Dagur - 17.04.1946, Page 4

Dagur - 17.04.1946, Page 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 17. apríl 1946 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðslu og innheimtu annast: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi Árgangurinn kostar kr. 15.00 Prentverk Odds Bjömssonar i Langt þing ■yAFASAMT ER, hvort allur þorri landsmanna gerir sér þess ljósa grein, að þing það, sem enn situr að störfum, og enginn sér fyllilega enn fyrir endann á, er reglulegt Alþingi fyrir árið 1945! Þegar er ljóst orðið, að þinghald þetta mun dragast á langinn fram á páska árið 1946, en hitt er enn ráðgáta, hvort því rnuni þá lokið, eða það dregst lengra fram á vorið og þá von úr viti. En hvor hluturinn, sem upp kemur, mun það lengi í minnum haft, að ein helzta „nýsköpun" sjálfrar „nýsköpunarstjórnarinnar" hefir fram að þessu verið sá, að draga þinghaldið 1945 langt fram á árið 1946 og stofna þannig með allnýstárlegum hætti til lengsta og dýrasta þinghalds í þingsögu íslendinga frá öndverðu. — Þegar ákveðið var að kveðja þing ársins 1945 ekki saman fyrr en 1. okt. sl., bentu stjórnarandstæðingar á, að vafasamt yrði að teljast, hvort samvinna stjórnarflokkanna reyndist svo góð, að þinginu gæti orðið lokið fyr- ir áramót. Ráðherrarnir töldu þá enga hættu á slíku, og aðalmálgagn stjórnarinnar birti sjálfan þingsetningardaginn forustugrein, þar sem því var lofað, að stjórnarflokkarnir myndu skipu- leggja þingstörfin svo vel þegar í þingbyrjun, að „þau gætu gengið fljótt og vel“. ALLT MYNDl þetta þó gleymt og fyrirgefið, ef störf þingsins hefðu reynzt bæði mikil og góð í einhverju sæmilegu hlutfalli við tímann og kostnaðinn, sem til þeirra hefir verið varið. Því miður verður því engan veginn haldið fram, að svo sé, heldur myn hið gagnstæða sönnu nær. Deyfðar- og sinnuleysisbragur sá, er hvílt hefir yf- ir sölum Alþingis að undanförnu, hefir verið með þeim endemum, að víða er orð á haft. Þingforset- ar hafa oftar en einu sinni orðið að slíta þing- fundum og fresta afgreiðslu þýðingarmikilla mála, fyrir þá sök eina, að þingið hefir ekki verið ályktunarfært vegna mannfæðar í þingsölunum! Ekki verður stjórnarandstæðingum um þetta kennt, því þeir hafa sótt þingfundi miklu betur en stjórnarliðar og aldrei látið á sér standa til þingstarfanna. Víst er slíkt tómlæti og skeyting- arleysi um þingstörfin stórlega vítavert og bein svik við kjósendur og allan almenning í landinu, sem ber hitann og þungann af þessu geysilega dýra og dáðlausa þinghaldi. Vissulega hafa kjós- endur kosið þingfulltrúa sína til starfa og dáða, en ekki til iðjuleysis og náða, enda hefir þeim óspart verið lofað miklum afrekum. HVAÐ er að frétta um afgreiðslu hinna þýðingarmiklu stórmála, sem vissulega hafa legið fyrir þessu langa þingi og beðið nauðsyn- legrar og aðkallandi afgreiðslu? í sem skemmstu máli er óhætt að fullyrða það, að þau eru ekki stórum lengra á veg komin nú en þau voru í þingbyrjun. Þingið virðist hafa dundað allan þennan langa tíma við afgreiðslu tiltölulega þýð- ingarlítilla smámála, en gefizt upp við úrlausnir flestra hinna erfiðari og markverðari viðfangs- efna. Afdrif stjórnarskrárinnar nýju í meðförum þingsins voru gerð hér að umtalsefni í síðasta blaði og efndirnar á hinum stóru loforðum stjórnarliðsins í því sambandi. „íslendingur" hef- ir það eftir Gísla Sveinssyni, að stjórnarskráin nýja ,,sofi“ í þinginu. Ekki er annað vitað eða sjá- anlegt en að sú lýsing þingmannsins eigi einnig bezt við um horfur og ástand annarra stefnuskrár- Enn um ástandið í kvikmynda- húsinu. £ITTHVAÐ MUN framferði barna og unglinga í kvikmyndahúsinu hér hafa breytzt til batnaðar, síðan að því var fundið hér í dálkunum fyr- ir nokkru. Bamaverndarnefndin nýja mun hafa látið málið nokkuð til sín taka, og fyrir atbeina hennar munu forráðamenn kvikmyndahússins hafa skerpt eitthvað eftirlitið með börnun- um inni í sýningarsalnum sjálfum. Hins vegar virðist anddyri hússins ennþá vera uppáhalds-samkomustað- ur fyrir slæpingja bæjarins og alls konar lýð, sem á þangað ekki annað erindi — að því er virðist — en að hanga þar og híma og auka troðning- inn og vafstrið kringum aðgöngumiða- söluna, stigann upp á loftið og sjálfan aðalinngang sýningarsalsins. Sælgæt- isbúðin, sem komið hefir verið fyrir þama í horninu, á vissulega mikla sök á þessu éstandi, og yfirleitt virðist notkun og fyrirkomulag forsalsins illa skipulagt frá upphafi. Má ekki færa búðina úr mestu þrengslunum inn í þann enda forstofunnar, sem fjær er aðalinnganginum og minni er umferð- in? En bezt myndi þó að losna alveg við hana, ef þess væri nokkur kostur. Ljót mynd — sýnd börnum. ]?N FYRST þessi mál ber hér aftur á góma, verð eg að geta þess, að eg sá á dögunum einhverja endemis- legustu og óþverralegustu glæpa- mynd, sem eg hefi séð á æfi minni — „Prinsessan og sjóræningjarnir" mun hún hafa kallazt, eða eitthvað í þá átt- ina. — Efni myndarinnar virtist helzt ein samfelld röð af algerlega tilefnis- lausum og ruddalegum manndrápum, ránum og áflogum. Og svo var mynd- in kölluð gamanmynd, en fyrir minn smekk fannst mér gamanið vissulega nokkuð grátt! Mynd þessi mun hafa verið sýnd hér alloft við mikla að- sókn, enda þykir mér sennilegt, að börn og unglingar á vissu þroskastigi hafi verið sólgnir í að sjá slíkar að- farir. En myndin var ekki aðeins máli og kjósendaloforða stjórn- arflokkanna, svo sem alþýðu- tryggingarnar nýju og allrar ,,ný- sköpunarinnar" á því sviði, sem svo óskaplega var þó gumað af, áður en á hólminn var komið. Húsnæðis- og byggingamálin sofa lfka svefni hinna réttlátu í ruslakistum stjórnarliðsins, og allar tillögur, er miða að niður- færslu eða jafnvel stöðvun dýr- tíðarinnar og verðbólgunnar, eru jafnótt og þær koma fram, svæfðar svefninum langa í hin- um andlegu gasklefum stjórnar- liðsins við Austurvöll. gTJÓRNARLIÐ LOFUÐU mörgu, er samsteypustjórn þeirra settist á valdastólana. Fæst þessara loforða hafa enn verið elnd, en mörg þeirra þegar verið svikin fyrir fullt og allt. Eitt lof- orðið, er tvímælalaust hefir lent í hinum síðari flokknum, er það fyrirheit stjórnarinnar, að hún myndi endurreisa veg og virðing Alþingis. Vinnubrögð „þingsins langa“, sem lýst hefir verið hér að framan — og þó harla lauslega — munu sízt til þess fallin að auka veg og virðing hinnar fornu og merkilegu stofnunar, sem ábyrgðarlausir gasprarar og æfintýramenn virðast nú hafa gert að skálkaskjóli ráðleysis og dusilmennsku. ,,augnagaman“(!), heldur fékk eyrað einnig sinn skerf af skemmtuninni og menningaráhrifum! Bölv og ragn, dýrsleg óp og trylltir hlátrar kváðu stöðugt við innan um „jazzinn" og negra-„hljómlistina“, sem þarna var á boðstólum. Auðvitað var myndin amerísk, því að svo hreinræktaðar ómyndir á þessu tagi koma naumast annars staðar frá, enda hlýtur — með allri virðingu fyrir þeirri stór- merku þjóð að öðru leyti — eitthvað m.ira en lítið vera bogið við uppeldi þeirrar alþýðu, þar sem 24. hver þjóðfélagsþegn er lögbrjótur í minni eða stærri stíl, eins og íslenzkt blað hefir nýlega eftir forstöðumanni FBI- stofnunarinnar í Bandaríkjunum — og ný og stórkostleg glæpaalda þó enn á uppsiglingu, ef ekki verður í tæka tíð gripið til róttækra ráða til þess að koma í veg fyrir hana, að því er þessi heiðursmaður segir. jyjENN SKYLDU nú ætla, að hlut- aðeigandi eftirlitsmenn og yfir- völd íslenzk muni hafa bannað börn- um og unglingum aðgang að slíkri mynd, sem þeirri, er lýst hefir verið nokkru hér að framan. Bamavernd- arnefnd hér mun einnig hafa spurzt fyrir um það, hvort slíkt bann hefði ekki verið á sýningum myndarinnar í Reykjavík, en fengið þau svör, að svo væri ekki. Mætti e. t. v. draga þá ályktun af þessu, að forráðamönnum þessara méla þyki lögbrot barna og unglinga þar í borg, gripdeildir, inn- brot og aðrir stórglæpir, ekki fjamin af nægilega mikilli kunnáttu og verk- lægni til þess að fært sé að neita um frekari tilsögn og æfingu þeirra á „hinu hvíta lérefti11 — fjölsóttasta og áhrifamesta skóla- og uppeldisstofnun nútímans! En mér er spurn: Hvernig eru þær myndir, sem bannaðar eru, fyrst þescsi er leyfð? Herkænskuna vantar. ■yERKAMAÐURINN" hefir gef- " ist upp við að sanna það, að fyrirtæki og einstaklingar hér í bæn- um og í Reykjavík, sýni pólitíska hlutdrægni með því að auglýsa stór- um meira í Degi en Verkamanninum. A það mál vill blaðið augsýnilega ekki minnast, og er það skiljanlegt. En til þess að dylja undanhaldið þyrl- ar blaðið upp reykskýi miklu og er það mannlegt, en ekki stórmannlegt. Lýgi sú, er blaðið bregður fyrir sig að þessu sinni, er, að Dagur sé sendur „í þúsundavís út um sveitirnar, ókeyp- is“ og „auglýsendur í Reykjavík velja auglýsingum sínum rúm í Degi ein- göngu af þeim sökum, að þeir vita að honum er útbýtt ókeypis í sveitunum, svo að segja inn á hvert heimili.“! — Það er gömul reynsla í hernaði, að til þess að dylja flótta, þarf reykskýið að vera þétt og sent á loft á réttu augnabliki. Hvorugt hefir heimatrú- boði kommúnistanna lánast að þessu sinni. Ekkert af fullyrðingum blaðsins er satt, nema að Dagur er útbreiddur í sveitum landsins. Þúsundir skilvísra kaupenda í bæ og byggð sjá því auð- veldlega gegnum blekkingavefinn og ekki bætir það heldur úr skák fyrir blaðinu, að þessi blekkingahernaður er settur á svið til þess að breiða yfir ósigur á öðrum vígstöðvum. Það er því allt á sömu bókina lært hjá blað- inu í þessu efni: Fullyrðingar þess eru bláber ósannindi, sett fram á klaufa- legan hátt og í allt of augsýnilegum tilgangi. Varla munu kommúnistatrú- boðinu hlotnast mörg atkvæði fyrir þessa hernaðarlist. Krakkasokkar Öll númer komin. Yerzlunin London „Sjálfstæðisbarátta“ kommúnista * Nýlega fóru fram kosningar í Rússlandi, þær lýðræð- islegustu í heimi, að því kommúnistablöðin hér herma. Þátttakan varð alveg gífurleg, meira en 99%, jafnt í þétt- býlum borgum, sem strjálbýlum hirðingjalöndum austur í Síberíu. Slíkan áhuga sýndi almenningur á stjórnmál- unum. Níutíu og níu af hverjum eitt hundrað ráðstjórnar- borgurum mættu á kjörstað til þess að játakosninguþess eina frambjóðanda í hverju kjördæmi, sem útnefndur var af hinum ráðandi flokki. ♦ Þessar kosningar eru um garð gengnar fyrir nokkru og flestum gleymdar. Minna veður var gert út af þeim í kommúnistablöðunum hér heima en oft áður. Kommún- istamir hafa fundið það, að íslenzkur almenningur er ekkert ákaflega hrifinn af þessu „lýðræði". íslendingar geta ekki hugsað sér að það skipulag eigi eftir að verða ríkjandi hér, að frambjóðendur í öllum kjördæmum landsins verði útnefndir af Brynjólfi Bjarnasyni og allir aðrir stjórnmálaflokkar en kommúnistafl. bannaðir. ♦ Það er líklega af þessum ástæðum, sem kommúnista- blöðin hér hafa ekki greint frá ræðu er Stalin marskálkur flutti í kjördæmi sínu. Islenzkir lesendur hafa ekki haft tækifæri til þess að kynnast efni hennar, fyrr en erlend blöð bárust hingað og skýrðu frá kjarna ræðunnar. Ræða þessi er þess virði, að nokkrum aðalatriðum hennar sé á lofti haldið, m. a. af því, að hún varpar nokkru ljósi á starfsaðferðir og „sannfæringu" kommúnistaleiðtoganna íslenzku. ♦ I þessari ræðu sinni sagði Stalin marskálkur m. a.: „Síðari heimsstyrjöldin var í eðli sínu frábrugðin hinni fyrri. Menn verða að minnast þess, að höfuðrríki fasism- ans — Þýzkaland, Italía og Japan — höfðu, áður en þau réðust á önnur lönd, þurrkað út síðustu leifar borgara- legs frelsis og lýðræðis hjá sjálfum sér, sett á stofn grimmilega ógnarstjórn, troðið allar grundvallarreglur um fullveldi og frjálsa þróun smáþjóðanna niður í svað- ið, boðað þá ætlun sína, að leggja undir sig annarra lönd og lýst opinberlega yfir því, að þau stefndu að heimsyfirráðum og fasistisku stjórnarfari um víða ver- öld. ♦ Með undirokun Tékkóslóvakíu og hinna helztu héraða Kína, sýndu öxulríkin þar að auki, að þau voru þess al- búin að gera alvöru úr hótun sinni með því að undiroka allar frelsisunnandi þjóðir. Þess vegna var síðari heims- styrjöldin á móti öxulríkjunum, í mótsetningu við hina fyrri, í eðli sínu andfasistiskt stríð frá UPPHAFI, sem miðaði einmitt að því, að rétta við aftur frelsi lýðræð- isins“. ♦ Andfasistiskt stríð frá upphafi, segir marskálkurinn. Þessi vitnisburður hins rússneska leiðtoga, gefur tilefni til þess að menn renni huganum til tímabilsins 1939— 1941. Þegar heimsstríðið skall á höfðu Rússar gert griða- samning við Þjóðverja. Þetta vissu kommúnistarnir hér, og sömuleiðis það, að Rússar studdu Þjóðverja með birgðasendingum o. s. frv. Þess vegna var stríðið í þeirra augum aðeins „imperialistiskt stríð“ (Þjóðviljinn) og fyrir verkalýðinn var „brezka auðvaldið sterkasti óvin- urinn" (Brynj. Bjarnason). Það var „aðeins smekks- atriði hvort menn voru með eða móti nazismanum“. (Þjóðv.). Þegar Bretar hernámu ísland til þess að treysta aðstöðu lýðræðisaflanna í Atlantzhafinu, þá ar það svívirðileg innrás og frelsisskerðing og „allt í óhag fyrir Islendinga“ (Þjóðviljinn). Og þó var þetta andfas- istiskt stríð frá upphafi, segir Stalin nú! ♦ Þegar herverndarsáttmálinn við Bandaríkin var gerð- ur og her Bandamanna hér bjóst til þóttöku í stríðinu til þess að frelsa Evrópu, þá var það „Bandaríkjaauð- valdið", sem hafði „ákveðið að gera ísland að fremsta vígi sínu gegn Evrópú'. Sáttmálinn, sem tryggði öryggi og frelsi Islands þýddi, „að sjálfstæði vort og sjálfsfor- ræði er glatað og endurheimtist ekki meðan Bandaríkja- auðvaldið er ofar moldu“. (Þjóðviljinn). ♦ Er hægt að hugsa sér meiri loddaraskap eins stjórn- málaflokks? Nú játar hann að stríðið hafi verið andfas- istiskt frá upphafi. Stalin segir það. Ekki tjóar að mæla í móti honum. En meðan öðruvísi söng í valdhöfum Rússlands, þá sögðu sjáifstæðishetjurnar hér að stríðið væri „auðvaldsstríð" og engu máli skipti hver sigraði'! Kommúnistarnir leika nú sjálfstæðishetjur í annað sinn. Líklega eiga þeir von á því að Stalin vitni ekki gegn þeim aftur. En hver trúir því, að núverandi sjálfstæðis- lína kommúnistanna sé haldbetri en sjálfstæðislínan frá 1940—1941? Hvaða mark er takandi á „landráða“skrafi þeirra manna, sem töldu 90% af íslenzku þjóðinni „land- ráðamenn“ á tímabilinu 10. maí 1940 til 21 .júní 1941? Það er augsýnilega undir allt öðru komið, en sannfær- ingu flokksmannanna sjálfra, hvaða „lína“ er upp tekin á hverjum tíma og hvaða „sjálfstæðis“skoðun þeir hafa. Þetta mun ekki eiga síður við þann þyt, sem nú er í tálknum kommúnistamálgagnanna, en þegar þau gerðu lýðræðisöflunum allt það ógagn, sem þau máttu, er verst horfði fyrir Bandamönnum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.