Dagur - 06.09.1945, Qupperneq 8
8
Úr bæ og byggð
KIRKJAN. Guðsþjónusta í
Akureyrarkirkju næstk. sunnud.
kl. 11 f. h. Próf. theol. Ásmundur
Guðmundsson prédikar. Sigur-
geir Sigurðsson, biskup og Frið-
rik J. Rafnar, vígslubiskup,
þjóna fyrir altari.
I. O. O. F. = 126978V2
Frá M. A. Inntökupróf í I. bekk
Menntaskólans hefjast seint í þessum
mánuði. Ennþá er rúm fyrir nokkra
nemendur.
Frá barnaskólanum. Öll 13 ára
börn, sem eiga að taka fullnaðarpróf
psesta vor, eru beðin að maeta til
sundnáms kl. 10—12 f. h. sömu daga
og sl. vor.
Látin er hér í bænum frú Þorgerð-
ur Helgadóttir, kona Jakobs Jakobs-
sonar, skipstjóra, Aðalstræti 42.
KvenfélagiS Hlíí hefur hlutaveltu
í Samkomuhúsi bæjarins, n. k. sunnu-
dag kl. 4 e. h. Margt góðra muna.
Norski sendiherrann hér, Torgeir
Anderssen-Rysst, hafði hádegisverð-
arboð að Hótel KEA sl. fimmtudag
fyrir bæjarstjómina, blaðamenn og
ýmsa fleíri gesti. Norski vísikonsúll
inn hér, J. Jentoft lndbjör fram-
kvæmdastjóri, setti hófið og kynnti
gestina. í ræðu, sem sendiherrann
flutti, færði hann Akureyri kveðju frá
Álasundsbæ í Noregi, og þakkaði fyrir
20 þúsund króna gjöfina, sem Akur-
eyrarkaupstaður sendi þessum norska
bæ. Var það gert í þakklætisskyni fyr-
ir drengilega hjálp Álasundsbúa við
Akureyri eftir brunann mikla 1906.
Jafnframt þakkaði sendiherrann
drengilega þátttöku Akureyringa
Noregssöfnuninni að öðru leyti og
vingjarnlegar móttökur norsks flótta-
fólks, sem hér hefir dvalið. Ræða
sendiherrans var einkar hlýleg í garð
íslands og sérstaklega í garð þessa
bæjar og héraðs. Þorsteinn M. Jóns-
son, skólastjóri, forseti bæjarstjómar-
innar, svaraði af hálfu bæjarins og
flutti skörulegt minni Noregs og
þakkaði hlýhuginn í garð Akureyrar
og þjóðarinnar allrar.
Hóf þetta var í alla staði myndar-
legt og ánægjulegt.
Peningaveski
tapaðist sl. laugardagskvöld ein-
hvers staðar á leiðinni frá Akur-
eyri að Varmahlíð. Finnandi góð
fúslega beðinn að, gera aðvart
á afgreiðslu Dags.
Góð fundarlaunl
Iðnnám.
Reglusamur piltur, ekki yngri
en 16 ára, getur komizt að við
iðnnám. — Létt og hreinleg
vinna. Góð kjör. — Upplýsing-
ar í síma 408.
Nokkrar stúlkur
vanar karlmannafata- eða
kápusaum, geta fengið at-
vinnu á saumastofu vorri
nú þegar.
Nánari upplýsingar gefur
Ólafur Daníelsson,
klæðskerameistari,
eða i síma 305.
Saumastofa Gefjunar.
Til sölu:
30 hæns, kr. 15 st. 100 þvegnir
léreftspokar, 2,50.
A. SCHIÖTH
KYR TIL SOLU
í Þverárdal, Húnavatnssýslu,
Upplýsingar hjá
Valdemar Baldvinssyni, KEA,
'
8
AGIJR
Almennur kirkjufundur á Akureyri
dagana 9.-11. september n. k.
Umræður um kirkju- og safnaðarlíf
Fyrir frumkvæði Gísla Sveins-
sonar sýslumanns aðallega, og
með aðstoð ýmsra mætra manna,
var fyrir 12 árum síðan boðað til
hins fyrsta Almenna Kirkju-
fundar í Reykjavík. Mættu þar
allflestir prestar landsins og
kjörnir fulltrúar frá flestum
söfnuðum. Hafa fundir þessir
síðan verið lialdnir annað hvort
ár, alltaf á Suðurlandi, þangað til
nú, að stofnað er til hans hér á
Akureyri. Hefst hann með guðs-
þjónustu í Akureyrarkirkju,
sunnudaginn 9. sept kl. 11 f. h.
Prédikar þar próf. theol. Ás-
mundur Guðmundsson, en fyrir
altari þjóna þeir Dr. Sigurgeir
Sigurðsson biskup og Friðrik J.
Rafnar vígslubiskup. Síðan verð-
ur dagskráin á þessa leið:
Sunnudaginn 9 sept.:
Kl. 2 e. h.: Kirkjufundurinn settur í
hátíðasal Menntaskólans. Gísli
Sveinsson flytur ávarp. Sálmur sung-
inn fyrir og eftir. — Miðstöð kirkju-
lefjs menningarstarfs á Islandi. Fram-
sögum.: Sigurgeir Sigurðsson biskup
og Valdemar Snævarr fyrrv. skólastj.
Kl. 8,30 e. h.: Erindi um kirkjur.
(Gísli Sveinsson).
Mánudaéinn 10. sept.: t
Kl. 9,30 f. h.: Morgunbænir (séra
Árni Sigurðsson). — Umræður um
fundarmál.
Kl. 1,30 e. h.: Frumy, milliþinéa-
nefndar í skólamálum um barna-
fræðslu oé éaéníræðanám. Framsögu-
maður: Ásm. Guðmundsson. — Aukið
starf presta i fámennum prestaköllum.
Framsögum.: séra Gísli Brynjólfsson.
Kl. 5 e. h.: Framhaldsumræður.
Kl. 8,3Ó e. h.: Erindi: Tímamót
(séra Friðrik A. Friðriksson, prófast-
ur). Sálmur fyrir og eftir.
Þriðjudaéinn 11. sept.:
Kl. 9,30 f. h.: Morgunbænir.
Kl. 10 f. h.: A) Framhaldsumræður.
— B) Aldarafmæli Prestaskólans). —
C) Önnur mál.
Kl. 2 e. h.: A) Viðhorf kirkjunnar
í herteknu löndunum 'séra Sigurbj. Á.
Gíslason). — B) Leikmannastarfsemi
(séra Óskar Þorláksson). — C) Safn-
aðarlíf (Jón H. Þorbergsson). — D)
Önnur mál.
Kl. 5 e. h.: Framhald fundarstarfa.
Kl. 6 e. h.: Fundarlok.
Fundirnir verða haldnir x hátíðasal
Menntaskólans.
Vaxandi fjármálaspilling og siðleysi
(Framhald af 1. síðu). j A. Claessen höfðu báðir verið'í
sendiförinni góðu til Svíþjóðar.
Þetta nýja heildsölufyirrtæki
meðmælabréf um innflutning á
prentsmiðju fyrir Þjóðviljann.
Innflutninginn skyldi S. Árnason
& Co. annast (aðaleigandi Jó-
hann Þ. Jósefsson). Meðmæla-
bréfið var undirritað af Jóhanni
Þ. Jósefssyni og Einari Olgeirs-
syni. Stjórnarblöðin gátu þess há-
stöfum, er fyrsta skipið á vegum
Nýbyggingarráðs kom til lands-
ins. Hins var ekki getið, að með-
eigandi var Jóhann Þ. Jósefsson.
Sömu blöð gátu um það, að
smíði væri hafin á tankskipum í
Svíþjóð fyrirmilligönguNýbygg-
ingaráðs. Hins var ekki getið, að
einn af helztu eigendum þess fyr-
irtækis væri sendimaður ríkisins
í Svíþjóð, Gunnar Guðjónsson,
meðeigandi heildsölufyrirtækj-
anna S. Árnason & Co. og
Brynju. Ekkert af þessum atrið-
um þótti stjórnarblöðunum þess
vert að ræða, ekki einu sinni mál-
gögnum „öreiganna", Verka-
manninum og Þjóðviljanum. —
Hinn 2. ágúst sl. var bent á það
í forsíðugrein hér í blaðinu, að
algjör þögn ríkti í öllum stjórn-
arblöðunum um hneykslismál
heildsalanna og helztu atriði
þeirra umræðna, sem fram höfðu
farið, voru enn rifjuð upp. Enn-
þá var dauðaþögn.
Stefán Jóhann vekur kommún-
istana til lífsins.
Um mánaðamótin síðustu var
skrásett fyrirtæki nokkurt í
Reykjavík (líklega 70. heildsal-
an, sem þar rís upp á stríðsárun-
um). Eigendur fyrirtækis þessa
eru þeir Stefán Jóhann, alþm. og
Haukur Claessen, sonur Arents
Claessen, og að auki nokkrir Al-
þýðuflokksbroddar á borð við
prófessor Hagalín. Þeir Stefán og
auglýsti, að það hefði einkaum-
boð fyrir 50 þekkt fyrirtæki í
Svíþjóð og við nánari eftir-
‘1 grennslun kom í ljós, að þessi 50
fyrirtæki verzla með meginið af
þeim vörum, sem sendinefndin
hafði samið við Svía um kaup á.
Hér virtist vera á ferðinni stór-
kostlegra mál, eai áður var frá
greint um ísskáþa- og rafmagns-
vöruumboð Claessens, en eðlis-
munur var þó enginn. En nú brá
svo við, er Stefán Jóhann Al-
þýðuflokksformaður var orðinn
aðili, að kommúnistablöðin
vöknuðu til lífsins og þóttust
liafa orðið vör við stórkostlega
spillingu í þjóðfélaginu! Og nú
stendur yfir hörð rimma milli
stjórnarblaðanna, Alþýðubl. og
Þjóðviljans, út af þessu máli, því
að Alþýðubl. hefir þegar dæmt
Stefán Jóhann sýknan af öllum
ósóma í sambandi við þessa nafn-
toguðu Svíþjóðarför hans, en
Stefán dvelur nú utanlands í
þriðju Norðurlandaförinni á
sumrinu. Nú er mönnum spurn:
Hefðu kommúnistablöðin orðið
svo æf, ef Stefán Jóhann hefði
ekki verið með í taflinu, lieldur
eingöngu einlægir stjórnarsinnar
á borð við Jóhann Þ. Jósefsson,
Gunnar Guðjónsson, Claessen,
og aðra slíka?
Hlífiskjöldur kommúnista og
Sjálfstæðismanna.
Menn geta svarað þeirri spurn-
ingu ^jálfir með því að hugleiða
röggsemi kommúnistablaðanna í
þeim hneykslismálum, sem hér
er drepið á að framan. Þá væri
ekki úr vegi að menn gerðu sér
ofurlitla grein fyrir því hvar
„gömlu, góðu“ heildsalamálin
eru nú á vegi stödd. Eins og
menn muna varð uppvíst um
stórkostleg verðlagsbrot ýmsra
reykvískra heildverzlana
skömmu eftir valdatöku núver-
andi stjórnar. Þegar frá er talin
réttarsættin góða í máli S. Árna-
son & Co. hefir verið næsta hljótt
um þau síðan. Almenningur hef-
ir undrast þá þögn, sem ríkt hef-
ir um þessi mál í blöðum stjórn-
arinnar. Einn af lesendum Þjóð-
viljans sendi • nýlega fyrir-
spurn um það, hvað málunum
liði, enda væri þögn stjórnar-
blaðsins farin að vekja mikla
furðu meðal verkamanna. Þjóð-
viljinn svaraði þessari fyrirspurn
með' smáklausu og var þar ekki
vikið einu orði að því, að nauð-
syn væri, að „róta upp í málinu“
eins og fyrirspyrjandinn hafði
talað um, heldur var þess eins
getið, að málið væri í endurskoð-
un hjá málaflutningsmanni
kommúnistaflokksins, Ragnari
Ólafssyni, „og mundi hljóta
sömu meðferð og önnur slík mál
og ganga í dóm á sínum tíma.“ —
Möguleikar á fleiri réttarsættum
fyrir náð stjórnarinnar voru ekki
nefndir. Þetta var allt og sumt,
er Þjóðviljinn hafði að segja um
heildsalamálin, þangað til Stefán
Jóhann kom til skjalanna. En
þó að Joessi klausa blaðsins væri
ekki löng né merkil'eg, gaf hún
þó nokkru hugmynd um það,
hvernig að heildsölunum er bú-
ið, fyrir utan það, að hin ákærðu
fyrirtæki stunda verzlunina af
mesta kappi, líklega með sæmi-
legum hagnaði, og virðast ekki
vera í hraki með innflutning.
Málaflutningsmaður kommún-
ista hefur málið til endurskoð-
unar og hraðar þeim ekkert,
enda er hann í alls konar snatt-
ferðum fyrir kommúnistaflokk-
inn, varði t. d. kaupfélagsmál
þeirra í Siglufirði á dögunum
o. s. frv. Ólíklegt er, að íhaldið
í Reykjavík reki á eftir.
Þannig liafa valdamestu flokk-
ar stjórnarinnar, sameiginlegan
Fimmtud. 6. sept. 1945
NÝJA-BÍÓ 1
í kvöld kl. 9:
Draumurinn hans Jóa
(Amerísk söngvamynd)
Föstudagskvöld kl. 9:
Tunglskinsnætur
Mánudagskvöld kl. 9:
Ofsóttur
. með JOHN GARFIELD
'og MAUREEN O’HARA j
í aðalltlutverkum.
Herbergi.
Ungan mann, í góðri stöðu,
vantar rúmgott herbergi. —
Tilboð sendist blaðinu fyrir
mánudagskvöld n. k. merkt:
Reglusamur.
Barnavagn
til sölu á Hólabraut 13 (Zíon).
STULKUR!
Ein eða tvær stúlkur, eða
kona eitthvað vön hjúkrun;
og unglingsstúlka, óskast í
vetur.
STEFÁN JÓNSSON,
Skjaldarvík.
Símastöð.
Ung kýr
til sölu.
HARALDUR DAVÍÐSSON,
Stóru-Hámundarstöðum.
Unglingsstúlka
óskast til að gæta barns.
Uppl.-á afgr. blaðsins.
Steinway-píanó
Nokkur stykki nýkomin.
Upplýsingar í Nýlendu-
vörudeildinni. <
Kaupfélag Eyfirðinga.
hlífiskjöld yfir heildsölunum.
Blöðin þegja, en valdamenn
stjórnarflokkanna geyma málin
vel og vandlega og láta fyrnast
yfir þau.
Gólfklútar
enskir — Verð kr. 2.70
Brauns Verzlun
Páll Sigurgeirsson.
HlllllllllllllllllllllllllllllllllllltMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItlllllllllllllllllllllMIIIIMIIItllllllllllMlltllltlllllMIMM||k
| Nokkur Teikniahöld (Bestik)
seljum við með kostnaðarverði í dag og næstu daga.
Höfum einnig fengið Teiknitó, mjög vönduð, Reiknings-
stokka, Vatnslitakassa, stóra og vandaða, Gatara, Laus-
blaðamöppur, Kaffiserviettur, mislitar, Bréfsefnamöppur
\ og Skólavörur ýmis konar.
Hvergi meira úrval af Sjálfblekungum, Parker 51, Water-
I man's og Eversharp, allir með æviábyrgð.
B ÓK
[ Sími 444
Sími 444
• MilllllllllllHllMlllii|lliilHII|HIIMllillli|i|tlt|i!Ulii|tMt(iMlflilH||MII1tl!lltHMIIMIMMItniMt|ll|IMIMIIHMHMIIIfllMllllM|HHI|lf
IMtMtMtlimiltmHHIMIIItlltlltMMtlMIIIIMIIMMIIIIIIIIIIIIIIItl 1111111*11111