Dagur - 18.01.1946, Page 6

Dagur - 18.01.1946, Page 6
6 DAGUR Föstudaginn 18. janúar 1946 ★ Ofar stjörnum ★ 1 Saga eftir ÚRSÚLU PARRÖTT | CiJiJiJiWiKHKHKHKHKKKKHJi (Framhald). hafa hraðann á úr því; við þurfum að leggja af stað til kirkjunnar fyrir hálf tólf.“ „Eg læt föður þinn koma inn, á rneðan hárgreiðslustúlkan er hjá þér,“ sagði gamla konan. „Það er ágætt. Og þakka þér kærlega fyrir, amma.‘ En gamla frú Regína Vale andvarpaði á leið sinni niður stigann. Hún bjóst við að barnið vildi fá klukkutíma næði til þess að lesa gömul bréf — og ef til vill brenna þeim — frá þessum pilti. Og ef lil vill mundi kjarkurinn bresta, þegar hún hefði lesið hréfin og hún mundi lilaupa á brott frá öllu saman. Frá giftingunni, auði og allsnægtum. Þetta var þó svo skynsamlegur ráðahagur. F.ða var það ekki skynsamlegt fyrir nítján ára stúlku, með logandi sviða í hjart- anu, að gifta sig? Hver gat dæmt um það? Hver einstaklingur varð að ráða sínu eigin lífi. Gamla frúin settist fyrir firaman snyrtiborðið í -svefnherberginu og fann að hún var þreytt orðin af öllu umstanginu í sambandi við þetta brúðkaup. Fyrir langa löngu hafði hún elskað ungan pilt og þau höfðu lifað sæl, heilt, fagurt sumar, heima á Englandi. Það voru löngu liðnir tímar. Þá var Viktoría drottning. Pilturinn hafði dáið á Indlandi meðan hann gengdi þar herþjónustu. Hún hafð'i gifst Bandaríkjamanni skömmu síðar. Hún mundi ennþá eftir broshýru andliti piltsins síns, einkennisbúningnum hans og því, hvað hann hét. En hún mundi ekki orð af því, sem þau höfðu talað sumarið það. Sonur hennar barði að dyrum. Hún hrökk upp úr þessum draumórum og bauð honum að koma inn fyrir. „Það lítur út fyrir að þú hal’ir átt andvökunótt, Maitland,“ sagði hún þegar hún hafði virt son sinn fyrir sér. ,,Já, eg svaf ekki mikið í nótt. Heldurðu að við höfum gert rétt, að hvetja hana svo mikið til þess að ráðast í þetta?“ „Fi þú manst hvernig hún leit út, þegar hún konr hingað fyrst, þá ætti það dreifa efanum.“ Gamla frúin vildi ekki játa sínar eigin elasemdir að svo stöddu. „Iivernig líður henni í dag?“ sjmrði faðirinn. „Hún er hress og fögur eins og ævinlega^ en þó leynir sér ekki hvað inni fyrir býr.“ Hún kornst ekki hjá því, að segja honum, að dóttir hans vildi vera ein næsta klukkutímann og hún gerði jrað. Hann kinkaði kolli til samþykkis. „Eg áttaði mig allt í einu á því í gærkve-ldi, hvers vegna hún fékkst ekki til þess að nota brúðarkjól móður sinnar,“ sagði hann eftir stundarþögn. Regína hafði alltaf vitað ástæðuna og sagði: „Auðvitað vegna þess, að hún ætlaði að giftast hinum piltinum í þeiin kjól. En eg lield að við ættum ekki að gera okkur áhyggjur að óþörfu, Mait- land. Hún giftist ágætum manni. Hún verður hamingjusöm. Eg held að við megum líta inn til hennar núna. Hárgieiðslustúlkan er sjálfsagt að masa við hana og það þreytir hana. Það er undarlegt livað allt hárgreiðslufólk er dauðans leiðinlegt." Þar sem ekki var ætlast til að hann svaraði þessu, gerðihann það heidur ekki. Þau gengu saman inn í herbergi Gínu. Hún var þegar komin- í brúðarskartið og hárgreiðsludaman var að Ijúka við greiðsluna. Faðir hennar sagði, og var nærri því of glaðlegur í rómnum: „Þú ert alveg dásamleg í þessu. Þú liafðir rétt fyrir Jrér: Bleikt fer þér betur en hvítt.“ Gína bauð honum vangann og hann kyssti hana. Hann vildi ekki láta líta svo út, sem hann væri að grandskoða hana, svo að hann lét sér nægja, að horfa á mynd hennar í sjreglin- um. Víst var hún fögur. Hárið var mikið og tinnusvart, augun grá en brúnirnar dökkar. En hún hafði verið glaðlegri í gamla daga. Hann rnundi, að hún hafði haft ofurlitla spékopjra þegar hún hló. Hann hafði ekki séð þá nú um langan aldur. Þau höfðu þó verið vön að skemmta sér saman, Jregar hann tók hana með sér á ferðalög um Evrópu. F.f hann Iiafði verið önnum kafinn við störf sín í Lon- don, hafði hún stundum heimsótt frændfólk sitt þar, og hafði virzt urjp sér hið bezta. En heimskur hafði hann verið, að senda liana ekki heim, strax og stríðið byrjaði. Hún rauf þögnina: „Þetta hafa verið skemmtilegir dagar fyrir 'okkur, pabbi,“ sagði hún. „Og þú átt vonandi eftir að eyða mörg- um skemmtilegum stundum með okkur hérna eða í Washington." „Það vona eg vissulega, barnið mitt. En annars færð J>ú nóg um að hugsa í Washington. Þið verðið borin á höndum þar. Og ekki verður Clay óvinsælli fyrir að koma þangað með fegurstu brúði ársins!" Hún svaraði ekki. Hárgreiðslunni var lokið. Hún stóð á fætur. Faðirinn hugsaði: Hún hefir alla tíð verið grannvaxin, en aldrei eins grönn eins og núna. Gamla frú Regína hafði ekkert lagt til (Framhald). ÞaS tilkynnist vinum og ættingjum, að maðurinn minn og faðir okkar, Sigurbjörn Friðriksson, sem andaðist 14. þ. m. verður jarðaður mánudaginn 21. þ. m. Athöinin ier iram irá Akureyrarkirkju og heist kl. 1. e. h. Lilja Friðíinnsdóttir. Kristin Sigurbjömsdóttir. Baldvin Sigurbjörnsson. Egill Sigurbjörnsson. Unglinga- ullarefnastakkar * maigar gerðir og stærðir, úr ýmsum efnum, ávallt fyrirliggjandi Sanmastofa Gefjunar A k u r e y r i , i:;.-. ■ ,—r-- ir- ■ t— IATHUGIÐ | Flyt um n. k. mánaðarmót í Helga-magrastræti 17 (uppi). g Hús Brynju Hlíðar. — Símanúmer mitt er 492. * Guðbr. Hlíðar 1 / dýralæknir. g BKhKhKhkhKHKHKBKhKHKBKHKHKHKHKHKhKHKHKHKHKHKHKHKHKHK KhKhKbKhKhKhkhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKHKhKhKhKhKhKhKhKh; drykkirnsr Vinsælustu eru Kola Cream Soda MORGAN TIL f? 0 Ð óskast í suðurenda hússins Lundargötu 8, Akureyri.l Húsið er til sýnis eftir hádegi dag hvern. Tilhoð-|| um óskast skilað sem fyrst til Eggerts Stefánssonar,® Lundargöu 8. — Réttur áskilinn til að taka hvaðai tilboði sem er eða hafna öllum. § — Úr erlendum blöðum Framhald af 3. síðu Nauðsynin á samtökum sam- éinuðu þjóðanna er ekki síður augljós nú en á dögurn San Fransiscoráðstefnunnar, eða í júlímánuði síðastliðnum, þegar Bandaríkjaþingið samþykkti, með aðeins tveimur mótat- kvæðum, að samjrykkja sáttmála UNO. Hún er jafnvel ennþá ljósari eftir uj>pfinningu atom- sprengjunnar og annarra nýrra, voveiflegra vopna, því að hvert mannsbarn veit, að óbætanlegt tjón mundi hljótast af næstu heimsstyrjöld. Fyrir 25 árum höfðu einangr- unarsinnarnir, sem komu þátt- töku Bandaríkjanna í Þjóða- bandalaginu fyrir kattarnef, ýmsar heiðarlegar röksemdir fram að færa fyrir málstað sín- um. Árið 1919 hefðu Bandaríkin getað varið land sitt ein og óstudd. Á árinu 1945 hefðu þau ekki getað það og ennþá minni líkur eru til að þau geti það 1950 eða 1955. Landafræði mannsins hefir breytzt meira en lítið. Við getum ekki lengur varnað því að borgir okkar verði lagðar í rústir og milljónir borgaranna drepnar. Við getum aðeins goldið í sömu mynt, ef við bregðum skjótt við, með því að eyðileggja borgir annarra þjóða og drepa milljónir af þegnum þeirra. Gegn þessari staðreynd duga engin einangr- unarrök. Míkill hluti þjóðarinn- ar fylgir þeim grundvelli, sem lagður var með samþykkt sátt- mála UNO í júlí 1945. Atom- sprengjan hefir styrkt, en ekki veikt, ákvörðunina um að efla UNO til þess# að útrýma stríði. Ósamkomulag það, sem var milli stórveldanan eftir stríðslokin, sýnir, að þörfin fyrir sterkt og réttlátt þjóðabandalag er aðkall- andi og rík. (Lausl. þýtt). Tveir lyklar (pósthólfslyklar) í litlu leður- hulstri hafa tapast. Finnandi vin- samlega skili til Halldórs söðla- smiðs. Dökkgrár rykfrakki tapaðist s. 1. laugardagskvöld í þinghúsi Hrafnagilshrepps. — Finnandi vinsamlega skili hon- um á afgr. Dags. TIL SÖLU er 2 tonna vörubifreið (Chevro- let) model ’34, með vélsturtum og nýuppteknum mótor. Upplýsingar á benzín afgr. KEA. Þeir, sem hafa að láni ísforma & kökuföf frá oss, gjöri svo vel að skila þeim strax eða tilkynna í síma brauð- rerðarinnar. Verða þau þá sótt. Brauðgerð

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.