Dagur - 16.08.1945, Blaðsíða 6

Dagur - 16.08.1945, Blaðsíða 6
6 Fimmtudaginn 16. ágúst 1946 - Mig langar til þín - Saga eftir ALLENE CORLISS (Framhald). hvort henni batnar eða ekki. Ef lífslöngunin er nógu sterk hefir hún það af, ef ekki — hlýtur þetta að taka enda innan skamms." Knowlson var sérfræðingur frá Montreal, sem fenginn hafði ver- ið til að skoða Barry. Öllum læknunum kom saman um, að ef hún vildi sjálf hjálpa til, mundi hún hafa góða möguleika á því, að fá bata. „En það er hörmulegt," sagði Bill, „að hún virðist ekki hafa nokkra löngun til þess að hjálpa okkur. Það er eins og hún kæri sig ekkert um að lifa lengur.“ Þau höfðu verið að ganga niður stigann meðan þau töluðu þetta. Þegar niður var komið stöldruðu þau við. Ginny sá, að Bill var föl- ur og þreytulegur, það var engu líkara en hann hefði elzt um mörg ár þessa síðustu daga. — Hann hei ir ekki hugmynd um það sjálfur, hversu þungt honum fellur þetta slys, hugsaði Ginny. Síðan slysið varð, hafði hann aldrei reynt að vera ástleitinn við hana. Það var ekki aðeins vegna þess, að hann var þreyttur, bæði andlega og líkamlega, það þóttist hún viss um. Þar bjó eitthvað meira undir. „Eg skil þetta ekki, Ginny, — hvers vegna vill hún ekki hjálpa okkur til þess að lækna hana? Hvers vegna er hún svona þunglynd og þreytt á lífinu, — svona allt í einu?“ „Ef til vill-----“ „Hvað?“ „Það var ekkert." Hún trúði því varla, að hugmynd hennar væri rétt. Hún hafði beinlínis spurt Bill um það, og hann hafði svarað: „Mér þykir vita- skuld mjög vænt um Barry og eg vona, að henni sé eins farið gagn- vart mér. Við erum sem sagt ágætir vinir, og það er allt og sumt.“ En gat það nú ekki verið, að Barry hefði þrátt fyrir allt verið ást- fangin af Bill og það í svo ríkum rnæli, að hún kærði sig ekki um að lifa það, að sjá hann giftast annarri konu? „Bill,“ — Ginny greip þéttingsiast um handlegginn á Bill. „Var það ekki Lísa Pellham, sem hitti þig á götunni og spurði þig að því, hvort við ætluðum að gifa okkur?" Bill kinkaði kolli. „Auðvitað var það hún,“ hélt Ginny áfram. „Þú sagðir, að hún mundi útvarpa fregninni um allan bæinn, en hins vegar væru ýmsir, sem þú vildir gjaman segja frá tíðindunum sjálfur. Bill, - skilurðu hvað hefir gerzt? Hvernig í ósköpunum datt þér í hug, að gera annað eins og þetta?" Áður en Bill vissi sitt rjúkandi ráð var hún horfin út um dyrnar og innan lítillar stundar var hún komin aftur með hatt hans og kápu. „Komdu, Bill,“ sagði hún. „Komdu.“ „En, - heyrðu nú, - hvað gengur eiginlega á?“ „Það gengur ekkert á, — að minnsta kosti ekkert, sem ekki hefði átt að vera dunið yfir fyrir löngu. Bill — veiztu ekki, að þú elskar Barry? Það kann að vera, að þú hafir ekki gert þér það ljóst, en nú, eftir allt sem á undan er gengið, þýðir ekki um að fást. Þetta er staðreynd. Blessaður, vertu ekki svona undrandi á svipinn. Það þýð- ir ekki fyrir þig að þræta. Það er þetta sem gengur að þér, og það er það sama, sem gengur að Barry. Við skulum ekki eyða fleiri orðum um þetta, en komdu nú með mér og spurðu ekki fleiri spurninga." „Barry, - þetta erum við, - Bill og Ginny. Við erum komin til þess að tala við þig. Opnaðu augun, elsku Barry mín og hlustaðu á það, sem eg ætla að segja við þig. Eg þarf að tala við þig.“ Hjúkrunarkonurnar höfðu verið í efa um, hvort þær ættu að hleypa þeim inn til hennar. En Ginny hafði þráttað við þær þangað til þær létu undan. Hún hafði sagt: „En við erum í áríðandi er- indagerðum. Þið verðið að skilja það. Við þurfum nauðsynlega að tala við hana. Það getur orðið til þess að bjarga henni úr klóm dauðans.“ Og nú stóðu þau Bill sitt hvoru megin við rúm hennar. Ginny hallaði sér yfir rúmið, niður að henni, og hvíslaði til hennar. Bill varð þungt hugsandi. Hvernig í ósköpunum gat Ginny hafa grun- að hvaða tilfinningar höfðu brotizt um í brjósti hans þessa síðustu daga? „Barry —hvíslaði Ginny. „Við erum komin til þess að segja þér dálítið, sem þér mun þykja vænt um að heyra.“ Barry opnaði augun og sagði lágt: „Eg veit það. Þið ætlið að gifta ykkur. Eg vona að þið verðið hamingjusöm.“ „Nei, Barry, — við ætlum ekki að gifta okkur. Það er þetta, sem við vildum láta þig vita. Við ætlum ekki að gifta okkur. Eg elska ekki Bill og hann elskar mig ekki. Hann hélt hann gerði það, en þegar slysið kom fyrir þig og allt fór eins og fór, fann hann það allt í einu, að tilfinningar hans voru ekki þær, sém hann hélt þær væru.“ Hún leit upp og beint í augu Bills. „Þetta er rétt Bill, er það ekki?“ (Framhald). DA6UR ..\--- Konan mín, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, andaðist að heimili okkar aðfaranótt 13. ágúst. Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 21. þ. m. kl. 1 e. h. Möðruvöllum í Hörgárdal, 15. ágúst 1945. Davíð Eggertsson. Innilegt þakklæti til allra er sýndu okkur vinarliug og sam- úð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður, INGIMARS JÓNSSONAR. Sérstaklega viljum við þakka stjórn verksmiðjunnar og verksmiðjustjóra fyrir margháttaða lijálp, svo og starfsfólki Gefjunar, sem styrktu hann ineð gjöfum í veikindum hans. María Kristjánsdóttir, börn og tengdabörn. v ápur mjög vandaðar KAUPFELAG EYFIRÐINGA Járn- og glervörudeild. riiiniiiiiii n tiiiiiiiMMiiimiiiiiiiiiiiiiÍiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii iii 11111111111111111111111111111 IIIIIIIIIIIIMIIIIII|I Myndaalbúm nýkomin Kaupfélag EyfirÖinga Járn- og glervörudeild ||1IIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIMIMIIIIIMIIIIIIMIIIIIIIIIIIII atiwrtsem ftérsteifeið fíj&t eóa fisíz: ciiiíi pnunm uULh dhKUIl) deifár tíezt- fimnar fezt 0 (EK Æ --- Nýlega fréttist að pólski skák- ineistarinn Rubinstein væri á lífi í Brussel og er hann farinn að tefla aftur eftir 12 ára hvíld. Sagt er að skákstyrkur hans sé enn mikill og hann vanti keppinauta við sitt hæfi, þar sem Belgiska skáksambandið er eigi nógu öflugt til að halda stór skák- mót. Hér fer á eftir „hin ódauðlega skák Rubinsteins“ tefld í Lodz 1907. SKÁK. Hvítt: Rotlewi. Svart: A. Rubinstejn. 1. d4—d5. 2. Rf3—e6. 3. e3—cS. 4. c4—Rc6. 5. Rc3,—Rf6. 6. d4xc5— Bxc5. 7. a3—a6. 8. b4—Bd6. 9. Bb2 —0—0. 10.Dd2? (Slæmur leikur 10. pxp—pxp, 11. Be2 er betra, samt sem áður er ljóst orðið að 6. leikur hv. var líka veikur). 10...De7! 11. Bd3 (Peðið á d5 er aðeins tálbeita t. d. 11. pxp—pxp. 12. Rxp—RxR. 13. DxRd5—Be6. 14. Ddl—Rxpb4!) 11. .... dxc4. 12. Bxc4—b5. 13. Bd3— Hfd8. 14. De2—Bb7. 15. 0—0—Re5. 16. RxR—BxRe5. 17. f4—Bc7. 18. e4 (Betra var að færa fyrst hrókana á opnu linurnar áður, annars er vafa- samt hvort hvítur getur náð jöfnu héðan af). 18. . . Ha—c8. 19.e5.(Hér eftir byrjar stórkostleg árás á hvítan). 19.....Bb6f. 20. Khl—Rg4! 21. Be4 (Ef DxR, þá HxB og sv. vinnur auðveldlega). 21....dh4. 22. g3 (Stöðumynd eftir 22. leik hvíts). (Ef A. 22. h3—HxRc3. 23. DxRg4— Hxh3f! 24. dxH—DxD. 25. pxd— BxBe4f. 26. Kh2—Hd2f. 27. Kg3— Hg.2 og mát í tveim. B. 23. BxB— Hxh3f. C. 23. BxH—BxB (24. DxB— Dg3!). 24.DxR—DxD.25.pxD—Hd3. og vinnur). 22. . . HxRc!! (Dásamleg Kombination). 23. PxD (Allir aðrir leikir tapa einnig strax). 23.. Hd2!! 24. DxH—BxBe4f. 25. Dg2— Hh3!! og svart mátaði í þremur leikj- um. Á ERLENDUM BÓKA- MARKAÐI Framhald af 3. síðu myndaflugi. En þær eru gjör- ólíkar þeim stríðsbókum, sem fyrr eru nefndar. Báðir höfund- arnir láta sig meiru skipta áhrif þeirrar byltingar, sem gengið hefir yfir heiminni, á mannsand- ann, en lýsingu á stríðinu í fjör- unum, á ökrunum eða í borgun- um. Einnig þar er að finna nýja tóntegund. I „Age of Thunder" lætur Prokosch gamla konu segja: „Móðir mín sagði mér, en amma mín hafði kennt henni, og það er ennþá sannleikur, að við verðum að læra að elska og virða náunga okkar eða deyja ella. Öll reynsla sannar þetta, því að engin önnur er til. Þetta er allt og sumt.“ Þessi tóntegund hljóm- ar djúpt í öllum stríðsbókum síðustu ára. Á þessari tóntegund velta örlög kynslóðanna. (Að mestu eftir J. Donafd Adams í New York Times Book Review), f

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.