Dagur - 16.08.1945, Blaðsíða 3

Dagur - 16.08.1945, Blaðsíða 3
Fimmtudaginh 16. águst 1945 ÐAGUR 3 Siðferððð í herbúðum sfjórnarliðsins Trúnaðarmenri íslenzku ríkisstjómarinnar ákærðir fyrir að stunda verzlunarbrask fyrir sjálfa sig og venzla- fólk sitt, á meðan þeir dvelja erlendis og eiga að staría þar að viðskiptasmningum fyrir hönd ísl. ríkisins. Sumir þessara manna eru líka upphaflega valdir úr hópi aðaleigenda fyrirtækja þeirra, sem gerzt hafa brot- leg við landslög og gildandi ákvæði um innflutnings- verzlun landsmanna. Formaður Nýbyggingaráðs, Jó- hann Þ. Jósefsson alþm., er sjálfur af sama sauðahúsi, enda er því haldið fram, með rökstuddum dæmum, að hann og verzlunarfélagar hans eigi persónulegra hags- muna að gæta í sambandi við fyrstu innflutningana til „nýsköpunarinnar“ fyrir milligöngu Nýbyggingaráðs. Blaðið „Skutull" á ísafirði hefir nýlega gert ofangreind at- riði að umræðuefni í tveimur greinum, er nefnast: „Enn frá Góseri' og „Meira frá Góserik — í fyrri greininni segir svo m. a.: „Það vakti ekki litla athygli, að skömmu eftir að heildsala- málin svokölluðu urðu heyr- inkunn, var einn af aðaleig- endum eins af hinum brot- legu fyrirtækjum, Arent Claessen, sendur til Svíþjóðar sem sendimaður ríkisstjórnar- innar. Sætti ríkisstjórnin, eins og eðlilegt var, nokkru ámæli fyrir þessa ráðstöfun, og þótti mörgum hún ekki boða gott um að ríkisstjórnin ætlaði sér að framfylgja heildsalamál- inu af mikilli röggsemi. Hafði þó einn ráðherranna, komrn- únistinn Áki Jakobsson, talað digurbarkalega um, að nú skyldu heildsalarnir „skornir niður við trog“, eins og það var orðað af kommúnistískri smekkvísi. Arent Claessen varð þannig fyrir því happi að verða einn af þeim fyrstu íslendingum, sem komust til Svíþjóðar, eftir að ferðir héðan hófust á ný eftir margra ára lokun. Mun það varla vafamál, að Arent Claessen hafi gert góða „reisu“ austur yfir Pollinn. Skömmu eftir heimkomu hans var stofnað nýtt heild- sölufyrirtæki, sem Haukur Claessen er talinn fyrir, og mun það hafa fengið einka- umboð fyrir þið þekkta firrna Elektrolux. Hafði þó alþekkt rafmagnsfirma í bænum stað- ið í samningum við hið sænska félag, en sendimaður ríkisstjórnarinnar varð hlut- skarpari. Ennfremur er talið, að sendimaðurinn hafi getað tryggt sér innflutning á all- miklu af ísskápum, sennilega öllu því magni, sem fyrst um sinn verður hægt að fá frá Sví- þjóð. Það getur á engan hátt tal- izt óheppilegt, að sendimenn ríkisstjórnarinnar, sem fóru, til þess að gera verzlunarsamn- inga, standi samtímis í víð- tækum viðskiptasamningum fyrir sjálfa sig. Slíkt mun alls ekki tíðkast með öðrum siðuð- um þjóðum, og verður einnig að binda enda á það hér.“ t * I síðari gretn „Skutuls" er þessum upplýsingum bætt við: „Áður hefir verið að því vik- ið hér í blaðinu, hversu óskenrmtilegt það sé og óvið- eigandi, að opinberir starfs- menn ríkisins notfæri sér að- stöðu sína til eigin „forretn- inga“ og fjáröflunar. Þetta er þó almennara fyrirbrigði og alvarlegra en almenningur hefir nokkra hugmynd um ennþá, eins og ljóst mun verða af fjórum dæmum, sem hér verða nú tekin: Fyrsta dæmi: Eitthvert fyrsta plaggið, sem Nýbyggingaráð lét frá sér fara, var meðmæla- bréf með prentsmiðju handa Þjóðviljanum til innflutnings fyrir hið þekkta fyrirtæki S. Árnason & Co., sem Jóhann Þ. Jósefsson er einn aðaleig- andi að. — Bréfið var undirrit- að af Jóhanni Þ. Jósefssyni form. Nýbyggingaráðs og F.in- ari Olgeirssyni ritara sönru stofnunar, ritstj. Þjóðýiljans. Þannig var nýsköpun Nýbygg- ingaráðs í fullum gangi —- í fyrirtækjum beggja, for- mannsins og ritarans, kaup mannsins og ritstjórans. Annað dæmi: Flest blöð landsins hafa fyrir skemmstu skýrt frá því, að fyrsta skipið, sem Nýbyggingaráð hafi út- vegað, sé komið til landsins. Meðeigandi Jóhann Þ. Jósefs- son. Þriðja dæmið: Smíði mun hafin á einu eða tveimur tank- .skipum í Svíþjóð, og er eig andi þeirra C^unnar Guðjóns son skipamiðlari, meðeigandi Jóhann Þ. Jósefsson í S. Árna son fe Co., og einnig á þessi sami Gunnar von á vélbáti frá Svíþjóð fyrir milligöngu Ný- byggingaráðs. Fjórða dæmi: í útvarpi og blöðum hefir nýlega birzt fregn um það, að Gunnar Guðjónsson skipamiðlari hafi ásamt tveimur mönnum öðr- um flogið til Svíþjóðar á veg- um Nýbyggingaráðs, til athug- unar um skipakaup erlendis — væntanlega þó ekki fyrir sjálfan sig. Þannig er flækja eiginhags- munanna samofin nýbygg- ingu og nýsköpun. Er þetta ekki alveg ágættl! — Álveg eins og það á að vera? Og þó — í alvöru talað. Er nú heppilegt að blanda svona saman opinberum störfum og einkarekstri. Á að fela mönn- urn, sem flæktir eru inn í alls konar viðskipti og eiga marg- víslegra hagsmuna að gæta sambandi við þau, að ráðstafa innflutningi í nafni þjóðar- heildarinnar fyrir hundruð miljóna króna? Nei, vissulega væri það ekki heppilegt, þótt mennirnir væru hreinir englar, hvað þá heldur, ef grunsamlegir blett- ir hefðu sést á heiðursskildi sumra þeirra." ★ Hér er sízt of fast að orði kom- ízt, og allar eru upplýsingar blaðsins varðandi þessi mál hin- ar merkilegustu. Er gleðilegt til þess að vita, að enn er þó ekki svo illa komið, að öll þau blöð, sem að einhverju leyti eru tengd stjórnarflokkunum, séu orðin svo samdauna spillingunni og múlbundin í hlýðnis- og lotning- arafstöðu sinni gagnvart ráða- mönnunum syðra, að þau gerist samtaka um að þegja yfir hvers konar svívirðingum úr þeirri átt. — Eitt meginskilyrði þess, að heilbrigt lýðræðisskipulag geti haldizt í landi, er einmitt það, að blöðin standi jafnan örugg- lega á verði um það, að skapa sterkt almenningsálit, er rísi ein- huga gegn hvers konar spillingu og óheiðarleika í opinberu lífi. í síðasta blaði var á það drepið, að í þeim fáu löndum, þar senr lýð- ræðið stendur tiltölulega föstunr fótum, svo senr í Bretlandi, eru gerðar rnjög strangar kröfur í þessurn efnum til allra þeirra, sem eitthvað koma nálægt opin- berum málurn, enda eru blöðin frjálsari þar en víðast annars staðar, og mörg þeirra óliáð flokkunum og ríkisvaldinu. Þar dæmir almenningsálitið stjórn- málamenn og opinbera starfs menn miskunnarlaust úr leik, ef minnsti blettur fellur á heiður þeirra eða grunur leikur á, að þeir noti aðstöðu sína sér til per- sónulegs framdráttar. Sjálf flokksblöðin dirfast þar alls ekki að verja málstað slíkra manna, og það enda þótt mikilsráðandi flokksbræður þeirra eigi þar hlut að máli. ★ En livernig mundi svo ástand- ið vera hér heima á voru landi íslandi að þessu leyti? Hvers konar lýðræðisvenjur mundu vera að skapast hér í þessum efn um nú á þessum fyrstu og þýð- ingarmestu reynsluárum hins nýja íslenzka lýðveldis? Vissulega er óþarft að fara í nokkrar graf götur um svarið, ef menn nenna að hafa augun opin og fylgjast af vakandi gagnrýni með því, sem fram fer, því að dæmin eru hér deginum ljósari: Síðan nú- verandi valdhafar tóku við stjórnartaumunum fyrir tæpu ári síðan, hafa þráfaldlega mjög þungar sakir verið bornar á op inberum vettvangi á einstaka menn, sem valdir hafa verið sem trúnaðarmenn ríkisins í hinar ábyrgðarmestu stöður — jafnvel á heila hópa slíkra manna. Stjómarvöldin hafa yfirleitt stungið öllum slíkum sakargift- um undir stól — í mesta lagi laumazt til að fyrirskipa hlutað- eigandi vörðum laga og réttar að gera „réttarsætt“ til málamynda um stærstu brotin. Og hin opin- Á erlendum bókamarkaði Stríðsbókmenntir. Það er víst, að beztu skáldsög- urnar urn þetta stríð munu ekki beru málgögn stjórnarflokk- anna, allt frá „Morgunblaðinu" til „Þjóðviljans", hafa verið inni- lega samtaka um að þegja öll slík mál í hel og geta þeirra helzt að engu. Þessi blöð fást ekki einu sinni til þess að ræða slík mál, þegar blöð stjórnarandsfæðinga deila hvasslega á ósómann með rökstuddum dæmum, heldur hefja þau þráfaldlega upp rödd sína og heimta, að andstöðu- blöðin séu sett undir ritskoðun og jafnvel í fullt ritbann. Ef þeim kröfum þeirra hefði verið sinnt, er líklegast, að almenning- ur fengi næsturn ekkert að vita um þessi mál, heldur hæfist liver dagur og endaði á einum sameig- inlegum og þrotlausum lofsöng um dýrð og mikilleik „nýsköp- unarstjórnarinnar" og allra hennar fylgifiska. ★ Vissulega er þetta svört rnynd af hinu siðferðilega og félagslega ástandi í herbúðum stjórnarliðs- ins. En almenningi ætti að vera vorkunnarlaust að átta sig á því, að hún er þó ekki dregin með of sterkum litum, ef hann kærir sig um að líta upp og veita því eftir- tekt, sem er að gerast allt um- hverfis okkur, Hvar eru t. d. svör og skýringar stjórnarliðsins við ádeilum þeim, sem fram hafa komið um afstöðu stjórnarvald- anna til heildsalamálanna, sam- bands formanns Nýbyggingaráðs við S. Árnason & Co., hið stór- brotlega firma, sem hann er einn aðaleigandinn að? Hvar eru varnirnar og skýringarnar á mil- jónatöpunum í sambandi við af- skipti ríkisstjórnarinnar af fisk- flutningum færeysku skipanna, o. s. frv., o. s. frv.? Svar við öll- um þessum spurningum er í sem skemmstu máli þetta: Hvergi! Hvergi hefir stjórnarliðið reynt að verja þessi afglöp, svo að nokkurt minnsta mark sé á tak- andi. Jafnvel „Þjóðviljinri', mál- gagn alþýðunnar og öreig- anna(!), hefir aðeins hrópað allra hæðst um landráðaskrif stjórnar- andstöðunnar og annað ekki, þá sjaldan þessi mál hefir borið þar nokkuð á góma. ★ Það er því sízt nokkur vandi fyrir almenning að átta sig á því, hvert stefnir um lýðræði okkar og sköpun heilbrigðra erfða- venja og almenningsálits í sam- bandi við framtíð þess og afdrif. Nú er eftir að vita, hvort alþýða manna kýs að kippa hér örugg- lega í taumana, áður en það er um seinan, eða lætur sér nægja að fljóta aðeins sofandi að feigð- ' arósi í fangi „nýsköpunarinnar". koma fram á sjónarsviðið fyrr en því er lokið fyrir nokkru, en sá tími er engan veginn upprunn- inn ennþá. Þetta eru gamalkunn sannindi. Þannig hefir það ævin- lega verið um stríðsbókmenntir. Nægir í því efni að benda á hina miklu stríðsskáldsögur franska skáldsins Stendahls og „Stríð og frið“ Tolstoys. Þó er óneitanlega nokkur hætta í því fólgin, að of langur tími líði frá stríðslokum þangað til snilldar stríðsbók- menntir verða til. Eins og amer- íska skáldið Ernest Hemingway hefir bent á, í hinum ágæta for,- mála fyrir bókinni „Menn í stríði“, er hann tók saman, er stríðið sjálft og áhrif þess efni- viður sá, sem skáldið hefir til meðferðar og því fjær sem það stendur frá þeim atburðum, er gerzt hafa, því hættara er við, að lýsingin á baráttunni verði líkari því, sem skáldið sér í hugarheim- um sínum en bláköldum veru- leikanum. Þessi tilhneiging er aðeins ein útfærzla þess eigin- leika mannsins, að geyma það af reynslu sinni í minningunni, sem mest er. Þeir sem klifið hafa brattan fjallstind minnast lengi sigurgleðinnar og fagnaðarins, sem grípur þá þegar brúninni er náð, en erfiðleikarnir, þreytan og óþægindin týriast og gleymast. En þótt eðlilegt sé að gera ráð fyrir því, að þær stríðsbókmennt- ir, sem langlífastar verða, séu enn ókomnar, véfengir það ekki þá staðareynd að á meðal Engil- saxa er þegar völ á betri og fjöl- breyttari stríðsbókmenntum en til voru á árunum 1914—1919. Þetta er sízt of sagt um skáldsög- ur, þótt draga megi í efa, að ljóðagerð hafi náð jafn háu stigi nú. Það er erfitt að benda á þrjár skáldsögur, ritaðar á fyrri stríðs- árunum, sem hafa að efnivið reynslu þeirra, er stóðu 4 eldlín- unni, sem jafnast á við sögurnar „A Bell for Adano“ eftir John Hersey, „A walk in the Sun“ eft- ir Harry Brown, og „Faces in a Dusty Picture“ eftir Gerald Kersh. Við þessa upptalningu mætti e. t. v. bæta bókinni „Tomorrow Will Sing“ eftir Elliott Arnold. Allt eru þetta frá- sagnir um menn í stríði, ritaðar af mönnum, er hafa lifað bar- daga, slíkar sem ekki komu frain á sjónarsviðið fyrr en löngu eftir að fyrra heimsstríðinu var lokið. Auk þess að geyma lýsingar á stríðinu í allri ógn þess, eins og það kom hermanninum fyrir sjónir, hafa þessar bækur allar boðskap að flytja, sem fátíður var í fyrra stríðs bókmenntum: Þær fjalla að miklu leyti um samskipti einstaklinganna og til- litið, sem -hverjum manni er skylt að taka til nágranna síns og náunga. Að þessu leyti er nýr tónn í stríðsbókmenntum þess- ara síðustu ára. í annan flokk stríðsbók- mennta má skipa bókum, sem eru ritaðar af mönnum, sem ekki þekkja stríð af persónulegri reynslu. í þeim hópi má telja „Apartment in Athens“ eftir Glenway Wescott og „Age of i Thunder“ eftir Frederic Pro- ! kosch. Báðar eru ritaðar af mik- | illi kunnáttu og ágætu hug- (Framh. á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.