Dagur - 21.02.1946, Blaðsíða 5

Dagur - 21.02.1946, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 21. febrúar 1946 D A G U R 5 — Sterlingspimdainnstæðurnar — (Framhald af 1. síðu). þessi fjárhagsvandamá) frá sjón- arhóli Breta Tekur blaðið þar skýrt fram, að einn af meginkostum amer- íska lánsins sé, að það geri Bret- um kleift að bjóða fram nokk- urn hluta innstæðnanna í Bret- landi, í frjálsum gjaldeyri sem uppbót vegna eftirgjafa á skuld- arupphæðunum. Degi þykir rétt að rekja hér nokkuð efni þessarar greinar og gefa lesendum sínum tækifæri til þess að kynna sér hið brezka sjónarmið: Greinin í „Observer.“ — Blaðið segir: — Eitt af veigamestu og erfið- ijstu vandamálunuml, sem þarf að leysa, áður en við getum vænst þess að eðlileg alþjóðasam- skipti takist á ný, er sterling- innstæðurnar, sent ýmsar jrjóðir liafa eignast á stríðsártinum. Það \ar frant tekið í brezk-ameríska lánssamningnum, að brezka rík- isstjórnin hefði í hyggju að tryggja skjótt uppgjör þessa skuldaviðskipta. Tilhögunin á {jví uppgjöri verður breytileg eftir ástæðum livers fands, sem í hlut á, en í að- alatriðunum skipt í þrjá flokka: (1) Innstæð'ur gefnar frjálsar strax til vörukaupa hvar sem er í heimin- um. (2) Innstæður, látnar lausar á sama hátt, en méð afborgunum á vissu tímabili og (3) innstæður, sem verða lagfærðar, þ. e. skomar niður, og sé eftir- gjöfin hlutdeild í greiðslu eftir- stríðsskuldanna og viðurkenning á þeim hagnaði, sem lönd þau, er í hlut eiga, geta vænt sér af slíku uppgjöri. Stórar upphæðir. Af þessu má sjá, að gert er ráð fyrir nokkrum eftirgjöfum á skuldarupphæðunum. Augljóst er þó, að Bretland gerir það ekki með glöðu geði að óska eft- ir nokkrum tilslökunum á skuld- um sínum, jafnve) ekki óeðlileg- um stríðsskuldum, sem jreim er hér um ræðir. Spurningin er því: Hvers vegna er oss nauðsyn að biðja erléndar þjóðir að slá af kröfum sínum — og sömuleiðis: Hvaða líkur eru til að oss takist að lækka heildarupphæðina verulega? Svarið er auðvitað, að það er vegna jress að upphæðir jressar éru orðnar svo stórkost- legar, sem raun ber vitni, að eft- irgjafirnar eru komnar á dag- skrá. Nokkra hugmynd um risavöxt þessa niáls má fá af eftirgreind- um tölum, sem sýna jró aðeins aukninguna á innstæðum á tíma- bilinu i. sept. I9ÍI9 til miðs sl. árs: Aaukning, millj. sterl.pd. Indland . . . 1029 Egyptaland 325 S.-Afríka . . . 20 Ástralía . . . 90 Argentína . 70 Eire 100 Palestína 95 Malajalönd . 85 Nýja-Sjáland 55 Önnur lönd 830 Samtals 2,690 Allar utanríkisskuldir Bret- lands námu 3,355 millj. st.punda við lok Jressa tímabils og munu um 4000 millj. við lok þessa árs (fyrir utan ameríska lánið). Segja má þó, að eigendur jressara 4000 millj. punda vilji ekki sjálfir taka alla upphræðina út. Ekki' er ólíklegt að 1/4 til 1/3 verði falinn oss framvegis til ávöxtun- ar, t. d. sem gjaldeyristrygging. Ef nokkrum hluta verður auk jress breytt í dollara af lé amer- íska lánsins, verður sá hlutinn, sem eftir verður og taka jrarf l'yr- ir með eftirgjöfum eða afborg- unum, 2000—2500 millj. pund. Verzlunar-vandantál. Ef engir vextir væru greiddir, með tilliti til þess hvernig inn- stæður þessar eru til orðnar, mætti mæta jtessum kröfum nteð 100—125 millj. punda afborgun- um á ári í 20 ár. Við fyrstu sýn er jrað ekki svo óskaplegt, jrar sem sú upphæð væri ekki nema 1 */2% af þjóðartekjunum. Ef við gætum sagt Indverjum og öðr- um skuldareigendum, að kotna hingað og taka vörur fyrir 100 mlillj. pund á ári, Jryrftum við ekki að óttast skattahækkanir eða versnandi lífskjör. En málið er ekki svo einfalt. Erfiðleikarn- ir eru í sambandi við hin flóknu mál alþjóðaverzlunarsamskipta, því að upphæðir, sem sýnast lítil- fjörlegur hluti þjóðarteknanna, verða miklu ægilegri í hlutfalli við útflutningsverzlunina. Raun- in er sú, að Bretland, sem skulda- eigandi fyrir stríð, flutti miklu meira inn en út. Vegna stríðsins er aðstaðan nú breytt og vér verðum að auka útflutning vorn um a. m. k. 50% aðeins til þess ð geta borgað nauðsynlegan inn- flutning. Til þess að greiða sterling-skuldirnar þurfum vér að auka útflutninginn ennþá meira án |>ess þó að Jiar í móti komi hlutfallsleg aukning inn- flutningsverzlunar. Dæmið verður ])ess vegna því aðeins ieyst, ef aðrar þjóðir fá æ meiri skerl' varnings frá oss til greiðslu á vörum, er þær selja oss og enn frekar til greiðslu á skuldunum. Ef Jrær reyndu að borga allar — eða of stóran hluta — af vörukaupum sínum hjá oss með jjví að ávísa á inneignir sín- ar hjá oss — þá er allt skipulag alþjóðaverzlunarviðskiþta kom- ið úr jafnvægi.... Það er af þessum ástæðum, sem eftirgjöf á skuldum mundi verða stórfellt framlag til j)ess að endurreisa heilbrigða alþjóða- verzlun. Brezk-ameríski samn- ingurinn gerir beinlínis ráð fyr- ir að slíkt uppgjör verði öllum í hag og allir liafi, eftir á, jafna aðstöðu. Með einföldum orðum: Dollarálánið ameríska gerir oss mögulegt að bjóða fram nokkurn hluta innstæðnanna frjálsan, sem uppbót fyrir eftir- gjöf á hluta skuldarupphæð- anna. Og sem síðustu vöru, ef eitthvert land reyndist mjög ósanngjarnt, er alltaf til sá möguleiki að binda innstæðu þess algjörlega, hversu leitt sem oss mundi þykja slíkt, því að vér eigum enga völ nema oss takist að minnka heildarupphæðina svo, að lnin verði viðráðanleg. Ekki óskipt mál. Kjör þau, sem boðin verða, munu vitaskuld fara eftir að- stöðu og kringumstæðum hvers lands. Se mdæmi má nefna inn- eignir Indverja, sem hafa vaxið stórum meira en nokkurn gat ór- að fyrir. Engu að síður er vafa- samt að um nokkrar eftirgjafir geti orðið að ræða. Indland ed fátækt land og getur krafizt að tillit sé tekið lil stríðsátaks ]>ess og fórna.... Slíkar siðferðilegar. mótkröfur eru augsýnilega ekki til staðar |>egar kemur að ýmsum öðrum jíjóðum, sérstaklega hlutlausum jrjóðum-, sem hafa orðið ríkar á stríðsárunum. Af jreim verður eftirgjafa vægðarlaust krafizt . . Þetta var hið brezka sjónar- mið í jjessum málum. Hann verður til möldar bor- inn í dag að ITofi á Höfðaströnd, en jrar andaðist hann 7. Jx m. eftir átján vikna erfiða banalegu, 7S og hálfs árs. Fæddur 3. júlí 1867 í Valalæk í Skagaf jarðar- sýslu, sonur Péturs Pálmasonar bónda þar, síðar á Álfgeirsvöll- um, og konu hans Jórunnar. Það þótti vænlegur hópur jrau Valadalssystkini, og mátti með sanni segja að þau settu, á sínurn tíma, sinn svip á umhverfi sitt. Nú er ein eftirlifandi af þeim, frú Steinunn, kona séra Vil- hjálms Briem, áður prests að Goðdölum og Staðarstað. Jón giftist eftirlifandi eigin- konu sinni, Sólveigu Eggerts- dóttur, Jónssonar prests Sveins- sonar síðast á Mælifelli, hinn 20. maí 1889. Bjuggu jrau á ýmsum stöðum í Skagafirði, leugst á Nautabúi og Eyhildarholti, en jsar brugðu jxiu búi nokkru eftir 1920, og dvöldu eftir jrað á veg- um barna sinna, hinn síðasta ára- tuginn hjá syni Jjeirra Jóni bónda á I lofi og konu hans Sig- urlínu Björnsdóttur frá Brekku. Þeim hjónum varð þrettán barna auðið, og náðu þessi tólf fullorð insaldri: Eggert Einar, útgerðarmaður í Reykjavík. Pétur, gjaldkeri tryggingar- stofnunar ríkisins. Jón, bóndi á Hofi á Höfða- strönd. Hólmfríður, dáin í fyrra, ekkja Axels Kristjánssonar kaup- manns. Jórunn, ráðskona á Vífilsstöð- um. Steinunn Ingibjörg, gift Sig- urbirni Þorvaldssyni öknmanni hér. Pálmi Hannes, fulltrúi hjá h.f. Kveldúlfur. Pálína Sigurveig, kaupkona hér. Björn Axfjörð, bóndi á Felli í Sléttuhlíð. Afstaða Islands. En hver er svo afstaða íslands? Er þegar umsamið, að við fáum brezku dollarana án eftirgjafa? Um, jrað, né brezku dollarana Morgunblaðsins, hefir éngin op- inber tilkynning borizt, en vala- samt verður að telja, að sá frétta- flutningur hafi byggst á stað- reyndum, svo að ekki sé meira sagt. Ef marka má frásögn þessa brezka blaðs, er hér hefir verið vitnað í, er efalaust að kröfur um eftirgjafir munu korna fram á hendur okkur. Hvernig á að snúazt við þeim? í þeim efnum eigum við mikið kornið undir skilningi og réttdæmi Breta á að- stöðu okkar, fátækt og fórnum á liðnum árum. Við eigum líka mikið undir Jrví komið, að hinn íslenzki málstaður verði túlkað- ur af fullri einurð, drengskap og manndómi. Hversu tekst stjórn- inni jxið hlutverk? Vonandi vel, en er ekki tími til kominn að gera hin íslenzku viðhorf í þessum málum heyrinkunn? Ölafur Halldór, bóndi á Mar- bæli í Óslandshlíð. Herdís, gift Leó Árnasyni veit- ingamanni í Reykjavík. Stefán, kennari á Hvanneyri. Ungur fór Jón að eiga með sig sjálfur, sent svo er kallað. Hann stundaði sjá haust og vetur, fór fyrst suðúr til vetrarvertíðar sextán ára gamall, gangandi, og bar á bakinu mötu sína og klæðn- að, um fjóra fjórðunga. Á sumr- um var hann í kaupavinnu, Jrar af tvö sumur í Axarfirði og Kelduhverfi austur. Jón var maður fjölvelgefinn. Smiður hinn bezti, einkum á málma. Lærði ungur gull- og silfursmíði, en stundaði það lítt. Járnsmiður var hann og hinn bezti. Hefi eg fegurstar beizlis- stengur séð úr hans höndum. Hann var um alla hluti hinn' hagvirkasti smekkmaður. Aldrei var hann ríkur' maður, en bjó ætíð hinu mesta þrifabúi. Átti góðar og vænar skepnur, og hirti j>ær með umhyggju og natni. Jón var liinn mesti hesta- maður, í jaess orðs sönnustu og beztu merkingu, og margir voru þeir góðhestar um land allt, einkum jjó norðan- og aust.an- lands, sem notið höfðu tamning- ar hans og tilsagnar. Hann var því frábitinn að láta mikið á sér bera & hestbaki. Tamningar hans voru tómstundavinna, og einka- mál hans í milli og klársins. Hon- um var það fyrir öllu að kynnast, sem bezt, skaplyndi og innræti hesta þeirra, er hann tamdi. Verða vinur þeirra og félagi fyrst og fremst. Ekki var Jón svo efn- um búinn, þá er eg þekkti bezt til, ,að hann gæti leyft sér þann munað að eiga góðhesta. Hélzt honum lítt á jreim, því að næg var jafnan eftirspurn um hesta úr hans höndum. Ekki get eg stillt mig um, í þessu sambandi, að minnast á Stíganda, sem var reiðhestur Jóns á síðari búskap- arárum hans. Hélzt honum lengst á honum allra reiðhesta sinna, enda var samband þeirra og samkomulag hið innilegasta. Mér er sagt að Stígandi hafi ver- ið frábær skepna í sjón og raun . og hinn bezti gripur til geðs og gerðar. Er Stígandi var felldur, kominn á efri ár, heygði jón hann að fornum sið, í Skiphól í Vallhólmi. Oft minntist jón á Stíganda við mig, og jafnan með einlægri aðdáun og tregakennd- um söknuði. Jón var röskur meðalmaður á hæð, ágætlega á sig kominn, vasklegur í hreyfingum og karl- menni að burðum. Bjartur yfir- litum og hinn fríðasti sýnum. Svipurinn hýr og góðglettnisleg- ur. Hann var ljúflyndur með al- brigðúm, gamangjarn og spaug- samur. Snyrtimaður hinn mesti og prúðmenni í framkonm allri. Jón var ágætlega hagmæltur, og kastaði oft fram stökum og snrákviðlingum. Hélt því jjó lítt á lofti, en hafði ávallt hið mesta yndi af Jjjóðlegum kveðskap, og var fljótur að nema vel kveðna vísu. Sagt et inér að hann hafi í banalegunni, jafnvel undir það síðasta, kastað bögum fram, við og við, et af honum bráði. Ekki er mér kunnugt um, að Jón hafi afskifti haft af opinber- úm málum, sem svo er kallað, né sótzt eftir vegtyllum. Hafði hann hka allajafnan um nóg að hugsa heima fyrir. Hópurinn var stór, °g Jón mjög heimilis- og fjöl- kylduelskur, enda sambúð hjóna og barna ætíð hin ástúðlegasta. Gat hann við ferðalokin litið yfir gifturíka og gæfusama för, og skilið sáttur við heim Jjennan. V.ið vinir, frændur og gamlir grannar samgleðjumst honum við leiðarlok, en sendum jafn- framt innilegustu samúðarkveðj- ur til ástvinanna allra. Fyrst og fremst þó til hennar, sem ung eignaðist hjarta hans og hönd. í jjá hönd hélt hún trúlega þar til hún kólnaði í greip hennar að honum liðnum. 21. febrúar 194G. Sveinn Bjarman. Tilkynnino um niðurgreiðslu á kjöti. Þeir, sem rétt hafa á niður- greiðslu á kjöti, en fallið hafa niður af skrá, geta kært sig inn á aukaskrá í skattstofunni til 28. fehrúar n. k. Skattstjórinn. Tveir rúmfataskápar til sölu á Eiðsvallagötu 14. Smíða einnig eftir pöntun. Pétur Rustikusson. HR0SS í ÓSKILUM Brún hryssa, 3 vetra, ómörkuð og óafrökuð, er í óskilum í Mið- samtúni í Glæsibæjarhreppi. Réttur eigandi vitji hennar sem fyrst og greiði áfallinn kostnað. Miðsamtúni 20. febr. 1946. GUÐLAUGUR KETILSSON ------------------- Jón Pétursson frá Nautabúi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.