Dagur - 29.11.1945, Blaðsíða 2
DAGUR
Fimmtudaginn 29. nóvember 1945
SVAR
til Sv. Guðmundssonar
Auk spurningar um, hvað gert vélin staðiðsem 10000.00kr.fölsk
við nettóhagnað fyrirtækja eign í efnahagsreikningi kaup-
KEA virðist meginmál í grein félagsins, og á þessum tíu árum
se
Sv. G. til mín í næstsíðasta blaði
íslendings, vera staðhæfing um,
að eg álíti, að stjórnum og for-
stjórum samvinnufyrirtækja sé
heimilt að fara með ágóða fé-
laga, sem þeir veita forstöðu,
eins og það væri eigið fé einka-
fyrirtækja. — Spurningu Sv. G.
um nettóhagnað fyrirtækja KEA
svaraði eg í grein minni í Degi.
En þar segi eg, að í bókhaldi fyr-
irtækjanna sé lagt í sjóði „eftir
því sem landslög bjóða og sam-
kvæmt samþykktum félagsins",
að því loknu sé hagnaður fyrir-
tækjanna fluttur yfir í aðalbók-
haldið „sem auðvitað sé þá
nettóhagnaður, er komi til arðs-
úthlutunar“. Og með því að
segja, að nettóhagnaður ellefu
fyrirtækja KEA, sem sýndur er í
ársskýrslunni, komi til arðsút-
hlutunar, þá undanskil eg ekk-
ertj ekki einu sinni kolasölu eða
snrjörlíkisgerð. Hin eina álykt-
un, sem eg fæ dregið af spurn-
ingu Sv. G. er því, að hann hafi
ekki aðeins lesið grein mína sem
heyrnarlaus maður, heldur einn-
ig sem sjónlaus og skilningslaus
maður.
Eins og eg gat áður, segir Sv.
G. í grein sinni, að eg „virðist
álíta, að stjórnum samvinnufé-
laga sé heimilt að fara með
ágóða félaga þeirra, sem þær
veita forstöðu, eins og urn eigið
fé sé að ræða“. Þessa ályktun
dregur hann af því, að eg „líti
svo á, að það sé einkamál starfs-
mannanna, að afskrifa eignir
umfrarn það, sem lög standi til,
leggja í sjóði af geðþótta“ o. s.
frv.
Fyrst Sv. G. er í vafa um, hvað
eg ,,álít“ og hvernig eg ,,lít á“, þá
skal eg segja honum það og rök-
styðja mál mitt.
Eg tel að raunverulega fyrn-
ingu og afskriftir, svo sem næst
má komast, beri að telja
til gjalda og draga frá eignum
beint eða óbeint á reksturs- og
elnahagsreikningi samvinnufyr-
irtækja ár hvert. Einnig þótt þær
séu hærri en svo sem lög bjóða.
Annars sýni fyrirtækið falska
eign og falskar tekjur.
Máli mínu til stuðnings skul-
uin við gera ráð fyrir, að Sv. G.
væri kaupfélagsstjóri og hefði
keypt vél til iðnaðarfyrirtækis,
sem kaupfélagið ætti. Vél þessi
hefði kostað kr. 20000.00 og eftir
mati, er Sv. G. léti gera, mundi
hún endast í tíu ár. Eftir tíu ár
reyndist matið rétt og vélin verð-
laust, úrelt skran. Rétt fyrning
þessarar vélar hefði verið kr.
2000.00 að meðaltali á ári, eða
10% af kostnaðarverði. En nú
skulum við gera ráð fyrir að lög-
in hefðu aðeins leyft 5% fyrn-
ingu af kostnaðarverði eða kr.
1000.00 að meðaltali á ári. En
með þeirri upphæð hefði Sv. G.
fyrnt samkvæmt skrifum sínum.
Við lok þessara tíu ára hefði því
hefðu 10000.00 kr. réttmæt
gjöld ekki verið tekin til greina,
heldur greidd að nokkru leyti út
úr fyrirtækinu, sem falsaður arð-
ur.
Slíkar reikningsfærslur telur
Sv. G. réttar, en eg veit aftur á
móti, að gegn slíkum og eins-
ættuðum reikningsfærslum, er
39. grein samvinnulaganna stíl-
uð.
Eg „álít“ ekki neitt um, hvern-
ig fara skuli með nettóhagnað
samvinnufélaga eða hverjir skuli
ráðstafa honum. Eg veit að sam-
vinnulögin og samþykktir kaup-
félaganna ákveða lágmark þess,
sem leggja skal fyrir sem varafé,
en aðalfundur hefir ráðstöfunar-
rétt yfir afganginum. Þar sem
varafé KEA hefir einmitt verið
safnað samkvæmt samvinnulög-
unum og samþykktum KEA (en
það varafé er mestur þyrnir í
augum Sv. G.), ætti Sv. G. að
snúa sér til hins háa Alþingis ís-
lendinga og næsta aðalfundar
KEA um að breyta samvinnulög-
unum og samþykktum KEA
þannig, að þau væru í samræmi
við framangreint álit hans um,
hvernig fara beri með fé ann-
arra.
Að síðustu skal eg upplýsa Sv.
G. um, að nettóhagnaður af
vörusölu KEA og arðsúthlutun
hinna margumræddu fyrirtækja
KEA er fluttur ígjaldahliðrekst-
ursreiknings KEA sem reksturs-
afgangur.
B. B.
BLANDAÐ GRÆNMETI
GULRÆTUR
SPÍNAT
GRÆNAR BAUNIR
ASPARGUS (margar tegundir)
SÚRKÁL
Kaupjélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeild og útibú.
^KBKBKBKHJ-lKKBKBÍlKBKBKBKBKBKBKHKKKBKKeKBKHKHKBKBKlíBS-ít-Öi
Soyabaunaréttir
eru ljúffengir og hollir!
Úr soyabaunum má m. a. búa til:
Soyabaunabollur,
Baunakarbonade,
Soyabaunasúpu og
Soyabaunabúðing.
Uppskriftir þessara rétta fylgja, ef þér kaupið baun-
irnar hjá oss. Þetta er ódýr matur. Soyábaunir kosta
aðeins kr. 2.60 kg.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Nýlenduvörudeild og útibú.
WHKHKHKHKHKHiHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHttHKHiHíiKHKHKHKHKHW
Hallgrímur
Valdemarsson
sjötugur
Eg veit ekki til að liann hafi við
aðra kvenmenn kenndur verið.
En ást hans á þessum konurn
mun hafa markað líf hans meir
en nokkuð annað. Eg gæti trúað
að Hallgrími hefði virzt það
ganga helgispjö.llum næst
að hugsa um annað kvenfólk
meðan önnur hvor hinna var
lífs. Hann var tæplega fertugur
þegar hann missti systur sína, en
nálægt hálfsextugu þegar móð-
ir hans dó. Jafnframt því að
hann unni systur sinni leit hann
upp til hennar og dáðist að
henni. Það gerðu nú raunar all-
ir, senr einhver kynni höfðu af
henni persónulega og list henn-
ar. Eg heyri aldrei svo farið með
kvæðið alkunna, „Sáuð þið hana
systur mína“, eftir Jónas lang-
ömmubróðir þeirra, að mér detti
ekki Margrét í hug. Annars skal
eg ekki um hana fjölyrða frekar.
Það verður einhvern tíma gert af
ö&rum mér hæfari, en um Hall-
grím verður ekki getið án þess
hennar sé minnst.
Eftir að Margrét andaðist
bjuggu þau saman sónur og
móðir, sem þá var komin á elli-
ár og orðin hrum. Var þá sem
hlutverkum væri skipt. Hún
hafði annast hann barnið, en nú
var hún sjálf orðin barn, og þá
tók Hallgrímur við móðuíhlut-
verkinu og fórst það þannig, að
fátítt mun vera. Mun eg aldrei
gleyma því, með hve nákvæmri
umhyggju og elskusemi hann
annaðist þetta smávaxna, fallega
en farlama gamalmenni. — Hall-
grími er vafalaust engin þægð í
að þessa sé getið, en yfir því
verður ei þagað er um hann er
ritað af þeim, sem til þekktu.
Fyrir þetta er og verður Hall-
grímur mér hugstæðastur, og oft
hefir mér í því sambandi dottið
í hug sonarást frænda hans, Jón-
asar, svo að eg geti hans aftur,
sem einkenndi margt af ógleym-
anlegum kvæðum hans.
Það skal sagt Hallgrími Valde-
marssyni til hróss, að ekki átti
hann sök á því að eg fór „upp á
fjalirnar" í fyrsta sinn. Hitt mun
aftur á móti honum að kenna, að
eg skyldi eiga þangað aftur-
kvæmt, og dútla við
leikstörf við og við hér fyrr meir.
Skal það fúslega viðurkennt, að
þar muni Hallgrímur hafa gert
leiklistinni vafasaman greiða. En
persónulega er eg honum þakk-
látur fyrir það. Eg fékk tækifæri
til að kynnast mörgum mætum
og merkilegunr konunr og körl-
um einmitt fyrir þá sök. Margt
af því fólki ma neg á meðan eg
tóri, og í þeim hóp er fyrst og
fremst lrann sjálfur og sú hin
ágæta, listfenga kona, Margrét
systir hans.
Það mun vera hálfur fjórði
áratugur síðan við Hallgrímur
rákumst fyrst hver á annan. Síð-
an höfum við ýmislegt sanran
sældað „svovel drukknir sem
ódrukknir“, eins og einhvers
staðar stendur. Verið sammála
um sunrt, en sitt í hvorri skoðun
um annað. Eg veit ekki lrvort
nokkur getur stært sig af því, að
þekkja Hallgrím út og inn, eins
og sagt er. Honum er ekkert um
það gefið, að hleypa mönnunr
inn á sig. Dulur og frenrur fá-
skiptinn hefir hann verið frá því
við fyrst kynntumst. Heill heilsu
mun hann aldrei verið hafa, en
borið það mörgum betur. Verið
gjarnari til að greiða fyrir öðr-
unr en þiggja vorkunn og hjálp
annarra. Hann hefir lifað fá-
brotnu og nægjusömu lífi, svo
nægjusömu, að nærri stappar
nreinlætunr, og þó er hann eng-
inn meinlætamaður í eðli sínu,
heldur hinn mesti rausnarmaður
og höfðingi. Hann mun að vísu
lengst af haft hafa úr litlu að
spila, en hagað kröfunr sínunr til
lífsins samkvæmt því, svo að allt
hefir staðist á. Oft hefir mér ver-
ið það ráðgáta, hvernig hann
hefir að því farið, en það er lrans
einkamál.
Hallgrímur hefir unnað
tveimur konum um æfina, um-
fram alla aðra. Það voru þær
mæðgur, móðir hans og systir.
Þetta er nú að vísu orðið
lengra en til var ætlast í upphafi,
en það er nú svo, að manninum
Hallgrínri Valdemarssyni, þessu
viðkvæma og velgefna góð-
nrenni, verða ekki gerð full skil
í skömnru máli. Skal hér því
staðar numið, þó nrargt sé ósagt
um lrann, sem maklegt væri að
minnast á. Um störf hans hér, og
margt sem hann hefir lagt til
menningarmála bæjarins beint
og óbeint, hefir annars staðar
getið verið. En er eg nú brýt við
blað, og framber honum til
lranda persónulegar þakkir og
árnaðaróskir á sjötugsafmæli
hans, skal eg gefa þá yfirlýsingu,
að af öllum þeim, sem nú lifa, og
eg komst í kynni við þar, „uppi
á fjölunum", er mér bezt við
Hallgrím.
Sv. B.