Dagur - 04.01.1946, Qupperneq 4
i
t< ■ ' -----------
Úr bæ og byggð
□ RÚN.: 5945166. - 1.
KIRKJAN. MessaS á Akureyri n.
k. sunnudag kl. 2 e. h.
Daéur er aðeins 4 síður í dag.
Frá Heimilisiðnaðarfélagi Norð-
utlands. — Félagið hefir ákveðið að
styrkja einn nemanda til náms í Tó-
skaparskólanum á Svalbarði, er hefst
um miðjan þ. m. — Sjá auglýsingu í
blaðinu i dag.
Á Þorláksmessu andaðist hér i bæn-
um Páll A. Pálsson, fyrrum kaupm.,
63 ára að aldri.
Sextugsafmæli átti Eggert Steféns-
son, stórkaupm., Brekkugötu 12, hinn
21. þ. m.
] ólatrésskemmtun heldur Knatt-
spyrnufélag Akureyrar fyrir yngri fé-
laga, sunnud. 6.^ þ .m., kl. 4 e. h. að
Hótel KEA. Til skemmtunar: Kvik-
mynd, dans. — Félögum velkomið að
koma með börn sín. Aðgangur ókeyp-
is fyrir börnin. Aðgöngumiðar verða
afhentir í Hótel KEA kl. 11—12 f. h.
sama dag. — Almennur dansleikur
verður haldinn um kvöldið á sama
stað. Hljómsveit spilar. Knattspyrnu-
félag Akureyrar.
Hjúskapur. Á aðfangadag jóla voru
gefin samdn í hjónaband í Húsavík:
Ungfrú Kristbjörg Héðinsdóttir og
Stefán Sigurjónsson, sjómaður. A
jóladag: Ungfrú Petrína, Grímsdóttir
og Kristján Benediktsson, sjómaður,
Húsavík. Á þriðja í jólum: Ungfrú
Guðrún Héðinsdóttir og Kristján
Óskarsson, sjómaður, Húsavík, ungfrú
Sigríður Pálsdóttir og Maríus Héð-
irxsson, sjómaður, Húsavík.
Látirm er í Húsavík Friðgeir Magn-
ússon, sjómaður þar, fullra 70 ára að
aldri.
Áheit á Strandarkirkju: Frá S. H.
kr. 350.00.
Trúlofun. Ungfrú Sigrún Jóhannes-
dóttir frá Ólafsfirði og Bjarni Krist-
insson, bílstjóri, Akureyri.
Zíon. Sunnudaginn 6. jan. Sunnu-
dagaskóli kl. 10.30 f. h. Almenn sam-
koma kl. 8.30 e. li. Allir velkomnir.
Hjúskapur. Nýlega hafa verið gefin
saman í hjónaband af sóknarprestin-
um, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubisk-
upi: Ungfrú Alda Sigríður Jónsdóttir
frá Brekku og Bjami Jóhannsson, vél-
stjóri, Akureyri. Ungfrú Baldvina
Gunnlaugsdóttir, Akureyri og Sölvi
Antonsson, verkamaður, Akureyri.
Ungfrú Soffía Þorvaldsdóttir, Sigurðs-
sonar, Akureyri og Þorsteinn Willi-
amsson, trésmíðanemi, frá Ólafsfirði.
Frá úthlutunarskriístofurmi. Þeir,
sem sóttu skömmtunarmiða fyrsta út-
hlutunardaginn fyrir þetta tímabil,
fengu ekki sinjörskömmtunarmiða
Mjólkursamlags KEA, vegna þess, að
miðamir voru þá ekki tilbúnir. Þurfa
þeir því að framvísa stofnum sínum
á úthlutunarskrifstofunni, ef þeir óska
að fá þessa smjörskömmtunarmiða.
Iþróttafél. Þór hefir álfadans og
brennu úti á velli sínum — ef veður
leyfir — síðasta dag jóla — þrettánda
— og hefst kl. 8.30 e. h. Þátttakendur
verða margir, búningar sérkennilegir
og dansar fjölbreyttir. Inngangseyrir
er aðeins kr. 3.00 fyrir fullorðna og 1
króna fyrir börnin innan fermingar.
Þess er óskað og vænzt, að fólk greiði
í handhægum peningum, svo að tafir
verði sem minnstar við innganginn.
Fjölmennið á álfadansinn á þrett-
ánda. — Stjórn Þórs.
Stúkan Isafofd-F jallkonan nr. 1
minnist 62 ára afmælis síns með
fundi í Skjaldborg fimmtudaginn 10.
jan. kl. 8.30 síðdegis. — Fundarefni:
Inntaka. — Skemmtiatriði. — Dans.
— Sjá nánar á götuauglýsingum. —
Stúkunni Brynju er boðið á fundinn,
svo og templurum úr Glerárþorpi. —
Templarar! Fjölmennið. — Nýir fé-
lagar velkomnir.
Frá barnastúkunum á Akureyri. —
Hin venjulega jólatrésskemmtun
barnastúknanna fellur niður að þessu
sinni, en fé því, sem varið hefði verið
til skemmtunarinnar, verður ráðstaf-
að til væntanlegra hátíðahálda á n.k.
sumri vegna 60 ára afmælis unglinga-
reglunnar á Islandi.
DAGUR
Föstudaginn 4. janúar 1946
- Fokdreifar
Framhald af 3. síðu
neinar opinberar aðgerðir í sambandi
við þessi mál, en'þó leiddu þessar at-
huganir til þess, að uppvist varð um
sendistöð hjá þýzka ræðismanninum
og var hún eyðilögð. Af þessu má
vera augljóst, að ekki náði nokkurri
átt að birta opinberar tilkynningar
um þessi mál á þessum tíma, þar sem
ekkert varð sannað um njósnirnar og
Þýzkaland átti áð heita vinsamlegt
viðskiptaland Islands ó þessum ár-
um. Öll ríki Norðurálfunnar höfðu þá
stjórnmálasamband við Þýzkaland og
vitaskuld var ekki hægt þá, að reka
þýzka sendiherrann úr landi, svo sem
Finnur Jónsson telur nú að sann-
gjarnt hafi verið, enda gerði hann eða
flokkur hans enga slíka kröfu þá,
meðan björninn var ennþá bráðlif-
andi. Nú, þegar dýrið liggur dautt hjá
garði, þykir karlmannlegt, að reka
fjósrekuna í trýftið.
í TILEFNI af þessum fóheyrða rógi
dómsmálaráðherra, hefir Hermann
Jónasson bent ó, að þegar fyrstu
sendiherrabréfin bárust hingað, fór
stjórn Framsókrxarmanna ein með
völd og var öllum ráðherrunum þegar
kunngert innihald þeirra. Fjórða bréf-
ið barst eftir að þjóðstjórnin settist
að völdum, og var þjóðstjórnarráð-
herrunum sömuleiðis kunngert inni-
hald þeirra. Hafa þeir játað það rétt.
Af þessu er sýnt, að dómsmálaráð-
herra ríkisstjórnarinnar er ósanninda-
maður að því, að Framsóknarmenn
hafi haldið leynd yfir þessu máli
gagnvart meðráðherrum sínum. Jafn-
framt hefir Hermann Jónasson ritað
forsætisráðherra bréf, þar sem hann
krefst þess, að bréf sendiherra íslands
í Danmörku um þessi mál, verði birt,
þar sem dómsmálaráðherrann hafi
látið sér sæma að lesa úr þeim stutta
kafla ó þingfundi og leggja út af þeim
til framdráttar málsmeðferð sinni. —
Ennfremur hefir Hermann flutt þíngs-
ályktunartillögu þéss efnis, að þegar
verði hafin rannsókn á athæfi inn-
lendra og erlendra manna á fyrri ár-
um, gagnvart öryggi landsins. Verður
fróðlegt að sjá, hvort dómsmálaráð-
herrann og fýlgisfiskar hans verða
eins ötulir í baráttu fyrir því, að hefja
slíka rannsókn eins og tilraunin.ú til
þess að ófrægja Framsóknarménn í
sambandi við fyrirætlanir nazismans
til yfirráða hér á landi.
jAÐ FER ekki hjá því, að Finnur
Jónsson verði talinn minni mað-
ar eftir þessi viðskipti en óður. Hann
hefir reynt að nota gögn þau, sem í
höndum hans voru, sem dómsmála-
áðherra, til þess að sverta þann flokk
manna í landinu, sem alla tíð hefir
barizt skeleggri baróttu gegn nazism-
anum og öllum hans áhrifum, livort
sem vel eða óvænlega hefir horft fyr-
ir lýðræðisöflunum. Því óafsakanlegri
er þessi aðferð ráðherrans, að ekki
er vitað annað en hann uni sér einkar
vel í sambúð við Sjálfstæðismenn,
sem urn eitt skeið höfðu opinbert
bandalag við nazistaflokkinn hér, og
eiga ennþá erfitt meö að afneita forn-
um ástum, sbr. bandalag íhaldsmanna
og nazista í bæjarstjórnarkosningun-
um hér á Akureyri. Þá er og heimild
aðalblaðs dómsmálaráðherrans fyrir
því, að hér á landi sé nú starfandi
„fimmta herdeild11, öflugri og illvígari
en nazistarnir, meðan þeir voru og
hétu, og sitji fólk þetta á svikráðum
við sjálfstæði landsins. Allir, sem lesa
Alþýðublaðið, vita, við hvaða flokk
er hér átt. Engu að síður situr dóms-
Eyfirzkir bændiir
vilja stjórnlagaþing
Á fundi Búnaðarfél. Hrafna-
gilshrepps 16. f. m. var m. a.
gerð eftirfarandi samþykkt í
s t ] órn arskrármál i n u:
Fundurinn lýsir yfir eindregnu fylgi
við tillögur þær, er fram hafa komið
um sérstakt stjórnlagaþing eða þjóð-
fund, er afgreiði stjórnarskrármólið.
Skorar fundurinn því á stjómarskrár-
nefnd og Alþingi að gera nú þær ein-
ar breytingar á stjórnarskránni, sem
nauðsynlegar eru til þeirrar afgreiðslu
málsins.
mólaráðherrann í bróðurlegum félags-
skap við þetta fólk í ríkisstjórn og
ekki er vitað að hann hafi gert neinar
sérstakar ráðstafnnir til þess að fy.úr-
byggja njósnir þess eða skaðsamleg
áhrif. þrátt fyrri fjölmargar aðvaranir
flokksblaðs síns.
JjAÐ FER því að verða allerfitt að
skilja hvað hafi vakað fyrir Finni
Jónssyni með þessari fruntalegu og
lítilmannlegu fyrirsát. En vegir sumra
eru órannsakanlegir, þegar sætleiki
valdanna nær að yfirskyggja dóm-
greindina. Vitað er, að Finni Jónssyni
þykja völdin sérlega sæt. Kynni svo
að vera, að með þessu bragði hyggist
hann að tryggja sér setuna og fyrir-
byggja hugsanlega samvinnu umbóta-
manna innan Framsóknarflokksins og
Alþýðuflokksins. En lítil er þá virð-
ing hans fyrir dómgreind og dreng-
lund flokksbræðra sinna, ef slíkur til-
búnaður nær tilætluðum árangri. -—
Svo rúin er ekki flokkur hans af viti,
að ekki þurfi meira strit til, en óvand-
aðan upplestur Finns Jónssonar á
gömlum stjómarráðsbréfum, til þess
að villa honum sýn. íslenzkum al-
menningi mun þykja lítið karl-
mennskubragð að því að munda fjós-
rekunni íraman í dauða skepnuna. —
Slíkt „menningarsögulegt hlutverk“
mun óhætt að eftirláta Finni Jónssyni
og þeim félögum hans innan Alþýðu-
flokksins, sem þykjast vaxa af slík-
mu bardagaaðferðum.
Leiðréttiné. í kvæðinu „Fríða litla
og rósin“ í 51. tbl. varð prentvilla í
siðasta erindinu 6. ljóðlínu. Þar segir:
„og verði hún Fríða fyrir því oftar, að
finna hvfc beittur hann var“. Rétt er:
„. . . . finna hve beittur hann er“, svo
sem auðséð er. Höf. er beðinn vel-
virðingar á þessum mistökum.
Félagið Berklavörn heldur fund í
Verzlunarmannahúsinu næstk. þriðju-
dag kl. 8.30 e. h.
Ý Monroe
samlagningar- og margföld-
unarvél til sölu. Upplýsing-
ar hjá
Guðm. Guðlaugssyni,
sími 154 og 433.
Kvenarmbandsúr
hefir fundist í Helga-magra-
stræti. Afgr. vísar á finnanda.
WHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWIWWHWhWHWHWBWhWHWHWHWHWHWHWHW
FRAMSÓKNARFLOKKSINS
er í Hafnarstræti 87 (áður skrifstofa Flugfélags Islands).
Opin daglega frá kl. 10—12 f. h., 2—7 e. h. og 8.30—10
e. h. — Sími 510. — Flökksmenn góðfúslega beðnir að
liafa tal af skrifstofunni.
hWhkhwhwhWhWHWhWHWHKhWhWhKhwh«KhwhwhWhKhWhWhW«hWhWhW(i
Þakka innilega vinum og vandamönnum, nær
og £jær, gjalir, skeyti og heimsóknir, á 60 ára af-
mælinu 19. desember sl. — Gæfa og blessun fvlgi
ykkur öllum.
HARALDUR STEFÁNSSON, Ytra-Garðshorni.
ÚÍHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHHH
Bæjarstjórastaðan á Akureyri
er laus til umsóknar. — Umsóknum sé skil-
að á skrifstofu bæjarstjóra fyrir I. febrúar
næstkpmandi.
Bæjarstjórinn
s><í^>4><^s>^í><$xí^><s><sxjx^<sx$><sxs><í>^xsxí><s^>#<s><s>^><sxs><$>^xs^><$><$><$>^><$^xs>^x$xíx$x$>5
WhWkWhWhwhWhWhWhWhWhWhWhWhwhWhwhWhwhWhWhWhwhWHWhWhWhJ
Happdrœtti
Hdskóla íslands
Á þessu ári, og framvegis, verður
dregið 12 sinnum á ári, fyrsta sinn
30. janúar. Sala miða hefst 5. jan.
og frestur til að lialda sömu númerum og áður er út-
runninn 24. janúar. F.ftir þann tíma, eða til 30. jan.,
verða undantekningarlaust allir ntiðar seldir, sem ekki
hefir.verið vitjað.
Nú eru:
Vinningar 7233; fjölgar um 1204.
Vinningaupphæð kr. 2,520.000.00.
Hækkar um kr. 420.000.00.
i
Verð miðanna er sama og áður fyrir hvern mánuð. En
vegna fjölgunar flokkanna, hækkar árgjaldið unr verð
þessara tveggja nýju flokka: Heill miði kostar kr.
144.00. Hálfur kr. 72.00, og fjórðungsmiði kr. 36.00.
Þér.'senr ætlið að halda sömu númerum og áður, munið þetta:
Það getur orðið of seint að koma til endurnýjunar
eftir 24. janúar. Eina rdðið ér að koma snemma og
endurnýja.
whwhwhwhwhwhwhWhwhwhwhWhWhWhWhWhwhWkWhWHWHWhwhWhwhwh'.
>4><íXí-'4XíX5X3x»<$KSx^xí^x5xjxéxí><íx$x8xg^xíxíxsxíxíx$xíxíx^<$xí^x^>^$^^<®x^xjx$^x^í>
&
I j ólatrésskemmtun
&
<$>
m *
I Starfsmannafélag KEA heldur jólatrésskemmtun
1 að Hótel KEA laugard. 5. janúar kl. 4 síðdegis. — I
| Börn starfsmanna velkomin í fylgd með mæðrum
sínum eða aðstandendum.
STJÓRNIN.
«xíx$>^xg^>^x$>^x$xí^>^x®^x$x$xS>^xí>^x$xíx$xí>^x$xSxS^xSxí^x$x^xJx$xSx^<®-S>4x$x$x$x^
WhWhWhWhWhWkWWhwhWhWhWhWhWhWHWhWhWHWhWhWhWhWhWhWhWhW
Brauðarðmiðum
l'rá síðastliðnu ári, verður veitt móttaka á verksmiðju-
skrifstofunni, og sé þeim skilað í síðasta lagi fyrir 31.
þessa mánaðar.
Kaupfélag Eyfirðinga
WHWHWH^tWítítWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWH!! WHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWKWHSW