Dagur - 25.01.1946, Blaðsíða 6

Dagur - 25.01.1946, Blaðsíða 6
6 D A G U R Föstudaginn 25. janúar 1946 )★ Ofar stjörnum ★ í Saga eítir ÚRSÚLU PARROTT 1 SÍHSfiHJfiHKHSfiHKHÍfiHSfiHSfiHSfiHSfi fiHSfiBSfiHSfiHKHSfiHSfiHSfiHSfiHSfiHJi (Framhald). málanna, en nú tók hún stjórnina í sínar lvendur og kom föðurn- nm og þjónustufólkinu út úr herberginu. hegar lnin lokaði á eftir þeim sagði hann: ,,F.g vildi svo gjarnan geta gert eitthvað fyrir hana, en eg veit ekki hvort eg get það.“ „Eg veit þú vilt það, en þess þarf ekki. Hún hjálpar sér sjálf.“ Maitland vissi, að þegar móðir hans var eins fastmælt og í þetta sinn, þá var það af því, að hún trúði alls ekki sjálf }m sem hún var að segja. Klukkan var nærri hálf ellefu. Gína læsti dyrunum. Það sem luin þurfti nú að gera, mundi taka að minnsta kosti klukkutíma. Hún gekk að snyrtiborðinu. Lykillinn að því var geymdur í lítilli öskju á borðinu. Hann var á sínum stað. En hún opnaði ekki borðið strax. Hún gekk órólega frarnog aft- ur um gólfið. En nú varð því ekki frestað lengur. Hún settist við snyrtiborðið og opnaði það. I skápnum var lítill, svartur kassi. Hún þrýsti á hnapp á honum og lokið hentist upp. Það sem hún átti nú fyrir höndum var að kveðja, kveðja fyrir fullt og allt — eða kannast við það, að hún gæti ekki haldið áfrant og gengið að eiga Clay Pennoyer innan lítillar stundar. Litli, svarti kassinn stóð opinn fyr- ir framan hana. Þegar hún lokaði honúm aftur, mundi hún vita hvora leiðina hún gæti valið. Hann hafði aldrei verið opnaður, síð- an daginn ógleymanlega í Sussex, þegar vorið söng og lífið var ynd- islegt. En síðan voru meira en þrjú Imndruð, gráir dagar. Hún hefði getað talið þá nákvæmlega,. en hún vildi það ekki. Hún hafði stælt vilja sinn til þess að hafna þeirri freistingu, að telja dagana. Vika, mánuður eða á.r, þáð skipti í rauninni svo litlu máli héð- an af. Hún leit í litla'kassann. í honum voru engin bréf. Aðeins ein- kennishnappur, samanbrotið símskeyti. innsiglishringur karl- manns, nokkrar perlur og umslag, sent á var ritað: Ijósmyndir. í kassanum var ekkert, sem sýndist sérstaklega verðmætt fyrir ungfrú Regínu Vale, sem nú var að giftast manni er var eins ríkur og faðir hennar. Hún tók hnappinn og velti honum í lófa sínum. „Pabbi er orðinn óþarflega hræddur við stríðið. Hann vill espur senda mig heim til Bandaríkjanna. Mér finnst það hreinasti óþarfi. Hús frænku minnar í Devonshire er eins öruggur dvalarstaður og kirkja.“ Ungi, grannvaxni maðurinn horfði glettnislega :í hana. „Þessi samlíking hefði nú getað verið heppilegri. Flest luis eru orðin öruggari dvalarstaður en kirkjur, á þessum síðustu tímum. F.n eg vona að þú þurfir ekki að fara heim strax. Það er svo óvænt og ánægjulegt að rekast á ,,frænku“, sem er Itæði fögur og sþemmtileg." „Frænku,“ nafnið var aðeins gamansöm blekking. Frændi henn- ar, Edwin Maitland, hafði kynnt Derek fyrir henni með þessum orðum: „Við vorum saman í skóla, við Derek, og þar reiknuðum við það út, að við værum frændur í ellefta ættlið, og það sama gild- ir um þig.“ Og við Derek.hafði hann sagt: „Þetta er frænka mín, Regína Vale, fögur, eins og þú sérð, en spillt af of miklu meðlæti. Veldur öllum ættingjum sínum sívaxandi áhyggjum.“ Ungi maðurinn í flugmannsbúningnum hafði brosað að þessu öllu saman og hánn sýndist svo ákaflega drengjalegur, þegar hann brosti. En hún varð undrandi, samt sem áður, þegar hún vissi að hann var ekki nema tuttugu og tveggja ára gamall. En þeir voru ekki eldri yfirleitt, fLugmennirnir, sem höfðu „verið með“ í Frakk- landi, en þeir sýndust yfirleitt eldri en það um þessar mundir, í júlí 1940. Seinna hafði hún vakið máls á því við frænda sinn, að hún hefði aldrei kynst bjartleitari manni en Derek var. Hann var alveg óvenjulega fríður, en nokkuð grannur. „Stríðið hcfir lítil áhrif á holdafar þitt, Edwin,“ hafði hún bætt við í glettnistón. „Eg er skytta," svaraði hann. „Eg sit á jörðu niðri og hvíli mig.“ Faðir hennar hafði verið sendur í stjórnarerindum til Italíu í júlí. „Eg ætti að senda þig heim, Gína, áður en eg fer,“ hafði hann sagt. „En kannske er öruggt fyrir þig að búa hjá frænku þinni í Devonshire í bráðina. Við förum bæði heim í október.“ Hann hafði ekki bannað henni að fara til London. Derek fékk fjörutíu og átta stunda orlof þar. Gína bjó hjá fjarskyldu frænd- fólki sínu. Hún hafði nostrað alveg sérstaklega við klæðnað sinn þetta kvöld. Hjarta hennar barðist ótt-og hugurinn var fullur eft- irvæntingar, því að Derek var væntanlegur til þess að bjóða henni nteð sér í leikhúsið. Þetta sama kvöld, þegar þau voru að koma úr leikhúsinu, var gefið loftvárnamerki og þau voru rekin inn lítið loftvarnabyrgi, í kirkjukjallara. Þar hafði kapellan verið, meðan friður ríkti. í kap- (Framhald). . Alúðar þakkir til allra ijær og nær er auðsýndu hluttekningu við andlát og útför systur okkar KRISTJÖNU PÉTURSDÓTTUR Sólveig Pétursdóttir, Hólmfríður Pétursdóttir, Þórleif Pétursdóttir Norland, Jón Gauti Pétursson. [ Jörð til sölu Jörðin Búðarnes í Skriðuhreppi fæst laus til kaups | og ábúðar í n. k fardögum. Á jörðunni er nýbyggt I íbúðarhús, fjárhús, fjós og hesthús, allt úr steinsteypu. | Túnið mest allt véltækt, allmikil nýrækt (ca. 9 dagsl.) \ Ræktunarskilyrði mikil og góð. — Gott beitiland. 1 i Nánari upplýsingar gefur undirrif. eigandLjarðarinnar. \ i Búðarnesi, 19. janúar 1946. { \ Helgi' Aðalsleinsson. Niðursuðuverksmiðjan skal vera á Sigfufirði - segja kommúnistar (Framhald af 1. síðu). Siglufirði. Segir blaðið, að at- vinnumálaráðherrann, Áki Jakobsson, hafi undirbúið frv. um þetta efni, og verði það flutt af sjávarútvegsnefnd nd. þingsins, að tilhlutun ráðherr- ans. Síðan segir blaðið: „Allur Sósíalista- flokkurinn á þingi stendur með mál- - // mu. Steingrímur Aðalsteinsson, alþingismaður, hefir með öðr- uni orðum ákveðið að ganga í móti áskorun, sem Steingr. Aðalsteinsson, bæjarfulltrúi, samþykkti í bæjarstjórn Ak- ureyrar hinn 18. september sl., en þar greiddu kommún- istar allir atkvæði með tillögu Framsóknarmanna um, að slcora á ríkisstjórnina að láta reisa fyrirhugaða verksmiðju hér í bænum. Jafnframt var bæjarstjóra falið að rökstyðja áskorunina með ýt- arlegri gxeinargerð. Ekki verður hlutur kommúnistaforsprakk- anna betri, þegar kemur að sjó- •ma n n a f é 1 ögu n um. Sjómannafélögin í bænum sendu bæjarstjórninni álykt- un um þetta mál, og var þar rökstutt allýtarlega, að Akur- eyri hefði marga kosti um- fram Siglufjörð til þess að verða aðsetur niðursuðuverk- smiðju ríkisins. Þessa álykt- un samþykktu kommúnistar í þessum félögum, en þegar á hólminn kemur „standa sós- íalistar einhuga að því að láta reisa verksmiðjuna í Siglufirði", að því er upplýst er nú, og atvinnumálaráð- herra flokksins flytur frum- varp um að fyrirtækið verði sett niður í Siglufirði! Það er heldur ófagur leikur, sem kommúnistaflokkurinn er að leika þarna gagnvart bæjarfé- laginu. í blaði sínu hér, á bæjar- stjórnarfundum, á framboðs- fundum og á götum. og torgum tala þeir um umbótavilja sinn iOg viðleitni flokksins til þess að koma á fót hér nýjum atvinnu- tækjum, en þegar til alvörunnar kemur og þeirra forráðamanna flokksins, sem sitja á þingi og í stjórn, þá kemur annað hljóð í strokkinn: Þá er reynt að draga atvinnu- tækin burtu héðan og fá þau í hendur Reykvíkingum, eða reynt er að dubba upp á fylg- ið í Siglufirði, eftir hneykslis- málin þar, með því að lofa því, að flokkurinn í heild skuli sjá um, að ríkisvaldið taki bæinn upp á arma sína. Þessi mál öll eru glöggt dæmi um óheilindi og vélræði komm- únista gagnvart Akureyri. Blað þeirra hamast að bæjarstjórninni fyrir of litlar framkvæmdir, en á sama tíma vinnur flokksforystan markvisst að því, að koma at- vinnulífinu hér á kné. Akureyringar gjalda komm- únistum eins og þeir hafa verðskuldað á sunnudaginn kemur. „Lítillátur, ljúfur og kátur. . . .“ (Framhald af 1. síðu). inn að breiða sig út yfir alla fyrstu síðu blaðsins og birtir þar æskumynd af sjálfum sér, að fyrirmynd annars góðs blaðamanns hér í bænum. Er þetta íslendingsblað allt hið vegleg- asta hvar sem á það er litið. T. d. birtir Svavar hugleiðingu á 3. síðu eftir sjálfan sig, um þá D-listamenn. Kallar hann sig þar „dáðadreng“ og hælir sér á hvert reipi fyrir hugrekki og athafnasemi. Hestinn munar um pundið, þegar hann er þreyttur. Morguninn eftir að kviknaði í Par- ís, nú á dögunum, og giftusamlega hafði tekist að forða stórbruna, birtist „dáðadrengurinn" Svavar í prent- smiðjunni, sem þar er til húsa, til þess að líta eftir Islendingi sínum og myndinni af sjálfum sér, hvort hún hefði sloppið ósködduð. Varð honum fyrst að orði: „Voru Framsóknar- menn að kveikja hér í í nótt?“ Einn viðstaddra svaraði: „Ekki hefir þess verið getið, en vitað er um annan flokk, sem hefir praktíserað íkveikjur og kennt öðrum um.“ „Dáða- drenginn" setti hljóðan. En ýmsir hugsuðu, að óþarfi hefði og verið að spara lýsingarorðin um eðli Svavars í íslendingsgreininni, fyrst bankastjór- inn og bæjarfulltrúaefnið varð upp- vís að því að hugsa svo góðgjarnlega um samborgara sína. Nú eru þeir smeykir „Verkamaðurinn" og „íslend- ingur“, er út komu á miðviku- daginn, bregðast báðir illa við ræðu Jakobs Frímannssonar á borgaraiunclinum hér 21. þ. m. þar sem hann lagði áherzlu á nauðsyn þess að teknar væru upp beinar siglingar til Akureyrar irá útlöndum og bærinn þannig gerður að umhleðsluhöín íyrir Norður- og Austurland, í stað þess að nú ier nálega allt vöru- magn til þess landshluta gegnum Reykjavík og eru skattlagðar þar. Jainiramt skýrði Jakob írá því, að SÍS, KEA og önnur samvinnu- íélög störfuðu nú að því að hrinda þessari umbót í fram- kvæmd, sem hefði geysimikla þýðingu íyrir verzlun, iðnað og alll atvinnu- og viðskiptalíf hér í bæ. „Verkam.“ segír, að þetta sé ekkert bæjarmál, en „ísl.“ að þetta veki „litla hriíningu." Ojæja! Að dómi þessara blaða kemur bænum það ekkert við, hvort hér blómgast verzlun, iðn- aður. og .annað atvinnulíf, eða allt þetta er lagt í dróma. Hvað kemur bænum og bæjarstjórn- inni hér það við, þó að Reykja- víkurvaldið taki spón úr aski og bita aí diski hvers Akureyrar- búa? Það er bezt fyrir okkur að vera jgóðu börnin, auðmjúku og auðsveipir þjónar þeirra „stóru“ í Reykjavík! Það getur vakið meiri „hrilningu"! Þannig hugsa Vm. og ísl., og verður ekki ann- að sagt, en þetta sé stórmannleg- ur hugsunarháttur! Það er eins og Vm. og ísl. liafi komið sér sarfian um að ljúga því, að Jakob Frímannson hafi boðið bæjarbúum upp á að út- vega þeim beinar siglingar, ef þeir kysu lista Framsóknarfl., annars- ekki. Vm. kallar þetta „mútur.“ Ég heyrði nú ekki bet- ur en bæjarfulltrúaefni komm- únista lofuðu gulli og grænum skógum og alls konar kjarabót- um, en jafnframt fóru þeir í kringum það, að þeir yrðu kosn- ir. Hið sama gerðu fulltrúaefni A- og D-listans. Voru þetta þá til- boð urn rnútur? „Verkam." hefir hér sett sig í þann gapastokk, sem hann losnar ekki úr. Mútubrigzl Vm. er talandi vottur um, að nú eru kommún- istar orðnir alvarlega smeykir um úrslit bæjarstjórnarkosning- anna. Þess vegna grípa þeir til örþrifaráða. En getur þeim ekki dottið í hug, að misþyrming á sannleikanum geti komið þeim sjálfum í koll? Mcirg hundruð fundármenn vita, að mútubrigzl- in eru rakalaus uppspuni. Hvað er líklegra, en að allir ærukærir menn snúi við kommúnistum bakinu og hugsi sem svo: Við kjósum ekki þá menn í bæjar- stjórn, sem hafa vísvitandi stór- lygara í þjónustu sinni. Við leggjum ráða við kjörborðið á sunnudaginn. Fundarmaður. Tilboð óskast í húseignina Lækjargötu 22B. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Steingrímur Pétursson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.