Dagur - 08.11.1945, Side 1
Menntaskólinn á Ak-
ureyri settur
Skólameistari ræðir um
áfengismál
Formleg skólasetning Mennta-
skólans fór frarn í hátíðasal skól-
ans sl. sunnudag. Skólinn hóf
starf á tilsettum tíma í haust, en
skólasetningunni var þá frestað
sökum þess, að skólameistari var
fjarverandi um þær mundir.
Dvaldi hann í Reykjavík til þess
'að vinna að ráðningu kennara
hingað.
Við skólasetninguna á sunnu-
daginn var- fjölmenni saman
komið í hátíðasalnum. Skóla-
meistari, Sig. Guðmundsson, gat
fyrst um þær breytingar, er orð-
ið hafa á kennaraliði skólans, og
hefir þeirra áður verið getið hér
í blaðinu.
Að því loknu flutti hann
merkilega ræðu um áfengis-
nautn þjóðarinnar. Lýsti hann
ofnautn áfengis, sem sjúklegu
fyrirbæri og rakti orsakir þess,
að menn drekka frá sér vit og
rænu. Meginástæðu ofdrykkj-
unnar taldi hann lífshatur og
hugleysi og vitnaði í því sam-
bandi í niðurstöður nútíma sál-
fræðinga. Einnig taldi hann
mjög skorta á, að almennings-
álitið væri nægilega harður dóm-
stóll gagnvart þeim mönnum, er
í ölæði brjóta almennar velsæm-
isreglur.
Skólameistari lét svo ummælt,
að hann væri ekki bannmaður
og hefði enga tilhneigingu til
þess að ræða rnálið einhliða.
Hófiega drukkið vín gæti glatt
hjarta mannsins, en ekki væri á
færi annarra en fullþroskaðra og
sjálfstæðra manna, að urngang-
ast Bakkus, sem væri öfganna
guð. Þess vegna þyrfti meðal
annars að taka áfengisnautn
unglinga öðrum tökum en
drykkjuskap fullorðinna.
Skólameistari taldi, að bjarg-
ráðið í þessu efni væri aukin trú
á gildi lífsins og á það, sem gott
er og fagurt, og aukin virðing
fyrir persónuleika mannsins og
helgi sálar hans.
KENNARAR KEPPA í
KNATTSPYRNU
Skólastjórar í marki!
Ráðgert er, að knattspyrnu-
kappleikur fari hér fram næsta i
sunnudag — ef veður og færi
leyfa — milli kennara Barna-
skóla Ak. og liðs úr hópi kenn-
ara Gagnfræðaskólans og Iðn-
skólans sameiginlega. Skólastjór-
ar verða í marki.
í hvoru liði er kappaval mikið
og má því búast við nrjög
skemmtilegum leik. Leiktími er
40 mínútur.
Þess var óskað að kennarar
Menntaskólans tækju þátt í
keppninni — þriðja lið — en því
miður töldu þeir sér ekki fært
að vera með.
Fé því, sem inn kemur, á að
verja til stuðning mikilsverðrar
framkvæmdar til almennings-
heilla: skólaheimili fyrir vand-
ræðabörn. Hér er ekki rúm til
(Framhald á 8. slðu),
DAGUR
XXVIII.
arg-
Akureyri fimmtudaginn 8. nóvember 1945
FRÁ BÆJARSTJÓRN:
Áfengisútsölunni verði lokað, ef rík-
isstjórnin fækkar lögregluþjónum
Ríkisstjórnin hefir sagt fjórum lögreglu-
þjónum upp störfum frá næstu áramótum
Ríkisstjórnin liefir sagt upp störfum þeim l jórum higregluþjón-
um, er bætt var við lögregluliðið hér árið 1940, frá áramótum að
telja. Mál þetta hefir að undanförnu verið rætt í fjárhagsnefnd
kaupstaðarins og í fyrradag var málið ádagskrábæjarstjórnarinnar.
Kom í ljós, að bæjarstjórnin er algjörlega andviíg því, að lögreglu-
mönnum sé fækkað meðan ástandið í áfengismálum er óbreytt.
Mun bæjarstjórnin krefjast þess, að áfengisútsölunni hér verði
lokað, ef ríkisstjórnin heldur fast við þá ákvörðun, að fækka lög-
regluþjónum.
SAMVINNULEIÐTOGI
Bæjarstjórnin samþykkti svo-
fellda ályktun frá fjárhagsnefnd-
inni:
„Þegar setuliðið kom til Akur-
eyrar var lögregluliðinu fjölgað
um 4 menn, sem ríkissjóður
launaði. Þann tíma var áfengis-
útsalan lengst af lokuð. Þessum
4 lögregluþjónum hefir ríkis-
stjórnin nú sagt upp störfum frá
næstu áramótum.
Það er skoðun margra borgara
og. þeirra, sem til þekkja, að
mest af störfum lögreglunnar sé
unnið í þágu ríkisins, enda ræð-
ur stjórn kaupstaðarins svo að
segja engu um störf lögreglunn-
ar, og hin mikla þörf fyrir lög-
reglumenn er fyrst og fremst
vegna áfengisneyzlunnar og af-
leiðinga hennar.
Yfirlögregluþjónninn,
framvegis eins og að undanförnu
laun fjögra lögreglumanna, en
Akureyrarbær haldi áfram að
greiða öðrum fjórum. Verði rík-
issjóður ekki við þessari beiðni,
gerir bæjarstjórn kröfu til, að
áfengisútsölunni hér verði lok-
að, svo fækka megi lögreglunni".
Undir þetta álit bæjarstjórn-
arinnar mun allur þorri borgar-
anna vilja taka.
Niðurjöfnunarnefnd
kosin
menn: Dr. Kristinn
Fómas Björns-
Á bæjarstjórnarfundi í fyrra-
dag var kosið í niðurjöfnunar-
nefnd kaupstaðarins og var
nefndin frá í fyrra endurkosin. í
yón henni eiga sæti, auk bæjarstjór-
Benediktsson, segir meðal ann- ans> þessir
ars í álitsgerð sinni, dags. 28. okt. Gttðmundsson,
þ. á.: Þótt erlenda setuliðið son, Áskell Snorrason og Hall-
skapaði lögreglunni áhyggjur og dór Friðjónsson. Varamenn eru:
erfiði, þá var slíkt smáræði í j Brynjólfur Sveinsson, Erlingur
samanburði við þá spillingu og, Friðjónsson, Eyjólfur Árnason
áhyggjur, sem áfengisflóðið Jahob O. Pétursson.
skapar, enda hefir það komið
fyrir að hátt á annan tug manna
hafa verið sektaðir hér fyrir
einnar nætur afglöp í ölvunar-
ástandi, og sala áfengis kvað hafa
komizt upp í fimmtán þúsund
krónur á klukkustund hér í út-
sölunni". Ennfremur segir hann:
,,— að ölvun og næturslark, sem
fylgi í kjölfar áfengisútsölunnar,
bindi að minnsta kosti helming
lögreglunnar við störf á kvöldin
og nóttunni".. —
Hér mun rétt frá skýrt, og er
því ekki hægt að'fækka lögreglu-
þjónum, enda er áfengissal.an í
fullum gangi. Hins vegar er það
kunnugt, að í ríkissjóð renna
tekjurnar af áfengissölunni og
virðist því ekki ósanngjarnt, að
ríkissjóður launi þessa lögreglu-
menn, sem þörf er á eingöngu
vegna óreglu, er stafar af áijeng-
isútsölu ríkisins.
Leggur fjárhagsnefnd því til;
að bæjarstjórn ákveði að fara
þess á leit að ríkissjóður greiði
Aðalfundur „Þórsu skor-
ar á bæjarstjórnina að
hraða stofnun íþrótta-
svæðis
íþróttafélagið Þór hélt aðal-
fund sinn að Hótel KEA fyrra
miðvikudag. Félagið varð 30 ára
sl. sumar og var þess minnzt með
afmælismóti í júní, svo sem
greint var frá hér í blaðinu á
sínum tíma. Mikið fjör hefir
verið í starfi félagsins á liðnu
starfsári og hefir íþróttahúsið
átt mikinn þátt í að efla íþrótta-
lífið.
Á aðalfundinum var rætt um
fyrirhugað íþróttasvæði á Akur-
Dagur ílytur að þessu sinrii mynd af
aðalleiðtoga brezka samvinnumanna-
flokksins á þingi. Er það A. V. Alex-
ander flotamálaráðherra. Hann hefir
alla tíð verið kjörinn af samvinnu-
mönnum, sem hafa verið i kosninga-
bandalagi við Verkamannaflokkinn.
Þingmenn samvinnumanna hafa notið
aðstoðar Verkamannaffokksins til
þess að forða samvinnufélögunum frá
skattaofsóknum íhalds og auðkýfinga.
44. tbl.
Akureyrarbær kaupir
málverk af Oddi Rjörns-
syni, prentmeistara
Á fundi bæjarstjórnarinnar í
fyrradag var samþykkt, að kaupa
málverk af Oddi heitnum
Björnssyni préntmeistara, er
Freymóður Jóhannsson listmál-
ari hefir boðið bænum til kaups.
Ætlast bæjarstjórnin til, að mál-
verkið verði geymt í fyrirhug-
uðu bókasafni bæjarins. Málvert
þetta var á sýningu Freymóðs
hér í bænum, fyrir nokkrum ár-
um, og munu margir bæjarbúar
muna eftir því.
. Fundur um áfengismál
Þingstéika Akureyrarumdæm-
isgengst fyrir fundi um áfengis-
mál í kirkjukapellunni næstk.
mánudagskvöld kl. 8.30 e. h. —
Verður þar rætt um ástandið í
þessum málum óg tekin ákvörð-
un um, hvort boða skuli til al-
menns borgarafundar, til þess að
ræða þessi efni. Bæjarstjórn Ak-
ureyrar var boðið að senda full-
trúa á fundinn, og var Jakob Frí-
mannsson framkv.stj. kjörinn til
þess á bæjarstjórnarfundinum í
fyrradag.
Stofnun tónlistarskóla hér á Akureyri
er „skemmtilegt viðfangsefni'
»Ff
Skortur á hljóðfærum í heimahúsum er
þrándur í götu f jölhreytts tónlistarlífs
Samtal við frk. Margréti Eiríksdóttur píanóleikara
um dvöl hennar meðal brezkra listamanna og fyrir-
hugað starf hennar hér
Fyrir nokkrum dögum átti eg
stutt samtal við unga, ljóshærða
og hljóðláta stúlku, sem er ný-
konrin hingað heim eftir mai'gra
ára dvöl í Lundúnum og ætlar
nú að setjast að hér á meðal okk-
ar og kenna börnum okkar að
leika á píanó og opna augu
þeirra fyrir yndi klassiskrar tón-
listar. Þetta er frk. Margrét Ei-
ríksdóttir, píanóleikari. Hún
brosti þegar eg benti henni á
erfiðleikana, sem hljóta að verða
samfara því, að hefia slíkt braut-
ryðjendastarf hér, og sagði að ef
áhuginn og viljinn hjá fólkinu
væri nógur, væri öllu óhætt.
Eg geri ráð fyrir, að lesendur
Dags hafi gaman af að kynnast
eyri og ríkti mikil óánægja út af þér ofurlítið, fyrst þú ert ákveð-
þeim töfum, sem orðnar eru á in að koma hingað. Viltu ekki
endanlegum ákvörðunum um ,ce?ja okkur eitthvað af dvöl
(FramhalcJ á 8. síðu), Jiinni í Bretlandi?
— Það er svo sem sjálfsagt, en
raunar er ekki frá miklu að
segja. Eg er búin að dvelja við
nám í Englandi nærri því sex ár,
þar af þrjú síðustu árin — eða
þar til fyrir þremur vikurn síðan
— samfleytt í London. Eg byrj-
aði að læra hjá Lamond, Beet-
hovenleikaranum fræga, í Glas-
gow, en mér féll ekki alls kostar
vistin þar og afréð því að fara til
London og þar hefi eg dvalið
síðan, aðallega hjá The Royal
College of Music. Kennari minn
þar hin síðari ár hefir verið frk.
Kathleen Long, sem er einn af
kunnustu píanóleikurum og
músíktúlkendur Bretlands.
— Og nú er námstímanum
lokið?
— Námstímanum verður nú
raunar aldrei lokið. Alltaf er
(Framhald á 8, síðu).