Dagur


Dagur - 17.04.1946, Qupperneq 5

Dagur - 17.04.1946, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 17. apríl 1946 D AG U R 5 Búnaðarmálasjóðurinn Eftir Óiaf Jónsson, framkvæmdastjóra Síðastliðið 1 augardagskvöld barst sú fregn út á öldum ljósvak- ans, að breyting þeirra Jóns Pálmasonar og Sigurðar Guðna- sonar á Búnaðarmálasjóðslögun- urn, hefði verið samþykkt sem lög frá Alþingi eftir mjög harða baráttu og tvísýna í efri deild þingsins, og að viðhöfðu nafna- kalli. Eg get ekki sagt að þessi enda- lok kæmu flatt upp á mig, því að svo mikið þekki eg ofstopa, hefnigirni og sjálfselsku Jóns Pálmasonar, að eg vissi, að hann mundi ekki una annarri af- greiðslu málsins, og Joó fann eg, að eg hafði til síðustu stundar vonað, að nægilega margir víð- sýnir og sanngjarnir menn fyrir- fyndust á Alþingi,' til þess að hindra þá óhæfu, er hér hefir verið unnin. Öll meðferð þessa máls á Al- þingi er harla ósvífin og einstæð, en lokaatkvæðagreiðslan er mjög athyglisverð og skal hér vikið að henni lítið eitt. Breytingin er samþykkt í efri deild með níu at- kvæðurn gegn sjö og ríður at- kvæði fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, Jónasar Jónssonar frá Hriflu, baggamun- inn. Verður ekki annað sagt, en að hann hafi nú með samþykki sínu á búnaðarráðslögunum og breytingunni á búnaðarmála- sjóðnum, auglýst sæmilega inn- ræti sitt og afstöðu til bænda og bændasamtaka, svo enginn ætti lengur að þurfa að vera í vafa um, hvar í flokki sá dánumaður hefir valið sér stöðu. Allir aðrir Framsóknarmenn greiddu at- kvæði gegn breytingunni og enn- fremur tveir Sjálfstæðismenn, þeir Þorsteinn Þorsteinsson, sem frá upphafi hefir haft skýra af- stöðu tii málsins og Gísli Jóns- son, sem ekki virðist vilja teym- ast út í hvert það fen, sem stjórn- arsamvinnan ganar út í. Vera má, að hér hafi líka yfirvofandi kosningar einhverju um valdið, en þessi lofsverða afstaða til Bún- aðarsjóðslaganna, getur þó naumast orðið þeim mikil rétt- læting á kjördegi, meðan þeir styðja og taka ábyrgð á því stjórnarfari og þeirri stjórnar- samvinnu, sem hefir framkvæmt slíkt hneyksli, sem breytingin á Búnaðarmálasjóðslögunum er. Einn jDÍngmaður í efri deild, Ilaraldur Guðmundsson, sat hjá við atkvæðagreiðsluna og fylgdi þar fordæmi flokksbróður síns í neðri deild, Barða Guðmunds- sonar. Þar með þykjast þessir sómamenn hafa þvegið hendur sínar af hneykslinu eins og Píla- tus forðum og hljóta vafalaust að launum svipað lof og viðurkenn- ingu. Aðrir þingmenn efri deild- ar samþykktu allir ósómann, þar á meðal landbúnaðarráðherrann, er virðist með því hafa samjrykkt og staðfest þau ummæli Jóns Pálmasonar og Sigurðar Guðna- sonar, í nefndaráliti þeirra, að samþykki hans á ráðstöfun Bún- aðarjhngs, á fé sjóðsins árin 1945 og 1946, hafi aðeins verið „að formi til“. Eg vil nú ekki fjölyrða meira J um afgreiðslu málsins á Alþingi og sleppi alveg að rekja atkvæða- ^ greiðsluría í neðri deild, sem þó var á margan hátt eigi síður at- hyglisverð en afgreiðsla efri deildar, en oll meðferð meiri- hlutans á Jressu máli sýnir ótrú- lega rætni og siðleysi, sem hlýtur að vekja hjá mörgum þá skoðun, að rneðan slíkt hugarfar sé ráð- andi í þingsölunum, sé öruggast að eiga sem minnst undir stofn- uninni. Það sýnist að minnsta kosti all áHættusamt að leita þar halds og trausts., Jrví að slík til- mæli geta kostað fullkomna rétt- arsviptingu og leitt til þess, að tilgangi og framkvæmd mála sé algerlega snúið við. Við skulum nú reyna að glöggva- okkur á, hvernig með- ferð Alþingis á Búnaðarmála- sjóðnum verkar og hvað Jaar ligg- ur til grundvallar. Upphaflegur tilgangur Bún- aðarmálasjóðs var Jrrenns konar, Jrannig var frumvarpið undirbú- ið af Búnaðarfélagi íslands, sam- þykkt af bændum almennt og loks af Aljringi. í fyrsta lagi átti sjóðurinn að standa að verulegu leyti undir byggingu við hæfi Búnaðarfélags Islands, en allir eru sammála um, að húsakynni stofnunarinnar séu ófullnægj- andi, ónothæf og háski að varð- veita Jrar ómetanleg verðmæti. í öðru lagi skyldi sjóðurinn standa undir hagsmunasamtökum bænda, Jrar sem aðeins Jjótti við- eigandi, að fé, sem séi starfsemi útheimti, kæmi beint frá bænd- um sjálfum. í þriðja lagi skyldi verja sjóðnum til að styrkja bún- aðarnýjungar og meiri háttar framkvæmdir úti í samböndun- um, eftir Jrví sem við ætti og kæmi að beztum notum í hvert sinn. Með breytingu Jjeirri, sem Al- þingi hefir nú gert á lögunum, er grundvellinum kippt uridan öllu Jæssu. Hvað byggingu Béin- aðarfélags íslands áhrærir, iríá telja útilokað að leita aftur á láðir bænda um stuðning og eins líklegt, að ríkisvaldið reyndi að bregða fæti fyrir hverja tilraun í þá átt. Auðvitað ber ríkinu, sið- ferðislega séð, eins og nú er kom- io, að leggja félaginu nægilegt fé til byggingar sinnar, en ekki virðist bóla á neinu slíku og ef dæma skal eftir þeirri meðferð, sem Búnaðarmálasjóðurinn hef- ir hefir hlotið hjá stjórnarmeiri- hlutanum, verður siðferði hans ekki nretið á nrarga fiska. Það er því allt í óvissu um það, hve lengi Búnaðarfélag íslands verð- ur enn að kéddast í Jreim alger- lega óhæfu húsakynnum, senr það nú býr í. Unr gistiheimili bænda, sem svo mjög hefir verið haft á oddi í umræðununr um Bémaðarmála- sjóð og áróðrinum gegn Búnað- arfélaginu og Búnaðarþingi, skiptir minna .máli. Búnaðar- nrálasjóði var aldrei ætlaðaðbera Jrá stofnun nema að litlu leyti og er allt annað, sem um það gisti- húsmál hefir verið sagt illkvitn- isleg fölsun á samþykktunr Bún- aðarjrings. Þeir aðilar, innan landbúnaðarins, sem líklegastir hefðu verið til þess að leggja Jrví máli lið, geta enn gert það og gera ef til vill, óháð Béinaðarfé- lagi íslands, þótt þeim muni nú ætlað að greiða sinn skatt til 15 millj. króna gistihallar Jreirrar, sem ríki og Reykjavíkurbær ætla nú að reisa fyrir almannafé. Þessi 15 millj. króna gistihöll er nú út- básúnuð af stjórnarliðinu sem glæsilegt fyrirtæki og amerískir húsameistarar fengnir til að gera áætlanir og tillögur, en það eru taldir fjárglæfrar að ætla að reisa 10 millj. króna áburðarverk- smiðju á áætlun amerískra sér- fræðinga. Það þykir ganga glæpi næst, að Bémaðarfélag íslands og bændur reyni að bæta úr þeirri brýnu þörf, sem er á ódýrum og hagkvæmum gististöðum í höf- uðstaðnum, og slíkt taldir fjár- glæfrar, en liitt er talinn glæsi- legur gróðavegur að reisa 15 millj. króna „luxus-hótel“ á kostnað. ríkis og bæjar„ handa væntanlegum erlendum auðjöfr- um, sem gista landið. Bara að út- iendu auðmennirnir láti ekki bíða eftir sér og verði ekki ófúsir að láta féfletta sig. Þetta gistihús- mál lýsir mjög vel hugsanagraut- argerð og fjármálaviti stjórnar- liðsins. Breytingin- á Búnaðarmála- sjóðslögunum kippir fjárhags- grundvellinum undan hags- munasamtökum bænda. Hugs- anlegt er að byggja upp Jrennan grundvöll aftur með frjálsu árs- tillagi frá hverjum búanda, en takist það án Jrvingunar eða lagafyrirmæla, verður að gera ráð fyrir alveg ótrúlegum félags- Jrroska og stéttvísi hjá bændum, sem tekur langt fram því, er tíðk- ast í félagssamtökum verkalýðs- ins, Jiar sem félagatillög eru þvinguð fram með samnings- bundnum og lögheimiluðum refsiaðgerðum. Slík ráð hafa hagsmunasamtök bænda ekki á valdi sínu og meðan svo er, má béiast við, að fleiri eða færri bændur skorist undan skyldum sínum við stéttarsamtökin. — Stofnun Búnaðarmálasjóðs var einföld . og örugg leið til að tryggja almenna fjárhagsþátt- töku bænda í sameiginlegu stétt- arstarfi, og séi leið hafði hlotið samþykki þeirra almennt og var því útlátalítið fyrir AlJ^ingi að veita þann lagastuðning sem þurfti. Néi hefir meiri hluti Aljringis neitað um Jrenna stuðn- ing og þar með tekið fjandsam- lega afstöðu til stéttarsamtaka bænda. Þar eru fremstir í flokki fulltrúar og leiðtogar verkalýðs- samtakanna, sem hefði þó mátt krefja um nokkurn skilning á stéttarsamtökum, en það er aug- ljóst mál, að þessir fulltrúar, og þá einkum kommúnistarnir, ótt- ast og hata öll samtök stétta, þar sem Jieir hafa ekki von um að ráða. Samtökum verkalýðsins er beitt sem ógnun gegn ríkisvald- inu, svo ábyrgir stjórnmálamenn liafa orðið að láta þá skoðun í Ijósi, að eigi sé unnt að stjórna landinu nema með þátttöku verkalýðsflokkanna, og þannig viðurkennt, að liér sé í raun og veru ríkjandi uppreisnarástand. Það hefir og sýnt sig, að í hvert sinn, er verkalýðsstéttin gerir kröfur, og þær gerir hún oft, þá knýr liún Jiær frarn með hótun- um um að skera á helztu lífæðar þjóðarinnar og beitingu vopna, sem ekkert frjálst Jijóðfélag má afsala sér í hendur neinnar stétt- ar. Fulltrúar verkalýðsflokkanna óttast auðsjáanlega, að efling bændasamtakanna geti valdið skerðingu á ofríki verkalýðsins, eða skapað meira jafnvægi í fé- lagsmálum, heldur en nú ríkir. Sumir Alþýðuflokksmenn virðast Jdó skilja, að fjandskapur stjórn- arliðsins gegn bændasamtökun- um getur síðar meir komið þeim sjálfum í koll, og sjá ranglætið í meðferð Alþingis á Búnaðarmála sjóðnum, en Jaá skortir djörfung til að snúast gegn rangsleitninni. Þeir láta-sér nægja að standa hjá og þvo hendur sínar eins og Píla- tus. Hvað valdið liefir afstöðu Sjálf stæðisflokksins (stjórnarhlutans) til þessa máls, er ekki augljóst. Þó virðist það helzt gremjan yfir því, að stjórnarsamvinnan nýtur lítillar bændahylli, og löngunin til að koma fram hefndum á Bún aðarþingi fyrir að gerast svo djarft, að háfa nokkuð aðra skoð- un á ýmsum landbúnaðarmálum lieldur en Reykjavíkurdeildin í flokknum, Jón Pálmason ekki undanskilinn. Ég er mjög smeykur um, að forsprakkar Sjálfstæðisflokksins sannfærist um það, þótt síðar verði, að fylgi flokksins meðal bænda hafi ekki vaxið við þessar aðfarir, en annars hygg ég, að fjöldi Sjálfstæðismanna sé orðinn fullsaddur af ofstopa Reykjavík- urvaldsins í flokknum, og seint mun ganga að kúga bændur H1 auðsveipni með réttindaráni r>g jandskap við stéttarsamtoK þeirra. Ekki má gleyma „garmmum éionum Katli“, fyrrverandi for- •nanni Framsóknarflokksins, Jón asi frá Hriflu. Hans stefna i mál- mu virðist fyrst og fremst sú, að fjandskapast við og ná sér niðri á sínunt fornu samherjum, á Bún- aðarfél. íslaríds og sínum gömlu áhugamálum. Svo mikil er andúð þessa Jringmanns til sinna flokks- manna (því enn mun hann rang- lega talinn til Framsóknarflokks- ins), að liann kýs heldur að ganga til óþrifaverka í samfélagi konnn- únista, Jrótt bölvaðir séu, en að standa með fyrrverandi samst.rrfs mönnum til varnar góðu máli. Honum láðist að draga sig í hlé með sóma, meðan tími var til, síðan hefir ferill hans verið mark- aður hnignandi fylgi, minnkandi áliti og sífelldum vonbrigðum, svo nú virðist hann hafa það eitt pólitískt markmið að hefna sín á öllum og öllu og lifa samkvæmt reglunni: „Betra er illt að gera sn ekki neitt.“ Það má segja, að hlutur búnað- arsambandanna sé ekki skertur með breytingunni á Búnaðar- málasjóðnum, en gróði þeirra er vafasamur, þegar öllu er á botn- inn livolft, Jdví svo var til ætlazt, að þegar, er byggingu fyrir Bún- aðarfélagið væri lokið, gengi meginhluti sjóðsins til að styrkja nýjungar í búnaði og meiri hátt- ar framkvæmdir hjá samböndun- um, ekki í sömu hlutföllum og fé til sjóðsins er innborgað af sambandssvæðunum, eins og nú skal gert, heldur eftir því, hvar framlögin kæmu að mestum not- um og þörfin væri brýnust á hverjum tíma. Virðist mér að sú aðferð hefði verið líklegri tilgóðs árangurs og lýst meiri félags- þroska, en sú er nú verður farin og sem í stórum dráttum stefnir að því, að hver og einn endur- heimti sitt framlag til sjóðsins ó- skert. Hefði í raun og veru mátt ná því takmarki á auðveldan og einfaldan hátt, með því að af- nema lögin hreinlega, því varla hygg ég, að féð vaxi eða forfram- ist við Jaað að ganga í gegnum rík- issjóð og Búnaðarbanka. Fé það, sem samböndunum fellur í skaut á þennan hátt, gengur sennilega í flestöllum tilfellum til stofn- 02: reksturskostnaðar ræktunarvéla, sem hluti af framlagi bændanna til Jaessara fyrirtækja og sem þeir mundu hafa lagt fram alveg eins, þótt ]>að hefði aldrei í búnaðar- málasjóð komið, en vafalaust mun stjórnarliðið á Alþingi eigna sér þetta fé og hæla sér af því að hafa eflt fjárráð samband- anna og bjargað Búnaðarmála- sjóðnum úr klóm fjárglæfra- mannanna á Búnaðarþingi og í Búnaðarfélagi íslands. Stjórnarliðið er byrjað að hampa því að Búnaðarmálasjóðs- lögin séu srnámál, sem allt of mikið veður hafi verið gert úr. Það er rétt, að mál þetta var upp- haflega smámál, vel undirbúið, Ijóst og einfalt, svo engum, sem að því vann, kom til hugar, að um það yrði nokkur ágreiningur og sízt að það fengi slíka með- ferð, er það nú hefir hlotið. Stjórnarliðinu hefir tekizt að gera úr því stórmál, svo ekki kæmi mér á óvart, Jrótt það yrði ofurefli sumra stuðningsmanna stjórnarinnar. Einkum gæti ég trúað, að það yrði- sumum Sjálf- stæðismönnum ofraun í ofanálas' á Búnaðarjríðslögin og fleiri syndir, og undarlegt má það vera, ef verkalýðurinn yfirleitt kann fulltrúum sínum þakkir fyrir Jrann augljósa fjandskap, er þeir í þessu máli og fleirum hafa sýnt stéttarsamtökum bænda. Sé (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.