Dagur - 16.08.1945, Blaðsíða 1

Dagur - 16.08.1945, Blaðsíða 1
Bæjarbruni í Eyjafirði Bærinn Vellir í Djúpadal brennur til kaldra kola. Síðastliðinn laugardag kom upp eldur í bæjarhúsunum á Völlurn í Saurbæjarhreppi hér í Eyjafirði. Fólk var á engjum all- fjarri bænum, og varð eldsins því ekki vart fyrr en hann var orð- inn svo magnaður, að lítt varð við ráðið. Slökkvilið Akureyrar var kvatt til' hjálpar, en komst ekki á vettvang fyrr en um sein- an til þess að bjarga bæjarhúsun- um, en fjósi og hlöðu varð forðað frá bruna. Björgun innanstokks- muna varð ekki við komið að neinu ráði; þó mun nokkuð hafa bjargazt úr baðstofu. Bóndinn á Völlum, Sigurvin Jóhannsson, og fólks hans, mun hafa orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. Alþingiskosning í Norður- Þingeyjarsýslu 18. sept. Gísli Guðmundsson, sem verið hefir þingmaður Norður-Þing- eyinga nú um 11 ára skeið, hefir sagt af sér Jjingmennsku sökum vanheilsu, og verða kosningar látnar fara fram í kjördæminu 18. sept. næstk. Framboðsfrestur hefir verið ákveðinn til 17. þ. mán„ auglýsingafrestur felldur niður og frestur til að leggja fram kjörskrár styttur santkv. heimild í lögum. Skulu kjörskrár lagðar fram fimm vikum fyrir kjördag. Framsóknarmenn hafa þegar ákveðið, að Björn Kristjánsson, kaupfélagsstjóri á Kópaskeri, verði í kjöri af þeirra hálfu í stað Gísla. Var hann áður þingmaður kjördæmisins árin 1931—1934. Heildsöluverð á nýju kjöti ákveðið Kjötkaupmenn í Reykja- vík neita að hafa sumar- slátrað kjöt á boðstólum Sl. mánudag ákvað Kjötverð- lagsnefnd heildsöluverð á dilka- kjöti í sumarslátrun kr. 12.70. Smásöluálagning á súpukjöti verður sú sama og áður, eða 13%. Verður því útsöluverð á slíku kjöti kr. 14.35. Samkv. hin- um nýju bráðabirgðalögum rík- isstjórnarinnar kemur þetta verðlag — né heldur hækkað verð á nýjum kartöflum — ekki til með að hafa nokkur áhrif á verðlagsvísitöluna, þar sem hún hefir nú verið rofin úr tengslum við hið raunverulega verðlag í landinu að þessu leyti. Er það mál gert nokkru nánar að um- talsefni hér í blaðinu í dag. Þá hefir og borið til tíðinda í þessu sambandi, að Félag kjöt- verzlana í Reykjavík samþykkti á fundi sínum sl. mánudagskvöld að hafa ekki nýtt dilkakjöt til sölu í búðum sínum að óbreytt- um ástæðum. Telja kjötkaup- menh höfuðstaðarins verðið of XXVIII. árg. Akuréyri, fimmtudaginn 16. ágúst 1945 Heimsstyrjöldinni 32. tbl. r Ognir styrjaldariimar eru loks á enda nú lokið. - % Friður loks kominn á með öllum þjóðum Hvíldar- og þakkardagar í brezka heims- veldinii og víða annars staðar í heiminum í gær og dag í tilefni stríðslokanna Japanir kenna kjarnorkusprengjunni um liið bráða hrun herveldis síns Þessi gleðitíðindi voru boðuð samtímis í höfuðborgum hinna fjögurra sameinuðu þjóða. Innfœtl, munaðarlaust flóttabarn d Okinawa-cy sefur örmagna af fjreytu milli tveggfa Bandaríkjahermanna niður í sprengjugig, þar sem þeir hafa leitað hcelis, meðan loftdrás Japana dynur yfir. Her- mennirnir hafa breitt regnfrakka sina yfir barnið, þvi að regnið bylur á forinni, sem, mennirnir hvilast á. Þorsteinn H. Hannesson tenórsöngvari hélt söngskemmtun í Nýja Bíó hér á Akuréýri kl. kl. 7 síðdegis í gær. Við hljóðfærið var Jakob Tryggvason. Á söngskrá voru lög eftir innlend og erlend tónskáld. Þar sem blaðið var Jiegar komið í pressúna, áður en söngskemmt- un ’þessi hófst, er jtess enginn kostur að geta nánar um frammi- stöðu hins vinsgda og ágæta söngvara að Jæssu sinni. Verður reyry: að bæta úr því í næsta blaði. Sextugsafmæli Þorsteinn M. Jónsson skóla- stjóri, forseti bæjarstjórnar Ak- ureyrarkaupstaðar, verður sex- tugur næstk. mánudag — 20. þ. mán. — Verður þessa merka sam- borgara nánar getið í næsta blaði í tilefni afmælisins. hátt, én sinn eigin dreifingar- kostnað hins vegar of lágt met- inn. Mjög litlar birgðir eru nú til af frystu dilkakjöti í landinu. Hvetur Kjötverðlagsnefnd því sláturleyfishafa til þess að hefja slátrun nú þegar. Frá Golfklúbb Akureyrar: H.f. Shell og Olíuverzlun íslands gefa golffélaginu hér vandaðan verðlauna- bikar í afmælisgjöf Upphafskeppni um bikarinn næstkomandi sunnudag. Sunnudaginn 19. þ. m. á Golf- klúbbur Akureyrar 10 ára af- mæli. Þann dag mun liefjast upp- hafskeppni um forkunnarfagran silfurbikar, er h.f. Shell og Olíu- verzlun íslands gáfu klúbbnum nú nýverið í afmælisgjöf. Keppni þessi stendur alla næstu viku. í tilefni af afmælinu verða allir verðlaunagripir klúbbsins til sýnis í sýningarglugga verzl. Liverpool alla næstu viku. SUMARFAGNAÐUR AÐ HRAFNAGILI Eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu, efna Fram- sóknarfélögin hér í bænum óg héraðinu til fjölbreyttrar skemmtisamkomu á skemmtistað sínum að Hrafnagili, sunnudag- inn 26. þ.-m. Verður tilhögun samkomunnar nánar auglýst í næsta blaði. Attlee forsætisráðherra Breta tilkynnti þjóð sinni og heiminum öllum þau stórtíðindi, að Japanir hefðu gengið að öllum uppgjafarskilmálum Bandamanna og myndu tafarlaust leggja niður vopn á öllum vígstöðv- um og gefa heri sína og heimsveldi sigurvegurunum á vald. Flutti forsætisráðherrann boðskap sinn í brezka útvarpið kl. 12 á miðnætti í fyrrinótt (eftir brezkum tíma). Hóf hann mál sitt með þessum orðum: Japan gafst upp í dag. Síðasta fjandmannaríki okkar hefir orð- ið að lúta í lægra haldi. — Því næst las Attlee upp skeyti japönsku stjórnarinnar, undirritað af Togo utanríkis- ráðherra, þar sem tilkynnt var, að Japanskeisari væri fús til að ganga að öllum friðarskilmálum Bandamanna. Undir lok ræðu sinnar tilkynnti forsætisráðherrann, að almennir hvíldar- og þakkardagar skyldu hátíðlegir haldnir í Bretaveldi í gær og í dag. — Hermálaráðherra Japana hefir framið sjálfsmorð, en forsætisráðherrann hefir — ásamt öðrum leiðtogum þjóðarinnar — gengið á fund keisarans og beðið hann grátandi fyrirgefningar með svofelldum orðum: „Fyrirgef oss, keisari, að við- leitni vor hefir engan árangur borið4‘(!) Með þessum atburðum er loks endir bundinn á ægi- legustu og tvísýnustu styrjöld mannkynssögunnar, er staðið hefir í nærfellt 6 ár, og þó r&unar miklu lengur, ef með er talið forspil hennar: árásarstríð Japana í Aust- ur-Asíu og borgarastyrjöldin á Spáni. Hve lengi mun mannkyninu verða hlíft við slíkum ógnum aftur í þetta sinn? Ástvaldur Eydal fil. lic. var einn farþega á Esju á dögunum heim frá Stokkhólmi. Hefir hann stundað nám í náttúruvísindum um langt skeið á Norðurlöndum og tekið mjög fjöl- þætt próf í þeim greinum. Fyrir skömmu kom út í Svíþjóð bók, er hann hefir skrifað um síldina, og nefnist hún „Havets Silver", gefin út af Kooperativa Förbundets Bok- förlag í Stokkhólmi. Hefir hún hlotið mjög góða dóma í sænskum blöðum og mun vera eina bókin, sem Islend- ingur hefir ritað á sænska tungu. Fjallar bókin um síldveiðar og sildar- verkun, líffræði síldarinnar, lifnaðar- háttu og næringargildi hennar. Enn- fremur um nýjar og gamlar verkunar- aðferðir, síldarverzlun í ýmsum lönd- um og sögu hennar í stórum dráttum. Þá eru í bókinni kaflar um síldarrétti og neyzlu síldar i ýmsum löndum. Bókina prýðir fjöldi mynda varð- andi efni hennar og öll er útgáfan hin vandaðasta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.