefnu stjórn- arinnar og fylgisliðs hennar, „ella getur svo farið“, segir ráð- herrann, „að fjársóun og óhófleg skattaálagning hindri þá nýsköp- un atvinnulífsins, sem flestir játa að sé nauðsynleg“. Nýlega var og á það bent hér í blaðinu, hvaða augum Ólafur Thors leit á dýrtíðarstefnu nú- verandi stjórnar í marzmánuði 1942, áður en hann og flokkur hans ánetjaðist kommúnistum. Þá sagði hann auk margs annars: „En sá, sem berst fyrir dýrtíð- inni, er qkki aðeins FJAND- MAÐUR SP ARIFJ ÁREIG- ENDA, GAMALMENNA, EKKNA OG MUNAÐARLEYS- INGJA... NEI, HANN ER EINNIG BÖÐULL ERAM- LEIÐENDA OG LAUNA- MANNA OG RAUNAR AL- ÞJÓÐAR.“ Nú hótar Mbl. i'nafni stjórn- arfylgisins Framsóknarmönnum Jrví, að þeir skuli reknir út í hin yztu myrkur, af því að þeir hafi ekki vilj*ð gerast böðlar fram- leiðenda, launamanna og al- Jrjóðar með Ólafi Thors og kommúnistum. Hver trúir því, að slík vind- hanapólitík eigi vaxandi fylgi að fagna meðal þjóðarinnar? „Hver skilur heimskuþvætting þinn? Þú ekki sjálfur. . . .“ mun óhætt mega segja við aðalmálgagn „kollsteypu“-flokksins. Stjórnin mun og hafa orðið þess vör, að hún á köldum kveðj- um að mæta í ályktunum mann- funda víðs vegar um sveitir landsins fyrir afskipti hennar og fylgiliðsins í sambandi við áhugamál bænda. Afstaðan til landbúnaðarins. Stjórnin og fylgismenn hennar leggja sig mjög fram um að lýsa umhyggju sinni fyrir atvinnu- vegi bændastéttarinnar, land- búnaðinum. Nýlega flutti Ólafur Thors áskorun til bænda um að vera með í „nýsköpun" atvinnu- veganna. Þessi áskorun lorsætis- ráðherrans mun hafa fram kom- ið í sambandi og samræmi við „nýsköpunina" og sofandahátt þeirra um framfarir landbúnað arins. En hið kátlega við ailt Jieua er, að stjórnarvöldin geta ekki nema að litlu leyti fullnægt eftirspurn bænda um vinnuvél- ar til landbúnaðarframleiðslu. Það eru Jrví ekki bændur, sem á stendur, heldur „nýsköpunár“- stjórnin sjálf, og mun hún að lík- indum hafa á reiðum höndum afsakanir fyrir getuleysi sínu til fullnægju nýsköpunarjrrá bænda. En þetta sýnir, að áskor- un forsætisráðherra er ekki ann- að en hreinasti skrípaleikur, sem menn skilja vel í hvaða skyni er gerður. Þá auglýsti stjórnarfylgið á Al- Jringi umhyggju sína fyrir bænd- um með því að taka með lögum af Jreim fjárræði yfir sínu eigin fé í Búnaðarmálasjóði. Ráðstöf- unarrétturinn til fjárveitinga úr sjóðnum er háður samþykki landbúnaðarráðherra. Mbl. gerir [rá grein fyrir þessu, að „Búnað- arþing sé vissulega ekki þeim mönnum skipað, að nokkur trygging sé fyrir réttlátri ög vit- urlegri meðferð fjárins“. Fulltrúar bænda á Búnaðar- þingi eru, að dómi Mbl., órétt- látir og vantar Jrar á ofan vitið! „Gjafir eru yður gefnaf“, má hér um segja. Þá auglýsti stjórnarfylgið enn bændavináttu sína með því að fella niður fjárveitingu til stofn- unar áburðarverksmiðju. Fyrir þessu tiltæki gerir stjórnarfylgið þá grein, að hinn tilbúni áburð- ur sé sprengiefni, sem hlaupi í hellu og sé því gersamlega ónot- hæfur. Áburðarverksmiðjumálið sé [)ví ekki annað en skrípaleikur og blettur á bændastéttinni, seg- ir Mbl. Það er sannað, að allur þessi rökstuðningur gegn áburðar- verksimðjunni er heimilisiðnað- ur á stjórnarsetrinu. Fyrir skömmu lýsti Mbl. stefnu Framsóknarflokksins að kjarnan- um til á þessa leið: Stefna flokks- ins er neikvæð, óvirk og illgjörn. Barátta flokksins hnígur að því einu að rífa niður og sporna við að hrundið verði í framkvæmd mestu framfaramálum þjóðar- innar. Þegar J)ess er gætt, að Fram- sóknarflokkurinn berst fyrir stöðvun og lækkun dýrtíðarinn- ar með niðurfærslu verðlags og kaupgjalds, eins og Sjálfstæðisfl. gerði, áður en hann sveik þá stefnu sína, er það ljóst, að það er þessi barátta, sem málgagn núverandi stjórnar kallar riei- kvæða, óvirka og illgjarna. Hitt hlýtur þá aftur á móti að dómi Mbl. að vera jákvæð, virk og góðgjörn barátta að spenna dýr- tíðina upp, en -það er stefna stjórnarfylgisins undir forustu kommúnista. Einhver hluti Sjálfstæðisflokksins mun nú að vísu dansa natiðugur þann Hrunadans, sem hér er stiginn, og gruna, að hann leiði fjárhag og atvinnuvegi þjóðarinnar norður og niður í undirdjúpin um J)að lýkur. En leiðtogar flokksins virðast hugsa sem svo: Et nú og drekk sál mín, á morg- un deyjum við. Það hefir líka verið viðurkennt af þessum leið- togum, að þeir hafi verið neydd- ir til að snúa inn á Jaessa Hruna- dansstefnu kommúnista, því með öðru móti hefðu þeir ekki feng- izt til stjórnarsamvinnu og póli- tísks fylgis. við Sjálfstæðisflokk- inn. Kommúnistar hefðu meira að segja hótað öllu illu, ef Sjálf- stæðisflokksmenn tækju ekki upp stefnu þeirra, þá skyldi allt loga hér í verkföllum og vinnu- stöðvunum. Til J)ess að afstýra því, varð Ólafur Thors og póli- Þann 13. f. m. varð 60 ára i Björn Runólfur Árnason, Grund í Svarfaðardal. Björn er fæddur að Hærings- stöðum 13. júlí 1885. Foreldrar hans voru þau hjónin Árni Run- ólfsson og Anna Björnsdóttir, er þá áttu heimili þar, en fluttu síðar til Atlastaða og bjuggu þar um langt skeið. Eru þau hjón mörgum að góðu kunn sem gest- gjafar frá þeim tíma, er fjölfar- inn var fjallvegurinn milli Svarfaðardals og Kolbeinsdals í Skagafirði. Munu þeir ótaldir, sem urðu aðnjótandi gestrisni og greiðvikni þeirra hjóna er þeir aðhlynningajrurfa komu kaldir, þreyttir og svangir úr hörkuför af Heljardalsheiði, en svo heitir fjallvegurinn á milli nelndra dala. En Atlastaðir er fremsti bær undir heiðinni í Svarfaðardal vestanverðum. Að Atlastöðum ólst Björn upp með foreldrum sínum og hafði þar heimili fyrstu árin, eftir að hann giftist, enda löngum við J)ann bæ kenndur. Eigi veit eg J)að, en grunur er mér á, að ýmislegt í sálarlífi Bjöfns beri merki þess, að hann ólst upp við rætur Heljardals- heiðar og viðkynningu við hana. Að hún hafi mótað skap hans traust og hert karlmannslundina. Því eigi mun Björn að fullu hafa slitið barnsskónum, er honum var fenginn sá starfi að fylgja vegfarendum í misjöfnu færi og veðri yfir heiðina, og mun það ekki ætíð hafa verið hættulaus för né ábyrgðarlítil. En skapfesta og rík karlmannslund eru áber- andi einkenni Björns. Þá má hitt telja yfir efa hafið, að fangbrögð hins unga manns við óblíða veðráttu á fjöllum uppi hafi orðið honum efni hug- leiðinga um baráttu og alvöru lífsins, gjört hann íhugulan, al- vöruþrunginn og líklegan til að liorfa yfir allt prjál, tildur og leikarahátt, ekki sízt þar sem inni fyrir bjó ágæt greind og mannlegt hjarta, því að hvoru- tveggja þetta á Björn í bezta lagi. Eins og getið er hér að framan, er Björn heimalningur, hefir aldrei í skóla gengið, og máltæk- ið segir, að „heimltkt sé heimaal- ið barn“. Sé þetta regla, þá gildir hún ekki hér. Hver sá, sem á tískir húskarlar hans að beygja sig fyrir vilja kommúnista. Jafnhliða öflugum ráðstöfun- um til lækkunar dýrtíðarinnar, Jrví án hennar er þvergirt fyrir alla nýsköpun atvinnuyeganna, leggur F ramsóknarflokkurinn mesta áherzlu á raforkumálin, jarðræktarmálin og eflingu Fiskimálasjóðs. Þetta er það, sem Mbl. kallar „að rífa niður og sporna við að hrundið verði í framkvæmd mestu framfaramál- um þjóðarinnar". Sé nokkurt mark tákandi á })essu órökstudda fleipri blaðsins, geta menn gert sér í hugarlund, hvort stuðnings eða fjandskapar er að vænta af stjórnarfylginu um framkvæmd- ir þeirra stórþýðingarmiklu þjóðmála, sem hér hafa nefnd verið, og Framsóknarflokkurinn ber mjög fyrir brjósti. sálufélag við Björn á Grund, þó ekki sé nema stutt samtal, mun fljótt verða þess var, að þar er enginn andlegur meðalmaður á ferðinni. Skýr hugsun, orðaval og framsetningarmáti segja fljótt til sín, svo að ekki verður um villst. Það má vera, að ekki sé hægt að spá neinu um það hvernig löng skólaganga kynni að hafa orkað á þennan eða hinn, og þá heldur ekki um Björn á Grund. Án efa hefði hann ýmsa vegu orðið öðruvísu mótaður en nú er hann. En þó vel sé um manninn, hygg eg vart leika á tveim tung- um, að Björn hefði átt erindi á skólabekk, og er sárt til að vita að svo góður efniviður skyldi eigi komast undir hendur góðra skólamanna til þjálfunar. Að honum skyldi eigi veitast aðstaða til að helga sig sínum hugðarefn- um meira en raun hefir á orðið. En svona skollablindu leikur líf- ið þráfaldlega. Skussinn er bar- inn til bókar, en gáfumaðurinn fær þær einatt lítils eða einskis notið, en verður hins vegar að þrælast með pál og reku, þó áhugaefnin séu öll á hinu and- lega sviði. Er vonandi að þar komi, að betur verði eftir leitað en nú er, að ætla hverjum það starf, er hann er bezt til laginn, en blind hending fái þar ekki að ráða. En nóg um það. Þrátt fyrir það þó Björn hafi engrar skólamenntunar notið, hefir honum tekist að tileinka sér almenna menntun langt yfir meðallag, óg á sumum sviðum komist ótrúlega langt. Hefir hann þó átt við erfiðan sjúk- dóm að etja langt skeið æfinnar og jafnframt haft fyrir heimili að sjá. En hann hefir borið sigur af hólmi, alla tíð verið fremur veitandi en þiggjandi. Hverja stund, sem vanheilsa hefir eigi bannað, og unt hefir verið að skjóta undan önn einyrkjabú- skapar, hefir hann notað til lest- urs góðra bóka, einkum sagn- fræðilegra og sérstaklega rita, er snerta íslenzka sögu, því • að sagnfræði og ættfræði eru hans hugðarefni. Um sögu Svarfaðardals og ætt- ir Svarfdæla er hann fróðari en nokkur sá, er nú dvelur í Svarf- (Framhald á 7. síðu). Björn á Grund, sextugur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.