Dagur - 21.02.1946, Blaðsíða 8

Dagur - 21.02.1946, Blaðsíða 8
8 D AGUR Fimmtud. 21. febr. 1946 Leikfélag Akureyrar: □ RÚN 59462227 = 2.: I O. O. R 1272228 1/2 KIRKJAN. Messað a Akur- eyi i næstk. sunntidag kl. 2 e .h. Áheit á Akureyrarkirkju. Kr. 25.00 frá N. N. — Kr. 100.00 frá N. N. — Þakkir Á. R. Kveniélaé Akureyrarkirkju heldur aðalfund 22. þ .m. kl. 4 e. h. í kirkju- kapellunni. Venjuleg aðalfundarstörf. „Biblían oé nokkrar kenningar hennar" verður uinræðuefnið á sam- komu Sæmundar G. Jóhannessonar í Sjónarhæðarsal næstk. laugardags- kvöld kl. 8.30. Ungu fólki sérstaklega boðið. Heimilisiðnaöarfétaé Noröurlands liefir sníðanámsskeið í Brekkugötu 3. — Bókbandsnámsskeið'ið byjar um næstu helgi. Hestamannaiélaéið Léttir hefir ákveðið að efna til útiskemmtunar á Gleráreyrum sunnudaginn 10. marz næstk. til ágóða fyrir sjúkrahússbygg- inguna. Þar verður „kötturinn sleginn úr tunnunni" af hestbaki. Knapar, sem vilja taka þátt í leiknum, gefi sig fram við form. skemmtinefndarinnar, Þorl. Þorleifsson, eða á B. S. O., fyrir 25. þ. m. Zíon. Sunnudaginn 24. þ. m. Sunnu- dagaskóli kl. 10.30 f. h. Almenn sam- koma kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. Fimmtuéur varö P. Chr. Lihn, skó- gerðarmeistari á Iðunn sl. mánudag. Lihn er danskur maður, kom hingað til lands árið 1938 og tók þá við verk- stjórn í Skógerð Iðunnar. Hefir hann dvalið hér óslitið síðan. Lihn er hinn mésti hagleiksmaður í starfsgrein sinni og hefir framleiðsla verksmiðj- unnar borið þess órækt vitni. Lihn er einkar vel kynntur meðal starfs- bræðra sinna. Á afmælisdaginn bár- ust honum margar hlýjar kveðjur frá þeim og öðrutn vinum hér i bænum og viðar. Dagur árnar honum allra heilla á þessum tímamótum. Dregið var í happdrætti Vinnu- heimilis S. í. B. S. í Reykjavík 15. þ. m., og upp komu þessir vinningar: Flugvél 121477, skemmtisnekkja 107453, bíll 12074, málverk 35225, píanó 96524, radiógrammófórin 102143, flugferð til New York 70586, skrifborð 85537, ferð til Norðurlanda 9124 og golfáhöld 12104. Tíu vinn- ingar á kr. 1000.00 hver: 32172, 36541, 71454, 22307, 101023, 5657, 43827, 89561, 89415 og 91512. — Birt án ábirgðar. Sameiginlegan fund halda kvenfé- lögin Hlíf og Framtíðin að Hótel KEA miðvikudaginn 27. jan. næstk. kl. 8.30 e. h. Bræðrakvöld stúkunnar „Brynju" verður í Skjaldborg næstkomandi laugardagskvöld kl. 8.30. Systurnar boðnar velkomnar. Veitingar annast bræðurnir. Til skemmtunar: Píanó- leikur (fjórhent), tvísöngur, nýjar gamanvísur. Dans. Bræðurnir tilkynni þátttöku í síma 150 — 342 — 51. Barnastúkan Samúö heldur fund næstk. sunnudag kl. 10 árd. Fundar- efni: Skýrslur embættismanna. Inn- taka nýrra félaga. Smáleikir. Upplest- ur o. fl. Börnin eru beðin að fjöl- menna á fundinn og koma stundvís- lega. Ve£na árshátíðar Bílstjórafélags Akureyrar verða stöðvarnar lokaðar frá kl. 6 e. h. næstk. laugardag. B. S. A. — B. S. O. Strandarkirkja. Gamalt áheit kr. 20.00. Dánardægur. 4. þ. m. andaðist í Osló Jóhann Guðjónsson, Manases- sonar. Jóhann fór utan fyrir styrjöld- ina til að fullnuma sig í list sinni — harmonikuleik — og dvaldi í Noregi stríðsárin — sjúklingur nokkuð af þeim tíma. Hann var kvæntur og átti einn son barna. — Aðfaranótt 8. þ. m. andaðist að Ægisgötu 1 hér í bænum Sigurjón Þorkelsson, faðir Magnúsar eiganda og forstjóra Dívanavinnustofu Akureyrar, og þeirra bræðra. Sigurjón var 89 ára að aldri er hann dó. „Allt í lagi, lagsiu Leikfélag Akureyrar hel'ir nú sýnt revýuna, „Allt í lagi lagsi“, nokkrum sinnum við húsfyllir og ágætar viðtökur áhorfenda. Revýa þessi var samin og leikin í Reykjavík í fyrra og er nú sýnd hér með smávægilegum breyt- ingum. Meginefni hennar er að skopast að stríðsgróðaölvímunni, m jólkursölumálunum syðra og ýtnsum öðrum atburðum, sem mjög komu við sögu á árinu 1944. Revýan er víða bráðfyndin og yfirlcitt má segja áð frammi- staða leikaranna sé góð, enda virðast áhorfendur skemmta sér mjög vel. Helztu hlutverkin eru þessi: Jón Span forstjóri hlutafélagsins Hibó, utangátta manntegund, sem þó getur grætt þeninga í Gósen íslands á því herrans ári 1944, leikinn af Jóni Kristins- syni, yfirleitt mjög snoturlega. F.sekíel Kvist, skrifstofustjóri hjá Hibó, gleiðgosi og oflátungur, leikinn af Sigmundi Björnssyni, svo sem hæfir slíkri persónu, Hálfdan Theódórs, miðstöðvar- kyndari, sem verður skrifstofu- stjóri og villueigandi upp úr við- skiptum ríkisvaldsins við bók- haldið hjá hlutafélaginu, leikinn af 1‘óri Guðjónssyni. Þórir leik- ur ágætlega og er persónan öll mjög spaugileg og vekur margan hressandi hlátur. ísak Hólmfast, hreppstjóra í Klaufarhöfn, skip- aðan ríkisendurskoðanda á svindlið hjá Hibó, formann mjólkursölunefndar, leikur Hólmgeir Pálmason. Þetta er einhver skemmtilegasta persóna revýunnar og leikurinn sam- felldur og broslegur. Kálínu, konu Hálfdáns skrifstofustjóra, SKÓGRÆKT RÍKISINS KAUPIR ÞÓRÐARSTAÐA- SKÓG (Framhald af 1. síðu). Islands nánast verið skógræktar- félag Reykvíkinga, þótt ýmsif aðrir landsmenn hafi verið í fé- laginu. Á sxðari árum hafa risið upp skógræktarfélög í ýmsum byggðarlögum víðs vegar um landið, og hefir því ýrrysum þótt heppilegra og vænlegra fyrir starfsemina alla, að breyta um skipulag og efla samband félag- anna. Fulltrúar allra skógræktar- félaga landsins koma saman ti) fundar, einhvers staðar sunnan- lands, á næstkomandi sumri og verða þessi mál rædd þar. Sitka-grenið. Skógræktarstjórinn skýrði enn- fremur svo frá, að eitthvað af sitka-greniplöntum frá uppeldis- stöðvum skógræktarinnar mundi koma á markað hér vorið 1947. Verður það m jög lítið til að byrja með, en mun aukast smátt og smátt. Sitka-fræ, eða önnur fræ trjátegunda, sem íeynd verða hér, m. a. frá Alaska, verður ekki látið til einstaklinga, heldur munu tilraunir með það ein- skorðaðar við skógræktarstöðvar íkisins. Þær plöntur, sem góða raun gefa, verða síðan settar á rnarkað, er tími þykir til kominn. ex miðstöðvarkyndara, leikur frú Jónína Þorsteinsdóttur. Tals- vert sópar að frúnni á senunni, sérstaklega í fyrsta þætti; henni tekst þó tæplega að gera nógu mikinn mat úr efninu, þegar í villuna er komið og „garden- partíin" hefjast. Ýsu Ýsax, hrepp- stjóradótturina frá Klaufarhöfn og kvennasíðuritstjóra í höfuð- staðnum, sýnir frk, Jenny Jóns- dóttir. Hún er sjaldséður gestur á „fjölunum", en hefir ótvíræða leikarahæfileika og skilar hlut- verki sínu með mestu prýði. Af smærri hlutverkunum vekur Óli í Fitjakoti, gamall kunningi úr útvarpinu, einna mesta kátínu, Éggert Ólafsson leikur hann og syngur skemmtilegan brag með ágætum. — Ennfremur syngja þau frk. íngibjörg Ólafs- dóttir og Jóhann Ögmundsson í grímuballssenunni, mjög smekk- lega. Með önnur smærri hlut- verk fara þessir leikarar: Kristín Þór, Björg Baldvinsdóttir, Ragn- heiður Bjarman, Kristín Kon- ráðsdÖttir, Ingóllur Kristinsson, fúlíus Oddsson, Jón Ingimars- son og Tryggvi Kristjánsson. — Leikstjórn önnuðust Júlíus Oddsson og Hólmgeir Pálmason, leiktjölclin málaði Haukur Stel'- ánsson. Árni Ingiinundai'son annaðist píanóundirleik. — Búningar eru lánaðir frá Fjala- kettinum í Reykjavík. Eg sendi hinum rnörgu vinum minum, er glöddu mig d fimmtugsáfmæli minu með skeylum, blómum oggjöfum, rnínar innilegustu þakkif. Alveg sérstaklega þakka ég stjórn verksmiðja S.Í.S. hér og starfsfólki Iðunnar fyrir þeirru þdtt i nð gleðja mig þennan dag. Sd hlýhugur og veldvild, sem ég varð aðnjótandi þennan dag, mun rnér aldrei úr minni liða. P. Chr. Lihn. WKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKléHKKHKHKHKHímHKHKHKHKHKHKHMW Til sölu: Trillubáturinn „Gyllir“ EA 64o, er til sölu. Báturinn er 2 smálestir með 6 ha. ,,Sleipnis“-vél. Veiðarfæri geta fylgt, ef þess er óskað. Semja ber við eigendur bátsins: Aðc'slein Einarsson og i (i esar HalIgrims'son, Fróðasundi I0B. Grár hestur, lítið eitt dökkur á fax og tagl, mark: blaðstýft fr, v., er í óskil- um í Skriðu í Mörgárdal. Eig- andi vitji hans sem allra fyrst. liickory-skíði til sölu fyrir lágt verð. Afgr. vísar á. Ráðskona óskast nú þegar á fámennt heimili í nánd við Akureyri. Má hafa með sér stálpað barn. Talið strax við Vinnumiðlunarskrifstofuna. GOÐ STULKA óskast, þarf að vera vön heimilis- störfum. SÉRHERBERGI. ■ HÁTT KAUP. — Upplýsingar ó af- greiðslu Dags eða í síma 445. GÓÐUR BIFVÉLAVIRKI óskast. Framtíðaratvinna. Vélsmiðjan Oddi h. f. AKUREYRARBÆR. TILKYNNING Ár 1946, þann 14. febrúar, framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað hinn árlega útdrátt á skuldabréflim bæj- arsjóðs Akureyrar fyrir 6% láni til raforkuveitu frá Laxár- virkjun. Þessi bréf voru dregin út: LITRA A. Nr. 19 - 27 - 39 - 74 - 98 - 106 - 130 - 134. LITRA B. Nr/ 64 - 73 — 74 — 82 — 127 — 139 - 146 - 157. LITRA C. Nr. 38 — 40 — 44 — 46 — 61 — 62 — 70 — 82 — 92 311 - 312 - 315 - 320 - 323 - 324 - 344 - 353 - 359 - 369 - 379 - 386 - 390 - 397 - 400-408->-411 -412-418-451 -452. Skuldabréf þessi verða greidd á skrifstofu bæjargjaldkera Akureyrar þann 1. júlí 1946, ásamt hálfum vöxtum fyrir yfir- standandi ár. Bæjarstjórinn á Akureyri, 15. febrúar 1946. Steinn Steinsen. FERMINGARKAPUR| ávallt fyrirliggjandi. - Unnar úr einlitum og köfl- I óttum, fallegum ullarefn- | um. — Verð kr. 280.00 og 310.00. Komið — skoðið — kaupið. Saumastofa Gefjunar | Húsi KEA, 3. hæð. HÓFUM FYRIRLIGGIANDI: Nokkur stykki af vönduðum reiðhjólum fyrir dömur. — Einn- ig dynamosett, bjöllur, böggla- grindur o. fl. BRYNJ. SVEINSSON h.f. Sími 129 Aðallundur Kvennadeildar Slysa- varnafélags Islands, Akureyri, verður haldinn að Hótel KEA mánudaginn 25. þ. m. kl. 8.30 e. h. Eftir fundinn verður sameiginleg kaffidrykkja og skemmtiatriði: Gamanvísur, hljóm- leikar og upplestur. Hús til sölu Nýtt tveggja hæða steinhús, Hólo braut 20, Akureyri, er til sölu. TiJ boð óskast í húsið. Tilboðunum si skilað fyrir 10. marz n. k. til Samúels Kristbjarnarsonar, rafvirkjameistara. Réttur áskilinn til að taka hvaði tilboði sem er, eða hafna öllunc HALLUR HELGASON. Hafnargjöld hækka Leyfi fyrir hækkun á hafnargjöl um hér á Akureyri er nú loksins fen ið frá ríkisstjórninni. Hafnargjöld hér hafa setið í sama fari og fy stríð og hefur það mjög háð nauðsv legum endurbótum á hafnarman: virkjum. Samkvæmt auglýsingu f bæjarstjóranum, á öðrum stað í bla inu í dag, hækka gjöldin nema lesta gjöld af standferðaskipum, um 100( frá 1. febrúar að telja.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.