Dagur - 11.04.1946, Blaðsíða 6
6
DAGUR
Fimmtudagur 11. auríl 1946
(ÖíKHKHKHKHÍ<HKHKHKH><HKBKH><HÍ<HKH>iKHKHSð»a<HKHíCHKH«HKHjító
)★ Ofar stjörnum ★ I
Saga eftir ÚRSÚLU PARROTT 1
a<KHKHKHKHKHK«HK«HKHKH5 tKHKHKHKHKHKHKHKHKHKH
(Framhald).
henni undarlegum svipbrigðum bregða fyrir á andliti hans, en þau
hurfu jafnskjótt, og liann brosti til hennar, eins og venjulega.
„Þér fer vel að hafa barn á hnjánum," sagðj hann.
Hún brosti í móti. Gamla konan var búin að laga teið og nú
urðu þau að spjalla við hana um stund.
Á leiðinni heim varð Derek að halda á Mússó, því að liann var
hræddur við myrkrið og neitaði að ganga um þessa ókunnu stigu
á eigin spýtur. Gína hélt á myndavélinni og studdi hinni hendinni
á öxl hans. „Þetta var yndislegt barn,“ sagði hún.
„Mjög svo,“ svaraði hann, stuttaralega. •
„Þú átt ekki að tala svona höstuglega við mig,“ sagði hún.
„Eg gerði það ekki, góða mín.“
„Derek, jrú veizt-----“
„Eg gerði það ekki,“ endurtók hann.
„Derek, eg vii eignast barn.“
„Gina, við skulum ekki ræða málið frekar. Þú veizt mína
skoðun."
Hann hafði aldrei talað svo kuldalega til hennar fyrr. Hún var
bæði hrygg og reið.
„Hvers vegna skyldi eg ekki eignast barn, fyrst mig langar til
þess?“
„Vegna þess að eg vil það ekki.“
„Derek — eg er engin ambátt."
„Hættu þessu barnatali.“
„Eg skal hætta, eg skal ekki segja orð.“
Og talið féll niður það sem eftir var leiðarinnar.
Þau voru bæði þögul, en kurteis og tillitssöm hvort við apnað,
yfir kvöldmatnum.
„Hvenær þarftu að fara í fyrramálið?" spurði hún.
,,Klukkan hálf fimm. Eg er búinn að biðja frú Spartling að vekja
mig. Eg skal ganga hægt um, svo að þú vaknir ekki.“
Henni féll þyngst af yllu, þegar hann þurfti að fara fyrir dögun
og hún vissi ekki af því. Það var svo tómlegt að vakna alein og yfir-
gefin, eftir að hafa sofnað í örmum hans.
„En eg vil svo gjarnan vaknaÁ sagði hún.
„Það er miklu betra að þú sofir,“ sagði hann og hugsaði, að hún
hlyti að skilja, að það-væri nógu ömurlegt að þurfa að rífa sig upp
fyrir allar aldir þótt hann þyrfti ekki líka að kyssa hana kveðjukoss
þá, sem vel gæti orðið hinn síðasti .Því að hann mundi vera farinn
að fljúga fyrir sólaruppkomu, og gæti vel lent í bardaga fyrir há-
degi.
Frú Spratling færði þeim kaffi inn í setustofuna, eftir kvöldverð-
inn. Þegar hún var farin brast Gína allt í einu í grát. Derek gekk
til hennar, settist við hlið hennar og reyndi að hugga hana.
„En skilurðu það ekki, Derek,“ sagði hún, „að eg vil að við eign-
umst barn til þess að eitthvað af okkur sjálfum, ást okkar og ham-
ihgju, haldi áfram að lifa í veröldinni þótt við hverfum."
„Jú, eg skil það,“ sagði hann og strauk hendinni um mjúka lokk-
ana. Hún hvíldi höfuðið á öxl hans og hún sá þess vegna ekki í
svip hans hvernig hann barðist við tilfinningar sínar. Hann hugs-
aði að indælt væri að eiga son, sem léki sér heima og tæki á móti
honum, þegar hann kæmi þreyttur heim, sem færi í skóla og bryti
heilann um það sem hann hafði velt fyrir sér, þegar hann naut
skólavistarinnar. Og víst væri það betra, að hverfa einhvern tírnan
í milli dögunar og sólaruppkomu, ef hann vissi, að hluti af honum
sjálfum héldi áfrani að lifa og hrærast.
En hann hafði heitið því hátíðlega, þegar hann giftist henni - og
giftingin hafði verið óskynsamíeg og sjálfselskufull af honum, eins
og tímarnir voru — að ef svo færi, að hann lifði ekk-i stríðslokin,
gæti Gína tekið upp fyrri hætti, án þess að nokkur vissi hvað skeð
hefði. Einhver annar mundi þá elska hana og njóta hennar og
þannig ætti það að vera. Hún mundi sakna lians, en a! því að hún
var ungmundi hún gleyma.
Það var gott að hún elskaði hann núna, í nokkra mánuði, á þessu
nítjánda ári hennar; hún mundi geta gleymt þeim síðar, ef á þyrfti
að halda. Barn mundi tengja hana of föstum böndum við fortíðina.
En Gína hélt áfram. „En í vor, í apríl, þegar pabbi kemur heim og
við segjum lionum allt af létta-“
Hann átti eftir marga klukkutíma á flugi áður en vorið kæmi,
lmgsaði hann. Margt gat skeð í llugvél á stríðstíma. Hann svaraði
henni ekki strax. I apríl mundi hann háfa lifað tuttugu mánuði í
flughernum og fyrst hann hafði lifað í tuttugu mánuði, gat hann
eins þraukað tuttugu ár. Kannske væri rétt að treysta því og ráð-
gera framtíð þeirra í þeirri vissu?_
„Eg lofa þér því, að þegar kemur fram í apríl, skulum við opin-
bera giftingu okkár. Og ef þú vilt þá eignast barn, lítur málið
öðruvísi út.“
„Dérek, .þakka þér fyrir,“ sagði hún, himinlifandi. „Þú hefir
aldrei lofað neinu í þessa áttina fyrr. Þú hefir alltaf sagt: ,ef til vill'
(Framhald).
Chris-Craft hraðbáta
getum við útvegað frá U. S. A.
Einnig litla skemmtibáta og utan-
borðsmótora frá Svíþjóð.
Kaupendur leggi til nauðsynleg leyfi.
Brynjólfur Sveinsson h.f.
ÍHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKBKHKHS
Nókkur ný aktygi
til sölu og sýnis hjá Kjartani
Sigurtryggvasyni be/.ínalgr.
KEA, og Kristjáni jósefssyni
Rifkelsstöðum.
Haqlaskot
Nr. 12 og 1G,
margar haglastærðir.
Rifíilskot
2 tegundir.
Bryn jólfur Sveinsson h. f.
Kýr
til SÖlll.
Tún
«HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKt>KKHKti
Ódáðahraun
eftir Ólaf Jónsson, framkvæmdastjóra,
er nú komið aftur í bókaverzl-
anir, bundið í rexín.
KKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHK
I
Nýjar bækur
Nóa
Bráðskemmtileg saga handa stúlkum á fermingaraldri.
Nóa er ein al' þeim sögupersónum, sem lesandinn fylg-
ir með óskiptri athygli gegnum þykkt og þunnt. Kostar
aðeins 15. kr. i' bandi.
Toppur og Trilla
Fjörug og hrífandi saga um tvíburasystkynin Topp og
Trillu, gleði þeirra og sorgir. Freysteinn Gunnarsson
þýddi bókina. Kostar aðeins 12,50 í baridi.
Heima
1 koti karls og kóngs ranni. — Þessi bók er einhver
albezta barnabók, sem gelin hefir verið út á íslenzku,
bæði fróðleg, skenuntileg og falleg. Nafn þýðandans,
Steingríms Arasonar, er hverjum manni full sönnun
fyrir ágæti bókarinnar.
Gömlu lögin
Níu rímnaflokkar eftir Sveinbjorn Beinteinsson. —
Þessi bók hefir vakið meiri athygli en dæmi eru til
um nokkra byrjandabók, enda er hér um að ræða
óvenjulega bók. Prentuð í áOO tölusettum eintökum.
Aðeins fáein eintök óseld.
✓ x:
Sól er á morgun
Safn kvæða frá 18. öld. Snorri Hjartarson tók samaíi.
— Ollum, sem skrifað hafa um þessa bók, og þeir eru
orðnir margir, ber saman um, að með útgáfu þessarar
bókar hafi verið unnið þarft verk og að valið á kvæð-
unum hafi tekist sérlega vel. Þar að auki er bókin
bráðskemmtileg aflestrar, sem ekki er að undra, þar
sem kvæðin eru eftir milli 30—40 nafngreinda höfunda
og marga óþekkta. — Bókin er bundin í snoturt al-
skinn, en kostar þó ekki meira en 50 kr. (272 bls.)
Bœkurnar fdsl hjá öllum bóksölum.
H.F. LEIFTUR
til leigu.
Steingr. Sigvaldason,
Borgum, Akureyri.
Vil selja:
Eitt fyrirdráttarnet, þrjú
síldarnet með niðurstöð-
um, nokkra stokka af línu
og ef til vill fleira af veið-
arfærum.
Árni Guðmundsson'
Þórisstöðum.
Til sölu
nokkrir folar
þriggja til fimm vetra,
af góðu kyni.
Árni á Þverá
Stúlka óskast
á matsöluhús í Reykjavík
í sumar. Hátt kaup. Hálfs
mánaðar sumarfrí. Upp-
lýsingar gefur Hlíf F.ydal,
Brauðbúð KEA.
Haglaskot:
Xpert No. 12, kr. 10.25 pk.
SuperX No. 12, kr. 13.25 pk.
Xpert No. 1G, kr. 9.00 pk.
Steingrimuf G. GuðrnundssQn
HKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHMHKH*