Dagur - 07.02.1946, Blaðsíða 5

Dagur - 07.02.1946, Blaðsíða 5
Fimtudaginn 31. janúar 1946 DACUR 5 Ari Jónsson, bóndi á Þverá Hinn 24. janúar síðastliðinn andaðisl í Sjúkrahúsinu á Akur- eyri, Ari Jónsson, bóndi á Þverá í Eyjafirði, eftir langvinnan og erfiðan sjúkdónr. Með fráfalli hans er harmur kveðinn, ekki aðeins að heimili hans, heldur og byggðarlaginu öllu, því að liann \ai maður óvenju vinsæll og átti óskipt traust og hylli allra, sem kynntust honum. Hann var fæddur að Þverá á Staða'byggð 12. júlí árið 1900, sonur ]óns bónda þar Arasonar, skálds í Víðigerði og konu hans: Önnu Magnúsdóttur frá Kálf- skinni, Flóventssonar. Höfðu foreldrar hans hafið búskap á Þverá, laust fyrir síðustu alda- mót og bjuggu ])ar all blómlegu búi á þessu fagra liöfuðbóli við almenna virðingu nágranna sinna. Jón var söngvinn nraður og drengur hinn bezti, en andað- ist á iniðjum aldri, að áliðnu sumri 1911, frá nokkrum börn- um í æsku. Bjó þá ekkjan nokk- ur ár með ráðsmanni á jörðinni, þangað til Ari óx upp, svo að hann gæti tekið við búsforráðum með hcnni. Um það leyti giftist Þóra, elzta systirin, Árna Jóhann- essyni, nú oddvita á Þverá, og hófu þau búskap á hluta af jörð- inni, að nokkru leyti í samvinnu með fjölskyldunni. Var nú brátt tekið til óspilltra málanna um stórfelldar framkvæmdir, bæði í húsabóuun og öðrum mann- virkjum, meðal annars reist eitt hið stærsta og glæsilegasta fhúð- arhús hér um slóðir, enda er Þverá nú bæði sökum staðhátta og prýi. ilegustu umgengni utan- bæjar sem innan, orðin eitt af fegurs.u býlum þessarar sveitar. Anna Magnúsdóttir var eins og mörgum er kunnugt, mikil at- orku- og skapfestukona og færð- ist hún stöðugt í aukana við bú- skapinn með ágætri samvinnu barna sinna. Hún andaðist 4. október 1940, og hefir Ari síðan búið á iörðinni ásamt Rósu syst- ur sini i móti mági sínum, og hafa þau systkinin búið þar rausnarbúi í sama horfi og áður. Ari á Þverá var einkar laginn og atoTkusamur bóndi, og stóð framarlega meðal sveitunga sinna um ýmsa nýbreytni 1 búskapn- um. Heppnuðust honum slíkar tilraunir flestum betur, vegna al- úðar þeirrar og nákvæmni, sem hann lagði í starfið. En þannig var um alla hluti, er liann rétti hendui að. Honum lék hvert verk í höndum, og var reyndar listasmiður að upplagi, og kom sú listfengi hans í ljós í öllum störfum hans, stórum og smáum. F.n það, sem mest einkenndi heimili hans, var fyrst og fremst sú eindrægni, sem þar ríkti, og sú hlýja og alúð, sem þar mætti hverjum þeim, er að garði bar. Ari gar verið manna glaðastur í sínum hóp, kíminn og gaman- samur, þegar svo bar undir, en hin einstaka ljúfmennska hans, samfara hógværð og yfirlætis- leysi, ávann honum hvers manns vinsældir, er hann hafði nokkuð við að skipta. Lítt hafði hann sig frammi til opinberra starfa, ög olli j)ví bæði eðlisrunnin hlé- drægni hans, svo og það, að hann hafði jafnan ærin verkefni fyrir höndum. Hann kunni jafnan þeinr störfunum bezt, sem unnu með gróðuröflunum og horfðu til umbóta og fegurðarauka. Jafngamall öldinni, var hann einn af voryrkjumönnum byggð- arlagsins, starfaði framarlega í fylkingu þeirra, sem fundið hafa gleði sína í því, að gera hina fögru sveit enn fegurri, og vann öll sín störf með hinum hljóð- láta hætti gróandans. Nú hefir sól brugðið sumri fyrr en varði. Nri grúfir þögn yf- ir Þvevárlandi .Vinir og vanda- menn horf’a saknaðaraugum eft- ir góðum dreng og hugþekkum bróður, sem kvaddur er frá erfið- inu, og genginn er úr leiknum á bézta aldri. En skarðið er opið og ófullt eftir. B. K. Guðbjörn Björnsson Einn af þeim mönnum er settu svip á bæinn, er horfinn af sjónarsviði jarðlífsins. Hann var gæddur óvenjulegum vilja til starfs á ýmsum sviðum. Hann var lærður húsasmiður og var annar yfirsmiður Samkomuhúss- ins, jregar Templarar á Akureyri létu bvggja það, og sýndi þá þann stórhug, sem lengi mun í minnuvn hafður í Jressum bæ og víðar. Hann tók alla tíma mjög mikinn jrátt í starfi Reglunnar hér á landi og þó sérstaklega í bænum. var einn af stofnendum stúkunnar „Brynju" 4. júlí 1904 og hennar styrkasta stoð æ síðan, og hefir stúkan misst mikið við fráfall hans. F.innig var hann einn af stofnendur Iðnaðar- mannafélagsins og ágætur liðs- maður jrar, mikils metinn í Oddfellow-reglunni og góður liðsmaður Verzlunarmannafé- lagsins Hann var í Leikfélagi Akureyrar og þó hann ekki kæmi á senuna, sem leikari, var hann ómetanlegur starfsmaður félagsins ,enda hafði hann þá að- stöðu lengi og nú síðast unr margra ára skeið, sem umsjónar- maður Samkomuhússins, að hann gat hlúð að leikstarfseminni. Hann rak lengi verzlun, bæði hér-og í Siglufirði. Guðbjörn var fæddur 24. júní 1878 og því rúmra 67 ára er hann lézt, eftir stutta en þunga legu á Sjúkrahúsi Akureyrar. Hann var kvæntur Ölínu Óla- dóttur, er lifir mann sinn ásamt dóttur þeirra, ídu. , Þó að Guðbjörn tæki svo mik- inn þátt í félagslífi, hugsaði hann vel um heimili sitt, og ein af síðustu framkvæmdum hans, voru kaup efniviðar til eigin húss, tr hann hugðist reisa á næsta sumri. Og siðasta málið, sem hann vann að fyrir Regl- una, var stofnun Bíós Témjrlara í Skjaldborg, sem taka mun til starfa á þessum vetri. Guðbjörn var kvaddur hinztu Samstarf flokkanna (Framhald af 1. aíðu). Akureyringa gefinn kostur \ að kaupa bæði skipin og bærinn og stofr.anir hans auki þó hlutafjár- framlag sitt upp í allt að 50% gegn jafnháu framlagi frá bæjar- búum. Fáist það framlag ekki, yfir- tekui bærinn kaup og rekstur annars togarans. Bæjarstjórn stuðli að þvi, að höfð verði sameiginleg fram- kvæmdastjórn beggja skipanna. 2. Að unnið verði að hafnargarðin- um á Oddeyri og honum komið svo langt á þessu ári, að þar skapist aðstaða fyrir dráttar- brautir, og unnið sé að því að dráttarbraut komizt upp eins fljótt og unnt er. Ennfremur sé gerð gangskör að þvi að útvega nauðsynlegar vinnuvélar til framkvæmdanna og samið um leigu á hentugu uppmokstur- skipi. Fengið verði skipulag af svæðinu sunnan Strandgötunnar. 3. Nú þegar verði hafinn undirbún- ingur að stækkun Torfunefs- bryggjunnar, svo að stór vöru- flutningaskip geti fengið af- greiðslu við hana, og stækkunin verði framkvæmd jafnskjótt og hægt er vegna dráttarbrautarinn- ar. Unnið verði einnig að bygg- ingu hafnarhúss með hæfilegum vöruskemmum. é. Tekin verði upp þegar í stað ná- in samvinna við Nýbyggingarráð og ríkisstjórn um, að Akureyrar- bær hljóti verulegan hlut af iðn- aðarnýsköpun ríkisins, svo sem niðursuðuverksmiðju, áburðar- verksmiðju og lýsisherzlustöð. Verði niðursuðuverksmiðjan ekki reist af ríkinu, vinni bæjarstjórn að því ,að aðrir aðilar reisi slíka verksmiðju hér. 5. Taki ríkið ekki að sér tunnu- verksmiðju bæjarins, verði þeg- ar í stað gerðar ráðstafanir til kaupa á vélum og efni, svo tunnusmíði geti hafizt ó næsta hausti. 6. Framkvæmdar verði aðrar að- gerðir til útrýmingar atvinnuleys- inu eftir samkomulagi við flokk- ana. ; 7. Meðan húsnæðisskortur er vinni bærinn að því, að sem flestar ibúðir verði byggðar árlega á vegum Byggingarfélags Akureyr- ar og samvinnubyggingarfélaga í bænum, og verði væntanleg lög um byggingarmál kaupstaðanna samþykkt, láti bæjarstjórn byggja 25 íbúðir á ári handa þeim, sem ekki geta byggt yfir sig sjálfir. Ef ekki verður af framangreindri lagasetningu, láti þó bærinn byggja ekki færri en 10 íbúðir árlega. 8. Hraðað verði byggingu sjúkra- húss, svo sem framast er unnt. 9. Stækkun Laxárvirkjunarinnar verði undirbúin og framkvæmd, og rafveitukerfi bæjarins aukið eftir þörfum. 10. Bærinn taki upp rekstur kvik- kveðju í Skjaldborg 25. janúar og lík hans borið þaðan aí félög- um ,,Brynju“ og ,,ísafoldar“. Er út kom té)k stjórn Leikfélagsins við og bar hann að líkvágni. Brynjungar báru hann frá lík- vagni að kirkjndyrum, þar tóku iðnaðarmenn við og báru í kirkju. Oddfellowar stóðu lreið- ursvörð í kirkju og báru Jraðan út. 1 Skjaldborg flutti Brynleifur Tobiasson kveðjuræðu og einnig var jrar flutt kveðja frá „Brynju" í ljóðum. af æðsta templar stúk- unnar. Séra Friðrik Rafnar flutti bæn í Skjaldborg og líkræðu í kirkju. Þeim, sem þekktu Guðbjörn vel og störfuðu með honum, er mikil eftirsjá að honum og rnunu lengi minnast hans með jrakklæti, vinarhug og virðingu. Reglubróðir. myndahúss ef hagkvæmt reynist við rannsókn, og fái lög sam- þykkt um eignarnám, ef nauðsyn krefur. 11. Unnið verði að því að bærinn kaupi Krossanesland og bær eða riki kaupi verksmiðjuna þar, ef eignir þessar fást við hagkvæmu verði. 12. Hafinn verði undirbúningur að byggingu barnaskóla á Oddeyr- inni. 13. Unnið verði að því, að íþróttafé- lögunum verði sem fyrst sköpuð , góð aðstaða til iþróttaiðkana í bænum. 14. Byggðar verði hentugar verbúðir fyrir smóbótaútveg bæjarbúa á góðum stað við höfnina. 15. Bæjarstjórn stuðli að því, að Elliheimili komizt sem fyrst upp í bænum. 16. Bæjarstjórn samþykki að kjósa bæjarráð, er hafi með höndum störf eftirtalinria nefnda: fjár- hagsnefnd, vatnsveitunefnd, veganefnd, jarðeignanefnd, sund- nefnd, húseignanefnd, hitaveitu- nefnd, allsherjarnefnd. Bæjarráð skipi 4 aðalmenn og 4 varamenn, allir kosnir innan bæjarstjórnar- innar. Sé bæði aðalmaður og varamaður forfallaður, geti flokk- arnir látið varafulltrúa sína mæta. Bæjarráð haldi fundi reglulega einu sinni í viku og oft- ar ef þörf krefur að dómi bæjar- stjóra eða tveggja bæjarráðs- manna. Bæjarráð sé kosið til eins árs í senn. Bæjarráðsfundur er lögmætur séu minnst 3 bæjarráðsmenn mættir. Laun bæjarráðsmanna séu kr. 100.00 á mánuði að við- bættri dýrtíðaruppbót. Undirritaðir bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins, Framsóknarflokksins, Sósí- alistaflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarstjórn Akureyrar, hafa komið sér saman um framangreindan málefnasamning, sem gildi yfirstand- ndi kjörtímabil 1946—1950. Akureyri 4. febrúar 1946. (Undirskrift allra bæjarfulltrúanna). l Bæjaistiórinn. Eins og sjá má af samningnum er ekkert samið um bæjarstjóra- kjörið. Framsóknarmenn féllust á að styðja Stein Steinsen til end- urkjörs, ásamt Sjálfstæðisflokkn- úm, joar sem hann var tvímæla- laust hæfastur umsækjendanna um starlið. Horfir nú einnis n nokkuð öðruvísi um Jretta starf en áður, þar sem samningur hef- ir verið gerður um einstakar framkvæmdir og nýtt skipulag er komið á framkvæmdastjórn bæjarins, jrar sem er hið nýstofn- aða bæjarráð. Ennfremur er nú ráðgert að ráða sérstakan bæjar- verkfra-ðing. — Er aðstaða flokk- anna til jiess að fylgjast með framkvæmdum bæjarins í ein- stökrum atriðum því önnur nú en á liðnu kjörtímabili. Enginn hinna flokkanna hafði neinn ákveðinn ,.kandídat“ fram að bera til starfsins og Framsóknar- menn v’oru ófúsir að stuðla að því að þetta mál yrði óleyst um næstu fvamtíð. Því hefir verið lýst áður hér í blaðinu, að llokkurinn teldi æskilegt að bærinn hefði ötulari og áhrifameiri framkvæmda- stjóra tn Stein Steinsen, þótt hann sé óumdeilanlega sam- vizkusamur embættismaður. Á slíkum framkvæmdastjóra var nú ekki völ. Flokkurinn mun því styðja Stein Steinsen á Jressu kjörtímabili til þess " að fram- kvæma þá stefnuskrá, sem nú liefir veiið samið um, og er þess að vænta, að verkalýðsflokkarnir báðir stuðli að því, að friður ríki einnig um jrað starf, enda þótt þeir hafi ekki gerzt stuðnings- menn bæjarstjórans til endur- kjörsins. K VEN-ARMBANDSÚR tapaðist sl. mánudag, frá Húsmæðra- skólanum að Nýja-Bíó. Skilvís finn- andi skili í Aðalstræti 4, gegn fund- arlaunum. j Hearth Club Gerduft kaupa allar húsmæður Verðið er nú: 5 lbs. baukur . kr. 9.00 24 oz. baukur .. . — 3.10 10 oz. baukur . — 1.30 I Þetta er lægra verð en annars staðar þekkist! Nýienduvörudeild K.E.A. og útibú

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.