Dagur - 11.04.1946, Blaðsíða 8

Dagur - 11.04.1946, Blaðsíða 8
8 DAGUR Fimmtudagur 11. auríl 1946 Sextíu og fimm ára Þann 5. apríl síðastliðinn átti frú Guðrún Bergsdóttir, Sælu í Skíðadal, sextíu og fimm ára af- mæli. Guðrún er fædd í Skíðadal árið 1881 (sá bær er nú eyði). Móðir hennar, Ólöf Magnús- dóttir ,er dáin fyrir löngu, en laðir hennar, Bergur Jónsson, er enn á lífi, og dvelzt á Hofsá hjá syni sínum. Guðrún dvaldist hjá foreldr- um sínum í bernsku, en fór ung til vandalausra. Var hún vinnu- kona á ýmsum heimilum í Svarf- aðardal. Árið 1917 giftist Guð- rún Ingólfi Jóhannssyni, vönd- uðum gáfumanni. Fyrstu hjú- skaparárin voru Jrau hjónin í húsmennsku, en árið 1920 flutt- ust þau búferlum að Hólarkoti (jrá var Jrað fremsti byggði bær- inn í Skíðadal, en er nú í eyði). Þar bjuggu Jrau, Guðrún og Ingólfur, í 2 ár, en fluttust síðan að Hnjúki. Þar dvÖldust Jrau til vorsins 1926, en fluttust það ár að Sælu í sama dal og hafa búið Jrar síðan, eða í tuttugu ár. Eins og sjá má af framan- skráðu hefir ævi Guðrúnar ekki verið viðburðarík. Langur og erfiður vinnudagur og oft lítið um hvíld. Hún hefir alla ævi jifað í skjóli svarídælskra fjalla og oft í mikilli nálægð við þau. Gljúfurárkot, bær, sem nú er í eyði, var um skeið heimili henn- ar. Sá bær stóð á milli tveggja áa. Heiðinnamannaá var að norðan, en Gljúfurá að sunnan, en hún fellur í djúpu og hrika- legu gljúfri. í botni Gljúfur- dalsins er fannhvítur jökull, en há fjöll rísa báðum megin hans. í þessu umhverfi lifði Guðrún nokkur ár. Ekki er ólíklegt, að hún hafi orðið fyrir nokkrum áhrifum frá dásemdum hinnar lifandi náttúru, sem hún hafði svo góð skilyrði til að skynja. En Guðrún hvarf burt úr skugga afdalanna frá hinum ná- læga. klið vatnanna og hlaut harðan, en á vissan hátt, hollan lífsreynsluskóla. Sá skóli er byggður upp af vinnu fyrst og fremst. Eg efast ekki um, að Guðrún hefir unnið störf sín trúlega, því að hún hefir til að bera þá kosti, sem svo margt ís- lenzkt alþýðufólk er gætt, }). e. trúmennsku. Kynni mín af Guð- rúnu hafa fært mér heim sann- inn um þetta. Bú þeirra Guðrúnar og Ing- ólfs Jóhannessonar er og hefir ekki verið stórt, en mjög snyrti- legt og vel uim gengið. Eg veit að þáttur Ingólfs hefir verið drjúg- ur, í þá átt að skapa hið þriflega búskaparlag, en húsfreyjan mun þó eiga þar margan stein í vörðu. Þau hjónin eru samanvalin til þess starfs, sem þau stunda, og hafa með sþynsamlegri sparsemi tekizt að sigrast á þeim mörgu erfiðleikum, sem sveitafólkið þarf að stríða við, og búa þau nú við all-sæmileg efni. Eitt af þeim mörgu störfum, sem Guðrún þarf að annast, er að hugsa um hina fjörgömlu tengdamóður sína Kristínu Gísladóttur. Krist- ín er nú á 97. aldursári, og mun hún vera elzta, kona í Eyjafjarð- arsýslu. Hin síðari ár hefir lífs- þróttur hennar mjög þorrið og er hún nú blind orðin. Það er mjög erfitt að hugsa um slík, ósjálfbjarga gamalmenni, en Guðrún hefir reynzt þessu starfi vaxin og stundað það af sömu trúrækni og öll önnur. Tvær dætur eiga Jrau, Guðrún og Ing- ólfur, Kristínu og Ingunni. Þær eru báðar vel gefnar og efnileg- ar. Kristín hefir stundað nám í Kvennaskóla Akureyrar' í vetur. Eg vil í lok þessara fáu og fátæk- legu orða, þakka Guðrúnu hlýju þá, sem hún hefir sýnt mér, og óska henni alls hins bezta á ókomnum ævidögum. Kunningi. Listi yfir gjafir til nauðstaddra barrta í Mið-Evrópu. (Safnað af Kaupfélagi Eyfirðinga). (Niðurlag). Ólína Gunnl. kr. 10. Pólmi Ingólfs- son kr. 10. Hólmfríður Eysteinsdóttir kr. 10. S. M. kr. 10. M. M. kr. 10. Guðmundur Guðmundsson kr. 100. Ól. Ág. kr. 500. N. N. kr. 50. Jón Sig. kr. 10. Sigurlaug og Sigrún Jónsd. kr. 50. Alfa, Bára og Freyja kr. 65. Sigur- björg Helgadóttir kr. 33. Skarphéðinn Jónsson kr. 25. Indriði ísfeld kr. 20. N. N. kr. 10. N. N. kr. 50. Þ. Bjömss. kr. 50. N. N. kr. 100. Guðný Egils kr. 10. Bergh. Bemharðsd. kr. 25. Símon Símonarson kr. 50. N. N. kr. 20. Aðalsteinn Jónsson kr. 100. N. N. kr. 20. B. B. kr. 10. N. N. kr. 10. Þór Bjamason kr. 50. Áslaug kr. 20. Ása og Ragna kr. 50. T. K. kr. 50. Kári Baldursson kr. 200. Jónas Stefánsson kr. 20. Sigurlaug Ingólfs kr. 25. Marseline kr. 50. G. J. kr. 20. S. P. kr. 25. A. A. kr. 20. Stefanía kr. 15. Snorri Sig. kr. 20. Axel Jóhannesson kr. 50. Ol. kr. 10. Auður Jónasdóttir kr .20. F. Guðmundsson kr. 25. N. N. kr. 20. Marinó Baldvinsson kr. 10. Jóhannes Jakobsson kr. 15. Árni Jón- asson kr. 10. Sigrún Ingimarsdóttir kr. 10. Brynjólfur Jóhannesson kr. 15. Birgir Valdimarsson kr. 25. Helgi Schiöth kr. 100. Fró verkamanni kr. 100. Greta Halldórs kr. 50. Sigrún Snjólaug Þórhallsd. kr. 10. Páll Þór Þórhallss. kr. 10. Ólafur Sölvason kr. 30. N. N. kr. 10. Vilborg Pálsdóttir kr. 25. Baldvin Ólafsson kr. 25. Birgir Helgason kr. 20. Ásta Jónsd. kr. 20. Sigurlína Eyfjörð kr. 20. Þorgeir Halldórsson kr. 20. Jón óg Ulfar kr. 10. Guðrún og Nanna Bjarnad. kr. 40. Kristín Sigfúsdóttir kr. 50. Jónasina Sigurðardóttir kr. 25. Sigvaldi Sig- valdason kr. 10. Karl Óskar Tómass. kr. 10. Guðrún Jóhannsd. kr. 50. Frú Larsen kr. 10. Helgi Sigvaldason kr. Mandlige og kvindelige Plejeelever samt Piger til Kökken Vaskeri og Afdelingstje- neste kan antages. Nær- mere Oplysninger ved Henvendelse til Hospital- forvalteren. Sindssygehospitalet i Nyköbing, Sjælland, Danmark. Látið blómin tala! Blóm í fjölbreyttu úrvali við allra hcefi Blómabúð KEA DAGUR fæst keyptur í Verzl. Baldurshaga, Bókabúð Akureyrar Bókaverzl. Eddu og Verzl. Hrísey 20. N. N. kr. 10. N. N. kr. 128. Pálmi Friðriksson kr. 10. Geirþrúður Frí- mannsd. kr. 10. Steingerður Pálmad. kr. 10. Vilborg Pólmad. kr. 10. S. S. kr. 25. Veturliði Sigurðsson kr. 100. Jóhanna Sigurðar kr. 50. Jón, Siggi, Ransi kr. 75. Þrjú systkini kr. 20. Þórður Aðalsteinsson kr. 100. Björg Ólafsdóttir kr. 20. Ræsa og Sigrún kr. 20. Finnur Eydal kr. 10. Guðrún Dóra kr. 20. G. J. Ó. kr. 50. Hvað koslar dilkakjötið? í búðinni: pr. kg. í 1/1 kroppum 9.80 Súpukjöt .... 10.85 Læri.......... 12.00 Kótelettur .... 13.00 K^rbonade . . , 12.50 Sendum heim! Eftir niðurgreiðslu kostar dilkakjötið: pr. kg. í 1/1 kroppum 5.45 Súpukjöt .... 6.50 Læri.......... . 7.65 Kótelettur .... 8.65 Karbonade ... 8.15 Kjötbúð KEA Jafnvel húsbóndinn er liðtækur við matreiðsluna, þegar þér notið Gula bandið og Flóru! Gula bandið steikir bezt — brúnar bezt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.