Dagur - 11.04.1946, Blaðsíða 3

Dagur - 11.04.1946, Blaðsíða 3
t Fimmtudagur 11. apríl 1946 DAGUR 3 ITILIF OG ÍÞRÖTTIR m0 W C I • snjómoksturinn á Oxnadalsheiði og mjóu brýrnar að ástæðulausu, því að frá mín- stórhríðarfélög, kaupfélög, eða um bæjardyrum séð, er tæplega [ lara mannfélög, taki tillit til hægt af nokkurri sanngirni að AKUREYRI. Handknattleiksnefnd í. B. A. efndi til keppni í innanhúss- handknattleik í 1. flokki kvenna og karla, eins og lienni var falið með bréfi frá stjórn í. B. A. Keppnin fór fram í Iþrótta- húsi Akureyrar. Þrjú félög til- kynntu þátttöku sína í keppn- inni: Knattspyrnúfélag Akur- eyrar, 3 lið karla og 1 lið kvenna, í þróttafélag M. A., 2 Hð karla og 1 lið kvenna og íþróttafél. Þór, 3 lið karla og 1 lið kvenna. Öll þessi lið mættu til leiks, nema kvennalið K. A.,ær féll úr á síð- ustu stundu. í kvennaflokki var því aðeins háður einn kappleikur, í. M. A. og Þór. Leikurinn fór fram 18. ntarz og fór þannig, að Þór vann með 18 mörkum gegn 5. Leikur þessi 'var fjörugur og fór hið bezta fram. Léku stúlkurnar lip- urt og náðist oft gott samspil á báða bóga. Þórsstúlkurnar munu hafa haffr mun meiri æfingu en hinar og nutu einnig hins að vera samæfðar. M. A.-stúlkurnar áttu hins vegar góða einstakl- inga, en lítið samæfða og í engri æfingu síðan í sumar. - — Þessi leikur var allólíkur karlaleikjun- um, sem voru öllu ofsalegri og oft þrungnari afli og kappi en lipurð og forsjá. Keppni karla hófst sunnudaginn 17. marz kl. 9.30 l'. h. Leikar fóru sem hér segir: Þór A-lið-K. A. A-lið 18 : 20 mörk. í. M. A. B-lið—K. A. C-lið 14:15 mörk. Þór C-lið-Þór B- lið 15 : 29 mörk. K. A. B-lið-í. M. A. A-lið 1.3 : 38 mörk. Sama dag kl. 4 e. h. K. A. B-lið-Þór A-lið 7 : 33 mörk. K. A. A-lið-í. M. A. A- lið 23 : 25 mörk (eftir fram- lengdan leik). Þór C-lið—í. M. A. B-lið 3 : 33 mörk. K. A. C-lið —Þór B-lið 14 : 22 mörk. Keppnin var útsláttarkeppni, vegna tímaskorts, þannig, aðJið, sem tapað hafði 2 leikjum varð úr keppninni. Gengu því 2 lið úr eftir 2. umferð: K. A. B-lið og Þór A-lið. Mánudaginn 18. marz hélt keppnin áfram og hófst með kvennakeppni, sem áður er frá skýrt. Hjá körlúm fóru leikar þann- ig: - K. A. A-lið-Þór B-lið 10 : 19. K. A. C-lið-Þór A-lið 9 : 25 í. M. A. B-lið-í. M. A. A- lið 17 : 23. Eftir 3. umferð voru.því þessi lið úr leik: K. A. A-lið, K. A. C- lið, í. M. A. B-lið. 4. umferð hófst ntiðvikud. 20. rnarz kl. 9 e. h. — Þór B-lið—í. Ajj. A. A-lið 1 4: 20. Hvorugt ptt. Pimmtudaginn 26. marz 5. umferð kl. 8 e. h. - Þór B-lið- Þór A-lið 15 : 21. B-lið Þórs úr. Síðasti leikur. — Þór A-lið—í. M A. A-lið 18 : 23. A-lið í. M. A. sigraði því í karlakeppninni, vann alla sína Jeiki. áhorfendur utan keppendur og starfsmenn. Verður það að telj- ast mjög bagalegt, að ekki skuli vera til í bænum neinn salur, þar sem slík keppni eða fimleikasýn- ingar geta farið íram opinber- lega, þannig, að fleiri gætu notið en þátttakendur einir. Karlakeppnin var fremur hörð og flautan hefir líklega átt helzt til annríkt. Annars var hegðun keppenda yfirleitt góð. A-liðin hafa líklega verið sterkust og öll nokkuð jöfn, þótt í. M. A. bæri sigur af hólmi. Þátttakendur í keppninni munu alls hafa verjð milli 60 og 70 manns, piltar og stúlkur. Má af þessurn tölum marka, að það eru ekki svo fáir, sem iðka' þessa íþróttagrein hér í bæ, því að auðvitað keppa ekki allir, sem æfa. Hins eru því mið- ur dæmi hér, eins og annars stað- ar, að menn koma óæfðir í keppnina og eru svo jafnvel hissa á því, að þeir skuli geta tapað. Þetta er mjög algengt hér í flestum greinum og getur orðið hættulegt þeim, sem hlut eiga að máli. Þetta er að vísu ekki ,eins hættulegt i íþrótt, sem hér er á frumstigi sínu og allir að kalla byrjendur. F.n vonandi er, að mönnum lærist, á ekki allt of löngum tíma, að það er öllum fyrir beztu, að æfa vel undir fyr- irhugaða keppni. Annars verður keppnin engum til ánægju, hvorki képpendum né hinum, er á horfa.. Eg held, að þessi keppni hafi hal't mikinn árangur á ýms- um sviðum. Áhugi glaðnaði, að minnsta kosti um tírna. Liðin lrafa lært hvort af öðru. Menn hafa kynnst við að keppa og ræða sameiginlegt áhugamál. Það er skyldi hvers eins að leika eftir beztu getu, leggja sig allan í leik- inn. Það er ofur eðlilegt að skap- ið hitni og lítið væri í leikinn spunnið, ef allir gerðu ekki eins og þeir geta. Leikurinn verður bara að fara fram innan þeirra takmarka, er lögin hazla honum. Eg vona svo að menn æfi áfram af kappi, þótt þessi keppni sé bú- in. Takmark okkar ætti að vera: Gott lið á íslandsmót á næstu ár- um. S. H. M. / ; Fimleikasýningar. Knattspyrnufélag Akureyrar sendi fimleikaflokka karla og kvenna — 12 í hvorum — út á Dalvík sl. laugardag. Stjórnandi kvennaflokksins er Þórhalla Þor- steinsdóttir og karlaflokksins Haraldur Sigurðsson. Sýning var um kvöldið í samkomuhúsinu á Dalvík og tókst vel. Jóel Ingi- marsson lék á Píanó með sumum æfingum stúlknanna. — Áhorf- endur voru þó fáir, hvað sem haldið hefir bæjarbúum fjarri, þegar um svo sjaldgæfa skemmt- un er að ræða. Getur auðvitað margt verið, t. d. var söng- skemmtun inni í sveitinni og „Skálholt" leikið í útvarpinu. — Dalvíkingar hafa verið áhuga- Enn um Herra ritstjóri! Út af grein í heiðruðu blaði yðar 4. þ. m. riieð fyrirsögninni: „Bílferðir yfir Öxnadalsheiði hefjast á morgun, ef vel viðrar“, vil eg mega biðja yður fyrir eft- irfarandi leiðréttingar, við síð- ari hluta hennar. Þar er réttilega tekið fram, að mokstur á lieið- inni fari fram með handverkfær- um, en ekki jarðýtum, eða öðr- um stórvirkum tækjum. En ástæðan er talin sú, að slík tæki séu svo langt frá, að erfitt sé að koma þeim á staðinn, sérstaklega vegna þess hvað brýr á þessari leið séu mjóar. Þetta er mesti misskilningur. 1. Brýr á þessari leið eru af sönm breidd og meginþorri allra brúa hér á landi, sem er 3 metrar. 2. Báðar þær jarðýtur vega- gerðarinnar, sem eru hér norð- anlands, og komið gátu til greina, geta farið allra sinna ferða yfir brýr þessa lands, bæði á Jxessari leið og annars staðar, vegna breiddar sinnar, án þess taka þurfi af þeim tennur, sömu- leiðis á vegagerðin hér á Akur- eyri flutningavagn, sem hafður er til að flytja ýtur og aðrar belt- isvélar (sem allar eru mjög sein- færar) milli fjarlægra staða, og var því ekkert í vegi með að flytja jarðýtu héðan á staðinn, af Jreim ástæðum, sem tilnefndar eru í greininni, ef þörf hefði verið fyrir slík tæki. En ástæðan til Jress að þetta var ekki gert, var eingöngu sú, að rnjög vafasamt var að nota jarðýtu til moksturs vegarins, vegna þess hvað snjór var Jrarna djúpur, og erfitt að koma honum frá Sér, víða 2 metr- ar og sums staðar allt að 3 metr- urn á dýpt, í þröngum giljunt og hættulegum. Tel eg því bæði hættulegra og seinvirkara hefði verið að nota jarðýtu, en mann- afla til Jressa verks. Mér l'innst einkennilegt, að Jretta með breidd brúnna, skuli koma hér l'ranr í dagblöðum bæjarins í annað skipti í vetur, í sambandi við að koma jarðýtum til snjó- mokstúrs á Öxnadalsheiði, alveg og vonandi ekki í afturför í Jrví efni. Að loknum sýningum og dansi bjó fólkið um sig í gangi barnaskólans, hafði með sér svefnpoka sína. Á sunnud. kl. 3 var svo sýnt í fimleikasaí heimavistarskólans að Árskógi. Þótti þar prýðilegt að koma og ánægjulegt að sýna. Var aðsókn þar vonum betri. Var flokkunum að lokum boðið þar að rausnarlegu kaffiborði. Til Akureyrar var komið aftur kl.aðganga7. Þátttakendur eru glaðir yfir ferðinni, þótti margt skemmti- legt. Slíkar kynningarferðir geta haft mikla þýðingu til góðs, sér- staklega til að auka áhuga fyrir málefninu og félagsanda og starfsgleði innan hópsins. Akur- eyringum gefst vonandi tækifæri innan skamms að horfa á fim- leikasýningar þessara annarra 1 flokka t’ bænum. gera þær kröfur á hendur vega- málastjórnar landsins, að liún rneti það mest, að breikka brýr, svo að öll jjau tæki, sem pöntuð kunna að verða, af Pétri eða Páli, geti farið þar ferða sinna. Væri nær að ætlast til, að menn gætu sniðið Jrar stakk eftir vexti, og athuguðu við pöntun tækjanna breidd þeirra brúa, sem fyrir eru í landinu, og höguðu síðan kauj)- um sínurn eftir því. Því að eg er viss um, að breikkun flest allra lnúa í landinu kostar það mikið fé, að það hlýtur að vera hyggi- legri krafa, að einstaklingar og félög, livaða nafni sem nefnast: Námskeið í skólahandavinnu. Námsskeið fyrir kennara á Norðurlandi í skólahandavinnu (aðallega stúlkubarna) verður haldið í Tóskaparskólanum á Svalbarði þriggja vikna tíma, frá 20. maí til hvítasunnu. Kennarar verða: Arnheiður J ónsdóttir, handavinnukennar i við Kennaraskólann í Reykjavík, og Halldóra Bjarnadóttir. — Efni verður selt á staðnum að svo rniklu leyti sem fáanlegt verður. Það er nú verða almenn krafa, að handavinna sé kennd í barna- skólunum, eu víða er kennslan, því miður, mjög á reiki. Undir- stöðuna vantar, almenn vinnu- brögð ekki lærð, byrjað á öfuga endanum. í öllum nágrannalöndum okk- ar er handavinna í barnaskólum skipulögð og kerfisbundin, þess vandlega gætt, að öll undirstöðu- atriði séu vel lærð og fest í huga barnsins, um leið og þeirn er inn- rætt nýtni, hreinlæti, smekkvísi og.reglusemi. Það er brýn nauð- syn að fá handavinnunámsskeið fyrir kennara hér á Norðurlandi, Jrví margir hafa orðið að taka sér kennslu í þessari námsgrein, sent eru ekki, og telja sig ekki vera, færa til að veita þá fræðslu. Námsskeiðið á Svalbarði ætti að geta bætt hér að nokkru leyti úr. Sérstaklega er það mikils virði, að frú Arnheiður Jónsdótt- ir, kennari við Kennaraskólann, hefir.lofað aðstoð sinni. Engin kona er henni færari í þessum málum. Kennarar fá um leið tækifæri til að kynnast og ræða sín áhuga- mál, ennfremur að njóta hvíldar og hressingar i fögru umhverfi. U pplýsingar um námsskeið þetta gefur Halldóra Bjarnadótt- ir, Hlin, Akureyri, sími 488. (í fjarveru rninni, frá 12.—30. apríl veitir Svalbarð upplýsing- ar). Halldóra Bjarnadóttir. , )' ■ x þeirra staðreynda, sem fyrir eru á hverjum stað og tíma, bæði í þessum málum sem öðrum. Síð- ast í fyrirsögn nefndrar greinar. er spurt: „Hafði vegamálastjórn- in ekki heyrt jarðýtur nefndar fyrir hernámið?" Eg get ekki svarað Jressari spurningu, en eg spyr greinarhöfund: Væri ekki vegamálastjórn þessa litla lands nokkur vorkun, þó svo hefði ver- ið ef tækið hefði verið óþekkt í Evrópu, eða jafnvel ófundið upjr, í J)\ í forrni, sem það nú er? Með þökk fyrir birtinguna. Akureyri, 9. apríl 1946. Karl Fríðriksson. ATHS. Ummæli Dags um jarðýturnar og brýrnar voru byggð á frásögn verkstj óra vegamálastj órnarinn- ar í Skagafirði. Taldi hann erfið- leikum bundið að koma ýtunum á lieiðina vegna fjarlægðar og tafa við brýnnar. Dagur er fús til að hlíta þeim dómi hr. Karls Friðrikssonar, að ekki hafi verið þörf á tækjunum við ruðninginn á heiðinni í sl. viku. Hins vegar getur blaðið ekki verið honum sammála um það, að mjóstu brýrnar, sem vegamálastjórnin hefir látið reisa á alfaraleiðum, eigi að verða mælikvarði á stærð og gerð flutningatækja, sem til landsins flytjast. í því efni hlýtur flutningaþörfin og hagkvæmni tækjapna að ráða mestu. Það er óhjákvæmilegt, að vegamála- stjórnin taki fullt tillit til þess og geri nauðsynlegar breytingar eftir því sem tímarnir krefjast. Þróunin í flutningum á þjóðveg- unum á síðari árum er sú, að flutningatækin eru yfirleitt að verða stærri og veigameiri. Lík- legt er, að ennþá stórstígari framfarir verði á þessu sviði í framtíðinni. Þá verða mjóu brýrnar að víkja; Jrær geta ekki til langframa staðið í vegi fyrir eðlilegri þróun flutningamál- •anna. —j Ef þú hefir ekki fengið RAKVÉLABLÖÐ, sem þér hefir líkað, þá skalt pú kaujra 1 pakka í VERZL, HRÍSEY. MIÐHÆÐIN í húsinú Hafnarstræti 37 er til sölu nú þegar og laus til íbúðar í vor. Baldvin Sigvaldason. Þessi keppni mun vera fyrsta handknattleikskeppni hér innan- húss. Vegna þrengsla voru engir • menn við fimleika og íþróttir —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.