Dagur - 17.04.1946, Blaðsíða 6

Dagur - 17.04.1946, Blaðsíða 6
DAGUR Miðvikud. 17. apríl 1946 «WHKHKH«HK8KB«H«H>ÍHKH«HKHKH><HKHKHKHKHKHKHKHKH>ÍHKBKH3tó ★ Ofar stjörnum ★ Saga eftir ÚRSÚLIJ PARROTT KHKHKHKHKKKHKHKHKHKHK «KBKHKHKBKBKBKBKBKHKS- 15. dagur (Framhald). eða ,kannske‘. Nú er eg hamingjusöm. Lífið gæti ekki verið dá- samlegra.“ Hvers vegna gat hann ekki brosað og hlakkað til eins og hún? Kveið hann fyrir mánuðunum fimm, sem nú fóru í hönd? Hann vildi ekki láta hana heyra efasemdir sínar, en eitt varð hún að vita: „Mundu það, Gína, að hvernig sem þetta ræðst, þá er- um við þannig gerð, að við eigum börn sem aldrei deyja — og ást okkar og hugsjónir." Hún sagði: „Já ,vinur minn, eg skal muna það.“ Um kvöldið kom hún að Mússó, þar sem hann var að naga ólina á myndarvélarkassanum. „Við erum alltaf með Jressa myndavél með okkur ,en tökum sjaldnast nokkrar myndir á hana,“ sagði hún við Derek. „Eg tók mynd af Goody Lampson, þegar hún birtist í dyrunum með barnið,“ sagði hann. Síðasta myndin í umslaginu var af Derek einum. Hann stóð við h'liðið heima, sólin skein á ljósa hárlubbann, augun leiftruðu af fjöri og lífsgleði. IJað var bezta myndin. Edwin hafði tekið hana. Þegar Derek kom heim af flugvellinum fékk hann að heyra allt, smátt og stórt, sent skeð hafði í húsinu á meðan hann var í burtu. „Mússó er að verða hreinasta hetja. Hann elti larnb í morgun. Það hlýtur að vera af því, að hann finnur að vorið er að koma.“ „Dæmalaus vitleysa. Það er ekkert vor ennþá. Finnurðu ekki hvað golan er nístandi köld?“ „Jú, en eg á ekki við það. Það er svo margt annað, sem bendir á vorið. Sólin vermdi vel í morgun, og ef þú efast skaltu líta á blóm- in í garðinum.“ Satt var J>að, að blómin sunnan undir húsinu voru að byrja að grænka og lifna. „Já, það verður gaman, þegar við sitjum hér í garðinum í júní. Eg játaði það fyrir Rósamundu frænku minni í gær, að eg elskaði )>ig af öllu hjarta. Hún sagði, að sér litist vel á J>ig, þú værir mér samboðinn og hún lofaði að segja J>að við pabba. En hún bætti við, að striðið gerði allar giftingarráðagerðir ómögulegar.“ „Eg skal reyna að reynast þér vel, þrátt fyrir stríðið,“ sagði hann. Hún leit upp og hló hjartanlega. Derek hafði verið heppinn síðustu fjóra mánuðina. Hann hafði alltaf sloppið óskaddaður, gengið með sigur af hólmi í loftorrust- um, og hann var farinn að trúa því, að hann mundi ævinlega verða jafn heppinn. Edwin hafði stungið upp á því, að hann færi að láta fréttina berast, um að Gína væri ástfangin og hinn hamingjusami, ungi maður væri góðvinur sinn, þjóðkunnur orrustuflugmaður. J>ví að Derek var orðinn kunnur fyrir ýmsa glæsilega sigra er leið á veturinn. Derek hafði tekið J>essari tillögu F.dwins vel. Edwin hélt því fram, að fréttin um giftingu þeirra mundi ekki vekja aðra eins furðu, ef hann væri búinn að undirbúa jarðveginn dálítið áður. „Heldurðu J>að?“ spurði Derek, efablandinn. „Amma Gínu er sí- fellt að skrifa henni og segja henni, að hún eigi að hefja þátttöku í samkvæmislífinu í New York í júní.“ „Já, en góði minn, amman ér svo langt. í burtu, að við hugsum ekki um hana.“ Litlu seinna var eins og vorið væri raunverulega komið. Golan var J>ó ennþá of köld. Þennan dag kom F.dwin óboðinn til liádegis- verðar. Hvorki Derek né Gína voru neitt sérstaklega hrifin af heim- sókninni að þessu sinni, J>ví að Derek hafði komið heim seint kvöldið áður og nú átti hann að vera mættur á flugvellinum klukk- an fjögur síðdegis. En Derek hafði von um að fá finnn daga frí inn- an skamnrs, svo að þetta gerði nú raunar ekkert til. Gína tjaldaði því be/.ta, senr til var á bænum, fyrir þá félaga, því að F.dwin sagðist vera svangur, og hann var sýnilega þreyttur. Vikuna áður höfðu loftárásirnar á London komizt í algleyming og Edwin hafði staðið við loftvarnabyssurnar hvíldarlitið. Hann reyndi að hlusta með atlrygli á fréttirnar senr Gína sagði honum. Faðir lrennar var væntanlegur heim eftir svo senr viku- tíma. Þau Derek höfðu ákveðið að segja honum allt af létta. En þó Edwin reyndi að láta sem hann væri áhugasamur, leyndi sér ekki að hann var þreyttur og áhyggjufullur. „Æi,“ sagði hann við Derek. „Ég er búinn að fá nóg af því að eyða mínum dögum til þess að bæta fyrir syndir feðra okkar í evrópskum stjórnmálum." „Eg Hka,“ svaraði Derek. „En þó er það eins og grimmd Þjóðverjanna haldi manni við efnið,“ bætti Edwin við. (Framhald). Jarðyrkjuverkfæri Stunguskóflur Malarskóflur . Balatskóflur Holræsaspaðar Stungugafflar Hnausagafflar Garðhrífur Arfasköfur Höggkvíslar Heykvíslar Kvíslasköft Grasklippur •Garðsköfur Garðgafflar Garðslöngur Kaupfélag EyfirÖinga Járn- og glervörudeild. KHKHKBKhKhKHKhKbKhkhKhKhKhKhKhKHKhKhKBKKbKbKhKhKhKHK Til páskanna: i Citrónbúðingur Vanillebúðingur Rommbúðingur Súkkulaðibúðingur Ananasbúðingur Möndlubúðingur Jello búðingur Súpukraftur Kaupfélag Eyfirðinga^^ Nýlenduvörudeild og útibú Sumardagurinn fyrsti Sumardagurinn fyrsti hefir verið helgaður börnunum um rnörg undanfarin ár bæði í Reykjavík og hér á Akureyri. Kventelagið Hlíf hefir haft aðal- fjársöfnun sína þann dag, en eins og kunnugt er, hefir félagið kost- að börn til sumardvalar unr all- mörg ár, og er jafnframt að safna fé fyrir sumarheimili handa börnum. Nú er J>ví máli það langt komið, að byrjað verður í sumar á byggingu sumarheimilis hér í grennd við bæinn. Að þessu sinni mun Hlíf hafa merkjasölu, bazar, kaffisölu og kvöldskemmtun til ágóða fyrir starfsemi sína. Er Jress að vænta, að bæjarbúar muni nú sem fyrr sýna þessari starfsemi félagsins skilning og velvild. 2 bílstjórar óskast til að stýra mjólkur- bílum Saurbæjarhrepps n.k. fardagaár. Umsóknir sendist undirrituðum, er gefur nán- ari upplýsingar, fyrir apríl- lok. Krónustöðum, 14. apríl 1946. M. H. Arnason. Hæð í nýju húsi til sölu. Ibúðin er 4 lierbergi, eldhús, bað og geymsla. Laust til íbúðar að nokkru eða öllu leyti 14. maí. Allt húsnæðið laust 1. október. Afgr. vísar á. Fundur Framhaldsstofnfundur barna- vinafélags Akureyrar verður haldinn í kirkjukapellunni þriðjud. 23. apríl, kl. 9 síðd. MœLið stundvislega! Fjölmennið! Undirbúningsnefndin. Notuð Imperial ritvél óskast keypt. — Afgr. vísar á. Peningakassar tvær stærðir, með þrí- hólfa skúffu, nýkomnir. Skrautvasar Ágæt tækifærisgjöf! Verzl. Ásbyrgi h.f. Skipagötu, og Söluturninn við Hamarstíg MUNIÐ: MIKIÐ ÚRVAL AF ALLS KONAR SNYRTIVÖRIIM Stjörnu Apótek

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.