Dagur - 11.04.1946, Blaðsíða 2
2
DAGUR
Fimmtudagur 11. apríl 1946
Frá Bunuvöllum
Einhver gamansamur náungi I
hefir fundið upp á því að kalla |
Braga Sigurjónsson „manninn
frá Bunuvöllum", og kvað það
vera byggt á ritbunu þeirri, er
vikulega streymir frá honum í
„Alþýðumanninum“ og stefnt er ;
að Kaupfélagi Eyfirðinga.,
Síðustu mánuðina á undau
bæjarstjórnarkosningunum í
Vctur tók Svavar Guðmundssou
sér fyrir hendur að ofsækja K. E.
A. í „íslendingi". Uppskera
þeirrar iðju varð svo ómerkileg,
að hann varð að grípa til útstrik-
unarbragða við sjálfa kosning-
una til að liossa sér upp.
Nú hefir Br. S. ger/.t arftaki
Sv. G. í þessu efni, svo að hinn
síðarnefndi getur hvílt sig frá
störfum, en Bragi lætur bununa
ganga í Alþm. fram að kosning-
um til Alþingis í vor með þeirri
von, að þá muni honum hlotnast
nokkur uppskera fyrir flokk
sinn, en margir spá því, að þá
verði alger uppskerubrestur á
Bunuvöllum.
Það er þarflaust að eltast við
allar dylgjur og hálfkveðnar vís-
ur í síðustu grein Br. S. 2. þ. m.
En til þess að sýna á lrve hæpnu
vaði hann er, skal þó minnzt á
fáein atriði þessarar ritsmíðar
hans.
Br. S. klifar á því, að álagning
á vörur K. E. A. sé of há.
Eins og kunnugt er, hefir fé-
lagið selt vörur sínar sem næst
gangverði síðastl. 40 ár og gerir
svo enn. Síðan greiðir það arð
við hver reikningslok eftir því,
sem ástæður leyfa.
í sambandi hér við hafa kaup-
mannasinnar deilt hart á Kaup-
fél. Eyfirðinga fyrir það, að fé-
lagið væri að lífláta allar kaup-
mannaverzlanir á Akureyri með
of harðri samkeppni og hag-
kvæmum veizlunarkjörum.
Þetta hafði Svavar Guðmunds-
son mjög á spöðunum í kosn-
ingaáróðri sfnum í vetur.
Nú heldur Br. S. því fram, að
smáverzlanir þjóti upp og
blómgist í skjóli við álagning-
una í K. E. A.
l'egar þessum tveim gagnstæðu-
ádeiluatriðum slær saman, afmá
þær hvor aðra og falla dauðar til
jarðar. Þar af draga allir óhlut-
drægir menn þá ályktun, að á-
lagning á vörilr K. E. A'. sé mjög
hæfileg og sanngjörn.
Br. S. heldur því fram, að það
hefði verið hagstætt fyrir K. E.
A. að lækka álagninguna, því að,
þá hefði verzlunin „dregizt meir
í hendur K. E. A., sökum hag-
stæðs vöruverðs".
Ef þetta hefði verið hagstætt
fyrir K. E. A., hefði það einnig
hlotið að vera hagstætt fyrir smá-
verzlanir að fara svo að. Hvers
vegna hafa þær ekki gert það?
í því sambandi ber þess að
gæta, að nú hefir verið og er enn
lögbundið hámarksverð á flest-
um söluvörum, bæði aðfluttum
og innlendum. Tilgangurinn
með því að setja hámarksverð á
vörurnar er vitanlega sá, að
halda verzlunarálagningunni í
skefjum. leyfa hana ekki hærri
en svo, að verzlunarfyrirtækin
beri aðeins hæfilega úr býtum.
Þetta ætti að geta gefið Br. S.
lofuriitla skímu af skilningi á
því, að það er ekki hægt uifi vik
fyrir verzlanir að selja undir há-
marksverði, ef þær vilja forðast
taprekstur. Viðleitni í þessa átt
hefir þó KF.A sýnt öðrum verzl-
unum fremur, og hefir Br. S. áð-
ur verið bent á að gera saman-
burð á vöruverði félagsins og
annara verzlana. „Nú geta les-
endur velt því fyrir sér,“ svo að
orðalag Braga sé notað, hvers
vegna hann virðist ekki kæra sig
um að gera þenna samanburð.
Mundi hann hræðast, að sá sam-
anburður yrði málstað hans
óhagstæður?
Br. S. spyr: „Hver skapar
gangverð á staðnum? Eru það
smærri verzlanirnar — eða sú
stærsta?“
Það er hægt að fræða Br. S. á
því, að um þessar mundir skapar
hámarksálagningin gangverðið í
flestum tilfellum, en hvorki stór-
ar verzlanir né smáar.
Þá er það 5% afslátturinn.
Br. S. segist vilja upplýsa, að af-
nám hans hafi aðalfundur sam-
þykkt samkvæmt tillögu frá
framkvæmdastjóra eða „hljóð-
pípu“ hans.
Þetta er nú það sem kallað er
misþyrming á sannleikanum.
Allir fundarmenn eru vitni að
því, að framkvæmdastjórinn
mælti á móti tillögunni um af-
nám afsláttarins, eins og hún
kom upphaflega fram, af því að
hann vildi í lengstu lög halda
afslættinum. Þess vegna breytti
fundurinn tillögunni í heimild
til stjórnarinnar, sem hún og
framkvæmdastjórinn við athug-
un síðar sá sér ekki annað fært
en nota vegna veltuskattsins og
aukins tilkostnaðar.
F.nn kveður Br. S. svo að orði:
„Margir munu eiga eftir að
sjá, hvört 5% skila sér öll í aukn-
um arði til útborgunar, eins og
Dagur vill vera láta.“
Ef Br. S. á við það, að arður
til útborgunar að þessu sinni
verði 5% hærri en áður, þá get-
ur hann vitanlega haft rétt fyrir
sér. Engu að síður hlýtur afnám
afsláttarins að koma til greina
við úthlutun arðsins. Verði arð-
urinn lítill, hefði hann orðið
enn rhinni, ef afsl. hefði ekki
verið afnuminn. Setjum svo, að
arðurinn yrði enginn, stæði í 0,
þá hefði orðið um hreinan tap-
rekstur að ræða með afslættin-
um. Þetta hlýtur Br. S. að skilja.
Um afsláttinn til Sjúkrasam-
lagsins segir Br. S.:
„Hins vegar gleymir hann (þ.
e. Dagur) að upplýsa, hve mikill
sá afsláttur sé.“
Dagjir taldi það ekki skyldu,
sína að upplýsa Br. S. um þetta.
Hins vegar er honum innan
handar að leita upplýsinga um
þetta hjá stjórn Sjúkrasamlags-
ins eða hjá KEA.
Br. S. biður Dag að fræða sig
um, hvort smjörlíki og kaffibæt-
ir séu ágóðaskyldar vörur. Sú
fræðsla skal lronum fúslega í té
látin. Báðar þessar vörutegundir
hafa alltaf verið og eru ágóða-
skyldar.
Br. S. segir byggingarsögu síns
eigin húss. í hvaða skyni sú saga
,er sögð, hlýtur öllum að vera
Sigurður Nordal, prófessor:
Hverjo er aö leyna?
hulinn leyndardómur, því að
hún sýnir ekkert og segir ekkert
um hlutdrægni K. E. A. í úthlut-
un byggingarvara, sem hann
hafði áður borið félaginu á brýn.
Það hneykslar Br. S. mjög, að
kjötbúð K. E. A. leggi meira á
beinlaust nautakjöt en beina-
kjöt. Um þetta segir hann:
„Það er vissulega Ijóta varan,
senr dýrara er orðið að selja en
að framleiða." Það er nú hægt
að fræða Br. S. á því, að bændur
íramleiða ekki beinlausa naut-
gripi! Allir nautgripir, sem
kjötbúðin kaupir, eru með bein-
um. Eftir þessa fræðslu ætti það
ekki að vera ofvaxið skilningi
Br. S„ að beinlaust kjöt þarf að
selja dýrara en beinakjöt. Hitt
er óhrakið, að verð á þessari
vöru hér er langt fyrir neðan
Reykjavíkurverð, en á það vill
Br. S. ekki minnast.
Að öðrum atriðunr í grein Br.
S. er ástæðulaust að víkja, því
allt er það sami grautur í sömu
skál, sem áður hafa verið gerð
full skil í Degi. Bunuvallamað-
urinn verður því hér eftir látinn
eiga sig, nema sérstakt tilefni
gefist. *
Fyrra sunnudag var haldinn
útifundur í Reykjavík að for-
göngu stúdenta og Var þar fjall-
að um herstöðvamálið. Jafn-
framt gáfu stúdentar út blað, er
nefnist „Vér mótmælum allir“.
Dagur leyfir sér að birta hér
grein úr blaði þessu, eftir Sigurð
Nordal, prófessor.
íslendingar eru reyndar ýmsu
vanir í blaðaskrifum og stjórn-
máladeilum, en sjaldan mun
liafa andað þaðan öllu eitraðra
pestarlofti en á þessum vetri. Ef
eitthvert örlítið brot af því væri
á rökum reist, sem sagt.hefir ver-
ið og skrifað um seilingaráform
stórvelda til forráða hér á landi
og þjónustusemi íslenzkra
manna og flokka við erlent vald,
þá væri útlitið allt annað en
giæsilegt. Manni getur stundum
við lestur ófyrirleitnustu grein-
anna orðið að nndda augun og
spyrja sjálfan sig: Tóku íslend-
ingar utanríkismálin í sínar
hendur til þess að ata hver ann-
an út í landráðabrigzlum, — og
er jretta jjjóðin, sem reisir rétt
sinn til fulls sjálfstæðis framar
öllu á þroska siðmenningar sinn-
ar?
Það má vera, að launung urn
samningsumleitanir og jafnvel
samninga milli ríkja jryki stund-
um hentug í bráð. Samt mun nú
yfirleitt talið, að þjóðum hafi
miklu oftar stafað bölvun en
hagnaður af leynd og launráð-
um. Og eitt er víst: Svo framar-
lega sem jrögn á að ríkja, má hún
ekki vera með þeim hætti, að
þeir einir þegi, sem kunnugastir
eru málunum og bera mest
ábyrgð á Jreim, en tungurnar
blaðri lausar í hverjum öðrum,
sem albúnir eru til að fara með
rakalausar dylgjur eða léttúðug-
ar tillögur af sínu tólfkóngaviti.
Hér hefir ekki annað oftar
borið á góma manna á meðal í
vetur en fölur þær, sem Banda-
ríkjastjórn kvað liafa lagt á her-
stöðvar á íslandi. En hvað hefir
ríkisstjórnin gert til þess að skýra
málið fyrir almenningi jressa
trjálsa lýðveldis, hvað um sé að
tefla og í hættu, svo menn vaði
ekki í eintómri villu og svíma?
Ef Jrað er satt, að sem mesta
leynd eigi enn að hafa yfir þessu
máli frarn á sumar, svo að því
verði ekki blandað inn í flokka-
atið fyrir kosningar, er auðsjáan-
legt, að það mun hafa gagnstæð
áhrif við tilætlunina. Því minna
sem menn vita um það, því íleiri
óþarfaorð og staðleysur munu
þeir segja. Öllum er í fersku
minni, með hverjum heimsstyrj-
aldarhrolli Reykvíkingar háðu
; baráttuna unr eitt sæti í bæjar-
stjórn. Hvað mun þá verða í al-
þingiskosningum? Og til hvers
þremilsins er almenningi smalað
að kjörborðinu, ef liann má helzt
ekkert vita um annað eins höf-
uðatriði fyrir framtíð lands og
þjóðar? Eiga íslendingar að trúa
því, að Bandaríkjamenn heimti
Jressa launung, sem er alveg
gagnstæð yfirlýstum meginregl-
um þeirra, — eða hvað annað
getur búið undir? Hvenær hefir
í raun réttri verið gildari ástæða
til að leggja mál undir alþjóðar-
atkvæði en þetta? Að minnsta
kosti er það skylda stjórnar,
þings og flokka að skýra þjóð-
inni nákvæmlega frá viðhorfinu
á báða bóga nú þegar. Kjósend-
ur eiga heimtingu á einhverju
lífslofti af bláköldum sannleika
um Jretta mál, ef Jreir eiga ekki
að kafna í skúmi óvissunnar og
alls konar froðusnakki, sem er
þjóðinni bæði til háska og sví-
virðingar.
MUNIÐ:
MIKIÐ ÚRVAL AF
ALLS KONAR
SNYRTIVÖRUM
Stjörnu Apótek
TIMBURHÚS
til sölu nú þegar. —• Ein íbúð, 5 herbergi, eldhús og góð
geymsla, er laus til íbúðar í vor. Til mála getur komið,
að ein eða tvær smærri íbúðir verði einnig lausar í vor.
Nánari upplýsingar hjá Hauk Snorrasyni, ritstjóra, skrif-
stofu Dags.
íhj<hj<hj<hj<hj<hj<hj<hj<bj<hj<hj<hj<hj<bj<hj<hj<hj<bj<hj<hj<hj<hj<hj<hj<hj<hj<
J<HJ<BJ<BJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<BJ<HJ<HJ<HJ<HJ
Stálvírar
5/8”—2”
Keðjur
galvaníseraðar, 1 /4”—3/4”
Kaupfélag Eyfirðinga
Járn- og glervörudeild
KHJ<HJ<HJ<HJ<BJ<HJ<HJ<HJ<HJ<H><HJ<HJ<HJ<HJ<HWHJ<KJ«<H«HJ<H><HJ<HJ<HJ<HJ<(<W
^Ú<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<BJ<HJ<HJ<HJ<Íi
Ú tgerðarmenn!
Handverksmenn!
TAKIÐ EFTIR!
Höfurn opnað sölubúð í verkstæðishúsi Dráttarbrautar
Akureyrar.
Á boðstólum eru:
Alls konar vörur til skipa og útgerðar.
Smíðaáhöld allskonar, bæði fyrir járn- og trésmíði.
Málning, lökk og tjörur alls konar, o. fl„ o. fl.
Komið og kynnið yður verð og vörugæði áður en þér
festið kaup annars staðar.
Útgerðar- og járnvöruverzlunin
í Dráttarbrautinni
WJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<W
Notið Sjafnarvörur