Dagur - 23.08.1945, Blaðsíða 4

Dagur - 23.08.1945, Blaðsíða 4
4 B AÖUR Fimmtudaginn 23. águst 1945 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðslu og innheimtu ctnnast: Marinó H. Pétursson. Skrifstofa í Hafnarstræti 87. — Sími 166. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. 'Milli pistils og guðspjalls. J^ÉTT ER OG SKYLT, að blöð þau, sem víða eru lesin út um landsbyggðina, gefi lesendum sínum öðru hvoru tækifæri til að fylgjast nokkuð með því, hvað minnstu bæjarblöðin, sem aðeins eru ætluð fáeinum flokksmönnum í bæjunum til andlegrar leiðsagnar og sálubóta, láta sér sæma að segja, er ýmis þýðingarmikil þjóðmál ber þar á góma. Það mun t. d. ekki alls ófróðlegt fyrir bændur að kynna sér túlkun stjórnarblaðanna hér á Akureyri á hinni nýju verðlagningu kjöts og kartaflna nú þessa dagana. ,,Alþýðumaðurinn“ — málgagn Alþýðuflokksbrotsins hér — reið þar fyrstur á vaðið og viðhafði þá aðferð, að innan í blaðinu birtist æðilöng grein um hinn báglega efnahag bænda og alla þá eymd, sem af honum stafar í sveitum landsins. Ungum bónda eru þar lögð þessi orð í munn m. a.: „Við skömmumst okkar fyrir f jósin okkar, ófullgerðu húsin okkar, fátækt híbýla okkar, órækt og smæð túna okkar, verkfæraleysi okkar, — skömmumst okkar fyrir, hve lítið af því kemst í framkvæmd, sem okkur langar til að gera“. — Ja, mikið mega aumingja bændurnir skammast sín, eftir þessum blöðum að dæma! Og hverju myndi svo um að kenna alla þessa fátækt og ræíildóm bændanna? Jú, blaðið er svo sem ekki í neinum vandræðum með skýring- una: Bændurnir hafa „veðjað á skakkan hest“ í pólitíkinni, stendur þar. Alþýðuflokkurinn hefði verið svo miklu betri við þá en Framsóknarflokk- urinn hefir verið. Og það sem á hefir vantað til þess að fullkomna bölvunina, hafa kaupfélögin lagt góðfúsléga af mörkum! Þau hafa selt óflokk- aða tómata við okurverði og spilað alls konar aðra lönguvitleysu í þeim dúr við bændagarmana fram á rauðar nætur! Margt fleira skrítið og skemmti- legt um eymd og vesaldóm sveitafólksins gefur þar að lesa innan í blaðinu, ásamt nokkrum hús- ráðum, er duga myndu til þess að koma öllum máleinum sveitanna í himnalag. Bændurnir verða bara að gerast leiguliðar ríkisins, auka ræktunina, kaupa vélar og njóta sömu þæginda og skemmtana eins og bæjarbúar. Þá er allt í lagi! En utan á blaðinu er svo háðgrein um verðlag landbúnaðarafurða, er nefnist, „Ódýrt kjöt!“ Bæjarbúum mun ætlað að lesa fyrirsagnirnar á forsíðunni, en sveitafólkinu er treyst til að til- einka sér innihald blaðsins að öðru leyti. „Mjög vísdómslega fyrirkomið," eins og blaðið kemst að orði um verðhækkun kjötsins og áhrif hennar á vísitölunal, gVO VÍKUR SÖGUNNI til „málgagns öreig- anna“ — sjálfs „Verkamannsins". — Blaðið er ekkert að gera að gamni sínu út af þessu, eins og „A!þýðum.“. Til þess er ástandið vissulega of al- varlegt: „Þessi gífurlega hækkun á kjötverðinu hefir vakið í senn furðu og gremju meðal neyt- enda,“ stendur þar. En fulltrúar bænda eru svo sem ekki alveg ráðalausir, þótt kjötið seljist ekki: „Þeir grafa það þá bara með kurt og pí í Hafnar- f jarðarhrauni eða sökkva því við Oddeyrartanga, syngjandi hósíanna og kenna ríkisstjórninni um allt saman — og heimta svo enn nokkra tugi mil- jóna kr. í uppbætur á kjötið.“ Málið er ósköp ein- falt, að dómi blaðsins: Framsóknarflokkurinn á einn sök á þessu öllu saman. Fulltrúar flokksins í Kjötverðlagsnefnd liafa samþykkt hækkunina, ásamt. „fóstbróður sínum“ Ingólfi á Hellu!! — „Verkamaðurinn“ gleymir því auðvitað alveg í þessu sambandi, að öl! verðlagning landbún- aðarafurða hér á landi hefir að undanförnu farið eftir ákvörðun sexmannanefndarinnar, og „Verkamaðurinn" hefir áður — að dæmi ann- Endurreisnin er hafin. Strax eftir stríðslokin hófust Belgiumenn handa um endurreisn þeirra borga og bæja, sem harðast, höfðu orðið úti i bardögum. Myndin er frá borginni Bastogne i Ardennafjöllum. Vinna er hafin við endurbygging husa. B. J. B. skriíar blaðinu eftirfarandi: Hugleiðirigar um kirkjusókn á Akureyri. CUNNUDAGINN 19. þ. m. fyrir- ^ skipaði biskup landsins almennan þakkar- og bænardag í kirkjum lands- ins í tilefni af stríðslokum og stofnun friðarríkis á jörðu hér. Eg fór í kirkju þennan dag og bjóst við að hún yrði fullskipuð, en er til kom voru þar að- eins nokkrir tugir kirkjugesta, sem fundið höfðu ástæðu til að þakka fyr- ir hina dásamlegu vernd þessa bæjar á stríðsárunum eða bera fram bænir um að friðarríkið verði meir en orðin tóm. Ein stétt manna í bænum var að visu forfölluð frá að sækja kirkjuna á þessum tíma, klukkan 11, það fólk, sem sér um tilbúning og framreiðslu hádegisverðar, getur ekki sótt kirkju á þessum tíma, klukkan tvö eða fimm er milcið heppilegri tími fyrir flesta TTVER er orsök til þessa tómlætis fólksins? Ekki þarf að fráfælast hin ytri skilyrði, kirkjan fögur og til- komumikil, þó rétt sé að taka það fram, að hún hafi einn minniháttar galla, sem eg tel auðvelt að bæta úr, hann er sá, að vegna bergmáls í kirkj- unni, hafa þeir sem sitja fyrir aftan miðja kirkju og ekki heyra því betur varla fullt gagn af prédikun prestsins, tel eg hægt úr þessu að bæta með arra stjórnarblaða — hælt sér af því, að Framsóknarflokkurinn hafi aðeins einn fulltrúa í þeirri nefnd, en stjórnarflokkarnir hina fimm, þar af Sósíalistaflokk- urinn eina tvo. En á þetta hefir auðvitað aldrei verið minnzt, nema rétt fyrir kosningar í sveita- kjördæmunum, þegar mikið lá við að sanna bændum sem ræki- legast, hvað Framsóknarmenn séu linir í kröfum fyrir þeirra hönd, og hversu miklu betur só- síalistum og öðrum „nýsköpun- armönnum" væri trúandi til að sjá þeim fyrir sæmilegu kaupi og kjörum með því að skera ekki verðlagningu landbúnaðarafurð- anna alltof mikið við nögl, eins og bölvaðir Framsóknarmenn- irnir hefðu alltaf gert! gVONA hljóða þá ritningar stjórnarblaðanna hér um málefni ykkar, bændur góðir! Nú getið þið brotið heilann um merkingu þeirra og útleggingu, meðan tóm er til — milli pistils i og guðspjalls þeirrar sálumessu, sem yfir ykkur er hér sungin. hæfilega sterkum hátalara, væri aíS minnsta kosti þess vert að gera til- raun með það. Ekki þarf að fráfælast prestinn, sem mér virðist mjög frjálslyndur í prédikunum sínum ,og heldur fremur stuttar og gagnorðar ræður; tel eg það kost, því að langar ræður eru þreyt- andi. Hann tónar ágætlega og hefir engar óþarfa tafir og snúninga fyrir altari, klykkt út um leið og síðasti tónn útgöngusálmsins er dáinn út, sem sagt engum tíma til ónýtis aytt, eins og vera ber. Á ER söngurinn sæmilega góður og nýtur sin vel í hinni . háreistu kirkju, þó hefði eg óskað að meiri hrifning hefði verið við þessa um- ræddu messu, þá hinn yndisfagri sálmur „Sigurhæðaskáldsins": „Lát þitt ríki ljóssins tærra“, sem var svo vel valinn í tilefni dagsins, var sung- inn. Hann hefði átt að syngjast af .þéttskipaðri kirkju standandi með há- tíðleik og hrifningu, en tómir kirkju- bekkir taka ekki undir. Er þetta gott og blessað éstand? Síður en svo. Til þess höfum við presta og kirkjur, að reyna að hafa áhrif á breytni fólksins, og þá er fyrsta skilyrðið að fólkið fáist til að koma og hlusta hvað presturinn hefir að segja, og eg tel engan efa á, að hver sem í kirkju fer komi þaðan betri maður en ella, það er hugsvölun fyrir sálina að vera þar og heyra helgar tíðir. En hvað er þá til ráða, að auka kirkjusókn? Hér skal minnst á eina tillögu, sem eg tel vert að sé vel at- huguð. Nokkuð hefir í seinni tíð verið tal- að um samstarf presta og kennara, ef nokkur alvara fylgir þessum umræð- um, þá tel eg að kennarar hafi gott tækifæri að sýna það í verki með því að ganga fylktu liði til prestsins í kirkjunni, hver með sinn nemenda- hóp, ekki aðeins barnakennarar, held- ur kennarar við alla aðra skóla undan- tekningarlaust. Fjöldi vitrustu manna telja að þetta fyrirhugaða friðarríki verði aldrei var- anlegt hér á jörð nema það sé grund- vallað á kenningu Krists, og sé svo, þá er öllu ungu fólki, hvaða nám og lífsskoðun sem það velur sér, hollt að kynnast vel hver eru grundvallarat- riði hennar, það er að vísu nauðsyn- legt að byrja þessa fræðslu strax á börnunum, en það dugir ekki að sleppa af þeim hendinni við hinn venjulega fermingaraldur, þess vegna þurfa allir unglingakennarar og for- stöðumenn hinna æðri skóla að halda þeirri fræðslu áfram í samstarfi við prestinn og kirkjuna. Gangið þangað í skrúðgöngu, það mundi veita öðrum fordæmi að slást í förina. Það er enn í góðu gildi spakmælið forna: „Það ungur nemur, gamall temur“. B. J. B. Þegar börnin koma heim. Nú fer sá tími að nálgast, að börnin fara að koma heim aftur úr sveitardvölinni. — Að vísu munu mörg þeirra, einkanlega þau eldri, dvelja lengur, en þó hugsa eg að stærri verði sá hópur, sem heldur heim nú um mánaðamótin. Hversu gott, sem barnið hefir liaft það í sveit- inni, og Iiversu vel, sem það hefir unað hag sínum, mun því samt finnast dásamlegt að koma heim. Heim til pabba og mömmu og annarra vanda- manna. Nú ríður á að gera heimkom- una eins skemmtilega og frekast er unnt. Barnið þarf að finna, að það sé velkomið heim. Það þarf að fagna því af innileik og ástúð. Eg held að þennan heim- komutíma mætti nota til þess að lagfæra ýmislegt í fari barnsins, sem verið hefir ábóta- vant, nota hann þannig í þágu uppeldisins. — Eg veit ekki hvort þið skiljið hvað eg á við. Þegar barnið kemur heim er það glatt og ánægt, a. m. k. er svo í flestum tilfellum. Það vill vera með mömmu og pabba, segja þeirn frá svo ótal mörgu, sem það sá og heyrði í sveitinni. Það vill ræða ýmislegt, sem það skildi ekki áður, en hefir nú öðlazt skilning á, heyra álit pabba um þetta eða hitt o. s. frv. — Þá þarf að sinna barninu vel og gefa sér tíma til þess að spjalla við það. Það þarf að hrósa því fyrir það, sem það hefir lært, og láta það finna, að það liafi vaxið og þroskast. Á slíkum stundum er tilvalið að taka eitthvað af kerijum barnsins ti! meðferðar og reyna að lag- færa. Um leið og dáðst er, hve vel hafi tekizt að læra þetta eða hitt, er þessu vandamáli skotið með án þess þó að gera það að aðalefni: „Og þá ertu auðvitað alveg steinhætt að hafa á móti því að fara í sendiferðir — eg er viss um að það kem- ur aldrei fyrir oftar, þú ert orðin svo myndarleg og þekk stúlka“. Fátt mun barninu þykja vænna um en slík orð og traust það, sem á bak við þarf að liggja. Reynið að gera heimkomu litlu anganna ykkar að yndislegum tíma endurfunda og vitið, hvort það er ekki einmitt tími til þess að lagfæra margt í fari þeirra, kenna þeim og kynnast ýmsum eig- inleikum þeirra. Látið börnin finna, að heim eiga þau vígi, sem aldrei hrynur. Gerið heimkomuna þannig, að þau geti með sanni sagt: „Gaman var í sveitinni, en allra bezt er heima“. PueUa. Ef þú giftir þig, þá iðrastu þess •^-stundum, en giftir þú þig ekki, þá iðrastu þe§s alltaf. Unga stúíkan á myndinni er í hentugum eftirmiödagskjól úr Ijósdrap ulíarcrepe, skreyttum meö ýrænni blúndu é kraga, erm- um o& vasaíokum. Um hériS hef- ir hún grænt net.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.