Dagur - 18.10.1945, Blaðsíða 2
2
DAGUR
Fimmtudaginn 18. október 1945
Hvað »Þjóðviljinn« leggur til
mála um mikilvægan stuðning
við sjávarútveginn.
Tveir þingmenn Framsóknar-
flokksins, þeir Eysteinn Jónsson
og Björn Kristjánsson, flytja
í n.d. Alþingis frv. til laga um
fiskimálasjóð, markaðsleit sjáv-
arafurða, útflutning á fiski o. fl.
Verði frv. þetta að lögum, kem-
ur það í stað laganna frá 1937
um fiskimálanefnd, útflutning á
fiski, hagnýtingu markaða o. fl.
Greinin um stofnun fiskimála-
sjóðs hljóðar þannig:
Til stuðnings og eflingar sjáv-
arútveginum skal mynda sérstak-
an sjóð, er nefnist fiskimálasjóð-
ur. Stjórn fiskimálasjóðs skal
skipuð 3 mönnum, kjörnum
hlutfallskosningum í sameinuðu
Alþingi. Stjórnin kýs sér sjálf
formann. Fiskiveiðasjóður ann-
ast reikningshald og vörzlu fiski-
málasjóðs.
Greinin um tekjur fiskimála-
sjóðs er á þessa leið:
1. Eignir fiskimálasjóðs, er
starfað hefir samkv. lögum um
fiskimálanefnd, útflutning á
fiski, hagnýtingu markaða o. fl.
nr. 75 31. desember 1937.
2. Otflutningsgjald af sjávar-
afurðum, öðrum en síldafurðum,
er nemi Vi% — hálfum af hundr-
aði — af verðmæti þeirra miðað
við fob. verð. Þó getur ríkissjórn-
in ákveðið að undanskilja þessu
gjaldi fisk og fiskafurðir, sem
sendar eru til útlanda í tilrauna-
skyni.
3. Árlegt framlag úr ríkissjóði,
eftir því sem ákveðið er í f járlög-
um þó eigi undir 25 millj. kr.
á ári næstu 10 árin frá gildistöku
laga þessara.
4. Vextir og aðrar tekjur af
eignum sjóðsins.
Heimilt er stjórn fiskimála-
sjóðs með samþykki ríkisstjórn-
arinnar að taka allt að 10 millj.
kr. lán til starfsemi sjóðsins. Rík-
isstjórninni er heimilt að ábyrgj-
ast lán þetta fyrir hönd ríkis-
sjóðs.
Greinin, sem fjallar um til
hvaða framkvæmda megi veita
lán úr fiskimálasjóði, hljóðar
þannig:
1. Að koma á fót niðursuðu-
verksmiðjum fyrir sjávarútveg-
inn eða efla þær, sem fyrir eru.
2. Að byggja hraðfrystihús, þar
sem aðstaða er góð til rekstrar og
þörf er slíkra húsa. — Ennfremur
að kaupa hraðfrystitæki í þau
frystihús, sem eru vel sett og hæf
til þess að frysta fisk til útflutn-
ings.
3. Að koma á fót verksmiðjum
til vinnslu úrfiskúrgangi.
4. Að byggja beitugeymslur.
5. Að koma upp hvers konar
iðnrekstri til nýtingar sjávaraf-
urða.
Þá er stjórn sjóðsins heimilt að
veita lán til bátakaupa eða báta-
smíði á þá staði, þar sem tilfinn-
anleg vöntun er báta, fjármagn
lítið fyrir hendi, en rétt að efla
útgerð að dómi Fiskifélags Is-
lands.
Lán úr fiskimálasjóðr mega
vera vaxtalaus, afborgunarlaus
fyrstu 5 . árin og nema allt að
25% af stofnkostnaði, þó eigi yf-
ir 85% af stofnkostnaði að með-
töldum lánum með betra veð-
rétti.. Hámark lánstímans sé 20
ár. Engin lánveiting má nema
yfir 2 millj. kr.
Það er fróðlegt að kynnast því,
hvaða viðtökur þetta mál til
stuðnings og eflingar sjávarút-
veginum fær hjá aðahnálgagni
kommúnista. „Þjóðviljinn" frá
10. þ. m. getur um nokkur ný
þingmál í hlutlausum fréttum
og skýrir frá aðalinnihaldi
þeirra, þar til hann að síðustu
kemur. að því máli, sem frá hefir
verið skýrt hér á undan. Þá út-
hverfis þetta málgagn „nýsköp-
unarinnar" og skyrpir úr klauf-
um eins og hér segir:
„Eysteinn Jónsson 2. þm.
Sunnmýlinga og Björn Krist-
jánsson þm. Norður-Þingeyinga
flytja frv. um „fiskimálasjóð,
markaðsleit sjávarafurða, út-
flutning á fiski o. fl.“. Mun þetta
vera eitt af kosningafrumvörp-
um Framsóknarflokksins, borið
fram eingöngu í áróðursskyni, og
sýnist því ekki ástæða til að rekja
það hér. Útvegsmenn og sjó-
menn þekkja umhyggju Fram-
sóknarflokksins fyrir sjávarútveg-
inum frá hinu langa valdatíma-
bili flokksins og munu einhuga
fagna því, að Framsóknarfor-
sprakkarnir ráða ekki lengur
málum þeirra. Er hætt við að
kosningafrumvörp Eysteins &
Co. dugi ekki til að breyta áliti
sjómanna og útvégsmanna á
flokki þeirra."
Annað en þetta hefir málgagn
kommúnista og ríkisstjórnarinn-
ar ekki til þessa merkilega fram-
faramáls að leggja, ekkert nema
skæting, illyrði og róg um Frarn-
sóknarflokkinn, og tilefnið það
eitt, að flokkurinn beitir sér fyrir
því, að ýmsar starfsgreinar sjávar-
útvegsins verði studdar og efldar
meir en áður hefir verið. Ekki er
það anhað en rakalaus rógur, að
Framsóknarflokkurinn hafi á
valdatími sínum verið fjandsam-
legur sjávarútveginum, það sýn-
ir barátta hans fyrir stofnun síld-
arverksmiðja, það sýnir bjarg-
ráðastarf hans til handa togara-
flotanum og öðrum sjávarútvegi
árið 1939 o. m. fl., enda nefnir
„Þjóðviljinn" ekki eitt einasta
dæmi máli sínu til sönnunar, og
nmndi þó ekki hafa á því staðið,
ef þau hefðu verið fyrir hendi.
En það er vandalaust að sjá
hvar fiskur liggur undir steini
hjá málgagni kommúnista.
„Þjóðviljinn" er á nálum um, að
frv. þeirra Eysteins og Björns
mælist vel fyrir meðal útvegs-
manna og sjómanna, eins og það
á skilið, þess vegna er fyrir sálar-
sýn „Þjóðviljans" um að gera að
afflytja það og spilla fyrir því
strax í fæðingunni, og því er
gripið til rógsins um Framsókn-
armenn almennt, af því að blað-
ið treystir sér ekki til að ráðast á
frumvarpið málefnalega eða þær
framkvæmdir, sem því er ætlað
að styðja. Það er heldur ekki
árennilegt að fjandskapast við
niðursuðuverksmiðjur, bygg-
ingu hraðfrystihúsa og verk-
smiðja til vinnslu úr fiskúrgangi
o. fl„ því allt eru þetta viður-
kenndar nauðsynjaframkvæmdir !
fyrir sjávarútveginn. Hitt er;
miklu þægilegra að vekja tor-
tryggni gegn þeim mönnum, er j
fyrir umbótunum beita sér, en
það er aðferðin, sem svartasta
íhald hefir löngum viðhaft til að
-koma í veg fyrir framgang góðra
mála. Nú er málgagn kommún-
ista farið að sverja sig í þá ætt.
Minningarorð.
Hinn 20. sept. sl. andaðist í
Sjúkrahúsi Húsavíkur Sigurgeir
Pálsson bóndi að Granastöðum í
Kalda-kinn. Banamein hans var
heilabólga.
Sigurgeir var fæddur að
Bjarnastöðum í Bárðardal h. 31.
maí 1886, sonur hinna gagn-
merku hjóna, Páls Jónssonar
söðlasmiðs og Ólínu Olgeirsdótt-
ur.
Sigurgeir fluttist ungur með
foreldrum sínum að Landamóti
í Kinn, árið 1910.
Granastaðir er fögur jörð og
allvel í sveit sett. Þar eru engjar
miklar og mjög gott til túnrækt-
ar. Jörðin var hentug fyrir fram-
gjarnan mann. Þarna reisti Sig-
urgeir bú árið 1912. Um sama
leyti gekk hann að eiga hina
miklu ágætis- og atgerviskonu,
Kristínu Jónsdóttur frá Geir-
bjarnarstöðum. Á hálfri jörð-
inni, móti bræðrum sínum, bjó
Sigurgeir til dauðadags.
Sigurgeir á Granastöðum var
búhöldur góður og víkingur til
allra verka. Það var sagt um föð-
ur hans, að hann var svo góður
smiður, að á gripum þeim, er
liann smíðaði úr járni, sást ekki
„hamars- eða meitilsfar". Sigur-
geir erfði hagleik hans, því að
hann var smiður góður, bæði á
tré og járn. Auk þess var hann
kunnur fyrir söðlasmíðar sínar.
Sigurgeir var, með fulltingi
sona sinna, búinn að bæta eign-
jörð sína mjög, að ræktun, girð-
ingum og áveitum og sl. vor
reisti hann íbúðarhús úr steini á
jörðinni, sem synir hans eru nú
að fullgera, en þeir eru hagleiks-
menn miklir eins og þeir eiga
kyn til.
Granastaðaheimili hefir um
langa stund verið þekkt að rausn
og hvers konar greiðasemi. Sig-
urgeir skarst þar aldrei úr leik.
Hann naut því mikilla vinsælda.
Er harmur kveðinn að konu hans
og 6 börnum, frændliði og sveit-
ungum, að þurfa að sjá honum
svo skjótt á bak. 1 sambúð allri
var hann óvenjulega sanngjarn
og víðsýnn og glöggur á allt það
í félagsmálum, sem orkaði á
bætta sambúð manna. Skilnings-
góður á þörfina fyrir auknum
samtökum og samvinnu og á því
merkan þátt í allri félagsmála-
starfsemi sinnar sveitar.
Sveitungar Sigurgeirs á Grana-
stöðum, þakka honum allir fyrir
góð og giftudrjúg störf. Hann
var kvaddur á braut þegar haust-
myrkrið seig yfir landið. En yfir
minningu hans hvelfdist heiður
Nýjar úrvals bækur
er setja nýjan svip á heimilið:
Á eg að segja þér sögu. Úrval beztu smásagna heimsbók-
menntanna.- Sögur þessar hafa heillað hugi milljóna manna
um víða veröld. Hér gefst einstakt tækifæri fyrir þá íslend-
inga er kynnast vilja frægustu smásagnahöfundum veraldar.
Brynjólfur Sveinsson menntaskólakennari þýddi. Kr. 20.00
ób., kr. 30.00 ib. og kr. 40.00 í skinnbandi.
Margrét Smiðsdóttir, skáldsaga el'tir Astrid Lind. Sagan ger-
ist til sveita í Norður-Svíþjóð á öndverðri 19. öld. Þessi heill-
andi saga er þýdd af Konráð Vilhjálmssyni, sent vakið hefir á
sér mikla athygli fyrir snilldar þýðingar sínar á Degi í Bjarn-
ardal og Glitra daggir, grær fold. — Þessi örlagaríka saga
gleymist seint. — Kr. 30.00 ób„ kr. 42.00 ib.
Þeir áttu skilið að vera frjálsir, eftir Kelvin Lindemann, í
þýðingu Brynjólfs Sveinssonar menntaskólakennara. Þetta er
hrífandi, söguleg skáldsaga, er gerist á Borgundarhólmi árið
1658. Sagan ei' meistaraverk í norrænum bókmenntum, enda
sagði Kaj Munk um bókina: „Hún er of góð til þess að mælt
sé með henni. Látum hana gera það sjálfa“. — Kr. 30.00 ób.,
kr. 40.00 ib og kr. 50.00 í skinnbandi.
-Glóðu ljáir, geirar sungu, eftir Jan Karski í þýðingu Krist-
mundar Bjarnasonar. Bók þessi er frásögn urn hin ægilegu ör-
lög Póllands. Hér eru raktar raunir vestrænnar siðmenningar
á bersögulan og átakanlegan hátt. — Kr. 18.00 ób.
Töfrar Afríku, eftir Stuart Cloete, í þýðingu Jóns Magnús-
sonar, fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Þessi blóðheita og safa-
mikla skáldsaga verður hverjum, sem les hana, umhugsunar-
efni í langan tíma. Persónur hennar eru sterkar og mikilúð-
legar, leiksoppar sterkra kennda og óstýrilátra ástahneigða,
enda gerist sagan fyrir utan „siðmenninguna“. Kr. 32.00 ób.
og kr. 42.00 ib.
Trygg ertu Toppa, eftir Mary O’Hara, í þýðingu Friðgeirs
Berg. Segir sögu drengs og hests og ástar þeirra hvors til ann-
ars á undursamlega hrífandi hátt. Þetta er yndisleg saga, hjart-
næm og heillandi, enda með því fegursta, sem skrifað hefir
verið um dýr og drengi. — Kr. 23.00 ób„ kr. 32.00 ib.
Beverly Gray, II., eftir Clarie Blank, í þýðingu Kristmund-
ar Bjarnasonar. Útkomu þessarar sögu hefir verið beðið með
mikilli eftirvæntingu af hinum mörgu aðdáendum Beverly
Gray, nýliða, er út kom á sl. ári. Sögurnar um Beverly Gray
og stallsystur hennar, eru nú eftirlætisbækur ungu kynslóðar-
innar. — Kr. 20.00 innbundin.
Hugrakkir drengir, eftir Esther E. Enock, í þýðingu Bjarna
Ólafssonar kennara. Þetta eru tólf sannar og áhrifaríkar sög-
ur úr lífi tólf ágætismanna, er hlotið hafa heimsfrægð fyrir
mannkosti og göfugmennsku. — Kr. 10.00 ib.
Sniðug stelpa, eftir Gunnvor Fossum, í þýðingu Sigrúnar
Guðjónsdóttur. Sagan gerist til sveita í Noregi. — Verulega
sniðug saga — skemmtileg og spennandi, en þó hollur og góð-
ur lestur fyrir unglinga, því að hún hvetur til dugs og athafna,
til þess að leggja ekki árar í bát, þótt blása kunni í móti. —
Kr. 15.00 ib.
Aðalútsala NORÐRA li.f.
PÓSTHÓLF 101 - REYKJAVÍK.
Fimmtudaginn
1. nóvember fer fram al-
menn hrossasmölun í
Skriðuhreppi. Pau hross
sem ekki finnst eigandi
að, verður farið með sem
annað óskilafé.
Skriðuhreppi 12. okt. 1945
Fjallski lastjóri
vorhiminn — minningin um
vaskan og góðan dreng.
5. október 1945.
B. Baldv.
Karlmannsarmbandsúr
tapaðist síðastliðið flmmtudagskvöld
nálægt Spltalavegi. (Teg. Omega úr
gulli). Skillst gegn fundarlaunum
til
Úlfars Jónssonar, Akureyrarspftala
BANDSAGABLÖD
i/4. %■ >/2. Ys, v„ 1.1>/4. n/2"
Jám- og glervörudeild.