Dagur - 25.01.1946, Blaðsíða 2

Dagur - 25.01.1946, Blaðsíða 2
2 D A G U R Föstudaginn 25. janúar 1946 Margt er skylt með valdhöfum Rúss- Fiskisaga Svavars Guðmundssonar lands og stjóm Ólafs Iliors Það er ekki einungis að nú- verandi ríkisstjórn Olafs Thors hafi lært það af rússneskum vald- höfum að líta á stjórnarandstöðu sem glæp eins og vikið var að í síðasta blaði, heldur kemur þar ýmislegt l'leira til greina. Arthur Koestler skýrir skil- merkilega frá því í bók sinni um Rússland og færir gild rök fyrir, að valdhafar Rússlands skipti um skoðanir frá degi til dags eftir því, sem þeim hjóði við að hori'a, og afneiti því með fyrirlitningu í dag, sem þeir í gær töldu lieil- agan sannleika. Auðvitað hafa íslenzku komm- únistarnir alltaf verið á þönum eftir hinum sískiptilegu ,,línum“ frá Rússlandi, svo sem hvert þeir ættu að vera tækifærissinnaðir eða ekki, en það eru fleiri en kommúnistar, sem farið hafa líkt að. Þarf ekki lengra að leita en til Olafs Thors og flokks hans um snögg skoðanaskipti að hætti rúsnesku valdhafanna. Það var víst árið 1942 að Ólafur Thois sagði í þingræðu: ,,I öllum siðmenningarlönd- um er nú háð hörð barátta gegn dýrtíðinni. Og alls staðar er þeirri herlerð hagað á sama hátt. Allir stefna árásum á sömu tvo höfuðóvini, hækkun kaupgjalds og hækkun afurðaverðs. Hvers vegna? Það er vegna þess, að allir hafa fyrir löngu gert sér ljóst, að það er þeta tvennt, kaupgjaldið og afurðaverðið, sem skapar verðbólguna." Ennfremur sagði Ól. Th.: En sá, sem berst fyrir dýrtíð- inni, er ekki aðeins fjandmaður sparifjáreigenda, gama I men n a, ekkna og munaðarleysingja og annarra, sem afkomuvonir liafa byggt á peningaeign eða pen- ingakröfum. Nei, hann er einnig böðull framleiðenda og launa- manna og raunar alþjóðar.“ Árið 1943 sagði sami Ólafur Thors: ,,Um eitt virðist þó ríkja full eining innan Alþingis, en það er, að öll verðbólgan og dýrtíðin sé eitthvert hið ægilegasta þjóðar- böl, er yfir íslandinga hefir verið fært.“ Síðan jafnar hann þessu hræðilega böli til svarta dauða eða stóru bólu og telur það óhjá- kvæmilega nauðsyn að hefta vöxt dýrtíðarinnar og hefja öfluga baráttu til að lækka hana. Nú fullyrðir Ólafur Thors og stjórnarliðið með honum, að gagnrýni Framsóknarmanna á dýrtíðarstefnu ríkisstjórnarinnar sé augljós firra, er fundin sé npp af fjandskap við verkalýðinn og stefnt sé gegn lionum. Það getur orðið erfitt úr því að skera, hvorir eigi metið í skoð- anahringli, valdhafar Rússa, eins og A Koestler lýsir því, eða nú- verandi valdhafar íslands. Nú hafa fram komið greinar- gerðir úr tveim áttum um skað- semi fjármála- og dýrtíðarstefnu ríkisstjórnarinnar, önnur frá trúnaðarráði Dagsbrúnar, sem lýsir því, hvernig stjórnarstefnan gerir lífsafkomu verkamanna æ örðugri, þrátt fyrir grúnnkaups- hækkanir, hin frá sjálfu mál- gagni forsætisráðherra, Mbl., er leiðir í ljós, að stjórnarstefnan sé að grafa undan atvinnuvegun- um. Mun bráðlega að þessu vikið nánar. Kjósendur! Hvort viljið þið heldur skipa ykkur undir merki stjórnarandstöðunnar, sem gagn- rýnir og vill bæta fyrir misfell- urnar, eða stjórnarstefnunnar, sem ætlar að halda misfellunum áfram, þar til allt er komið í rúst? Það er alkunnugt, að hinn ill- ræmdi nazismi Þýzkalands var f jandsamlegttr samvinnuhreyf- ingunni, ekki aðeins þar í landi heldur og í hernumdu löndun- um, t. d. Noregi. Það er og alkunnugt, að angar hinnar erlendu nazistastefnu náðtt Itingað til íslands og tókst að gagntaka hér ýmsa menn. Má þar til nefna annan mann á D- listanum hérna í bænum við í höndfarandi bæjarstjórnarkosn- ingar, herra Svavar Guðmunds- son bankastjóra. | Það er því ofurskil janlegt, að þessi maður leggi hatur á kaup- félagsstarfsemina og þó alveg sér- staklega á Kaupféálag Eyfirð- inga. Hefir þetta á áberandi hátt komið í Ijós í skirfum Sv. G. í „íslendingi" að undanförnu og nú síðast á umræðufundi um bæjarmál sl. mánudagskvöld. Þetta kaupfélagshatur Sv. G. þarf engan að undra, því vitan- lega er það arfur frá nazisman- um sáluga. Hitt gæti talizt nokkurt undr- unarefni, að nálega allir af ræðumönmun andstæðinga Framsóknarflokksins á umræðu- fundinum tóku að einhverju leyti í streng með Sv. G. í þá átt að gera KEA tortryggilegt í aug- utn háttvirtra kjósenda. Fiér má jró víst undanskilja ræðu bæjar- fógetans. Hún var laus við ill- kvitni í garð KEA. F.n hvað er J>að þá, sent ræðu- mennirnir fundu KEA til for- áttu? Fyrst og fremst það, að kaup- félagið væri of athafnasamt í bæjarfélaginu og veitti þar af leiðandi of mörgum bæjarbúum trygga og stöðuga atvinnu. Sum- ir |>e.ssara ræðumanna lögðu þó megináherzlu á að tryggja beri hinum vinnandi höndum í bæn- um næga atvinnu. Þessat lierfilegu mótsagnir voru sízt til jress fallnar að prýða ræðumennskuna á fundinum. Enguni gat dulizt, að ræðu- nienn verklýðsflokkanna og Sjálfstæðisflokksins lögðu sig alla fram um að lokka kjósendur til l'ylgis við lista sína. Eitt ráðið til ;}>e.ss var í því fólgið að hreyta Út af ummælum Svavars Guð- mundssonar, bankastjóra, síðast- liðið mánudagskvöld, í Nýja- Bíó, þar sem hann réðist á KEA með hrein ósannindi um sölu á nýjum fiski til bænda í Eyja- firði, og staðhæfði, að KEA hefði lokað hraðfrystihúsi sínu fyrir fiskimönnum hér á Akureyri, vil eg, sem lrystihússtjóri KEA, taka jrað skýrt fram, að Jakob Frí- mannsson, forstjóri KEA, hefir aldrei talað við mig um neitt í þá átt að loka hraðfrystingunni fyrir bátaeigendum hér á Akur- eyri. kaldyrðum að Kaupfél. Eyf. Það munu jDeir liafa talið bezt fallið til })ess að hræða menn frá B- listanum, en til framdráttar sín- um listum, að veifa KEA sem grýltt framan í fundarmenn. Þetta er-í meirá lagi grunnfærn- isleg aðferð og næsta ólíkleg til að bera nokkurn árángur. Því hvað er Kauþfélag Eyfirðinga? Það er ekki annað en samtök al- mcnnings í bæ og sveit, sam- vinna fólksins sjálfs til að bæta hag sinn og Jjroska félagslund sína, án jtess að ganga á hlut annarra. Og að þetta hafi vel tekizt, vottar Svavar Guðmu.nds- son, Jrví hann kallar KEA vana- lega vokluga og stór'auðuga klíku. Árásir ;i KEA éru því raun- verulega árásir á fólkið, sem myndar félagið, ög sem fer ár- lega ljölgandi. Allt að 1700 fé- legsbundnir Akureyrarbúar eru nú innan vébanda kaupfélagsins. Það tná jrví gera ráð fyrir, að helmingur Jjeiria kjósenda, sem ganga að kjörborðinu næstk. sunnudag séu félagar í KEA. Og langflestir þeirra unna félagi sínu og rnunu }>ví vilja gjalda Sv. G. rauðan belg fyrir gráan við kjörborðið fyrir öll hans til- ræði, vélræði og veilræði gagn- vart félaginu. Kaupfélag Eyfirðinga er lang- mesta nýsköpunarstofnun hér í bæ. Það er nærri því grátbros- legt, þegar þéir menn, sem sí og æ lofsyngja gæsalappanýskttpun ríkisstjórnar auðmanna og kommúnista, fjandskapast við raunverulega nýsköpun fólksins sjálfs, sem það hrindir áfram með mætti samtaka sinna í KEA. Varist jjá nýsköpunarmenn, sem svona haga sér. Varist Svavar Guðmundsson og honum skylda menn í nazistiskum anda. Félagsbræður og félagssystur í Kaupfélagi Eyfirðinga! Göngum öll djarflega að kjör- borðinu á sunnudaginn og kjós- um lista samvinnumanna. Kjósum öll B-LISTANN. Kaupfélagi. Annað mál er )>að, að j>að hef- ir aldrei fiskast neitt |>að magn af fiski hér síðastliðið ár, að hægt væri að hraðfrysta einn einasta dag með fullum vinnutíma, hvað þá heldur meira. Allttr sá fiskur, sem fiskast liefir, og komið var með á frysti-- húsið síðastliðið ár, nam ekki nema 41.600 kg. frá 4. apríl til 15. júlí og af þessttm fiski voru ekki nema 4.500 kg. frá Akur- eyrarbátunum. Með öðrum orðum: allur sá liskur, sem komið var með á frystihúsið í rúma 3 mánuði, var ekki netna rúmlega 4 daga vinna. — En af Akureyrarbátnnum 3ýý tíma vinna. Það getur verið að Svavar Guðmundsson geti rekið hrað- frystingu með Jtessu fiskmagni en j>að er áreiðanlega enginn ann- ar, sem mundi láta sér detta slíkt í hug, hvar sem væri á landinu. Eg lteld að Svavar Guðmunds- son ætti að kynna sér reglugerð- ina um hraðfrystingu og mat, áður en hann fer að tala um Athugasemd Fröken Elísabet Eiríksdóttir upplýsti á fundi þeim, er stjórn- málaflokkarnir héldu 21. þ. m., að Þvóttahúsið Mjöll væri okur- stofnun. Nú vill svo illa til fyrir hina góðgjörnu fröken, að verð- lagseftirlitið ákveður gjaldskrá þvottahúsa í landinu. Birti ég hér með þann hluta hennar, er mestu máli skiptir fyrir almenn- ing. Sömuleiðis gjaklskrá jjvotta- hússins hér. Geta þá allir, sem lesa þessar upplýsingar séð hve ósanngjörn Mjöll er. Ég býst við að Jtað sanna í þessu máli sé, að Mjöll stilli mjög í hóf með verð og sé eina fyrirtækið sent selur [jjónustu undir lagsnefndar. ákvæðurr i Verð- Samkvæm t verð- ákvörðun Verð- Verð- lagsncfmlar skrá frá 1.5. 1945 Mjallar Lök 2.20 1.50 Sængurver 3.30 2.75 Kjólskyrtur 4.40 4.00 Skyrtur 3.30 3.00 Nærskyrtur 1.65 1.30 Nærbuxur 1.65 1.30 Vasaklútar 0.55 0.30 Ullarteppi 8.50 6.00 Bómullarteppi 6.60 5.00 Koddaver . 1.20 1.00 Handklæði 1.20 1.00 Með öðrum orðum: Þvotta- húsið Mjöll selur 10—40% lægra en heimilt er samkv. verðlags- ákvæðum. Jafnframt vil ég upplýsa, að Þvottahúsið Mjöll er keypt og endurbætt nú á stríðsárunum og jjví er stofnkostnaður vitanlega 5—6 faldur við það sem giklir um gömul jjvottahús, en þó not- þvottahúsin, t. d. í Reykjavík sér gjaldskrá Verðlagsnefndar. Annars þætti mér gott ef frk. Elísabet vildi kynna sér verðlag og rekstursafkomu hjá bæjar- þvottahúsi Reykjavíkur, Jjar sem við Framsóknarmenn ráðum engtt, og kveða síðan upp dóma sína. Gunnar Jónsson. hraðfrystan fisk á opinberum fundi. Út af ummælum Svavars Guð- mundssonar, um sölu á nýjum fiski til bænda í Eyjalirði, vildi eg taka þetta fram: Það er rétt að ICEA kaupir lisk ;í 0.50 pr., kg. og .selur hann til bændanna á kr. 1.00 pr. kg. En |>að er ekki satna, hvernig fiskurinn er seldur, og Jjað var einmitt það, sem Svavar Guð- mundsson gleymdi að tala um. — KEA hefir sent allan fiskinn heim í hlað til bændanna, og þegar ekki er sent nema rúmt tonn af liski í bæði Hrafnagils- og Saurbæjarhreppa, og bíllinn er 10 tíma í ferðinni og með mann með" sér, ]r;i getur hver heilvita maður reiknað út hvað fiskurinn tntini kostá kominn á staðinn, jtó að ekki sé tekið neitt tillit til hvað kostar að vigta í sundur og kippa upp í 10 kg. kippur í 110—130 staði. Herra bankastjórinn hefði Jjví ekki átt að minnast á fisksöluna til bændanna, úr því hann vissi ekki betur hvernig fiskurinn var seldur; enda býst eg við að hann hefði ekki viljað vita sannleik- ann. Og að endingu vil eg geta þess, að þeir bændur, sem eg hefi tal- að við, ltafa sagt mér, að þetta væru beztu liskkaup, sem jteir héfðu.gert. Á )>að hefði ogmáttminnast.að fiskur, sem seldur er hér á torg- inu, kostar kr. 0.75 pr. kg. með haus og (illutu innmat. H. P. Ó. Leiðrétting í 2. og 3. tbl. Dags Jj. á. ritar Jón Sigurðsson í Yztafelli grein um ungmennafélagið „Gaman og alvöru" í Köldukinn, í tilefni af fertugsafmæli félagsins. Snetnma í greininni stendur þessi klausa: „Ekki er annað vit- að en að félag Jjetta sé elzta ung- mennafélag landsins. Það er tveim vikum eldri en U. M. F. Akureyrar, sem af mörgum hefir verið talið elzt og Jjað hefir aldr- ei fellt niður starfsemi. Þykit mér því vel hlýða að segja hér nokkuð frá stofnun félagsins og æfidögum." „Þetta er hin versta sagnfræði,“ svo að notuð séu orð greinarhöf- undarins sjálfs. Árið 1892 eða 13 árum fyrr en „Gaman og alvara“, var stofnað ungmennafélagið Einingin í Bárðardal, sem óslitið hef’ir starf- að síðan Vorið 1942 minntist Eiriingin fimmtugsafmælis síns með fjöl- sóttri samkomu að Sandvík. Það sama ár kom grein í Degi, þar sem getið var upphafs félags- ins og stuttlega rakinn megin- starfsferill Jjess. Ungmennafélagið „Gaman og alvara“ er það merkur félags- skapur, að óþarft er að skreyta sögu hans með annarra fjörðum. Jónas Baldursson, Lundarbrekku. Kjósið B-lisfann! Raunveruleg nýsköpun samfaka al- mennings nofuð sem grýla af áhang endum nýsköpunar í gæsalöppum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.