Dagur - 16.08.1945, Blaðsíða 4
4
ÐA6UR
Fimmtudaginn 16. ágúst 1945
DAGUB
Ritstjóri: Houkur Snorrason.
Afgreiðslu og innheimtu annast:
Marinó H. Pétursson.
Skrifetofa í Hafnarstræti 87. — Simi 166.
3
Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi.
Árgangurinn kostar kr. 15.00.
Prentverk Odds Björnssonar.
Vísitala og verðlag
£INHVERN TlMA hefði það þótt saga til
næsta bæjar, ef það hefði spurzt, að málgögn
öreiganna(!), neytenda og launamanna, svo sem
„Þjóðviljinn“, „Verkamaðurinn“ og önnur slík,
tækju því þegjandi og með kristilegri undirgefni
og aðdáun, ef stjórnarvöld íslenzka ríkisins hefðu
látið þau boð út ganga með nýjurn bráðabirgða-
lögum, að þýðingarmiklar neyzluvörur, svo sem
kjöt og kartöflur, skyldu slitnar úr tengslum við
grundvöll vísitölunnar, þannig að verðlag þessaya
vörutegunda er raunverulega gefið frjálst til
hækkunar yfir sumarmánuðina, án þess að sú
hækkun sé bætt launþegum upp að nokkru leyti
með tilsvarandi hækkun á vísitölunni og þar með
á kjörum þeirra og kaupi. Sú var tíðin, að þessi
sömu blöð klifuðu á því dag hvern að kalla, að
vísitalan væri fölsuð launþegum í óhag, en þá
fóru líka aðrir menn en nú með völdin í landinu!
Síðan er mikið vatn runnið til sævar, og nýir
menn, og þessum blöðum stórum nákomnari, eru
setztir undir stýri þjóðarskútunnar. Og síðan
liafa líka þráfaldlega orðið verulegar liækkanir á
verðlagi ýmissa vörutegunda — ekki sízt þeirra,
sem ríkisvaldið verzlar sjálft með í fullri einokun,
svo sem tóbaki og vínföngum, svo að járnaruslið
sé ekki nefnt, sem ríkisstjórnin hefir að undan-
förnu selt þegnunum með óheyrilegri okurálagn-
ingu. En nú bregður svo við, að þessi blöð þegja
vandlega um allar slíkar hækkanir og nefna
naumast vísitöluna á nafn íramar, livað þá heldur
hugsanlega möguleika á fölsun hennar, svo sem
áður var þó jafnan viðkvæði þeirra!
pÍKISSTJÓRNIN VIRÐIST leggja ríka
áherzlu á það, að halda vísitölunni niðri, og
er það vorkunnarmál og sízt að lasta út af fyrir
sig. Verðlagi og kaupgjaldi er nú svo háttað hér á
landi, svo sem alkunnugt er, að jalnvel „Þjóðvilj-
inn“ — aðalmálpípa verðbólgunnar fram að þessu
— verður að játa, að í fullt öngþveiti sé komið að
þessu leyti. — „Erlent markaðsverð á íslenzkri
framleiðslu ber ekki meiri dýrtíð en nú er,“ segir
þar nýlega í ritstjórnargrein. En það er sannar-
lega ekki sama með hvaða hætti vísitölunni er
haldið í skefjuin - hvort þar er um raunverulega
stöðvun verðbólgunnar að ræða, eða aðeins um
annarlegar ráðstafanir stjórnarvalda, sem reyna
að fela vandræðafálm sitt og stjórnaríarsleg af-
glöp fyrir augum almennings í lengstu lög. Og
vissulega er það vandræðafálm og annað ekki, að
lögfesta möguleikana fyrir tvenns konar verðlagi
á sömu vörutegund á einum og sama markaði. Og
hvar er tryggingin fyrir því, að nægar birgðir af
fyrra árs framleiðslu kjöts og kartallna séu jafnan
íyrir hendi, svo að svarað verði eftirspurn þeirra,
sem ekki hafa ráð á — án tilsvarandi vísitölu-
hækkunar — að kaupa þessar vörutegundir með
hinu stórhækkaða verði, sem óumflýjanlega verð-
ur krafizt fyrir nýja framleiðslu vegna sívaxandi
framleiðslukostnaðar? Sannarlega er sú trygging
minni en engin, þar sem vitað er, að fyrra árs
íramleiðsla kartaflna er uppseld fyrir löngu og
kjötbirgðirnar mjög á þrotum.
£N MÁLGÖGN STJÓRNARLIÐSINS eru
samtaka — nú eins og ávallt endranær — að
syngja öllum ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar ein-
skært lof og dýrð — og þá líka þessum síðustu
bráðabirgðalögum, sem þau telja harla þýðingar-
mikla og lofsverða ráðstöfun! Það skal enn játað,
að stjórninni er nokkur vorkunn, þótt hún reyni
í lengstu íög að fela hina raunverulegu stórvax-
andi dýrtíð, sem þróast hefir undir verndarvæng
Nimitz og Osmena.
Myndin er frá fundi þeirra Nimitz ílotaforingja, yfirmanns Kyrra-
hafsflota Bandaiíkjanna og Sergio Osmena, Filippseyjaforseta, á
Guam fyrir skemmstu.
Kirkjutröppur og sláttulag.
£SON“ sendir „Fokdreifum" eft-
" irfarandi pistil:
Herra ritstjóri!
Ej* skrifa hér nokkrar línur, sem eg
bið yður að koma áleiðis til réttra
viðtakenda. Það var einn dag í góðu
veðri, að eg þurfti að fara upp á
brekku, syðri brekkuna, og af því að
eg er ekki sérlega brekkusækinn mað-
ur að upplagi, þá ætlaði eg að stytta
mér leið og fara upp hinar svokölluðu
„kirkjutröppur". Þegar þangað kom,
varð eg fyrst að klifra upp hrörlegan
og Ijótan hænsnastiga, svo einhvers
konar tröppur úr mold með spýtna-
rusli fyrir framan, er sennilega var til
þess, að form og línur þessara öndveg-
istrappa breyttist ekki af tímans tönn
og fótasparki. Þegar hærra kom, voru
tröppurnar betri ‘og þægileri til
gangs, svo að eg fór að líta í kringum
mig. Það fyrsta, sem eg rak augun í,
var að nýbúið var að slá brekkurnar,
er liggja meðfram tröppunum á báðar
hendur. Þá fyrst féll eg í stafi og fyllt-
ist heilagri vandlætingu yfir að sjá,
hvernig sláttumaðurinn hafði unnið
verk sitt. Það var eins og einhver
tannlaus skepna hefði verið að naga
þarna. Þetta minnti mig á einhvern
annan stað hér í bænum. Jú, mig
rámaði í það: Það var á Ráðhústorgi í
sumar. Þá var eins ástatt, að nýbúið
var að slá og með sama érangri: gras-
topparnir hingað og þangað og á öðr-
um stöðum slegið ofan í mold. Svona
vinnubrögð og skort á fegurðartilfinn-
ingu er ómögulegt að líða. Þeir menn,
sem sjá eiga um að slegið sé á opin-
berum stöðum, verða að ganga ríkt
eftir því, að það sé sómasamlega gert,
að minnsta kosti þannig, að ekki
stingi í augun, eins og það gerir og
hefir gert.
Svo að endingu: Á ekki að steypa
kirkjutröppurnar alveg niður úr, eða
a að bíða, þar til einhver hefir slasast
í hænsnastiganum, sem virðist alveg
prýðilega fallinn til þeirra hluta?
Bson.
Kvartanir „bíógests".
DÍÓGESTUR11 skrifar blaðinu: —
" „Mig langar til að biðja „Dag“ að
koma þeirri fyrirspurn á framfæri vjð
rétta hlutaðeigendur, hvað valdi því,
að aukamyndir þær, sem sýndar eru
með svo mörgum aðalmyndum á
Nýja-Bíó rúmhelga daga, eru sjaldn-
ast látnar fylgja þeim á sunnudagssýn-
ingunum kl. 3 og 5 e. h.? Hér er oft
um fróðlegar fréttamyndir að ræða,
og oft eins mikið á þeim að græða —
bæði til fróðleiks og skemmtunar —
hennar. En nokkur takmörk
munu þó fyrir því sett, hversu
hátt almenningi er ætlandi að
syngja í þeim hallelújakór, sem
stjórnarflokkarnir ætlast til að
! taki undir hvern nýjan falstón,
^ sem sá forsöngvari syngur fyrir.
eins og aðalmyndunum sjálfum, enda
eru þær mjög misjafnar að gæðum,
eins og alkunnugt er. Þessar síðdegis-
sýningar á sunnudögum eru auðvitað
seldar sama verði eins og hinar, og
hví er þá ekki jafnmikið við þær haft?
Eg get ekki neitað því, að mér finn-
ast þetta hálfgerð vörusvik. Einstöku
sinnum kunna myndirnar, sem sýndar
eru á 3-sýningunni að vera svo lang-
ar, að tæpast sé timi til að sýna auka-
myndir, áður en næsta sýning hefst,
en þó hygg eg, að þetta geti sjaldnast
verið ástæðan. A. m. k. getur sú af-
sökun ekki gilt, þegar um seinni síð-
degissýninguna er að ræða.
SVO ERU ÞAÐ eftirlegukind-
urnar — hinir óstundvísu bíó-.
gestir, sem eru að troða sér inn í sæt-
in, eftir að sýningin er byrjuð, olboga
sig áfram í myrkrinu, stíga á lxkþorn
náungans og aðra viðkvæma staði,
skyggja á „spennandi" viðburði á sýn-
ingartjaldinu o. s. frv., o. s. frv. — í
höfuðstaðnum, Hafnarfirði, Akranesi
og víðar er mér sagt, að blöðunum og
kvikmyndahúseigendum hafi með
einu sameiginlegu átaki tekizt að
kveða niður að mestu þann ósóma og
óvanda, sem slíkt fólk er haldið af.
Þar mun jafnvel hafa verið komið upp
sérstökum „skammakrók" fyrir það,
þar sem það verður að bíða, unz
næsta hlé hefst. Fyrr er því ekki leyft
að troðast inn í sæti sín. En hér hafa
víst engar slíkar ráðstafanir enn verið
gerðar, og blöðin láta þetta óátalið að
mestu. Enda sjást þess vissulega eng-
in merki, að fólk hér forðist í lengstu
lög þessi brot gegn góðri félags- og
umgengnismenningu. Væri nú ekki
rétt að gera tilraun til þess að ráða
bót á þessu einnig hét, svo að sjó-
þorsbragurinn — í slæ'mri merkingu
þess orðs — nái ekki að setja svip
sinn um of á bæjarlífið í hinni norð-
lenzku höfuðborg?
Bíógestur“.
Hvort líkist hann fremur Kristi
eða bara Jóni Sigurðssyni?
j EINU BLAÐI ríkisstjórnarinnar
(Vesturlandi) stóð nýlega þessi
trúarjátning eða þó öllu fremur éstar-
játning til Ólafs Thors forsætisráð-
herra:
„En til þess eru þessi orð skrifuð,
að sjást megi vottur verkamanns úr
hópi pólitískra andstæðinga, til þess
að vilja halda á lofti hinu mikla póli-
tíska og menningarlega mikilsverða
afreki núverandi forsætisráðherra, Ól-
afs Thors, sem saga alþjóðar og hugir
mætustu manna munu geyma í hjarta
sinu (sic!) sem eitt hið bezta, er nokk-
ur sonur íslands hefir gefið þjóð sinni,
og mun því lifa með ókomnum kyn-
slóðum, er færar verða að hugsa óvil-
halt um þá, er hæst ber nú með þjóð
okkar.“ — Um þetta má segja, að það
myndi þykja gott „grín“, ef það stæði
í „Speglinum“, en hér er vissulega
engu slíku til að dreifa: Aumingja
blaðið virðist segja þetta 1 fyllstu
alvöru!
Þegar sykurinn vantar.
Allt bendir til þess að sumarið ætli að verða
gott berjasum^ hér norðanlands. Það er því ekki
að undra þó að margar húsmæður beri sig illa út
af sykurleysinu, því að nú hefði mátt sulta mikið
og eiga margar krukkur í kjallaranum á vetri
komanda.
En það hefir ekkert hljóð heyrzt ennþá um
sultusykur eða yfirleitt nokkurn aukaskammt,
svo að lítið verður um sultugerð víða. En þá er
að finna upp eitthvert annað ráð. — Eg get strítt,
Jiegar mér er strítt, sagði karlinn, og breiddi í
rigningu. Er ekki hægt að geyma berin án nokk-
urs sykurs?
Jú, ef þú hefir.tök á að koma þeim í hraðfrysti-
hús, jrá er málinu borgið: Berin eru látin í öskjur
og síðan hraðfryst. Ef Jrér áskotnast sykur á vetr-
inum eða eí Jni hefir eitthvað eftir að því, sem
ætlað er til heimilisþarfa, geturðu dregið Jrað
saman, þar til þú hefir nóg til sultugerðar, þá
tekur þú berin af frystihúsinu, og eiga þau þá að
vera allt að því eins góð til sultugerðar og væru
þau ný tínd. Þegar berin eru tekin af frystihús-
inu, þarf að Jrýða Jrau. Það er gert með því að
láta öskjuna standa ofan í vatni um stund.
Kona, sem eg þekki, er reynt hefir þessa með-
ferð á berjum, sagði mér, að þetta væri hreinasta
þjóðráð, því að berin væru næstum því sem ný á
bragðið.
Það væri óskandi, að sem mest næðist af berj-
unum áður en snjóa tekur, því að þau eru sannar-
lega of góð til þess að vérða undir snjóum.
★
ÞURRKAÐUR RABARBARI.
Sama er að segja um rabarbarann eða tröllasúr-
una eins og hann heitir víst á voru máli. Hann
sprettur vel og er víða mikið notaður til daglegra
þarfa. En geymsla á honum til vetrarins verður
sennilega nokkrum erfiðleikum bundið, sökum
sykurskortsins. En hér kemur þurrkunin að góðu
haldi.
Rabarbaraleggirnir eru þvegnir, kálið skorið af
og síðan eru þeir klofnir niður að rótinni og hver
helmingur skorinn í sundur (klofinn), þannig að
hver leggur er klofinn í fernt. — Leggirnir eru
síðan hengdir upp á rótinni, sem heldur þeim
saman. Bezt er að þurrka rabarbarann úti, hengja
hann á snúru á góðviðrisdögum og láta hann
þorna þar til allur safi er farinn úr leggjunum.
Úr þurrkuðum rabarbara má gera sultu, grauta
og yfirleitt nota hann eins og nýjan.
Puella.
★
HVAÐ ER KONAN?
Þegar við skoðum fjölskylduna sem lreild,
eða einn líkama, og þar af leiðandi eftir almenn-
ingsáliti köllum manninn höfuð hennar, getur
spurningin: Hvað er þá konan? verið alveg rétt-
mæt. En svarið við þeirri spurningu verður með
ýmsu móti, og fer mjög eftir því, á hvaða hæfi-
leikum ber mest hjá konunni. — Hin iðna kona
er höndin. Hin eyðslusama er maginn, sem öllu
eyðir. Hin gáfaða er augað. Hin námfúsa er eyr-
að, hin máluga er muainurinn. Hin góðgjarna
er hjartað. Hin vonda er beisk og illgjörn. En sú
kona, sem bæði er góð, blíð og ákveðin, skynsöm
og vingjarnleg, er höfuð, hönd, auga, eyra,
raunnur og hjarta. Slík kona er sál fjölskyld-
unnar.
(Lauslega þýtt).
★
Silki og hör blotnar (og Jrornar) fljótt. Baðmull
nokkru seinna. Ull margfalt seinna. Ull dregur í
sig hálfu meira vatn en baðmull og silki.
★
„Hefir það oft orðið, ef mað-
ur ætlar ofurkall fyrir sér með
»-------- ■■■^-rangindum, að hann hefir því
óvirðulega fyrir komið."
ívar beinlausi.
/