Dagur - 13.06.1946, Page 3

Dagur - 13.06.1946, Page 3
Fimmtudagur 13. júní 1946 DAGUR 3 r Fá Akureyi'ingar að keppa við danska landsliðið í sumar? Eins og frá hefir verið greint í blöðurn og útvarpi, hafa Akur- eyringar verið þátttakendur í Knattspyrnumóti íslands í ár. Því miður fóru þeir ekki með neinn sigur af hólmi úr þeirri viðureign. Þó tel ég að útkoma sé ekki hinn rétti mælikvarði á knattspyrnulega getu Akureyr- inga og ber þar ýmislegt til, svo sem, ónóga þjálfun, ókunnuga staðhætti o. fl. Það er varla við því að búast að menn séu komn- ir í nokkra þjálfun svo snemma sumars, þó æfingar hafi verið sæmilegar síðasta hálfan mánuð- inn áður en farið var. Nú ér það siður hér að æfingar falla niður, að mestu, um Jtetta leiti og allt fram undir haust, þá farið er að hugsa fyrir haustmótum. Er þetta afleitt og og þyrfti úr að bæta. En það er nú svo með knatt- spyrnuna, sem annað, að eitt- hvert markmið Jrarf að vera framundan, sem æfa skal fyrir. Það er víst litlar líkur til þess að nokkurt Reykjavíkur félaganna korni hér norður í ár með knatt- spyrnuflokk, svo líta verður eftir einhverju öðru. Nú vill svo heppilega til, að von er á dönsku landsliði til Reykjavíkur, upp úr miðjum júlí, væri þá ekki heppilegt að athuga möguleika á því, hvort Danirnir fengjust ekki til að skreppa norður og leika hér einn leik, því samgöngurnar eru Jrað greiðar að þeir gætu komið í flugvél að morgni og farið aftur að kvöldi eftir leik, svo eigi Jryrfti nema dagurinn að fara í þennan krók. Sömuleiðis er efa- mál hvort Rvíkur-félögin geta boðið gestunum í betra skemmti- ferðalag en að fljúga þvert yfir landið. Þar með yrðu tvær flugur slegnar. Skemmtiferð fyrir Dan- ina og spennandi kappleikur framundan er hleypa mundi lífi í æfingar í sumar hjá knatt- spyrnumönnum og þar með mætti vænta betri árangurs af þeim á íslandsmótinu næsta ár. Við Akureyringar myndum á- reiðanlega ekki láta standa á okkur að kaupa okkur inn á Jrennan leik fyrir fimmkall, Jdví við eigum víst ekki í vændum að sjá svo marga leiki í ár, því heyrt hefi ég það, að flækjast eigi með Norðurlandsmótið í haust til Siglufjarðar. Hvítasunnuhlaupið fór fram á annan sem vera ber, þrátt fyrir kuldaveður og rign- ingu. Voru farnar nýjar leiðir í hlaupinu og þótti sumum sein- farnar. Hlaupið hófst skömmu eftir kl. 2 við Verkalýðshúsið — Str.g. 7, hlaup norður Glerárgötu — út um golfvöll, ofan að sjó, suð- ur Sjávargötu og upp Strand- götu. Endamarkið var framan við Nýja Bíó. Vegalengdin öll 3000 metrar. Þátttakendur voru 19: Jrar af 8 frá Héraðssamb. Þingeyinga, 6 frá Ungmennasamb. Eyjafjarðar og 5 frá Iþróttabandalagi Akur- eyrar. En keppnin miðast við fjögra manna sveitir. Fyrst varð sveit H. S. Þ. og skipuðu hana þessir: Jón A. Jónsson, 1. nraður að marki á 11 mín. 34.4 sek., Sigurður Björg- vinsson, 3. að marki á 11 mín 46.8 sek., Helgi V. Helgason, 4. að marki, og Sigurgeir Aðal- steinsson, 5. að marki. Sveit U. M. S. E. varð önnur í röðinni, átti m. a. 2 mann að marki, Pétur Einarsson, á 11 mín 46.3 sek. Sigur Þingeyinganna var mjög augljós og glæsilegur enda hlutu hlutu þeir nú til eignar keppi- keflið, silfurbikar, gefinn af íþróttafélagi Reykjavíkur. Jón A. Jónsson var langt á undan næsta manni — og virtist næsta óþreyttur við markið. Mý- vetningarnir þrír, sem með hon- um urðu í sigursveitinni — höfðu borðað sinn silung heima um morguninn — eru léttir upp á fótinn og vilja sýnilega fylgja áætlun! En ekki kæmi mér á ó- vart þótt einhverjir, sem nú urðu nokkru aftar í röðinni, ættu eftir að velgja þeirn betur í endaspretti á annan í livíta- sunnu 1947. Eyfirðingar áttu Jrarna efnilega hlaupara, en þeir þurfa að æfa betur, enda sumir mjög ungir. í. B. A. sá um hlaupið, hafði sett upp útvarpsstöð, fengið ,,stjóra“ og sett merkisband á fjölda manns. Það voru einu merkin, sem gengu út. Rigndi jafnt á réttláta sem rangláta, en fór annars allt sæmilega fram. Form. í. B. A. afhenti verðlaun að lokum og allir viðstaddir voru samhuga að láta bæði sig- urvegara og aðra keppendur lifa með ferföldu húrrahrópi. Bréf „Raunalega ráðlaust þing —“ Bæjarbúi skrifar: TÓN ÓLAFSSON segir í íslendinga- "* brag að hann þekki ekki „djöful- legra dáðlaust þing en danskan ís- lending." Þessir dönsku íslendingar hafa nú safnast til feðra sinna, og þarf þjóðin víst ekki að óttast þá framar. En hér fór sem fyrr að í stað þeirra hafa komið sjö andar þeirra þeim verri þar sem eru hinir rússnesku íslendingar, sem við hvert tækifæri á undanförnum styrjaldarárum, hafa sýnt að þeir meta meir vilja og hag Rússa en íslendinga og snúist sem vindhanar á burst við hvern goluþyt eða nýja línu frá Moskva, eins og til dæmis þegar þeir börðust gegn því að Islendingar notuðu hina velborg- uðu vinnu Breta og kölluðu það ganga landráðum næst, enda var þá í gildi griðasáttmáli Stalins og Hitlers og það talið aðeins „smekksatriði“ hvort menn væru kommúnistar eða naz- istar. En þá Hitler rífur griðasáttmálann, snúast rússnesku Islendingamir um leið, svo nú hvetja þeir alla til að vinna fyrir Bandarxkjamenn og þá CHEVROLET 1946 í hinum heimsfrægu verksmiðjum GENERAL MOTORS Corp., sem framleiða CHEVROLET, er nú unnið án af- láts að framleiðslu CHEVROLET 1946. CHEVROLET er traustur. CHEVROLET er sparneytinn. CHEVROLET er ódýr. Ennþá getum við útvegað CHEVROLET, með stuttum fyrirvara, beint frá verksmiðjum General Motors Corp. til þeirra, sem hafa innflutningsleyfi. CHEVROLETSTYLEMASTER kostar hingað kominn, miðað við núverandi útflutnings- verð, dollaragengi og farmgjald, ekki yfir 14.500 ki^ónur. Samband íslenzkra samvinnufélaga »•••••••••••'•••••••••••••••••••••••••( Tvær nýjar Hjariaás-bækur er vinnan, sem áður var „landráða- starf“ orðin að „landvarnarvinnu", og var jafnvel gengið svo langt að Is- lendingar voru hvattir til að segja Þjóðverjum stríð á hendur, enda hafði Stalin þá gefið út þá „línu“. Að vísu voru þssar þjóðir þá að þrotum komn- ar og því lítil hætta fyrir vopnlausa þjóð að koma með rekaspýtu og bera sig mannalega, þetta minnir á atburð frá Sturlungaöld er Gissur Þorvalds- son níddist á hálfdauðum óvini sín- um á Örlygsstöðum. T7N er það nokkuð hættulegra fyrir sjálfstæði íslands, að nú skuli vera hér fjöldi rússneskra Islendinga en þá hér var margt danskra Islend- inga? Til þess að ganga úr skugga um það, er bezt að gera lítilsháttar saman- burð á Dönum og Rússum í garð þeirra þjóða, sem undir þá hafa ver- ið gefnir. Þó Danir væru lengi tregir að viðurkenna rétt íslendinga til sjálf- stæðis, beittu þeir sjaldan ofbeldi eða manndrápum. Fjölnismenn og Jón Sigurðsson, sem dvöldu langdvölum í Danmörk og rituðu þar sínar rögg- samlegu ádeilur á stjóm Dana og báru þar fram hinar skeleggu kröfu íslendinga um sjélfstjóm. — Halda menn virkilega að slikir menn fengju nú að leika lausum hala í Eystra- saltslöndum eða Póllandi? — Nei, þeir mundu vissulega hafa verið tekn- ir „úr umferð.“ annað hvort drepnir eða fluttir í útlegð. Það getur því ekki um „raunalegra ráðlaust þing, en rúss- neskan Islending." Kjósendur! Þið, sem viljið vinna að kosningu Þorsteins M. Jónssonar. komið á kosninga- skrifstofuna og gef- ið upplýsingar. DEANNE DURBIN og LESLIE CHAR- TERIS liinn víðfiægi höfundur DÝR- LINGSINS, hafa í sameiningu skapað cinni skcnuntisögu slíka frægð að fádæmi þykja. Það er sagan Sakamálafréttaritarinn síðasta saga Charteris. Þessi saga fæst nú hjá ölluiii bóksöluin. Lesið hana áður en kvikmyndin kemur. Golfvöllurinn við Akur- eyri getur orðið einn bezti golfvöllur landsins Enskur golfkennari dvelur hér þessa dagana á vegum Golfklúbbs Akureyrar Innan skamms mun hinn nýji golfvöllur Golfklúbbs Akureyr- ar, í Nýrækt, hér ofan við bæinn, verða tekinn í notkun. Skapast Jrá ágæt aðstaða til golfiðkana fyrir bæjarbúa og mun völlur- inn í framtíðinni geta orðið einn hinn bezti á landi hér, að því er kennari kltxbbsins, Mr. Gilbert Treacher skýrði blaðinu frá nú nýlega. Mr. Treacher dvelur hér fram í miðjan mánuðinn og kennir golf. Hann kvað líklegt, að meistaramótið í golf verði háð á hinum nýja velli í sumar. Mundi það verða til þess að örva áhugann fyrir íþróttinni hér um Stjórnarbyltingin í Suður-Ameríku fjórða sagan í sagnaflokknum ÆFINTÝRI DYRLINGSINS, cftir Leslic Charteris. — Þcssar óviðjafnanlegu frásögur um hin furðulegu og ægilega spcnnandi glæfra- æfintýri skartincnnisins SIMONS TEMPL- ARS, hins ógurlcgasta bófaskelfis, skylm- ingasnillings, hnefaleikara og bardaga- hetju. slóðir, en þegar væru hér ýmsir góðir golfleikarar og yfirleitt stæði íþróttin hér á landi ekki langt að baki því sem gerðist í nágrannalöndunum, þar sem golf hefir verið iðkað rniklu leng- ur en hér, og við betri aðstæður. Mr. Treacher lætur mjög vel af dvölinni í bænum og segir áhuga Golfklúbbsmeðlimanna mjög mikinn. Ekið yfir tófu Sá óvenjulegi atburður gerðist á þjóðveginum í Aðaldalshrauni nú fyrir skemmstu, að tófa varð fyrir bíl og drapst. Jón Árnason, bílstjóri í Húsavík, kom á bíl sín- um sunnan veginn. Þegar hann var kominn norðarlega í hraun- ið, tók hann eftir Joví, að tófa hljóp eftir veginum, skammt á undan bílnum. Jón jók hraðann á bílnum og eftir skamma stund ók hann yfir tófuna og varð það hennar síðasta. Hvílið liugann við HJARTAÁS-BÓK

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.