Dagur - 23.08.1945, Blaðsíða 8

Dagur - 23.08.1945, Blaðsíða 8
8 \ri]D Islendingar og Danir 8 Skömmtun kaupgjalds (Framhald af 1. síðu). þau, að gera tillögur til ráðherra um setningu reglna um gæða- flokkun og verðflokkun land- búnaðarafurða, ákveða verðjöfn- unarsvæði, ákveða verðjöfnunar- gjald og stuðla að hagnýtri verk- un landbúnaðarafurða. Verðlags- nefndin á að ákveða verðlag á landbúnaðarafurðum og annast þær framkvæmdir, sem hingað til hafa verið í höndum mjólk- ur-, kjöt- og garðávaxtanefnd. anna. Verðlagsnefndin á að ráða sér framkvæmdastjóra og annað starfsfólk og greiðist allur kostn- aður úr ríkissjóði. Rúmsins vegna er ekki tæki- færi til þess að ræða þessi bráða- birgðalög ítarlega að sinni, enda verður það gert sfðar. En rétt er að benda á eftirfarandi atriði: Með lögum þessum eru fram- leiðendur raunverulega sviptir yfirráðum yfir verðlagningu á af- urðum sínum, með því að þeir geta nú ekki tilnefnt fulltrúa sína í verðlagsnefndir, svo sem áður var, heldur hefir ráðherra einn vald til þess að ákveða hverjir skuli um þessi mál fjalla. Það er því algert ranghermi, sem Morgunbl. heldur fram, að yfir- stjóm verðlagsmálanna sé nú fal- in framleiðendum sjálfum. Yfir- stjórnin er í höndum ráðherra, sem hefir það á valdi sínu að skipa menn á borð við Jón Pálmason í hinn væntanlega gerðardóm, og þannig tryggja sér algjört einræði um verðlagningu afurðanna og kaupgjald bænda. Þetta skipulag hefir í för með sér stór aukin útgjöld fyrir ríkis- sjóð. Af nefndum þeim, sem starfandi voru, var sáralítill kostnaður, en nú er gert ráð fyr- ir skrifstofu- og starfsmanna- háldi allt árið. Ef stjórnin væri sjálfri sér sam- kvæm í verðlags- og kaupgjalds- málum, mundi hún hafa gefið út önnur bráðabirgðalög um „verkamálaráð", þar sem stjórn- skipaðri nefnd væri falið að ákveða allt kaupgjald í landinu. Stjórnin hefir vitanlega ekki gert þetta og mun ekki gera, beldur hefir bændastéttin ein verið tekin til þessarar meðferð- ar. Þarf raunar engan að undra það, sem þekkir til siðferðisins í herbúðum stjórn'arliðsins. ólíklegt verður að telja, að bændur sjái ekki í gegnum þær blekkingar, sem hafðar eru í frammi þessa dagana til þess að villa þeim sýn á því, hvað hér er raunverulega að gerast. Er þó ekkert til sparað, t. d. var Jón Pálmason tilbúinn með lofgrein um bráðabirgðalögin, í Morgun- blaðinu, sama daginn og þau voru gefin út. Víst verður að telja, að þessi kúgunartilraun stjórnarliðsins verði til þess að hraða enn meir undirbúningi stéttarsamtaka bænda, sem Bún- aðarþing ákvað að beita sér fyrir, og efla eininguna innan bænda- stéttarinnar. Sýnist þeirra sam- taka nú meiri þörf en nokkru sinni fyrr. Kalda PERMANENTIÐ er komið aftur. HÁRGREIÐSLUSTOFAN BYLGJA. Framhald af 1. síðu þegar. Jafnframt hef ég orðið þess var, að dönsk fyrirtæki álíta, að allsherjar verzlunar- og við- skiptasamningar milli landanna þurfi fyrst að koma og má segja, að eðlilegt væri og æskilegt, að það gæti orðið sem fyrst. — Gerir SÍS., ráð fyrir, að taka upp sín görnlu sambönd á Norð- urlöndum sem fyrst? — Svo er ráð fyrir gert, að eg hverfi til Kaupmannahafnar nú um mánaðamótin og mun skrif- stofa SÍS. þá byrja að starfa að viðskiptum, svo sem áður var. — Hvað er að segja um verð- lag á dönskum vörum? — Verðlag hefur yfirleytt ekki hækkað verulega og ég álít, að danskar vörur verði ekki dýrar, þótt það fari vitaskuld mikið eftir því hvernig þeim gengur að útvega sér hráefni til iðnaðar síns og með hvaða kjörum þeir fá þau. Danir hafa áhuga fyrir að kaupa íslenzkar framleiðslu- vörur, t. d. landbúnaðarvörur, en líklegt þykir mér, að fram- lfeiðsluverð hér verði þar nokkur Jrrándur í götu. Danir hafa t. d. viljað kaupa ull, en verðið mun þykja nokkuð hátt. — Hvað er að segja um sigl- ingar Dana til íslands? Um þær veit ég ekkert að svo stöddu, en talað var um það í Kaupmannahöfn, að Sameinaða gufuskipafélagið mundi hefja siglingar hingað aftur, en ekki veit ég sönnur á því. Þá mun almennt gert ráð fyrir því, að íslendingar taki upp siglingar til Norðurlanda í ekki minni mæli en var fyrir stríð. — Hvernig er annars afstaða Dana til íslendinga eftir sam- bandsslitin? — Meðan landið var hernumið bar ekki mikið á kala Dana í garð íslendinga, menn ræddu um sambandsslitin, en oftast í hóflegum tón. En eftir að Þjóð- verjar voru á brott og blöðin voru orðin frjáls á ný, fór að bera meira á gremju og sárind- um og sum dönsk blöð hafa birt óvingjarnlegar greinar um ís- land. Þess ber einnig að geta, að ýmsir Danir hafa orðið til þess að svara drengilega þeim árásum. Mér þykir líklegt, að yfir þennan misskilning fyrnist bráðlega, enda er hann ekki djúptækur, a. m. k. ekki hjá ábyrgum aðilum. EITT OPIÐ BRÉF. (Framh. af 6. síðu). reidd verður af vorum líkömum, og sem yður mun smakkast betur, ef vel er um oss hirt, nema því aðeins, að þér séuð orðnir barnsvanir því kryddi af hverju aðeins örfóar tegundir hafa nefndar verið. En þá biðjum vér yð- ur afsökunar og viljum viðurkenna að yðar sé sá réttur sem hið forna spak- mæli greinir: „Hver maöur eftir sín- um smekk". Hinn máttugi N'eptún sé yður góð- ur ef þér gimist réttlætið og hrein- lætið; framur ef þér fyrrist það. Fiskar sjávmm ( — Hvað er að segja um líðan íslendinga í Danmörku á stríðs- árunum? — Hún hefur yfirleitt verið góð. Sendiráðið hefur styrkt Jrá, sem styrks þurftu við, og víst er, að stundum voru erfiðari tímar fyrir ýmsa á dögum valútuvand- ræðanna. Annars var engin neyð í Danmörku á stríðsárunum. Matur var alla jafna nægilegur. Að vísu voru ýmis gerviefni á boðstólum, svo sem gérvi-kaffi úr gulrótum og te úr eplahýði. En þetta var raunar ekkert veru- legt neyðarbrauð. Helzt bar á Síldveiðin í sumar. * (Framhald af 1. síðu). }>eir, að Jrað hafi t. d. verið á- berandi í síðasta stórstreymi, hve austanfall hafi verið mikið hér út af. í þessu kann skýringin á sjávarhitanum í sumár að vera fólgin. Mikið tjón sumra skipa. Hæst skip nú um helgina voru með um 6000 mál. Eru það Freyja úr Reykjavík, Narfi úr Hrísey, Dagný og Snæfell, Akur- eyri. Önnur skip hafa mun minna, sum lítinn sem engan afla. Tap á útgerð sumra þessara skipa hlýtur því að vera mjög mikið. Þar við bætist, að erfitt hefir verið að stunda þá veiði, sem fáanleg hefir verið. Minnstu bátarnir hafa t. d. elt síldina langt norður í haf við mjög erf- iða aðstöðu, því að þeir þurfa að hafa snurpubátana í eftirdragi. Einn bátur varð t. d. fyrir því ó- happi nú fyrir skemmstu, að annar snurpunótabátur hans sökk langt norður í hafi í sjó- gangi og stormi. Fóru snurpu- nótin og báturinn í hafið, en tjón útgerðarinnar nemur tug- um þúsunda króna. Reknetaveiðin — sænsku samningarnir. Eins og fyrr segir, hefir rek- netaveiði gengið mjög sæmilega og eru sum skipin nú að hætta snurpunótaveiði og búa sig út með reknet. Útgerðarmenn telja, að hag þeirrá hafi verið illa borg- ið með sænsku síldarsölusamn- ingunum. í þeirn mun svo ráð fyrir gert, að reknetaveiði sé innifalin og er svo að sjá, sem ekki hafi verið hugsað fyrir þeim möguleika, að síldarlaust yrði í sumar eða því sem næst, og engin klausa mun vera þar til varúðar um aflaleysi. Þar sem telja má víst, að skortur verði á síld í liaust í öllum helztu markaðs- löndum er augljóst, að rekneta- bátarnir gætu fengið miklu hærra verð fyrir tunnuna á frjáls- um markaði, en áskilið er í sænsku samningunum. Una út- gerðarmennirnir því illa að von- um, að vera bundnir við það fatnaðarskorti en þó mun hafa bjargazt sæmilega. Danir voru mjög vel birgir af öllum vörum þegar stríðið hófst. Þótt taka muni nokkurn tíma að reisa at- vinnuvegina við t. d. landbúnað- inn, sem missti mikið af búfjár- stofninum, þá mun það sarnt tak- ast og e. t. v. fyrr en nú virðist líklegt í fljótu bragði. verð, eftir slíkt sumar, sem þetta. Engir af þeim útgerðarmönnum, sem blaðið hefir átt tal við, hefir séð sænsku samningana, enda hafa þeir hvergi verið birtir, en augljóst þykir, að í þeim sé stórt ,,gat“, hverjir, sem kunna að bera ábyrgð á því. Treg veiði hjá Norð- mönnum. Allmörg norsk og sænsk síld- veiðiskip stunda veiði hér fyrir Norðurlandi í sumar. Nýlega Fimmtud. 23. águst 1945 Fyrirliggjandi: Kúafóðurblanda Hænsnafóður Maismjöl VERZLUNIN LONDON Simi 359. Verzlunarstúlka óskast í byrjun næsta mánaðar. komu þrjú norsk skip hingað til Akureyrar. — Norðmennirnir sögðu veiðina mjög trega hjá flota sínum yfirleitt, en þó hafa reknetabátar þeirra aflað sæmi- lega og eru nú sumir hverjir að halda heim. Eitt skipið, sem hingað kom, hafði aflað 450 tunnur í snurpunót eftir þriggja vikna útilegu hér fyrir norðan. Skipið hafði 2000 tunn- ur meðferðis og bjuggust skips- menn við að verða hér fyrir Norðurlandi 3—4 vikur enn. Uppl. á afgr. blaðsins. Hjartanlega pakka ég sveitungum minum og öðrum, fjœr ;! !! og nœr, sem sýndu mér vinarhug með heimsóknum, stórgjöf- ! !| um og heillaskeytum, á sjötiu ára afmœli minu, þann 15. 1; !; ágúst siðastliðinn. ;; Samkomugerði, 22. ágúst 1945. <! <! 4 i1 !; Kristinn Jóhannesson. Skrifstofustúlka 1 óskast á skrifstofu Rafveitu Akureyrar í septembermánuði i | næstkomandi. Gagnfræða- eða verzlunarskólapróf æskilegt. É i Laun samkvæmt launasamþykkt kaupstaðarins, 10. flokki. Umsóknum sé skilað á skrifstofu mína fyrir 1. september i i næstkomandi. Rafveitustjórinn á Akureyri, 22. ágúst 1945. Knut Otterstedt. álllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIIIIIlMllUIIIIIIIIIIMIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIMIIIIIIIIMII* •IIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMMIIIIIIIIU|lllllMMMIMIIIIIMIIMIIIMIIIMIMIMmMIIIUÍMMIMMIimilllllllllllMIMIIIIIMmmilllMllllmiMIIM» I NOKKRARSTÚLKUR i vantar í eldhúsið í Kristneshæli 1. október næstkomandi. IJnnH'sinsar gefa skrifstofá hælisins og frk. Guðrún Pálma- \ i dóttir, Munkaþverárstræti 3, Akureyri. i Ennfremur vantar 3 stúlkur til annarra starfa í hælinu. i Upplýsingar gefa yfirhjúkrunarkonan og skrifstofan. I Athugið, að hælið greiðir hæsta kaup. I = a : *ll|MIMMIIIIIIIIMMIIIIII|IIIIIIIIIHIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIMIIIIIHMMMMIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMMimiMIIIMI* ■IIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIMIIIIIIMIIIIIIIIMMIIIMIIIIIIIIIIIIIMIIIMIIIIIIIIIMJIIIIIMMInt iNýttkjöt af tryppum og fullorðnu, seljum við alla daga. Nýreykta sperðla. Nýsaltað hrossakjöt. Reykhúsið, Norðurgötu 2. | Sími 297. | : i ; x 'HiiiiitiiiHiiiiMiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiMiiiiiMiiiimiimtiiiiiMiiiiiMMiiMmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiMH*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.