Dagur - 18.01.1946, Síða 4

Dagur - 18.01.1946, Síða 4
4 D AG U R Föstudaginn 18. janúar 1946 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason i Afgreiðslu og innheimtu annast: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi Árgangurinn kostar kr. 15.00 Prentverk Odds Björnssonar Skrautkerið í sýningarglugganum pRÓFKOSNINGIN" SVONEFNDA, sem Sjálfstæðisllokkurinn lét fram fara í tveim- ur stærstu bæjum landsins a. m. k., nú fyrir skemmstu, er býsna táknræn fyrir vinnubrögð íhaldsins og herstjórnarlist „foringjanna". Fyrst eru bumbur barðar og blásið í lúðra með mikilli viðhöfn, hávaða og yfirlæti — í blöðum, útvarpi og á mannfundum: — Sjá, hér er hið sanna lýð- ræði alls ráðandi! Hér er það hinn óbreytti kjós- andi, sem stjórnar flokknum og ákveður stefn- una! Hér velur lýðurinn sjálfur sína eigin full- trúa eftir vild og geðþótta! Komið, sjáið og sann- færist, góðir hálsar! Ykkar er mátturinn og dýrð- inn þessum blessaða flokki, sem ann lýðræðinu um alla aðra hluti fram og ber rétt smælingjans fyrir brjósti í hvívetna! Glöggt mátti marka á því, hversu atvinnumannslega var hér um vélt, að þær hinar sömu hendur, sem héldu hér hin- um ljómandi djásnum lýðræðisins svo hátt á lofti í þetta sinn, höfðu áður hagrætt svo vörum í sýn- ingarglugga, að vel mætti á litlu fara. „Jólaút- stilling“ íhaldsins var vissulega góðum sölu- mönnum samboðin, svo sem vera bar. gUNNUGIR FULLYRÐA, að tvö þýðingar- mikil atriði hafi einkum rekið á eftir for- ráðamönnum Sjálfstæðisflokksins að 'efna til þessarar viðhafnarlegu skrautsýningar: Fyrst það, að lýðræðisgyllingin á kjöl og sniðum íhaldsbibl- íunnar var tekin að snjást og veðrast meira en góðu hófi gegndi, eftir að tveir einræðisflokkar höfðu haft hana að láni með öllum gögnum og gæðum, hvor á fætur öðrum. Fyrst „mennirnir með hreinu hugsanirnar" — en óhreinu fingurna — meðan sól Nazismans var enn hátt á lofti, svo kommúnistar, eftir að degi þriðja ríkisins tók að halla, en einkum þó eftir það að urðarmáni íhaldsins í sjálfri höfuðborginni hafði komizt á síðasta kvartilið. Nú reið því á' að brosna yfir sóðalegustu blettina og Ijótustu fingraförin og skipta í snatri um saurblöð á kverinu, áður en lýðræðissinnarnir í flokknum og allur .almenn- ingur tæki að lesa það niður í kjölinn fyrir kosn- ingarnar. IJá mun hitt ekki síður hafa rekið eftir, að megn sundrung og reipdráttur hafði gert vart við sig innan flokksins, þegar að því kom að ákveða frambjóðendur hans í kosningunum. Hinir hyggnu kaupsýslumenn í flokksstjórninni sáu sér nú færi á að drepa tvær flugur í einu höggi með því að efna til „lýðræðislegrar próf- kosningar" um fulltrúavalið, og leiða þannig at- hygli almennings í bili frá hinu raunverulega ástandi með nýstárlegri auglýsingaaðferð — nýrri skrumskreytingu^og tylliboðum. ^FGREIÐSLUSTÚLKA ein hér í bænum skreytti eitt sinn sýningarglugga húsbónda síns með forkunnarfögru skrautkeri, sem vakti mikla athygli og aðdáun vegfarenda. Fjöldi manna kom inn.í búðina og spurði eftir kerinu, en fengu þá þær upplýsingar, að það væri þegar selt, og afgreiðslumærin hvíslaði því í trúnaði að kunningjum sínum, að hún ætti kerið sjálf, og það hefði því aldrei verið til sölu þarna. En þessi auglýsingabrella bar þó að nokkru tilætlaðan árangur: Ýmsir þeir, sem komnir voru inn í búð- ina þeirra erinda að kaupa kerið, verzluðu þar eitthvað annað, áður en þeir fóru út aftur, þótt aðrir brigðust hins vegar illa við og þættust gabbaðir að ósekju. Sorphreinsunin. Jóhann Þorkelsson, héraðslæknir, heí- ir sent blaðinu eítirtarandi cvör við spurningum „húsmóður“ í næstsíðasta blaði: | NÆSTSÍÐASTA tölublaði Dags birtist greinarkorn frá húsmóður, þar sem varpað er fram nokkrum spurningum viðvíkjandi sorphreins- uninni í þaenum. Ritstjóra Dags þykir líklegast og eðlilegast að heilbrigðisyfirvöld bæj- arins svari spurningum húsmóðurinn- ar og bíður rúm í blaði sínu undir væntanlega svargrein. Mér er ljúft að skýra gang þessara sorphreinsunarmála lítillega og láta húsmóðurinni þannig í té þau svör, sem heilbrigðisyfirvöld bæjarins geta gefið við spurningum hennar. ^ÐSTAÐA heilbrigðisnefndar og heilbrigðisfulltrúa bæjarins er næsta erfið og óeðlileg í þessum sorphreii.sunarmálum, þar sem segja má að þessir aðilar ráði engu um fyr- irkomulag sorphreinsunarinnar né hve margir eða hverjir eru ráðnir til þessa starfa, heldur er það veganefnd bæjarins, ásamt bæjarstjóra, sem þessu ræður. Nú skyldi maður halda, að vega- nefnd bæri ábyrgð á þessum starfs- mönnum sínum, þ. e. sorphreinsunar- mönnunum, en svo virðist þó ekki vera, því að þegar sorphreinsunar- mennimír vanrækja að koma á til- settum lima til sorphreinsunar í ein- stökum húsum eða götum (en þetta pRÓFKOSNING" Sjálfstæð- ismanna hér í bænum var með svipuðum hætti og þetta: Þegar á kosningaskrifstofu flokksins kom, var því hvíslað að „háttvirtum kjósendum" í trúnaði, að öðru hvoru sæti á kjörlista flokksins væri þegar ráðstafað: fulltrúar nazistafélags- ins hér í bænum ættu að eiga þar hægan og öruggan sess, og við þeim mætti alls ekki hrófla! Hins vegar gæti skeð, að úrslit ,,prófkosníngarinnar'“ yrðu eitt- hvað tekin til athugunar, þegar skipað væri mönnum í hin sætin á listanum. 1 framkvæmdinni fór það þó svo — bæði hér og í Reykjavík — að farið var með úrslit „prófkosningarinnar" eins og mannsmorð, þau voru hvergi birt og lítið sem ekkert á þau minnzt í blöðum flokksins, enda fullyrt, að lítið sem ekkert mark hafi verið á þeim tekið af for- ingjaliðinu, þegar kjörseðlarnir voru ákveðnir. T. d. mun sá, sem flest atkvæði lilaut við prófkosn- inguna hér í bænum, skipa fjórða sæti listans — nijög vafa- samt baráttusæti, þar sem flokk- ur nazista ag Sjálfstæðismanna á nú samtals aðeins þrjá fulltrúa í bæjarstjórn, og hefir ólíklega bætt sig sig kjörfylgi hér frá síð- ustu bæjarstjórnarkosningu. — Eitthvað álíka „lýðræðislega" munu úrslit „prófkosningarinn- ar“ hafa veri^ meðhöndluo í höf- uðstaðnum. JÓLASÝNINGIN á lýðræðisást ílialdsins var falleg — og ódýr eins og fleiri sýningaratriði í þeirri allsherjar krambúð. — Skyldu ekki margir kjósendur vera reiðubúnir að hlaupa á agnið? virðist oft koma fyrir ,ef dæma má eftir þe.m umkvörtunum sem berast um þetta), er ekki ætlast til að fólk snúi séi til veganefndar með um- kvartann sínar og aðfinnslur, heldur er ætlast tll að heilbrigðisnefnd og heilbrigðisfulltrúi taki á ..nóti þeim jg bæti úr eftir beztu getu. TTEGANEFND hefir mörg undan- * farandi ár fylgt þeirri æglu að bjóða sorphreinsun bæjarins út í ákvæðisvinnu til 1 árs í senn og hefir þá verktaka verið gert að skyldu að hreina sorpílát hvers húss í bænum 1 —2var í viku og leggja til lokaðan sorphreinsunarvagn til flutnings sorpsins frá húsunum í sorphauga. Reynsla undanfarandi ára er sú, að þetta fyrirkomulag hofir gefist illa, hvað það snertir að mikið hefir bor- izt af umkvörtunum frá húseigendum um að sorpílátin væru ekki tæmd á réttum tíma ‘og að stundum liðu svo 3—4 vikur, að ekki væri tæmt frá \ 7 einstökum húsum. Þá hafa sorpvagn- ar þeir, sem notaðir hafa verið til sorpflutningauna, oft verið illa þéttir eða jafnvel alveg opnir. tJEILBRIGÐISNEFND er löngu orðið það ljóst, að ekki er mikil von um úrbætur í þéssum efnum, meðan núverandi fyrirkomulag helzt og varð því samkoi.iulag um það milli heilbrig^isnefndar og vegnefnd ar að halda sameiginlegan fund til að ræða ræða þessi mál. Fundur þessi var haldinn á skrifstofu bæjarstjóra í september síðastliðnum og lagði heilbrigðisnefnd þar fram eftirfarandi tillögur: 1) Bærinn kaupi svo fljótt sem auðið er lokaðan sorphreinsunarvagn af hentugri stærð og gerð. 2) Þegar verði ráðnir 4 menn til að annast sorphreinsun bæjarins é árinu 1946 og skuli þeir vera fastir starfsmenn bæjarins þann tíma, sem ráðning þeirra nær. I sambandi við þessa tillögu gat heilbrigðisfulltrúi þess að þeir menn, sem nú annast sorphreinsunina, hafi tjáð sér að nú væri þetta svo mikið starf, að ekki væri hægt að fram- kvæma það með minni vinnukrafti en 2 mönnum 6 daga vikunnar og öðrum 2 mönnum 4 daga vikunnar og má af þessu sjá, að ekki þarf bær- inn að stækka mikið, svo að þetta verði ærið verk fyrir 4 menn alla 6 daga vikunnar. 3) Bærinn kaupi nægilega mikið af sorpílátum af hentugri stærð og gerð og leggi húseigendum til nægi- lega mörg slík ílát gegn einhverju vægu gjaldi. pYRSTU tillöguna samþykkti' vega- nefnd, en aðra tillöguna vildi veganefnd ekki samþykkja, þar sem fullvíst þótti að með því fyrirkomu- lagi, sem tillagan felur í sér, mundi sorphreinsunin kosta að minnsta kosti helmingi meira en nú er og komu þarna fram ólík sjónarmið heilbrigðisnefndar og veganefndar, að því leyti, að heilbrigðisnefndin lagði höfuðáherzlu á að fá þetta verk svo vel gert, sem kostur er á, þótt meira verði að greiða fyrir það, en vega- nefnd treysti sér hins vegar ekki til að samþykkja þá kostnaðaraukningu, sem af þessu mundi leiða, en kaus heldur að fara gömlu leiðina og bjóða verkið út í ákvæðisvinnu, þrátt fyrir þá ömurlegu reynslu, sem undanfar- andi ár hafa gefið á þessu fyrirkomu- lagi. ETTA læt eg nú nægja, sem svar við spurningum húsmóður, en eg vil þó ekki skilja svo við þetta mál, að eg ekki fari nokkrum orðum um sjálf sorpílátin. Það er mjög þýðing- armikið að sorpílátin séu af hentugri stærð og gerð, úr vel galvaniseruðu járni, með vel þéttu loki. Opin eða hálfopin sorpílát eru hinar ákjósan- legustu grcJurstíur fyrir flugur, rott- (Framhald á 5. síðu). Austurlenzkt æfintýri Sovét-borgari nokkur, er Urzhumsky nefnist, lýsir á eftirfarandi hátt komu sonar síns í heim- inn, að því er ameríska ritið Reader’s Digest hef- ir eftir rússneskum heimildum: „Mikil hamingja hafði fallið mér í skaut — konan mín hafði fætt mér son. Hvers þarfnast manneskjan mest, er hún hefir fæðst í heiminn á fæðingarstofnun, og er þess al- búin að halda heim til sín? Vitanlega þarf hún fyrst og fremst á bleium að halda. Fyrst var þá að fá skírteini fyrir því á fæð- ingarstofnuninni, að drengur væri fæddur í heiminn. „Þér getið fengið bleiur handa honum á Kven- réttindaskrifstofunni," sögðu þeir við mig þar, er þeirri athöfn var lokið. Á Kvenréttindaskrifstofunni sögðu þeir: „Þér verðið fyrst að. framvísa skírteini frá húsráðanda hússins, er þér búið í, og síðan að koma með leyfi fyrir því, að við megum afhenda bleiurnar." „Hver á að gefa út það leyfi?“ spurði eg undr- andi. „Á barnið kannske að gera það?“ „Leyfið á móðirin að gefa,“ svöruðu þeir. Eg rölti nú til húsráðenda minna og síðan á fæðingarstofnunina og safnaði nauðsynlegum gögnum. Þegar eg kom á Kvenréttindaskrifstof- una á ný og afhenti skilríkin, fengu þeir mér nýtt skírteini í staðinn fyrir þau, sem eg afhenti, en engar bleiur. „Þessu eigið þér að framvísa, þar sem konan yðar vinnur," sögðu þeir, ósköp elskulega. Á vinnustaðnum var það bókfært, að konan mín hefði fætt mér son. Að því búnu var eg send- ur, með nauðsynleg skilríki í höndunum, á út- hlutunarskrifstofu framleiðsluvara. Þar fékk eg úthlutunarmiða fyrir bleiunum. Eg hélt leyfinu, litlum, grænum miða, í hendi mér og hugsaði: Hvað mundi nú allt þetta elsku- lega fólk hafa að starfa, ef einhverjum hefði dott- ið það snjallræði í hug, að afhenda bleiurnar á sjálfri fæðingarstofnuninni? Á sjöunda degi ævi sinnar var sonur minn út- skrifaður af fæðingarstofnuninni, í spánnýjum bleium. „Hérna er sápuskírteinið," sögðu þeir við mig, þegar eg kvaddi, og réttu mér dálítinn miða. Drengurinn var kominn langt á annan ævi- mánuðinn sinn, áður en þessi miði var orðinn að áþreifanlegu sápustykki. En hann hafði þó ekki legið grafkyrr, miðinn sá arna, þessar vikur. Ónei: Fyrst fór hann til húsráðendanna, — sem gáfu skírteini um, að við byggjum í húsinu, — þaðan á Kvenréttindaskrif- stofuna, þaðan aftur til húsráðenda minna. Eftir þessa reisu hélt hann á „vinnustað móðurinnar" og síðan beina leið á úthlutunarskrifstofu fram- leiðsluvara. Þar var lítil viðstaða, því að nú var næsti áfangi „vinnustaður föðurins" og þaðan aftur í úthlutunarskrifstofu framleiðsluvara. — Loks stöðvaðist ferðalagið um stund á fæðingar- stofnuninni. Það er vert að geta þess, að miðinn fór þessa reisu ekki einn síns liðs. Ónei: Pabbi fór með honum. Pabbar eru til þess. Á baki miðans stendur nú þessi klausa: „Öllum skömmtunarseðlum fyrir sápu ber að framvísa beint á viðkomandi fæðing- arstofnun. Undirskrift: A. Kuznetzov. Út- hlutunarstjóri, .....héraði“. Lítið eitt neðar þessi orð: „í fyrsta sinn, sem sápa er afhent gegn þessu skírteini, ber að framvísa því þar, sem aðrir skömmtunarseðlar eru innkallaðir“. Undirskrift: ólæsileg. Eg fékk sápuna' á endanum. En eg geymi miðann. Þegar sonur minn vex upp og verður stór maður, ætla eg að sýna honum miðann og segja við hann: „Rífðu þetta í tætlur, sonur sæll, og lofaðu mér því, að aldrei skulir þú gefa út slíka pappíra eða rita slíkar ávísanir. (Framhald á 5. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.