Dagur - 23.08.1945, Blaðsíða 2

Dagur - 23.08.1945, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 23. ágúst 1945 ÞORSTEIN N M. JÓNSSON skólastjóri, sextugur. Þorsteinn M. Jónsson. Fyrst og mest af þeim málum var fullveldissáttmálinn frá 1918; Framsóknarflokkurinn kaus Þor- stein M. Jónsson sem fulltrúa sinn í nefndina. Það var heppileg ráðstöfun. Hann var einn af þeirn fáu mönnum meðal þeirra, sem þá áttu sæti á þingi, er starf- aði markvisst að fullum skilnaði ir ríktu um gjaldskyldu félag- anna svo að segja í hverjum verzl- ^ unarstað á landinu. Benti ræðu- maðurinn auk þess á, að málið I 1 væri mjög vel undirbúið utan þings, og hefði fengið rækilega meðferð í efri deild. Lagði Þor- steinn M. Jónsson til, að málið I. Um aldarfjórðungs skeið, frá því um 1880 til 1905 var mjög einkennileg verkaskipting milli latínuskólans í Reykjavík og Möðruvallaskólans. Úr Reykja- víkurskólanum komu embættis- mannaefni landsins' og nokkrir fræðimenn. Úr Möðruvallaskól- anum komu margir þeirra manna, sem fremstir hafa staðið það sem af er þessari öld, við að ummynda ísland frá þúsund ára 'kyrrstöðu í nútíma menningar- land. Úr Möðruvallaskólanum hafa komið margir af fremstu mönnum samvinnufélaganna, allur þorrinn af áhrifamestu blaðamönnum landsins og mjög margir af þeim, sem mestan og beztan þátt hafa átt í að koma á þjóðlegum samtökum til að lyfta stærstu stéttum landsins til meiri vegs og gengis í landinu. II. í þessu efni urðu tímamót vor- ið 1905. Þá útskrifuðust úr Möðruvallaskóla 12 nemendur, hinir síðustu, sem búið höfðu við gamla skipulagið, eins og það hafði verið lítil breytt um 25 ára skeið. Einn af þessum tólfmenn- ingum var tvítugur piltur austan af Héraði. Hann hét Þorsteinn M. Jónsson, bóndasonur frá Út- nyrðingsstöðum. Hann hafði öll einkenni hinna gömlu sveita- manna frá aldamótatímanum. Hann var alinn upp í dreifbýli í einu af fegurstu og veðursælustu héruðum landsins. Hann var vanur öllum helztu framleiðslu- störfum og ferðalögum í sveit. Hann hafði lesið mikið áður en hann fór í skólann og var bezt að sér sinna sambekkinga í sögu landsins og hvers konar þjóðleg- um fræðum. Hann var gæddur þeirri sterku og öruggu bjartsýni, sem verið hefir leiðarstjarna hans alla æfi. Þorsteinn M. Jónsson og hinir ungu samtíðarmenn hans, þjáðust ekki af aldamótakvíða eða efa um framtíðina. Þeim fannst gaman að lifa. Þeir voru sannfærðir um gildi starfsins og kom ekki til hugar að veröldin hefði ekkert með þá að gera. Þeim fannst þvert á móti alveg sjálfsagt að ganga glaðir og sigur- vissir út í lífsbaráttuna. Þeir ætl- uðu að eiga sinn þátt í að lyfta allri þjóðinni til vegs og frama og að brjóta af henni ánauðar- hlekkina frá Sturlungaöld. III. Eftir að prófi lauk á Akureyri 1905, sneri Þorsteinn M. Jónsson sér að kennslu. Hann lauk litlu síðar kennaraprófi við hinn ný- stofnsetta kennaraskóla í Reykja- vík, og starfaði við barnaskólana á Akureyri og Seyðisfirði, unz hann varð skólastjóri f Borgar- firði eystra. Gegndi hann því starfi um langa stund. Ekki full- nægði kennslan ein allri starfs- í starfsemi ungmennafélaganna, og í málefnum sveitar og héraðs. Jafnframt stundaði hann búskap samhliða kennslunni og varð loks framkvæmdarstjóri Kaupfélags- ins í Borgarfirði þegar það var stofnað í lok hinnar fyrri heims- styrjaldar. En tveimur árum áð- ur, í haustkosningunum 1916, var Þorsteinn kjörinn þingmaður Norð-Mýlinga, þá rúmlega þrí- tugur að aldri. IV. Með þingstörfunum byrjaði nýr þáttur í starfssögu Þorsteins M. Jónssonar. Hann hafði frá barnæsku haft mikinn áliuga fyrir stjórnmálum, og jafnan ver- ið þar í flokki, sem fastast var sótt á um aukið frelsi. Hann var, ef svo má segja, fæddur skilnaðar- og lýðveldismaður. í kosningun- um 1908 vann hann það sem hann mátti móti þeirri skipun, að íslendingar lýstu sjálfir yfir, að land þeirra væri hluti af veldi Danakonungs. Og á framboðs- fundum 1916 dró hann enga dul á, að hann teldi skilnað íslands og Danmerkur einu lausnina á sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Það var mjög þýðingarmikill atburður fyrir framfarabaráttu þjóðarinnar, að Þorsteinn M. Jónsson skyldi vera kosinn þing- maður 1916. Gömlu flokkarnir, sem oft voru kenndir við ísafold og Lögréttu, voru þá að liðast í sundur. Verkefni þeirra voru þrotin, en forkólfarnir héldu dauðahaldi í skipulagið sér til persónulegs framdráttar og metn- aðarauka. Þorsteinn M. Jónsson hafði frá því veturinn 1915—16 fylgt með áhuga stefnu óháðra bænda, og stutt kosningu Sigurð- ar Jónssonar í Yztafelli við lands- kjörið sumarið 1916. Um leið og hann kom til þings skömmu fyrir áramóún 1916-47, vory ráðjp flokkssamtök Framsóknarmanna. Stóðu að þeim merkir bændur og héraðshöfðingjar. Voru sumt þrautreyndir þingmenn, eins og Ólafur Briem, Þorleifur Jónsson í Hólum og Guðmundur Ólafs- son í Asi, en næst þeim gengu ný- kosnir bændahöfðingjar: Einar Árnason á Eyrarlandi, Sigurður Jónsson í Yztafelli og Sveinn ól- afsson í Firði. Allir þessir menn höfðu að baki sér langa starfssögu við þjóðmál og mikla reynslu, en allir voru þeir nokkuð við aldur. Þorsteinn M. Jónsson var lang- yngstur þessara þingmanna. Hann kom þar sem fulltrúi ungu kynslóðarinnar og þeirra hug- sjóna, sem síðan mótuðu mest starf og stefnu þjóðarinnar um næsta aldarfjórðungs skeið. Sam- starf Þorsteins M. jónssonar og hinna eldri flokksbræðra hans á Alþingi var mjög gott. Þeir lögðú til rnarga af beztu eiginleikum hinnar eldri kynslóðar, en Þor- steínn M. Jónsson bar inn í þing- ið merki æskunnar, þeirra, sem vildu hafa hvítbláan fána, ísland lýðveldi, og að stærstu stéttir landsins gættu hagsmuna sinna betur en fyrr var gert. Þorsteinn M. Jónsson var á fyrstu árum flokksins mjög á verði gegn því, að æfintýramenn og persónulegir valdaspekúlantar hefðu nokkur völd eða áhrif í Framsóknar- flokknum. Myndi saga flokksins hafa orðið önnur, ef tekizt hefði til lengdar að framfylgja í þessu efni söfnu meginstefnu og Þor- steinn M. beitti sér fyrir frá 1917 -1923. V. Hér er ekki staður eða rúm til að segja ýtarlega frá störfum Þor-' steins M. Jónssonar á Alþingi. Verður aðeins getið nokkurra mála, sem alþjóð eru kunn og haft hafa landssögulega þýðingu. íslands og Danmerkur. Að baki hans stóð í þessu máli unga kyn- slóðin í landinu, sem bar til sig- urs hina forustulausu en fylgis- miklu lausn málsins vorið 1944. Þorsteinn M. Jónsson og Bjaini Jónsson frá Vogi stóðu í samn- inganefndinni hlið við lilið í bar- áttunn um bæði meginatriði sátt- málans: Fullveldisviðurkenning- una og fyrirheitið um uppsegjan- leika sambandsins eftir 25 ár, ef sú krafa væri Jjá borin fram af sterkum þjóðarvilja. Með þessum liætti tókst Þorsteini M. Jónssyni sem fulltrúa skilnaðarmanna á Alþingi, að undirbúa þá lausn, sem þjóðin þráði og var henni mest til gagns og sæmdar. Síðan leið eitt ár. Á Alþingi 1919 komu embættismenn lands- ins fram með launakröfur sínar. Höfðu þeir orðið hart úti á stríðsárunum og töldu sig nú eiga rétt nokkurra uppbóta. Ein var sú stétt, sem fáir mundu eftir á þessu þingi. Það var stétt barna- kennaranna. Þorsteinn M. Jóns- son tók að sér mál þeirra ogjeýsti það með mikilli lægni og fram- sýni. Síðan 1919 hefir stétt barna- kennara verið viðurkennd sem nauðsynleg grein á meiði launa- manna. Tveimur árum síðar var til meðferðar á Alþingi stefnuskrá samvinnufélaganna, hin svo- nefndu samvinnulög. Höfðu kaupfélögin óg Sambandið verið að kalla má réttlaus gagnvart ranglátri skattgreiðslu um nálega 40 ára skeið. Mátti heita, að and- stæðingar kaupfélaganna hefðu frarn í þessu efni svo að segja undir hæl sér í hverjum kaup- stað og kauptúni á landinu. Um þessar mundir hafði Sambandið liaft nefnd á málinu, og bjó hún til ýtarlegt frurovarp um skipu- lag samvinnufélaga, rétt þeirra og skyldur. Var mál þetta flutt í efri deild Alþingis 1921. Var því allvel tekið í efri deild. Stóð svo á, að stjórn Jóns Magnússonar var mjög á fallanda fæti, hafði ó- tryggan stuðning, vildi sitja leng- ur, en var uggandi um framtíð sína. Var af þessum ástæðum all- mikið logn í þinginu. Vildi stjórnin að vísu ekki beita sér fyr- ir framgangi samvinnulaganna, en heldur ekki beitast á móti þeim. Frumvarpið var komið heilt á húfi gegnum tvíveðrung efri deildar, en áliðið þings, og sýnilegt, að kaupmannasinnar ætluðu að svæfa málið í nefnd í neðri deild. Þorsteinn M. Jóns- son var hér í einu djarfur og við- bragðsfljótur. Kvaddi hann sér hljóðs og sagði sem satt var, að lausn þessa máls væri þjóðar- nauðsyn, þar sem ófriður og árás- yrði látið ganga nefndarlaust gégnum deildina. Var sú tillaga hans samþykkt með miklum at- kvæðamun, og frumvarpið sjálft litlu síðar á hinu sama þlngi. Bjuggu samvinnufélögin að þess- ari réttarvernd þar til í síðari heimsstyrjöldinni þegar Aljringi tók að leggja bæði stríðsgróða- skatt og veltuskatt á samvinnufé- lögin. Búa samvinnumenn nú við maigfalt réttleysi í þessum efnum, en því skyldara er að minnast flokksleiðtoga þeirra manna, sem hlóðu árið 1921 öfl- ugan skjólvegg um samvinnufé- lögin, sem varð þeim til verndar og hlífðar, þegar mest lá á. Enn liðu tvö ár af þingferli Þorsteins M. Jónssonar, þar til liann hafði úrslitaáhrif við merkilegt þjóðmál. Á Alþingi 1923 bar hann fram frumvarp um að hans gamli skóli yrði gerð- ur að fullkomnum menntaskóla. Hafði því máli ekki verið áður hreyft í frumvarpsformi. Nú var Sigurður Guðmundsson setztur í sæti þeirra Hjaltalíns og Stefáns Stefánssonar, alráðinn í að beita sér fyrir hinni gömlu og eðlilegu kröfu, að Hólaskóli yrði endur- reistur, sem sameiginlegt mennta setur Norðlendinga og Austfirð- inga. Sótti Þorsteinn M. Jónsson málið fast á Alþingi, en mótstað- an var seig og föst fyrir. Embætt- ismenn í Reykjavík vildu ekki sleppa einkayfirráðum á uppeldi embættismanna landsins. Brugðu þeir fæti fyrir málið í það .sinn. En með sókn Þorsteins M. Jóns- sonar á Alþingi og Sigurðar Guð- mundssonar í héraði var baráttan liafin, sem leiddi nokkrum árum síðar til þess, að Hólaskóli var með lögum endurreistur 1930. Á Alþingi 1923 flutti Þor- steinn M. Jónsson frumvarp um Þjóðleikhús í Reykjavík, með Jakob Möller. Náði það frum- varp fram að ganga. Samkvæmt því skyldi leggja skemmt- anaskattinn í einn sjóð um nokk- urra ára skeið, og reisa fyrir það fé fullkomið Þjóðleikhús í Reykjavík. Var þetta alþjóðlegt menningarmál. Þjóðin þráði leiklist, en var hvarvetna húslaus með þessa listiðkun. Ef leiklist átti að geta notið sín á íslandi, varð fyrst og fremst að koma á stofn fullkomnu leikhúsi í höfuð- staðnum. Þar hlaut þessi listgrein að hafa bezt þroskaskilyrði og á- hrifin að berast um land allt. Eftir nokkur missiri verður Þjóð- leikhúsið fullgert. Það er mest og fegurst bygging á íslandi. Mun þjóðin í því efni lengi búa að stórhug þeirra manna, er hrundu leikhúsmálinu áleiðis með lög- gjöfinni um leikhússjóð frá 1923. (Framhald á 3. síðu). þörf hans. Hann tófc roikinn þátt I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.