Dagur - 18.10.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 18. október 1945
DAGUR
5
Húsavíkurbréf.
hér við barnaskólann. Við skól-
5. þ. m. lauk sláturfjármóttöku
lijá Kaupfélagi Þingeyinga. —
Slátrað var alls rúml. 10 þús.
f jár. Er þá um leið um garð
genginn niðurskurður í austur-
hluta S.-Þingeyjarsýslu, eða á
öllu svæðinu milli Jökulsár á
Fjöllum og Skjálfandafljóts, að
undanskyldu því senr enn kann
að vera ófundið á Mývatnsafrétt,
því að þar er víðátta mikil og
vandleitað.
í Mývatnssveit og austurhluta
Laxárdals voru dilkar afburða-
vænir, misjafnir úr Reykjadal og
Köldukinn.
Nokkur gimbrarlömb komu
til slátrunar af niðurskurðar-
svæði því í fyrra og reyndust
mjög væn. — Björn Gíslason
bóndi í Presthvammi átti í þeim
hóp einn dilksskrokk.sem vigtaði
20.5 kg. Meðalþungi allra dilks-
skrokka hér í haust var 16,9 kg.
172 dilsskrokkar vigtuðu yfir
23.5 kg.
Hæstu meðalvigt hafði Helgi
Sigurðsson bóndi í Hólum í Lax-
árdal, 22 kg. 2 þyngstu dilks-
skrokkar í haust vigtuðu 29 kg.
og voru eigendur þeir bændurnir
Pétur Jónss., Árhvammi, og Sig-
urður Helgason í Hólum í Lax-
árdal. 1 sambandi við hinn mikla
þunga á dilkum úr austurhluta
Laxárdals í haust, má geta þess,
að land jjessara jarða hefir verið
friðað í þrjú ár, og þegar sarnan
fer gott land og ágætt sumar, get-
ur fé hér í uppsveitum orðið
ótrúlega vænt.
Nú hafa jreir, sem lögðu niður
hverja sína sauðkind í haust,
Mývetningar og Bárðdælir, aust-
an fljóts, rekið og keyrt heim til
sín á fjórða þúsund lömb. Voru
þau öll sótt í N.-Þingeyjarsýslu.
Er það nú ósk og von fjöldans
hér, að nú megi takast að ala upp
hraust og vænt fé um alla fram-
tíð.
Allvíða hefir lömunarveikin
gert vart við sig hér í héraðinu.
Harðast hefir jressi vágestur
lostið hjónin á Ökrum í Reykja-
dal, þar er nýlega einn sonur
þeirra dáinn og annar lamaður.
Fyrir rúmum 20 árurn gekk þessi
veiki hér um og skyldi þá eftir
djúp sár, og eins virðist hún ætla
að gera nú.
3. þ .m. var til moldar borinn
að Þóroddsstað Sigurgeir Pálsson
bóndi á Granastöðum. Sigurgeir
heitinn var hinn mesti dugnaðar-
og atorkumaður og ákjósanlegur
nágranni. Giftur var hann Krist-
ínu Jónsdóttur Klemenssonar frá
Geirbjarnarstöðum. Með fráfalli
.Sigurgeirs er áreiðanlega einum
sæmdarmanninum færra í Kinn
en áður var.
Nýlátinn er í Reykjavík Jónas
Björnsson, fyrrum bóndi í
Tungugerði á Tjörnesi. Var bú-
inn að vera alllengi heilsuveill.
í dag var Gagnfræðaskóli
Húsavíkur settur. Skólastjóri er
Axel Benediktsson, áður kennari
ann starfa 10 kennarar og 35
nemendur stunda þar nám.
Húsavík 12. október 1945.
|»A hvaða síðu er
komið hér?«
,Hér er ekki farið með
stóryrðin'
Á fyrstu síðu „Alþýðumanns-
ins“, er út kom í fyrradag, er
„Framsóknarflokksforsprökkun-
um“ kennt um, að ekki seldist að
jressu sinni nema j/3 kjötmagns,
þegar miðað er við venjulega
sölu að undanförnu.
Á f jórðu síðu sama blaðs er
landbúnaðarráðuneytinu kennt
um jretta sama, jrar sem jrað hafi
ekki komið frá sér reglugerðinni
um niðurgreiðslu fyrr en eftir
sláturtíð.
Þegar fyrsta og síðasta síða Al-
þm. stangast, hvora þeirra er þá
að marka?
v
Fyrstu síðuna skrifar ritstjór-
inn auðsýnilega ofsareiður yfir
því að geta ekki hrakið eitt ein-
asta atriði í grein Dags um dýr-
tíðina, en notar í þess stað stór-
yrði. Af slíkunj málblómum má
nefni: „Ófyrirleitin svik“, ,,1'anta-
tök“, ,,lævísi“, „svikarar", „sví-
virðilegustu svikin“ (jregaf Frarn-
sókn gekk til stjórnarsamvinnu
með kommúnistur eins og Al-
þýðuflokkurinn), „óartarstrák-
ur“, er „steytir kjaft“, „Jrjóðar-
svik“, „silkitunga hræsnarans“.
„Hér er ekki farið með stór-
yrðin" (um dýrtíðarmálið) sagði
ritstjóri Alþrn. 2. okt. Hann hef-
ir nú bætt úr þeirri vöntun í síð-
asta blaði.
Menn skilja J^að, að sá, sem
grípur til stóryrða í stað rök-
semda, er sjálfur rökþrota.
Á 4. síðu er ritstjórinn orðinn
rólegur, og Jrá er jrað landbúnað-
arráðlierra, sem hefir eyðilagt
kjötmarkaðinn í haust með sein-
læti sínu. Það getur þá verið út-
rætt mál.
STÚLKA
Stúlka óskast til iðnaðarstarfa
hálfan daginn [seinni hluta
dags]. Létt og hreinleg vinna
Qott kaup.
UppL í sfma 408.
STÚLKA
óskast hálfan daginn. Qot
kaup. Sérherbergi.
María Thorarensen.
Brekkugötu 11.
TIL SÖLU:
18 manna bifreið Chev-
rolet '39. Getur einnig
verið til vöruflutninga.
Uppl. f bensínafgr, K. E. A.
Haraldur Sigurðsson
Eins og lauslega var getið um
síðasta balði hafði jressi ágæti
listamaður píanóhljómleika í
Nýja-Bíó hér í bænum, fyrra
miðvikudagskvöld. Tónlistarfé-
lag Akureyrar hafði gengist fyrir
3ví, að fá hann hingað til bæjar-
ins, og á Jrakkir skildar fyrir
framtakið. Með því að Haraldur
ar mjög tímabundinn var nokk-
ur óvissa ríkjandi um konsertinn '
rangað til á miðvikudag og.mun
því undirbúningur ekki hafa
erið eins góður og æskilegt
íefði verið. Mun mega kenna
iví það, að húsið var ekki full-
skipað.
Haraldur var nýlega komlnn
til bæjarins eftir langa og stranga
flugferð, er hann gekk fram á
rallinn í Nýja-Bíó, og væri það
aunar furðulegt, ef erfiði ferða-
agsins hefði ekki gætt að neinu
leik hans. Haraldur er svo
kunnur hér af fyrri hljómleik-
um, og af fregnum þeim, sem
menn hafa haft af ágætum störf-
um hans við Músíkháskólann í
Kaupmannahöfn, að flestir
munu vita nokkurn veginn hvers
má af honum vænta. Og tvímæla-
aust er hann ágætur listamaðu.r
og hinn virðulegasti túlkandi
tgætra tónlistarverka af íslenzku
bergi.
Viðfangsefnin voru í þetta
sinn nokkuð veigáminni en oft-
ist áður á þeim hljómleikum
Haraldar, sem við höfum átt kost
á að sækja. Mún listamaðurinn
vafalaust hafa haft í huga við
samningu efnisskrárinnar, að að-
staðan til hljómleikanna var hon-
um erfið, svo sem fyrr segir. Þar
við bættist, að hljóðfærið, sem
aonum var boðið, var hvergi
nærri eins gott og æskilegt hefði
verið, og því miður laklega
stemmt.
Veigamesta verkefnið var án
efa Wanderer fantasie Schuberts,
sem Haraldur hefir áður leikið
hér á konsertum. Verkið er ekki
tilkomumikið konsertverk, þótt
jrað sé óumdeilanlega fagurt, en
því kornu strax í ljós hinir
miklu kostir Haraldar, mjúkur
og nákvæmur ásláttur og af-
bragðs góð og örugg pedalanotk-
un. Af fjórum verkefnum eftii
Brahms var Rhapsodie í H-moll
þungvægast. Það hefst með ein
kennilegu stefi, sem er tónrétt
eins og byrjunin á Dauða Ásu
eftir Grieg. Verkið var flutt af
mikilli smekkvísi og virðulegu
öryggi. Næst var Fantasie eftir
Chopin, mjög frægt verk, sem
hefst á hergöngulagi fallinna
hermanna. Verkið var flutt af
mikilli tækni og næmum skiln-
ingi, en naut sín þó tæpast eins
vel og von var til að ætla, mest
megnis vegna þess hve hljóðfærið
var illa á sig komið.
Síðustu verkefnin voru eftir
finnsku tónskáldin Sibelius og
Palmgren. Verða þau (Romance
og Tarantella) naumast talin
mikilvæg konsertverkefni, þótt
bæði séu einkar falleg.
Um hljómleikana í heild má
segja, að Jreir hafi verið lista
manninum til sóma og styrkt Jrá
skoðun, að hann sé meistari
meðferð og túlkun. Hins vegar
muna Akureyringar veigameiri
tónleika frá hans hendi, og víst
mundu jreir fagna því að eiga
kost á að heyra til hans oftar.
Auditor.
Frá bóka-
markaðinum
Heima í koti karls oé kóngs
ranni. — Þýtt úr ensku af
steingr. Arasyni. — Leiftur
h.f. Reykjavík 1945.
1 Jressari bók, sem er ætluð
börnum og unglingum, er greint
frá heimilum mannanna frá alda
öðli allt til þessa dags. Frásögn-
in hefst með hellisbúum fornald-
arinnar og líkur með heimsókn
í skýkl júfahverfi New York-
borgar, í milli jressara andstæðna
hins forna-og nýja tíma, eru frá-
sagnir um heimili ýmsra þjóða
og kynflokka í nrörgum þjóð-
löndum og álfum, tjöldum Ar-
aba, strákofum negranna, köstul-
um riddaranna, burstabæjunum
íslenzku o. m. fl. Frásagnirnar
eru flestar í smásöguformi léttu
og lipru, við hæfi barna og
myndir fylgja hverri sögu til
skýringar. Eins og sjá má af jressu
er hér um óvenjulega og mjög
fróðlega barnabók að ræða, sem
má nota jöfnum höndum til
skemmtilesturs og sögu- og
landafræðikennslu við hæfi
yngstu borgaranna. Þessi bók er
tvímælalaust í hópi beztu barna-
bóka, sem hér lrafa komið út á
seinni árum.
Bókin er vönduð að frágangi.
Pappír er þykkur og bandið
sterkt og gott.
Nýkomið:
Skœri.
Vinklar.
Hallamál.
Olíubrýni.
Sporjárn.
Cenirumborar.
Pvingur.
Lyklasett.
Pjalarsköft.
Pvottavindur.
Hilluhné.
Sent gegn póstkröfu.
Verzl. Eyjafjörður h.f.
Nýjar bækur
Vídalínspostilla, skinnb. . . kr. 140.00
Brennunjálssaga, ób.... —120.00
[slenzkir samvinnumenn . . — 30.00
Armann á Alþingi....... — 96.00
Ljóðm. Bjarna Thorarensen,
skinnb............... —- 45.00
Saga Eyrarbakka, ib....— 67.00
Börn framtiðarinnar.... — 30.00
Horfin sjónarmið....... — 30.00
óbyggðum A.-Grænlands — 43.00
►ókaverzlunin EDDA, Ak.
Hrossakjöt
seljum við í steinskúrnum á móti
lögregluvarðstofunni. Kjötið selt
eftir mati. Verð í heilum skrokk-
um:
I. 0. kr. 3.70 pr. kg.
II. fl. kr. 3.30 pr. kg.
III. 11. kr. 3.00 pr. kg.
JÓHANN MAGNÚSSON,
Mælifellsá.
MAGNÚS SIGURÐSSON,
Björgum.
Jörðin Kífsá
Glæsibæjarhreppi er til leigu
og laus til ábúðar nú þegar. —
Semja ber við Jón Guðmunds-
on hjá Axel Kristjánssyni h.f.,
\kureyri. — Sími 246.
Allir eittT
Fyrsti dansleikur skemmti
klúbbsins .Allir eitt* verður
laugardaginn 20. þ. itl í Sam
komuhúsi bæjarins kl. 10 e
h. Félagar vitji aðgöngumiða
í verklýðshúsið 18. og 19
þ. m. kl. 20—22 báða dag
ana.
Stjórnin.
Lindarpenni (merktur)
heflr tapast. Flnnandl vlnsamlegá
beðlnn að sklla honum á skrlfstofu
K. E, A. gegn fundarlaunum.
Ungur maOur
óskar eftir hreinlegri vinnu, nú
regar, í 3—4 mán„ eða kannske
lengur. Margs konar störf koma
til greina .Gagnfr.menntun. —
Upplýs. í síma 286.
Veggfóður
nýkomið.
HALLGR. KRISTJÁNSSON.
Tilboð óskast
í býlið HallIandSnes við
Akureyri, sem er til söhi
og laust til ábúðar 14
maí n. k. Réttur áskiiinn
að taka hvaða tilboði
sem er, eða hafna öllum
Hjálmar Halldórsson
Halllandsnesi
Sonplets
vítamintöflur
Ein tafla leysist upp í
bolla af heitu vatni.
Átta töflur í pakka á
kr. 2.50.
Hollur drykkur!
KAUPFÉLAG
EYFIRÐINGA
Nýlenduvörudeild