Dagur


Dagur - 07.02.1946, Qupperneq 4

Dagur - 07.02.1946, Qupperneq 4
4 D A G U R Fimmtudaginn 7. febrúar 1946 Málefnasamningurinn jþAU TÍÐINDI hatajiú gerzt í bæjarmálunum, að flokkarnir fjórir, sem áttu í illvígum deil- um um bæjarmálin fyrir kosningarnar, hafa sam- einast um eina allsherjar stefnuskrá, sem á að leiða til aukins velfarnaðar fyrir bæjarfélagið í heild. Þetta sýnir, að flokkarnir meta meira hag bæjarfélagsins en eigin hagsmuni — á pappírnum að minnsta kosti — og ber að fagna því. Hins veg- ar væri það meira en lítil fávizka að ætla, að með þessu samkomulagi séu flest vandræði bæjar- tnanna leyst og nú muni hefjast hér hin mikla „nýsköpunar“-öld, sent sumir flokkanna töldu sig geta lofað bæjarmönnum, ef fulltrúar þeirra næðu meirihlutavaldi í bæjarstjórninni. Akureyri verður, enn sem fyrr, að miða framkvæmdir sínar við gjaldþol borgaranna og aðstöðu bæjarins í þjóðfélaginu. Með málefnasamningi flokkanna er að vísu gert ráð íyrir verulegum framkvæmd- um á næsta kjörtímabili, en þó er engin ástæða til að ætla, að þær reynist gjaldþoli borgaranna um megn, þar sem flestar þeirra eru^ekki óarð- bærar framkvæmdir, sem greiðast eiga með bein- um álögum á borgarana, heldur^nytjastofnanir, sem færar verða um að standa undir sér sjálfar, ef nokkur atvinnurekstur og íramleiðsla kemur yfirleitt til með að bera sig á komandi ái-um. Þessi málefni eiga því mest undir því komið, að í landinu verði rekin viðskipta- og fjármála- stefna, sem gerir arðbæran atvinnurekstur mögu- legan yfirleitt. Þar næst á hagur þeirra mest í hættu í sambandi við þá aðstöðu, sem bæjarfélag- ið hefir í atvinnu-, viðskipta- og fjármálakerfi *þjóðarinnar. þVÍ MIÐUR verður ekki sagt, er rætt er um hið fyrra atriðið, að útlitið sé sérstaklega glæsi- legt um þessar mundir. Úr' herbúðum stjórnar- flokkanna heyrast nú raddir, sem spá gengislækk- un eða allsherjar hruni atvinnulífsins af' völdum dýrtíðarinnar, sem enn leikur lausum hala hér og er meiri en í nokkru öðru landi Norðurálfunnar. Slíkir atburðir mundu vissulega koma við þær fyrirætlanir, sem hér eru á prjónunum, eigi síður en aðrar atvinnustofnanir landsmanna og hag rík- isins í heild. Af þessum sökum er það, að mál- efnasamningur stjórnmálaflokkanna hér er engan veginn byggður á eins traustum grunni og æski- legt væri, sérstaklega vegna þess, að þrír stjórn- málaflokkar af fjórum, sem nú starfa hér á landi, eru enn þeirrar trúar, að hægt sé að framkvæma verulega endurreisnar- og umbótastefnu á grund- velli dýrtíðarstefnunnar. Að því líður nú óð- fluga, að úr deilu stjórnarsinna og stjórnarand- stæðinga um þetta atriði verði skorið af sjálfri reynslunni og verða þá allir að beygja sig fyrir þeim dómi. En á hitt ber einnig að líta, að jress- um málum verður ekki ráðið til lykta hér — nema að því leyti sem kjósendurnir leggja sinn skerf á vogarskálina í sumar. Er því raunar ekki um þetta að fást í bæjarstjórninni, heldur hitt, að allir vinni saman að því að gera hag bæjarins sem beztan, hvernig sem stjórnmálin ráðast að öðru leyti. Með þeim hug ganga Framsóknarmenn til samstarfsins. TTM HITT atriðið, aðstöðu bæjarins 1 atvfnnu- og fjármálakerfi þjóðfélagsins, er einnig vert að ræða. Framsóknarmenn beittu sér fyrir því, að þessi mál væru beinlínis tekin inn í málefnasamn- inginn og allir flokkar hétu því, að vinna að því Meindýrin hafa enn ekki samið frið. OTJÓRNMÁLAFLOKKARNIR í bænum hafa nú stofnað eitt alis- herjar friðar- og kærleiksheimili — í bili — og samið um öll sín hugsjóna- mál til fjögurra ára — nema rotturn- r. Vonandi hafa þær aðeins gleymzt, því að annars kynni mönnum að detta hug, að hinir vísu feður bæjarins teldu öldungis óþarft að gera nokkrar sérstakar ráðstafanir þeirra vegna, þvi að þessar gáfuðu skepnur myndu af einskærri og óbrigðulli eðlishvöt yfirgefa bæinn í tæka tíð, strax eftir það, að hin fyrsta fjögurra-ára-áætlun hefði verið samin! Slík fyrirbrigði eru nefnilega sögð gerast á skipum í vissu ástandi. En hvað um það: Friðurinn er góður — í hófi — eins og aðrir góðir hlutir, og vel sé öllum Heródes- um og Pílatusum, sem gerast vinir og bræður á þessum siðustu og beztu tímum. En friðurinn við rottumar er slæmur, eða það finnst að minnsta kosti „borgara i miðbænum", sem skrifar mér nýlega um slæman ágang af kynbótarottum, sem hafist við í hrörnandi ruslaskúrum, sem fyrir- myndar-skattþegnar bæjarins (að því, er Svavar segir) eigi — en viðhaldi ekki — á dýrustu lóðunum við aðal- götu bæjarins. — Nú er sjálf svarta rottan, grimmt og herskátt kvikindi, sögð ganga í ljósum logum um höfuð- staðinn, Keflavík og aðra bæi á Suð- nesjum, og vinna þar mikil hervirki — jafnvel granda mönnum og mál- leysingjum. Samkvæmt lögmálum tizkunnar getur naumast liðið á löngu, unz hún bætist einnig í hópinn, sem fyrir er hér í hinni norðlenzku höfuð- borg. Færi þá betur ,að hún gæti ekki treyst alltof blint og skilyrðislaust á friðinn og alsæluna i þessum bless- aða bæ. Skriffinnskan í Sovét-Rússlandi. pRÓÐLEG og athyglisverð — og skemmtileg á sína vísu — var greinin úr rússneska blaðinu Kroko- dil, sem birtist hér í blaðinu í eins konar ísl. þýðingu nú á dögunum. Þar er því lýst á átakanlegan hátt, hvein- ig sovétborgari, sem eignast erfingja — samkvæmt áætlun stjórnarvald- anna, en þó sjálfsagt fyrir eigin til- verknað og persónulegt framtak að einhverju leyti — þarf að hlaupa frá einni stjórnarskrifstofunni til annarr- ar, fram og aftur, aftur og. fram, til þess að útvega sér pissir;'jur á barn- ungann sinn, fylla út ótal eyðublöð í að bærinn fengi réttláta'hlut- leild í framkvæmdum ríkisins. Því miður ber reynsla undan- genginna ára skilningi Jressara flokka á Jressu mikilvæga atriði ekki fagurt vitni. Undir núver- andi stjórnarsamvinnu hefir hagur bæja og sveita úti um land larið versandi, en Reykja- vík hefir eflst að sama skapi. Fjármagn, atvinnutæki, og að- staða ö!l hefir sogast suður þang- að. I þessu efni er lífsnauðsyn að spvrna við fótum, og fram- kvæmd Jressa atriðis málefna- samningsins, er e. t. v. Jrýðingar- mest alira Jreirra mála, sem nú eru á dagskrá. J^EIDÍN til þe#s að tryggja trausta framkvæmd málefna- samningsins liggur Jrví fyrst og fremst um heilbrigða fjármála- stefnu og. skilning á nauðsyn þess, uð skapa mótvægi gegn of- urvaldi Reykjavíkur. Framsókn- armenn vinna að Jrví, fremur | 1 öðrum llokkum, að skapa þann trausta grundvöll. T í z k u t a 1 Fyrir skömmu átti kvennadálkurinn tal við frú Önnu Hlíðar, sem nýlega er komin heim frá Dan- mörku, og fregnaði, að eiginmaður hennar, Skjöldur Hlíðar, væri væntanlegur til landsins innan skamms og hefði í hyggju að setja upp ný- tízkn (model-)kjólasaumastofu hér í bænum. * — Hvað getið þér sagt okkur um Kaupmanna- hafnarstúlkuna? spurðum vér frú Önnu. — Mér finnst óréttmætt að segja, að dönsku stúlkunum hafi farið aftur í útliti og klæðaburði, segir frúin. — Þvert á móti finnst mér rnesta furða, hve vel þær gátu spjarað sig á stríðsárun- um, þegar varla var taubút að fá ívnýja flík. Þá sýndi sig einmitt sú smekkvísi, sem Jrær hafa með réttu verið rómaðar fyrir. Þeim tókst vonum fremur að notfæra sér og lagfæra gömlu fötin sín og búa til ný úr lélegum gerlieinum. Húsmæðrunum tókst og með fyrir- iTggj11 satima föt á sig og börn sín af litlum efnum, töldu ekki eftir sér.að breyta, staga og snúa við flíkunum og finna góð ráð til úrbóta. Gömul gluggatjöld, dúkar o. s. frv. var þá notað til fata. ý * Þrátt fyrir skort á efnum og öðru til fatnaðar höfðu hin stærri verzlunarfyrirtæki'í Höfn eins og til dæmis Magasin du Nord, Illum og Wester- by, tízkusýningar Jressi árin, en þar voru aðeins sýndir stuttir kjólar, því að síðir kjólar voru ekki notaðir á stríðsárunum. Kjólarnir voru mest úr gerfiefnum, frekar ódýrir og endingarlitlir, en einnig úr betri efnum, sem höfðu verið geymd, og þá almennt miklu dýrari. * Áður en eg fór frá Kaupmannahöfn, heldur frúin áfram, — var eg viðstödd meiriháttar franska tízkusýningu, er lialdin var til ágóða fyrir frönsk flóttabörn. Þar voru sýndar allar tegundir klæða, er voru flutt til Hafnar frá Frakklandi og þangað aftur að sýningunni lokinni, en ekki seld dönskum kaupendum, enda munu sumir hinna fínni kjóla hafa kostað þúsundir króna og því ekki víð almennings hæfi. * Á Jæssari sýningu kenndi margra grasa, svo að tízkan virðist með fjölbreyttasta móti, hvað snið og liti snertir. Mest bar á svarta litnum, sem Parísarstúlkan heldur ávallt tryggð við, sem kunnugt er„ og lífg- ar oft upp með Ijósu skrauti og liturn. Mjög var hið ntjóa mitti og víða pils áberandi, og stundum vatterað undir á mjöðmunum, svo að mittið sýndist sem rennilegast, en þetta voru öfgar tízkunnar, sem aðeins verða stældar í hófi. Skraut var margs konar, og mikið um alls kon- ar leggingar, vírsaum, perlur og gíysdoppur (pailettur). Efni í kjólunum voru mjög mismunandi. Tölu- vert var þó flauel áberandi, blúnduefni (í blússum og stuttum kjólum) og tyll-efni. Síð pils, sem hægt er að nota við alls konar blússur, virðast vera í tízku og eru hentug. Klæðnaðir, dragtir, skraddarasaumaðir, eru alltaf mikið notaðir. Dragtatreyjan er nú ýmist höfð nokkuð víð og frjálsleg í sniðinu eða inn- skorin í mittið, en alla jafna ^íð. Kápurnar voru margar aðskornar, með mikilli vídd og miklum loðskinnum. „Swagger“-tízkan virðist frekar í rénun, meira um þrengri frakka með beltum. Loks var sýnt mikið úrval af loð- feldum, sem tíðkast mjög um þessar mundir, margra tegunda, en í Danmörku eru nær aðeins á boðstólum loðfeldir úr lituðum kanínuskinn- um og rauðrefum. TIL ATHUGUNAR: Reyndu að gera aðra ánægða, þá verður þú ánægð sjálf. þessu skyni, leggja drengskap sinnvið smámuni, hafa tal af stjórnarfulltrú- um, skrifstofumönnum og afgreiðslu- fólki, unz innkaupaheimildin er í fullu lagi og hinn nýi skattþegn hefir verið sveipaður hinu langþráða líni á fyrirskiaðan og lögformlegan hátt. Skniffinnskan í Semí-Sovét- íslandi. pN RÚSSLAND er svo sem engan veginn eina skriffinnsku-ríkið í henni veröld. Hin íslenzku stjórnar- völd feta vissulega vel og dyggilega í fótspor sovétanna — einnig að þessu leyti. Visast er, að barneignir og pissirýjur verði framvegis aðeins heim- ilar gegn sérstökum stofnauka og stjórnarheimild — einnig hér á landi. Þá verður ,,spennó“ að sinna af- reiðslustörfum á skömmtunarskrif- stofunni, og margur myndi þá vilja vera i Helga sporum við slíka úthlut- un, ef honum finnst það þá ekki „ganga glæpi næst“ að yfirgefa „gömlu höfnina", og hann leyfi því alls ekki landtöku í nýjum „slipp- um“. Myndi þá að vonum gerast kurr nokkur í liðinu, og enda vísast, að Helgi yrði stundum að láta undan kröfunum, „úr því sem komið er“ — eins og fyrri daginn! Nýjasta dænjið. JJ^NNARS VAR ÞAÐ nú aðeins kjötkaupaskýrslan mín, sem varð tilefni þessara hugleiðinga um skriffinnsku-ríkið að þessu sinni. Látum það nú vera, að maður hefir að undanförnu orðið að sveitast blóð- inu við að útfylla skattaframtalið sitt og koma þvi til skattstjórans í tæka tíð. Hjá því verður vist alls ekki kom- izt, ef maður á að eiga þess nokkurn kost að taka ofurlítinn þátt að sínu leyti í „nýsköpun“ ríkis og bæjar með hæfilegum sköttum og aukaútsvör- um. En svo bætist þessi fjandi við í þokkabót: Stærðar skjal í fjórðungs- broti, þéttletrað með spurningum og svörum, og auðvitað rekur dreng- skapurinn lestina, eins og æfinlega, þegar öldungis er vonlaust, að menn viti eða muni allt það, sem um er spurt. Látum svo vera, að vorkunnar- laust megi kallast að leggja dreng- skip sinn að veði, að maður muni og viti nöfn, faðerni, stöðu og fæðingar- ár allra heimilismanna fuliorðinna og barna, fyrst ekki er nú spurt í þetta sinn um nákvæma afmælisdaga. Á flestum siðuðum heimilum ætti þetta að vera áhættulaust að mestu, og kemst líka fljótt upp í list og vana að þykjast handviss um það allt, þar em meiningin mun vera sú, að hver eimilisfaðir verði að útfylla slíka skýrslu hvorki meira né minna en fjórum sinnum á ári! — Og fróðlegt væri að vita í þessu sambandi, hvort húsfreyjan er alin á „framfæri" hús- bóndans, eins og helzt má þó ráða af orðalagi skjalsins! — Hitt er stórum verra að þurfa jafnoft að leggja við drengskap sinn, að menn muni ná- kvæmlega eða viti, hvað menn hafi keypt mikið af nýju kindakjöti, sölt- uðu kindakjöti, hangikjöti og tilbún- um mat, þar á meðal kjöti, hvar þetta hafi verið keypt hverju sinni, og hversu mikið greitt hafi verið*fyrir þessar vörur mánaðarlega. Eg fæ ekki betur séð en að hvert heimili þurfi að efna til sérstaks skrifstofuhalds í þessu skyni, ef drengskap húsbónd- ans, sem lagður er við, að skýrslan sé nákvæm og rétt, á að vera sæmilega borgið. Og auk þess verður hvert heimili að ráða sér sérstakan sendi- mann til þess að sækja eyðublöð þessi til fógeta fjórum sinnum á ári, skila þeim jafn oft ,og loks að sækja blessaðan ríkisstyrkinn og kvitta fyrir hann með hæfilegu þakklæti og auð- mýkt! TjETTA ER nú aðeins sú hliðin, sem P að hverju heimili snýr. En hvað Ley"dardómur hamingjunnar liggur ekki í því, að gera ætli það kosti ríkið — og þar með Það> sem mann lanear til, heldur hinu, að langa til að (Framhald á 8. síðu). 8era það sem þarf.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.