Dagur - 18.10.1945, Blaðsíða 4

Dagur - 18.10.1945, Blaðsíða 4
4 ÐAGUR Fimmtudaginn 18. október 1945 DAGUR Ritotjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðslu og innheimtu crnnast: Marinó H. Pétursson. Skrifstofa í Hafnarstraeti 87. — Sími 166. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. »Ólíkt höfumst við að«. J^ÁGRANNAÞJÓÐIR OKKAR í Evrópu eru nú sem óðast að gera upp reikningana við þá landa sína, sem voru svo ógæfusamir og sein- heppnir að snúast á sveif með innrásarherjunum og ganga erinda ofbeldissinnanna í hvívetna.strax og þeim gafst tækifæri til að sýna trú sína á kenni- setningar einræðisins og þjónustuvilja sinn við handhafa þess í verki. Daglega að kalla berast nú fregnir um þunga sektardóma, líflát eða æfilanga fangelsisvist, sem kveðnir eru upp yfir landráða- mönnunum, Kvistlingunum og nazistavinunum, sem svikið hafa málstað föðurlands síns og sett svartan blett á söguskjöld þjóðar sinnar á örlaga- tímum liðinna styrjaldarára. Ýmsir hinna víðsýn- ustu og umburðarlyndustu mannvina hafa að vísu livatt til þess, að þjóðirnar sýni fullt hóf og stillingu við úthlutun refsinganna, og jafnvel mælt gegn því, að dauðadómar verði aftur í lög teknir. En enginn réttsýnn maður mun hins veg- ar treystast til að mæla með því, að hinum brot- legu verði sýnd nokkur linkind um hæfileg viður- lög og ábyrgð óverjandi og háskalegra afglapa. jLENZKU ÞJÓÐINNI var hlíft við innrás of- beldismannanna, og innlendu Kvislingaefnun- um okkar gafst þannig aldrei færi á að sýna trú sína og ,,hugsjón“ í verki. En engum gat dulizt hvers var að vænta — ef tækifæri gæfist til land- ráða — af þeim mönnum, sem háværastir voru um aðdáun sína á nazistum og a^dúð sína í garð Bandamanna, þegar dapurlegast horfði fyrir Vest- urveldunum, en herskarar Hitlers hins vegar í óðastri framsókn á öllum vígstöðvum. Þeir fóru þá sannarlega ekki í neina launkofa með þessar skoðanir sínar, þótt þeir sverji ákaft fyrir þær nú órðið, a. m. k. þeir, sem blauðastir eru og mestu klókindamenn. Nazistafélög voru stofnuð og stefnumál og vígorð Húnanna mjög í heiðri höfð meðal ýmissa íslendinga í þann tíma. Þetta er ekkert launungarmál og þýðir ekki fyriV það að þræta. „Dyggð“ þessara manna er því helzt sú, að ljósmyndin af smán þeirra hefir aldrei verið fram- kölluð í ljósi harmsögulegra atburða á sama hátt og innræti hinna erlendu sálufélaga þeirra var af- hjúpað á örlagastundum. “ylÐ ÍSLENDINGAR erum svo umburðarlynd- ir og seinþreyttir til vandræða, að enginn mun láta sér detta í hug að heimta sams konar dóma yfir þessum mönnum eins og þá, sem kveðnir eru nú upp yfir skoðanabræðrum þeirra í nágrannalöndunum. Þeir munu vissulega látnir sitja í friði að sínu, og er ekki um það að sakast, því að forlögin — en ekki fríviljinn — hlífði þeim þó við að gerast opinberir landráðamenn. En hins höfðu menn vænzt, að þeir kynnu sjálfir a£5 skammast sín að því marki, að þeir reyndu ekki framar að gerast áhrifamenn og leiðtogar landa sinna í félagslegum efnum. A. m. k. mun þjóðin hafa treyst því, að ábyrgir þjóðmálaflokkar hlífð- ust við að hafa þá aftur á oddinum eða sæktust eftir hugleiðingum þeirra um opinber mál til þess að skreyta með þeim dálka höfuðmálgagna sinna. En þessi von virðist ætla að reynast fávís- - legt oftraust. Síðasta tbl. íslendings flutti t. d. ádrépu um félagsmál, er merkt var Sv. G., og munu allir bæjarbúar vita, hver foringja „Skjald- borgarinnar" sálugu á það fangamark, enda sver ritsmíð þessi sig mjög í hina andlegu föðurætt sína að öðru leyti. Og „Morgunblaðið" hefir að undanförnu flutt hverja svívirðingargreinina annarri verri í garð bænda eftir annan þressara höfðingja, Pál Kólka lækni. Og í ritstjórnargrein SIGURVEGARAR í KÍNA Myndin sýnir Chiang-Kai-Shek, leiðtoga Kínverja, og Chennault hershöfðingja, yfirmann hinssameinaðaamerísk-kínverska flughers, er Japanar gáfust upp. Báðir þessir menn áttu mikinn þátt í sigrin- um yfir Japönum. Þar sem neyðin ríkir. gVO ER AÐ SJÁ af fregnum, sem borizt hafa hingað frá Noregi, að neyðarástandið þar sé ennþá alvar- legra en ætla mátti af fyrri fregnum, einkum í norðanverðu landinu. Til dæmis um það er eftirfarandi grein- arkorn, sem nýlega birtist í norsku blaði. Höfundurinn er norsk sjó- mannskona, sem á heima á eyjunni Fröya. Hún segir svo: — Hér á Fröya hefir lengi verið bú- izt við sendingu af hinum góðu gjöf- um, sem borizt hafa hingað til lands. Ennþá hefir þó ekkert af þeim komið hingað og kynni okkar af þeim verða líklega þau ein, að hafa heyrt um þær getið. Oneitanlega er þó þörf fyrir þær hér, þótt ekki væri nema handa börn- unum. Þau þurfa föt og skó eigi síður en börft annars staðar, og það því fremur, sem hér þarf að flytja þau í róðrarbátum kvölds og morgna úr skóla og í. Þar að auki þurfa þau að ganga hálfa klukkustund hvora leið. Það mundi áreiðanlega verða fögnuð- ur á fiskimannaheimilunum hér, sem mörg eru óhituð, en eiga hóp af klæð- lausum börnum, ef eitthvað af fyrr- nefndum gjöfum kæmi hingað. Og svo eru það karlmennirnir, sem þurfa að sækja sjóinn, hvernig sem viðrar og koma oftast holdvotir heim. Fæstir eiga föt til skipta. Að síðustu vil eg geta þess, að eitt af mínum börnum varð, ásamt fleir- um, af skólavist síðastliðinn vetur sökum skóleysis. — þETTA VORU ORÐ norsku sjó- mannskonunnar á Fröya. Fleiri greinar þessu likar hafa birzt í norsk- um blöðum að undanförnu. Gjafirnar, sem bárust, hafa hvergi nærri hrokkið til þess að bæta úr neyð allra. Svo er að sjá, sem engin vefnaðarvara, hvaða nafni sem nefnist hafi verið fáanleg ' víða í Noregi undanfarin ár. Má því geta nærri hvernig ástandið er orðið og nú fer vetur í hönd. Hér er um skort að ræða, sem við Islendingar j þekkjum sem betur fer ekki i okkar landi, nema í annálum. Islendingar ■ hafa gefið rausnarlega til bágstaddra frændþjóða að undanförnu. En gott væri, ef þeir sem eiga skó og fatnað, sem þeir ekki nota, vildu liðsinna þessu fólki. Allir, sem lesa grein sjó- j mannskonunnar skilja, að sú hjálp þarf ekki að vera mikilfengleg, sem 1 vel yrði þegin á því heimili. Þeir, sem vilja styrkja sjómartnaheimilin á Fröya á þennan hátt geta komiö éjaia- pökkum sínum i Vefnaðarvörudeild KEA. Verða þeir sendir með fyrstu ferð er fellur. Gleymum ekki löndum okkar! þESSI LÝSING um skortinn i Fröya gæti átt við marga staði í Evrópu um þessar mundir. Víða í Mið-Evrópu þjáist fólk af matvælaskorti og klæð- leysi. Þar búa enn nokkrir Islending- ar, sem einhverra hluta vegna geta ekki komið heim. Rauði krossinn gengst fyrir fjársöfnun þeim til handa. Undirtektir almennings hafa verið undarlega daufar til þessa. Lítið fé hefir safnast og engan veginn nægi- legt til þess .að standa straum af þeirri líknarstarfsemi, sem fyrirhuguð (Framhald á 5. síðu). Húsmæðraskóli á Akureyri Eg rumskaði snemma í morgun við það, að sunnangolan feykti upp glugganum mínum. Eg skreiddist fram úr til þess að krækja glugganum, en er eg leit út glaðvaknaði eg öll, þvr að við mér blöstu ljós — mörg ljós og mikil birta frá hinum nýja húsmæðraskóla við Þórunnarstræti, sem nú er fullger og um þær mundir að hefja starf. Þetta nýja, glæsilega hús fannst mér breiða út faðminn þarna í morgunblænum og bjóða velkomnar ung- ar dætur bæjarins: „Hér er eg þá loksins kominn til ykkar. Gjörið þið svo vel.“ Sannarlega er það mikill menningarauki fyrir Jjennan bæ, að hafa eignazt húsmæðraskóla, og eiga konur þær, er að málinu hafa unnið með svo glæsilegum árangri, miklar þakkir og hrós.skilið. Ekki þykir mér ólíklegt að 13. okt. 1945 eigi eftir að verða merkisdagur í skólasögu bæjarins. Þá er í fyrsta sinn settur húsmæðraskóli á Akur- eyri. — Því miður var Jressi skólasetning ekki með jafn miklum hátíðablæ og glæsileik, eins og hún í rauninni hefði átt að verá. Eg held að hún hafi gjörsamlega farið fram hjá miklum hluta bæjar- búa. Það hefir oft verið minna tilefni til að draga fána að hún og Jteyta lúðra en hér um ræðir, og oft liafa kórfélög bæjarins og kennimenn látið til sín lieyra við ómerkari athafnir, en Jreim sem hér ráða málum hefir sennilega Jjótt hlýða að þetta færi allt fram með ró og spekt, og að yfirlætis- leysi myndi farsælla upphaf. Þetta kann rétt að vera, þó að ýmsir hefðu óskað það öðruvísi — það verður ekki gert svo öllum líki — og um smekkinn verður Jteldur ekki deilt. Við hinn nýja húsmæðraskóla eru bundnar glæsilegar vonir. Hann má ekki verða eftirbátur annarra húsmæðraskóla, heldur þvert á móti þarf hann að verða framarlega í þfeim flokki.entilþess að svo geti orðið, þurfa allir bæjarbúa að sýna honum virðing og veit aðstoð eftir föngum. — Það er ósk mín og von að hinn nýi húsmæðra- skóli megi verða sannur skóli, heimili menningar og mennta. „Puella“. bætir blaðið nýlega miklu lofi við fyrra siðferði.vottorð hins ,,fræga“ manns. Líklegast er.þó að læknirinn hafi sjálfur ritað grein þessa, nafnlaust, því að orðbragðið virðist honum líkast. Pólitískir andstæðingar hans eru þar kallaðir „sjálfhælin og ill- málg skauð“, „rógsnatar" með „öll klækimennskunnar vopn á lofti“, enda hafi þeir „að lífsstarfi að flytja þjóðinni róg og lýgi", flokkur þeirra sé haldinn „hol- gröfnum eiturkýlum“ og „hug- leysið, ræfildómurinn og skít- mennskan" sétr ófrávíkjanlegir fylginautar“ hans, o. s. frv. í þessum dúr! J7NGINN GETUR EFAST um það, hvaða lífsstefna muni hafa kennt Kolka lækni svo „mál að vanda“, né heldur, hvað- an honum muni kominn sá „kraftur orða, meginkynngi og myndagnótt", sem bregður hér svo skýru ljósi yfir menningar- ástand Jiessarar persónu. Hitt orkar þá heldur ekki tvímælis, hvílík virðing lesendum „íslend- ings“ og ,,Morgunblaðsins“ er | með því gerð, að þeir skuli að jafnaði fóðraðir á hunangi því, ! sem drýpur úr penna þeirra ; Kolka á Blönduósi, Svavars bankastjóra og annarra slíkra ,,foringja“-efna íslenzku Jijóðar- innar, sem vafalaust hefðu komið ; hér rnjög við sögu, ef örlögin hefðu aðeins leyft þeim að sína hina einlægu trú sína og þjón- ustuvilja í verki. En myndi þjóð- inni annars þykja það of hörð refsing, þótt þessir menn væru dæmdir úr leik í hinu pólitíska lífi hennar, en héldu öllu sínu í friði að öðru leyti? Margir eigin- menn og unnustar hafa gaman af að halda í hespu fyrir konur sínar eða kannske fremur konuefnin! Blessaðar notið ykkur það! ★ Ljáðu mér eyra! Þú hefir ákaflega gott af að morgunsólin skíni á þig, en mjólkin þín hefir ekki eins gott af því. Þú safnar í Jtig vitamínum, en mjólkin glatar bæði C- og G-vitamínum. Ef þú þarft að láta mjólkina standa úti, þá gættu þess að flöskurnar séu í forsælu. ★ Púðursykur á til að harðna og hlaupa í leiðin- lega köggla. — Þetta má koma í veg fyrir með því að láta brauðsneið ofan í sykurílátið, eða epla- bita, sem vafnir eru innan í vaxborinn pappír. ★ Öll mjólkurílát og ílát, sem egg hafa verið borðuð af eða nreð, skal ávallt þvo fyrst úr köldu vatni og síðar heitu. Heita vatnið festir eggin og mjólkina á ílátunum. Notið því kalt vatn fyrst. — Skolið mjólkurbrúsann úr tveim köldum vötn- um, áður en þið notið heka vatnið. ★ Lengi staðið kaffi er léleg ■■■■■■ii y hressing. Þ. Þ. Þ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.