Dagur - 02.08.1945, Blaðsíða 5

Dagur - 02.08.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn’2. ágúst 1945 DAGUR 't'fí&ZátL llTlLÍF OG ÍÞRÓTTIR Handknattleiksmót Norðurlands I Nörðurlandsmót í handknatt- leik liófst á Akureyri kl. 5 e. h. síðastliðinn laugardag með leik í I. fl. kvenna, milli Völsunga á Húsavík og „Þórs“ á Akureyri. Leikur þessi var hægur og tiJL- þrifalítill framan af og við hálf- leik höfðu Völsungar betur með 1 : 0 marki. Hvíldarmínútan, gosdrykkirnir eða annað, hleypti lífi í stúlkurnar og var síðari hálfleikurinn röskur og með góðum upphlaupum — sérstak- lega hjá Völsungum. Vörn þeirra var og sterk — e. t. v. leiðinlega raðað leikmönnum að markteig stundum. En framlínan var skjót fram aftur og skot á mark oft hættuleg, sérstaklega hjá Sigríði Pálsdóttur — miðframherja. — Staðsetning Þórsstúlknanna var áberandi lélegri, og að marki komu þær knettinum sjaldan — meðfram fyrir mjög sterka vörn Völsunga. Duglegar eru margar Þórsstúlkurnar, en þurfa áreið- anlega að læra og æfa fjölbreytt- ari meðferð knattar ef gott á að geta talist. Úrslit urðu sigur lijá Völs. 5 : 0 marki. Dómari var Hermann Stefánsson, og beitti ekki sem þurfti skörungskap sín- um. Þá keppti I. fl. karla frá Þór og K. A. Var þar skarplega tekið til handa og fóta. Voru upp- lilaup mörg og lauk þeim oft með heppnuðu markskoti, þrátt fyrir góða íftunmistöðu bæði hjá Gísla og Ragnari. Við hálfleik var niðurstaðan 6 : 5 mörkum K. A. í vil. — Síðar hafði Þór yf- irhönd um stund en K. A.-menn sóttu sig enn og úrslit leiksins urðu þau að K. A. vann með 11: 5 mörkum. Snarasti og liættuleg^ asti maðurinn á vellinum virtist Kalli úr K. A. Kári Sigurjónsson úr Þór reyndist mjög öruggur að kasta á mark, en hreyfir sig of lítið á vellinum ,enda fékk hann knöttinn of sjaldan til þess að mikið yrði úr. Leikmenn K. A. temja sér of hraðan leik sé dóm- ari nægilega aðhaldssamur — og köll milli leikmanna voru og til lýta. En erfitt er að fylgja með og dæma í svona hröðum leik. Leikurinn var réttlátlega dæmd- ur af Lúðvík Jónassyni, en hann hefði þurft að halda leiknum hetur niðri. Á sunnud. kl. 11 f' h. kepptu stúlkurnar úr Þór og K. A. Leik- ur þeiira var röskur og skemmti legur, og áhöld um yfirhöndina jafnan. K. A. gerði fyrsta mark- ið, Þór 2. og 3., en K. A. það 4.og síðasta. Lauk leiknum með jafn tefli 2 : 2 mörkum. K. A.-stúlk- urnar sýndu oft snögg og góð upphlaup, en voru ekki sem ör- uggastar með markskot, sem stundum áður — enda var vörn Þórs nú miklu heilsteyptari og liðið í heild miklu öruggara en kvöldið áður. Dómari var Sverrir Magnússon, sem dæmdi örugg- lega og ákveðið og var leikurinn meðfram þess vegna miklu skemmtilegri á að horfa. Síðasti leikur mótsins fór fram kl. 5 á sunnud. og kepptu þá til úrslita Völs., sem hafði tvö stig og K. A., sem hafði eitt stig, nægði Völs. jafntefli í þessum leik til að vinna mótið’, en K. A. þurfti að vinna leikinn. Þessi leikur var að mörgu leyti vel leikinn, en allharður, ágæt upp- hlaup ;í báðæ bóga og hraði oft góður, sérstaklega hjá K. A.- stúlkunum. Leiknum lauk með sigri K. A. 3:2 mörkum. Vann K. A. þannig mótið með 3 stig- um, yölsungar fengu 2 stig og Þór 1 stig. K. A. sá um mótið og var því slitið nleð samdrykkju að Hótel Norðurland. • II. flokkur úr Val. Sl. mánudagskvöld kom til bæjarins II. fl. úr Knattspyrnu- fél. Val í Reykjavík. Dvelja þeir hér í boði Íþróttafél. Þór og K. A. Er gert ráð fyrir að leiknir verði þrír leikir, á þriðjudag við Þór, við K. A. á fimmtudag og sameinað lið frá báðum félögum á föstudag. • Golf. Laugardaginn 28. f. m. hófst í Reykjavík Golfmót íslands, hið fjórða í röðinni. Hafa jrau tvis- var áður verið haldin á golfvell- inum í Reykjavík og einu sinni (síðastliðið sumar) á Völlum í Skagafirði. Mót joessi eru þannig háð, að fyrst keppa allir þátttakendur svonefnda undirbéiningskeppni, og lenda 16 efstu menn í meist- araflokki og næstu 16 í fyrsta flokki, séu keppendurnir fleiri en 32 falla þeir úr, sem neðar lenda í röðinni í undirbúnings- keppninni. Undirbúningskeppnin er högg- keppni. Þar næst keppa* flokkarnir saman innbyrðis og þá holu- keppni, Jjannig, að fyrsti maður keppir við níunda mann, annar við tíunda o. s. frv. Framhaldskeppni er útsláttar- keppni, þannig, að hver sem einu sinni tapar pr úr leik. Síð- ustu tveir mennirnir í meistara- flokki keppa til úrslita um fagr- an silfurbikar og titilinn „golf- meistari íslands“ og er sú keppni 54 holur. Golfmeistari íslands síðastl. 3 ár hefir verið Gísli Ólafsson, Rvík, en nú tapaði hann í ann- arri umferð móti Helga Eiríks- syni, Rvík. í þessu golfmóti tóku þátt 35 keppendur: 8 frá Akureyri, 8 frá Vestmannaeyjum og 19 frá Rvík Héðan fóru: Gunnar Hallgríms son, Sigtr. Júlíusson, Helgi Skúlason, Þórður Sveinsson, Vernharður Sveinsson, Stefán Árnason, Arnþór Þorsteinsson og Jörgen Kirkegaard. Fimm af þessurn mönnum komust í meistaraflokk, en þegar þetta er ritað standa leikar Jaann ig (eftir tvær umferðir af fram haldskeppninni) að Gunnar Hallgrímsson stendur einn uppi af Akureyringunum í meistara flokki, en af fyrsta flokki hafa Fokdreifar. (Framhald af 4. síðu). J. 11. skrifar blaðinu eftirfarandi pistil. — Samtal í bíl. pYRIR EKKI LÖNGU siðan var ' eg samferða kunningja mínum bíl eftir sveitum. A einum stað fór- um við fram hjá tveggja strengja gripagirðingu, sem lá meðfram þjóð- veginum a. m. k. kilómeter á lengd. Báðir voru strengirnir úr gaddavír og var sá neðri hvitur af ull alla leiðina. Var hann á þeirri hæð frá jörð að kindur gátu vel gengið undir hann, en 3Ó reittu gaddarnir á virnum ullina af bakinu á þeim um leið. Það vaktist upp fyrir kunningja minum að hann hafði allviða séð jessa sömu leiðu sjón á ný-liðnu ferðalagi til Suðurlands i bændaför Þingeyinga og það hefi eg heyrt að vakið hefir athygli fleiri manna í néirri ferð. „Dýraverndarinn ætti að taka Detta til umvöndunar", sagði kunn- ingi minn. „Það er ekki sæmileg með- ferð. á kindunum að reita svona af Deim ullina og auk þess er það svo herfilega ljótt, að það er til stórrar óprýði hvar sem það sést.“ — Eg játti Dessu fúslega og spurði hann hvort hann vildi þá ekki skrifa um þessar ljótu og meiðandi gripagirðingar í Dýraverndarann. „Ekki er eg nú svo fljótur að grípa pennann, að eg búist við að koma því í verk, enda þótt full ástæða sé til“, sagði hann. — „Annars mætti engu síður vekja máls á þessu í Degi, hann er ekki síður víðlesinn". — Og svo bætti hann við: „Ef neðri strengur girðinganna væri sléttur vír, þá mundi hver kind komast ómeidd undir þær, og væru þær þá jafngóð gripavörn eftir sem áður. — Ef sérhver bóndi, sem á þessa ullhvítu gaddavírsstrengi i gripagirðingum sínum, tækju þá burtu, og settu sléttan vírstreng í staðinn, þá hreinsuðu þeir ljótan og vansæmandi blett af sjálfum sér, og sveitum landsins“. Eg segi hér frá þessu samtali okkar ferðafélaganna, ef vera kynni að það yrði til þess að einhver bóndi eða þeir bændur, sem svona girðingar eiga, glöggvuðu fremur galla þeirra, og breyttu þeim x betra horf.“ ljós, að Gestapo lét starfrækja verksmiðjur og gróðafyrirtæki, með nauðungarvinnuafli, og hjálpaði þessum dótturfyrir- tækjum sínum til Jress að svíkja skatt o. s. frv. Gróði sumra jtess- ara fyrirtækja Gestapomanna var risavaxinn. Það er augljóst, að Þjóðverjar voru að hverfa frá einni tegund stríðs til annarrar, Jregar herir Bandamanna náðú saman hjarta landsins. Neðanjarðar- skýli fyrir framleiðslu þessa voru í mörgum tilfellum fullgerð og sums staðar var framleiðsla hafin af fullum krafti. Sum þeirra vopna, sem hér hafa verið nefnd voru ekki hættuminni en eld- flaugarnar, senr þeim tókst að taka í notkun, })ótt ekki væri nema að litlu leyti. Öryggi allra þjóða í framtíðinni er að ekki litlu leyti falið í Jrví hvernig tekst að vinna þýzku þjóðina til samvinnu um frið og uppbygg- ingu. Annað stríð mundi auð- veldlega hafa örlagaríkari afleið- ingar en þetta. (Lausl. eftir The Times). SKRA yfir gjaldendur í Akureyrarkaup- stað til Lífeyrissjóðs íslands, fyrir árið 1945, liggur frammi til sýnis í skrifstofu bæjarstjórans á Akur- eyri dagana 2. til 15. ágúst. Kærum út af skránni sé skilað til skattstofunnar innan sama tíma. Aknreyri, 2. ágúst, 1945. Skattstjóri. Úr erlendum blöðum. Framhald af 3. síðu. líka komnir vel á leið með að stýra eldflaugum sínum annað hvort " úr flugvél eða frá stað á jörðu niðri. í fimmta flokki eru ökutæki. Þar má nefna risaskrið- dreka, með svo lágri eldsneytis- notkun, að furðu gegnir. Þá voru í smíðum skriðdrekar, sem fara jafnt á landi og legi, svipaðir þeim, sem notaðir voru er Bandamenn fóru yfir Rín. í sjötta flokki er sjóhernaðurinn og Jjar eru helztu nýjungarnar í kafbátasmíði og tundurskeyta- gerð. Þjóðverjar höfðu gert tundurskeyti, sem fór með 80 mílna hraða á klst., sem var þannig útbúið, að það breytti stefnu eftir hljóðinu í skips- skrúfu. Þetta tundurskeyti hefði elt skipin þangað til það hitti, hversu oft sem þau hefðu breytt um stefnu. í smíðum var rak- ettuknúður kafbátur, sem hefði farið með þeim ofsahraða neðan- sjávar, að mjög erfitt hefði verið að fást við hann. Sjöundi og síðasti flokkur snýr að öðrum efnum, en er þó lærdóinsríkur. Það hefir komið í Kaffikvarnir nýkomnar. Vöruhúsið h.f. Nýkomnar vörur: Hattprjónar. Hringslör, margir litir. Velour-Hattaeini, margir litir. Kventöskur, veski, púðurdósir. Borðdúkar, hvítir og mislitir. Servíettur. Slæður, hvítar og grænar. Nærfatasatin og næríatablúnda Kvennærföt og undirföt. Handklæði. Eyrnalokkar og hálsfestar. Mikið úrval af tilbúnum kven- höttum. Saumum þá einnig eftir pöntun. Hattabúð LILLU og ÞYRI Kaupvangsstræti 3. Nýjar vörur: Ry Krisp (Knækkebröd) Worchestersósa Hnetusmjör Hnetur Hnetukjarni í glösum Salad Dressing Alls konar sælgæti Kaupf. Eyfirðinga Nýlenduvþrudeild og útibú. Síðastliðið vor, tapaðist frá Baugaseli í Skriðuhreppi, rauðstjörnótt hryssa, 3ja vetra gömuí, ómörkuð, með sítt tagl,. liklegt að sjáist dálítill keppur ofan við vinstri nös eða jafnvel yfir báðum nösum. Þeir, sem kynnu að verða varir við hryssu þessa, eru vinsamlega beðnir að gera aðvart undirrituðum, eða sím- stöðinni, Þúfnavöllum. Baugaseli, 26. júlí 1945. Friðfinnur Sigtryggsson. litlar fregnir borizt, þar sem Rík- isútvarpið hefir ekki talið ómaksins vert að birta fregnir af þeirri keppni. — í næsta blaði mun verða sagt nánar af golf- mótinu i heild og úrslitin birt. INNILEGAR ÞAKKIR til allra þeirra, nær og fjær, sem sýndu mér hlýhug á sjötugsafmæli mínu með höfðinglegum gjöfum, heimsóknum, heillaskeytum og blómum. SVAVA DANÍELSDÓTTIR M111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 iiiiMiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiimiiiiiiimiiiiitimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMti* DE-Laval Skilvindur / N komnar aftur VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. ►

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.