Dagur - 07.03.1946, Qupperneq 10
Fimmtud. 7. marz 1946
10
j - ............—nj
Úr bæ og byggð
Q Rún 594fi3137 — Frl.:
KIRKJAN. Messað í Lögmannshlíð
nœstkf sunnudag kl. 1 e. h.
Frá starfinu i Zíon. Almenn sam-
koma í kvöld kl. 8.30, og síðan á
hverju kvöldi til næstk. sunnudags-
kvölds, 10. marz. — Bjami Eyjólfs-
son og Gunnar Sigurjónsson tala. —
Allir velkomnir!
Dánardæéur. Hinn 1. marz lézt að
elli heimilinu í Skjaldarvík, Arni Frið-
riksson, 83 ára að aldri. Árni var
Svarfdælingur að uppruna, en dvaldi
langvistum hér í bænum. Hans verð-
ur nánar minnzt hér í blaðinu síðar.
Barnastúkan Samúð heldur fund i
Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 10
árd. Venjuleg fundarstörf. Inntaka
nýrra félaga. Sýnd tvö smáleikrit.
Sögð saga o. fl. Börnin eru beðin að
fjölmenna á fundinn.
Stúkan „Brynja“ nr. 99 heldur
fund í Skjaldborg næstk. þriðjudag,
12. marz, kl. 8.30 e. h. Félagar fjöl-
mennið stundvíslega. — Komið með
nýja meðlimi.
Arsskemmtun Barnaskólans verð-
ur í Samkomuhúsi bæjarins um n.k.
heigi. Sjá götuauglýsingar._____
Meistarakeppni í
bridge liefst á
sunnudaginn
Bridge-keppni sú i I. flokki,
er staðið hefur yfir undanfarið,
er nú lokið og varð sveit Jó-
hanns Snorrasonar hlutskörpust
með 5 vinninga og hlaut þar
með I. flokks verðlaunin. Meist-
arakeppnin hefst n.k. sunnudag
kl. I e. h. á Gildaskála KF.A. —
Keppendur eru þessar sveitir:
Nr. 1: Sigvaldi Þorsteinsson, Jónas
Stefánsson, Jónas Hallgrímsson,
Baldur Stefánsson.
Nr. 2: Þorsteinn Stefánsson, Þor-
lákur Jónsson, Jón G. Sólnes, Friðrik
Hjaltalín.
Nr. 3: Tómas Stejngrímsson, Sig-
tryggur Júlíusson, Snorri Guðmunds-
son, Halldór Ásgeirsson.
Nr. 4: Jóhann Snorrason, Ármann
Helgason, Indriði Pálmason, Stein-
grímur Bernharðsson.
Nr. 5: Jón Steingrímsson, Svavar
Zohoníasson, Björn Einarsson, Krist-
ján Mikaelsson.
Nr. 6: Þórður Sveinsson, Dr. Krist-
inn Guðmundsson, Vernh. Sveinsson,
Guðmundur Guðlaugsson.
K íghóstabólusetning.
(Framhald af 1. síðu).
meðlimum sínum það- í té ókeypis. —
Læknar Sjúkrasamlags Akureyrar
munu því bólusetja gegn kíghósta í
Barnaskóla Akureyrar næstk. þriðju-
dag kl. 2 e. h. og er einkum ráðlegt
að láta bólusetja böm á aldrinum V2
—5 ára, þar eð gera má ráð fyrir að
börn á þessum aldri verði harðast úti
ef þau fá kíghóstann.
Bólusetja þarf bömin þrisvar með
mánaðar millibili og munu læknarnir
taka 10 krónur fyrir hvert barn, og er
þar innifalið bólusetningin í öll þrjú
skiptin. — Óskað er eftir að greitt sé
við fyrstu bólusetninguna.
Soussa
Melachrino
Commander
Verzl. Eyjafjörður h.f.
8
AGUR
Guit
ar
lil sölu i Aðalstrœti 23 uppi.
- Samtal við skipulaasstjórann -
(Framhald af 1. síðu).
forráðamenn í byggingarmálum
Akureyrar þau ár, sem eg hefi
starfað að skipulagningu, þá
krefst þróun byggingarmálanna
þess, að í höfuðborg Norður-
lands sétt sköpuð starfsskilyrði
fy.rir einn, og jafnvel fleiri fag-
lærða húsameistara."
Aukin samvinna um fram-
kvæmd skipulagsmálanna.
Hvað er í ráði um aðra skipu-
lagsskylda staði í þessum efnum?
,,Eg hefi nýlega gert tiílögur
til ríkisstjórnarinnar um það, að
við teiknistofu skipulagsins
verði bætt deild sérfræðinga, er
leiðbeini um húsagerð á hinum
skipulagsskyldu stöðum. í ferð-
um mínum um landið undan-
farin ár, hefi eg í æ ríkari mæli
sannfærst um það, að hversu
haganiega sem skipulagsupp-
dráttur kann að vera gerður, er
ekkert auðveldara en gjöreyði-
leggja þann grundvöll, sem lagð-
ur er, með því sem af grunni rís
— gerð og útliti húsanna sjálfra.
Eru þess því miður fjölmörg
dæmi á hinum skipulagsskyldu
stöðum, — ekki aðeins í þorp-
nm, heldur og í hinum stærri
kaupstöðum og bæjum. En
skipnlag livers staðar er að veru-
legu leyti metið eftir húsunum,
sem byggð eru, og ekkert eðli-
legra en að þau marki heildar-
ásjónu byggðarinnar.
Hér er mn mikið alvörumál
að ræða, þegar svo til eingöngu
er farið að byggja úr varanlegu
efni, sem sé steinsteypu. Víxl-
sporin í þeim efnum má að sjálf-
sögðu kenna ónógri aðstoð sér-
fróðra manna á stöðunum sjálf-
unt, svo til hvarvetna utan
Reykjavík.
Teiknistofa Byggingar- og
landnámssjóðs á að hafa umsjón
með húsagerð svcitanna að vern-
legu leyti, og er einskorðuð við
jtað verkefni. Húsameistari rík-
isins liel’ir í sinni umsjá bygging-
ar ríkisins, og eftirlit með þeim.
En húsagerð á 50—60 skipulags-
skyldum stöðum er að mestu
leyti óháð öðrum dómi en þeirn,
sem breytilegar bygginganefndir
ákveða að hverju sinni, og upp-
drættir húsa lélegir eða engir.
Þetta er öllum Jieim forráða-
mönnum staðanna, er eg hefi
rætt þessi mál við, fullljóst, og
æskja aukinnar samvinnu til úr-
lausna.
Tillögur mínar eru því þær,
að sérfróðir menn urn húsagerð
ferðuðust jafnaðarlega milli
skipulagsskyldra staða, gerðu
áætlanir með byggingarnefnd-
um, leiðbeindu og gerðu upp-
drætti að húsum, joar sent þess
væri ekki kostur að leita annarra
sérfróðra aðila.
Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir
Jrví, að sveitarsjóðirnir standi að
nokkru leyti undir kostnaði við
slíkt leiðbeiningastarf, svo og að
einhverjar tekjur skapizt við
teiknistörf fyrir einstaklinga."
Hversu horfir um framkvæmd ■
Jiessara tillagna?
„Eélagsmálaráðuneytið hefir
málið með höndum, og hefir sent
tillögur mínar skipulagsnefnd-
inni til umsagnar. Álit hennar
er ókomið.
Hefir ráðherrann tekið mál-
inu með velvilja, en enda Jrótt
vænta mætti árangurs um fram-
kvæmdir nú á Jressu ári, mun
skortur fagmanna torvelda allar
aðgerðir, og þar næst á málið
inikið undir Jrví, að Jrað mæti
skilningi og veldvild sveitar-
stjórna hinna skipulagsskyldu
staða. Annars mun síðar gefast
tækifæri til Jress að skýra nánar
frá einstökum atriðum öðrum í
tillögum þessum.“
Skipulag Akureyrar.
Hversu standa sakir um skipu-
lagsmál Akureyrar? Þvlí heyrizt
oft fleygt, að byggingafram-
kvæmdir torveldist af því að
standi á upjxiráttum fyrir ýms
hverfi.
,,Að mínum dómi hefir Akur-
eyrarbær verið betur settur um
afgreiðslu sinna skijmlagsmála
en margir aðrir bæjir, og reynt
hefir verið að fullnægja þörfum
hinnar vaxandi byggðar eins og
frekast helir verið unnt. Má t.
d. geta þess, að nú starfar við
teiknistofu skipulagsins fyrrver-
andi byggingarfulltrúi Akureyr-
ar, Halldór Halldórsson húsa-
meistari, sem er vel kunnugur
byggingarmálum bæjarins, enda
hefir Akureyrarbær verið eitt
megin viðfangsefni hans á
teiknistofunni frá því að hann
byrjaði að starfa þar.
Var hann allt sl. suraar nyrðra
við mælingar og undirbúning
viðbótarskipulags, m. a. á Odd-
eyri, og hafa heildaruppdrættir
þegar verið sendir bæjarstjórn.
Nýlega hefir einnig verið
gengið Irá tillöguni um skipulag
næst Þórunnarstræti, skv. athug-
unum og mælingum er gerðar
voru sl. sumar. En eðlilega er
margt ógert, og „Róm var ekki
byggð á einum degi“.“
Hvað líður skipulagi íþrótta-
svæða fyrir bæinn?
„Að sjálfsögðu hefir teikni-
stofa skipulagsins samráð um
þau mál við bæjaryfirvöldin,
ekki síður en um skipulag bygg-
ingarlóða, en auk Jiess samvinnu
við íþróttafulltrúa ríkisins.
ÍJnóttafulltrúinn nnin liafæ
gert sínar tillögur til bæjar-
stjórnar og íþróttafélaganna, og
munum við að sjálfsögðu reyna
að fella Jiær tillögur inn í ramma
skipulagsins, á þann hátt, sem
bezt má fara. Skipulag íþrótta-
svæða er ætíð mikilsvert atriði á
hverjum skipulagsuppdrætti í
hverju byggðarlagi, og að öðru
jöfnu reynt að hliðra til fyrir
þörfum íþróttanna, ef hætta
væri árekstra við önnur skipu-
dagsatriði. En um einstök atriði
þeirra mála ætti blaðið fiekar að
ræða við íþróttafulltrúann en
mig.“ |
J arðarlor mannsins míns,
ÁRNA FRIBRIKSSONAR
frá Skáldalæk, sem andaðist á elliheimilinu í
Skjaldarvík 1. þ. m., fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 8. þ. m. kl. 1 e. h.
Ingigerður Zophoníasdóttir.
m&mti
Innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur
vináttu og sæmd á silfurbrúðkaupsdaginn okkar,
þann 5. þ. m.
Jónína Þorsteinsdóttir, Árni Björnsson.
oW<HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKf O-OOöB O-ttWtHKi CfíHKiWS;
KKmtHKHKmiKHKHKHKHKHKmmKHKHKmiKHKHKriKíi<HKH3-i5-íKí-iKH><H><
Skíðabnxur
KARLMANNA og KVENNA
Ennfremur: Stormblússur, stormjakkar, skíða-
húfur, legglilífar, skíðavettlingar, skíðaleistar,
bakpokar, svefnpokar, ullarvettlingar, ullartreflar,
ullarpeysur, ullarteþpi.
Brauns Verzlun
’ Páll Sigurgeirsson.
^ *
KHK<0<HKHKHKHKHKHKH5<HKHKHKHKHKHKHK-0-0000-00-0-a<HK<HKHKHK
Suiidhúfur
nýkomnar
BRAUNS VERZLUN
Páll Sigurgeirsson
8><3><í><í*3><í><í><3><S><S><í>3><S><S><í><e><í^>«><S><í>3>'S><M><S><M><»3>3*S><í><í*S><í^^
NÝ HJARTAÁSBÓK:
„Drottning óbyggðanna“
(Saga úr Gulllandinu)
cftir ÖVRE RICHTER FRICH.
Þriðja sagan af hinum vinsælu sögum um Jónas
Feld. H inar tvær: „Ránfuglinn" og „Hinir ógn-
andi hnefar“, eru að verða uppseldar. „SVÖRTU
GAMMARNIR“, fjórða sagan í þesstim sagna-
llokki, kemur út í vor.
Tilboð óskast
í íbúð mína í Laxagötu 2, Akureyri. Húsnæðið er
laust 14. maí n. k. íbúðin er 3 herbergi og eldhús. —
Tilboðum sé skilað fyrir 15. þ. m. til Þorvaldar Guð-
jónssonar, Lundargötu 7. íbúðin til sýnis næstu daga
Irá kl. 6-7 og 8—9 e. h. — Réttur áskilinn til að taka
hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum.
Alfreð Þórarinsson.
SÆNSKAR
SKILVINDUR, 65 og 100 ltr.
STROKKAR, 5 lítra, handsnúnir
Verzlunin Eyjafjörður h.f