Dagur - 07.03.1946, Side 9

Dagur - 07.03.1946, Side 9
Fimmtudaginn 7. marz 1946 D A G U R 9 MiwtH sem fiér steifad niimn HIIUIU steikir fiezt- krúnar kezt FERMINGARKÁPURI ávallt fyrirliggjandi. - Unnar úr einlitum og köfl- óttum, fallegum ullarefn- | um. — Verð kr. 280.00 og 310.00. Komið — skoðið — kaupið. | Saumastofa Gefjunar Húsi KEA, 3. hæð. NÝKOMIÐ: Léreft: Rósótt og einlitt Kaupfélag Eyfirðinga FANGI í FIMM DÆGUR Framhald af 5. síðu Karl á Knútsstöðum klæddi sig úr skjólfötum og dreif mig í þau. Auk þess hafði Jónas á Síla- kek ullarteppi meðferðis, svo að mér var vel hlýtt á hestinum. Um kvöldið leið mér ágætlega, var aðeins lítið eitt máttfarinn. Neytti eg eins bolla af súkku- laði og tveggja af spenvolgri ný- mjólk. Fyrir íorgöngu fóns á Laxa- mýri og Þorvalds Árnasonar bif- reiðarstöðvarstjóra í’ Húsavík. fór bíll frá Bifreiðastöð Þingey- inga með menn frá Húsavík um kvöldið, til að taka þátt í leii- inni. Færð var ill og var bíllinn lengi á leiðinni. Þegar hann kom suður hjá Laxamýri, var þangað komin \itneskja um, að eg væri lundinn og sneri hann þar við. Þess má geta að lokum, að eg sval vel um nóttina, kenndi einskis mei.ns um morguninn og !ióf kennslu litlu seinna en venjulegt var. Fftir nokkra daga kom eg aft- ur að gjánni, var þá í henni all- djúpt vatn. A svæðinu vestur og suðvestur if Laxárbrú er rnikill fjöldi af gjám og eru þær yfirleitt svipað- ar þeirri, er hér hefir verið sagt frá. Ekki var mönnum kunnugt ura þessa gjá, öðrum fremur. F.g vil biðja ,,Dag“ að flytja þeim, sem þátt tóku í leitinni, beztn þakkir frá mér. Eg þakka fólkinu á Sílalæk umhyggju þess og alúð. Eg þakka Jóni á Laxa- mýri og hjónunum á Fjalli mik- ilsverðan þátt þeirra í björgun minni. Ennfremur þakka eg alla þá velvild, öll þau hlýju hand- tök og hamingjuóskir, sem eg hefi orðið aðnjótandi, síðan eg kom aftur upp á yfirborðið. Steingr. Baldvinsson. ÞÉR GEFIÐ Ð BEZTA / Þönglabakkaprestakall. Slys á Flateyjarhöfn. Áríð 1861 byrjuðu búskap á tveim Flateyjarjörðum, Uppibæ og Neðri- bæ, hjónin Jóharm Jóhannsson og Áliheiður Björnsdóttir; voru þau ætt- uð úr Þingeyjarsýslu og var mér sagt af gömlum manni, sem mundi þessi búendaskipti, að þáverandi umboðs- maður Norðursýslu hefði fengið þessi hjón til að flytja til Flateyjar, í þeim tilgangi að efla framtak í eynni, og reyna þar ýmsa nýbreyttni, serstak- lega að auka æðarvarp og þúfnaslétt- un og túngirðingar. En vera Johanns varð stutt í eyrmi, svo að af þeim sök- um varð lítið úr framkvæmdum; þó var mér tjáð að hann hefði fyrstur manna komið með kerru til eyjarinn- ar og gert akfært frá sjó heim að Neðribæ og í öðru Iagi hefði hann gert fyrsta matjurtagarð í eynni, í varpanum í Neðrabæ; sér þar enn fyrir vallgrónum torfgarði, þó að nú sé hann að mestu jafnaður við jörðu. Afdrif Jóhanns urðu þau að hann drukknaði á Flateyjarhöfn eftir rúma ársdvöl í eynni; fór hann á lítilli fleytu í skip á höfninni, en er hann ætlaði í land, hvolfdi bátkænunni. Alfheiður, ekkja Jóhanns, bjó 3 ár i eynni eftir dauða manns síns, en flutti þá aftur til fyrri heimkynna, sonur þeirra var Björn, sem Iengi bjó á Ljósavatni, faðir þeirra Þórhalls smíðakennara á Laugum og Tómasar kaupmanns á Akureyri. ★ Árið 1884, hinn 14. maí, lá segl- skipið „Fiskarirm“ á Flateyjarhöfn, höfðu skipverjar, sem flestir voru af Flateyjardal og Flatey, farið til heim- ila sinna og voru aðeins tveir menn um borð yfir nóttina; um morguninn, er skipverjar komu úr landi, sváfu báðir mennirnir svo fast að ekki tókst að vekja þá; hafði kolsýringur frá slæmu eldstæði fyllt káetu skipsins, voru lífgunartilraunir árangurslausar, og var þó farið með þá til læknis á Húsavik. Menn þeir er þarrta Iétu líf- ið hétu Kristján Elíasson og Jónas Gíslason, bróðir Þórsteins á Svínár- nesi, en Kristján var bróðir Jóns Elí- assonar, sem seinna byggði nýbýlið Útgarð í Flatey og rak þar verzlun í nokkur ár. Voru báðir þessir menn hinir efnilegustu og áttu hluti í þessu skipi, sem varð þeim að aldurtiila á þennan sorglega hátt. Varð þetta óhapp meðfram til þess að þessi tilraun Flateyinga, að eignast fiskiskip, sem á þessum tíma var tal- ið mikil framför frá því sem tíðkast hafði, varð endaslepp, félagið Ieystist upp og skipið selt til ísafjarðar. Skip- stjóri á „Fiskaranum“ var Jónas Jóns- son, síðar bóndi í Utibæ í Flatey og um , langt skeið oddviti Flateyjar- hrepps. (Framhald). B. J. B. Fluorecenf ijósrör 48” 40 watta Kaupfélag Eyfirðinga _

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.