Dagur - 13.06.1946, Síða 4
4
D A G U R
Fimmtudagur 13. júní 1946
Eyfirðingar munu fylgja eftir
samþykktum sínum
þAD er útbreiddur siður á íslandi, eins og ann-
ars staðar í heiminum, þar sem lélagslegt lýð-
ræði er í lieiðri haft, að þegnarnir láti í ljósi álit
sitt á ýmsum þjóðmálum með fundasamþykkt-
um og ályktunum, sem ýmist erti sendar vald-
höfunum, sem leiðbeining um vilja og skilning
kjósendanna, eða birtar í blöðum, til þess að
vekja athygli alls almennings á málunum. Ef
fjöldi þessara ályktana væri einhlítur mælikvarði
á hið félagslega lýðræði, mætti álykta að það
væri vel á vegi statt. Hitt liggur svo fyrir til íhug-
unar fyrir þá menn, sem staðið hala að samþykkt-
tun um ýms efni, að meta hverstt mikil áhrif þeim
hei'ur á þenna hátt tekizt að hafa á ýms þjóðmál,
og hvort um alturför eða framför sé að ræða í því
efni á síðari árum.
^rJSSULEGA er það umhugsunarefni fyrir
þessa menn, að það þykir nú vænieg bardaga-
aðl'erð í stjórnmálunum, að gera lítið úr vilja
landsmanna, eins og hann birtist í einstökum
málum í gegnum fundaályktanir. Sérstaklega ef
samþykktirnar eru gerðar úti um byggðir lands,
í „útskæklunum“ eins og Morgunblaðið hefur
stundum nefnt þetta hérað og nágrenni þess, eða
í Austfirðingafjórðungi, „þar sem vanþekking-
in er mest“, að því sama blað lullyrti fyrir fáum
dögum. Morgunblaðinu og því fólki, er stendur
næst því, þykir það hlálegt, að íbúar þorpa og
sveita þykist geta Jiaft áhrif á framkvæmd mála
frá hendi valdhafanna, með einföldttm funda-
samþykktum. Rökin gegn þessari aðferð eru
tvenns konar: Annað tveggja hafa ályktanirnar
verið „pantaðar“ af andstæðingum í stjórnmál-
um, eða fundargestir vita ekki livað þeir eru að
tala um. „Vanþekkingin" sé á svo háu stigi í
dreifbýlinu.
þESSI víðhorf eru sérstakt íhugunarefni fyrir
Eyfirðinga nú fyrir kosningarnar. Stjórnar-
liðið á þingi hefur nær því einróma hundsað á-
kveðnar samþykktir, er bændur í héraðinu liafa
gert, bæði í einstökum búnaðarfélögum og inn-
an heildarsamtakanna, varðandi hin þýðingar-
mestu mál landbúnaðarins. Efsti maðurinn á
lista Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í Eyja-
f jarðarsýslu hefur rétt upp hendina í hvert sinn
er flokksforyztan kippti í spottann og greitt at-
kvæði með hverju einasta kúgunarákvæði um
málefni bænda, er kjósendur hans hér í sýslunni
hafa verið að mótmæla með samþykktum í fé-
lagssamtökum sínum. Rök stjórnarliðsins l’yrir
því, að snúast þannig gegn vilja bændastéttar-
innar í hennar eigin hagsmunamálum, eru þau,
að bændurnir annað tveggja viti ekki glögg skil
á þeim málum, ér þeir eru að fjalla um, eða að
samþykktir þeirra hafi verið ,,pantaðar“ af and-
stæðingum stjórnarliðsins. Hvað finnst nú þeim
Sjálfstæðisbændum, er að samþykktunum hafa
staðið ásamt stéttarbræðrum sínum í Framsókn-
arflokknum, um þennan málflutning og þá virð-
ingu, sem þeim er sýnd með þessum niðurstöðum
S j á 1 fs tæðisblaðan n a ?
IjAU ER auðséð á framboði Sjálfstæðisflokksins
í sýslunni, að flokksforyztan treystir því, að
þessir bændur séu rígbtindnir í flokknum og þau
bönd séu sterkari en sannfæring þeirra um hags-
Húsameistari ríkisins æskir
leiðréttingar.
Degi heiir borizt brél frá Húsa-
meistara rikisins, þar sem hann æskir
þess eindregið að blaðið ílytji „leið-
réttingu“ við grein sem birtist hér í
blaðinu fyrir skemmstu. Dagur gefur
húsameistaranum orðið:
j BLAÐI yðar hefir nýlega slæSst
" inn mjög ónákvæm frásögn um af-
skipti mín af Akureyrarspítala, og er
helzt að sjá, sem eg eigi að vera
þröskuldur i vegi þeirra, er vilja reisa
sjúkrahúsið. Vil eg biðja blaðið að
flytja eftirfarandi leiðréttingu.
Fyrir nokkrum árum ákvað bæjar-
stjórn Akureyrar að reisa nýtt sjúkra-
hús á gömlu spítalalóðinni, og reisa
strax nokkurn hluta hússins. Eg teikn-
aði þá nýbygginguna, og undu Akur-
eyringar vel við það verk. Eftir nokk-
ur ár vildi bæjarstjórnin fullgera hús-
ið, spítalalæknirinn kom til Reykja-
víkur, og við unnum saman að því
hér, að gera undirbúning hins nýja
sjúkrahúss, sem áð stærð er næst
Landsspitalanum, af almennum
sjúkrahúsum hér á landi.
En þegar þessu verki var lokið af
minni hélfu, afræður bæjarstjórn Ak-
ureyrar að færa hið tilvonandi sjúkra-
hús af gömlu spítalalóðinni, og áetla
því stað allmiklu ofar í brekkunni.
Var þá allri minni vinnu við undir-
búning þessa stóra sjúkrahúss kastað
* á glæ, án þess að eg hefð'i gefið til
þess nokkurt tilefni.
Næst frétti eg á skotspónum að for-
ráðamenn byggingarinnar hefðu i hug
að fá nýjan húsameistara, og senda
hann til útlanda með spítalalæknin-
um, til að undirbúa hið nýja sjúkra-
hús á Akureyri. Stóð í bollalegginum
um þetta efni i nokkra mánuði, en að
lokum varð þó ekkert úr þessari ný-
breytni.
munamál stéttarinnar. Fram-
bjóðandi flokksins muni því
hljóta lylgi þeirra, eftir sem áð-
ur. Þessi fullvissa flokksforyzt-
unnar á nú fyrir höndum ;tð
| Rikisstjórnin sneri sér nú til mín,
og bað mig að teikna Akureyrarspí-
tala enn einu sinni. Byrjaði eg að nýju
að vinna að málinu með spítalalækni,
ýmist í Reykjavik, eða þá á Akureyri,
og höfum við nú lokið okkar hluta af
undirbúningnum.
Til fróðleiks vil eg geta þess, að
' húsameistarastörfin við hinn tilvon-
andi Akureyrarspítala, myndu nema
eftir taxta „Húsameistarafélags ís-
iands“, á annað hundrað þúsund krón-
um.
Eg vænti að þessi skýring nægi til
að sýna að eg hefi ekki tafið endur-
byggingu Akureyrarspitala.
Guðjón Samúelsson".
I
Teikuinganna von með næsta
flugpósti?
þÓTT ÁDEILU Dags væri fyrst og
fremst beint að valdhöfunum í
Reykjavik, sem höfðu neitað spítala-
byggingunni um innflutningsleyfi fyr-
ir byggingarefni, var þess réttilega
getið hér í blaðinu, að byggingin væri
ekki hafin vegna þess, að ennþá stæði
á teikningum. Húsameistarinn upplýs-
ir nú, að undirbúningi sinum vegna
byggingarinnar sé lokið og ber að
fagna því. Hins vegar mun teikningin
1 sjálf ekki hafa borizt hingað ennþá,
en liklega er hennar von með næsta
flugpósti.
|
Nýtt viðliorf.
| ^NNARS lýsir „leiðrétting" húsa-
l meistarans furðulega miklum
ókunnugleika á ýmsum atriðum í
sambandi við hina fyrirhuguðu spí-
talabyggingu. Flestum mun finnast,
að ekki sé að ósekju talað um tafir,
þegar ekki er hafizt handa um bygg-
inguna, þótt nær því ár sé liðið síðan
húsameistarinn benti á byggingar-
^ staðinn. Það var hinn 5. júlí 1945,
'sem húsameistarinn mætti á fundi
með spítalanefnd kaupstaðarins og
benti á staðinn. Hinn 12. júlí 1945
samþykkti bæjarstjórnin fyrir sitt
leyti staðarvalið. Það var siður en svo
að ákvörðunin, sem tekin var fyrir
nær því heilu ári um að breyta um
stað, væri af nokkurri fordild gerð,
ganga undir eldskírn kosning-
anna í mánaðarlokin. Eyfirzkir
bændur Itafa það í hendi sinni,
að fylgja eftir af fullu kappi
þeim samþykktum, er þeir hafa
nær því einhuga gert um mál-
efiii stéttar''sinnar. Þeir hafa aldr-
ei verið eftirbátar annarra um
lélagslegan þroska. Það sannar
öll félagsmálabygging þeirra liér
í Eyjafirði. Það eru því lítil lík-
eins og ætla mætti af „leiðréttingu"
húsameistara. Ákvörðunin spratt blátt
áfram af því, að sjúkrahúsmálið
komst á nýtt stig eftir sigur fjórð-
ungssjúkrahúss hugmyndarinnar
og lagsetningu um það efni snemma
á árinu 1945. Eftir það kom ekki til
mála, að reisa húsið á gamla staðn-
um, af ástæðum, sem öllum bæjar-
búum eru kunnar.
Lítið samband í milli
ráðamanna.
indi til að þeir'falli á þessu próli,
sem I lokksforyztan í Reykjavík
hefir kosið að halda yfir þeim.
Hitt er líklegra, að foryztulið
Sjálfstæðisflokksins komizt að
raun um það, að flokkur, sem í
hinum þýðingarmestu málum
hefir kosið að ganga í berhögg
við bændastéttina í heild, getur
ekki vænzt fylgis bænda, hvar í
llokki sem þeir hafa áður staðið.
Ityfirðingar munu fylgja fast eft-
ir samþykktum sínum í landbún- ;
aðarmálunum, og gefa stjénnar- 1
flokkunum þá áminningu er
mun endast þeim út kjörtímabil-
ið: Þeir munu fylkja sér um
frambjóðendur Eramsóknar-
flokksinsogstefnu þeirra manna,
í landbúnaðarmálum, er þeir ■
hala valið til foryztu. Á þann :
eina hátt geta þeir tryggt það, að
hið félagslega lýðræði bænda- :
stéttarinnar sé í heiðri haft og
þeir sjálfir ráði framkvæmd i
sinna eigin mála.
jþAÐ ERU nýjar upplýsingar, að
„forráðamenn byggingarinnar
hefðu í huga að fá nýjan húsameist-
ara, og senda hann til útlanda með
spítalalækninum". Um þetta efni
munu fundargerðir byggingarnefndar
sjúkrahússins órækasta sönnunar-
gagnið. Þar segir um þetta: „Hinn 12.
desember 1945 komu fram tilmæli
frá heilbrigðismálaráðherra, að bygg-
inganefnd sjúkrahússins sendi yfir-
lækninn, Guðmund Karl Pétursson,
til Svíþjóðar ásamt arkitekt sem ríkið
sendi og varð nefndin strax við þess-
ari beiðni. Sendi hún síðan eftirfar-
andi símskeyti til heilbrigðismálaráð-
herrans:
„Bygginganefnd sjúkrahússins á
Akureyri samþykkir uppástungu
yðar um að hún sendi yfirlækni
Guðm. Karl Pétursson ásamt arki-
tekt, er ríkisstjórnin eða húsa-
meistari ríkisins sendir, til Sví-
þjóðar, til að kynna sér byggingu
og útbúnað nýtizku sjúkrahúsa og
undirbúa um leið uppdrætti að
byggingu sjúkrahússins hér. Bygg-
inganefndin leggur áherzlu á, að
ferðalag þetta verið farið strax úr
(Framhald á 8. síðu).
M'atreiðsla:
Samanlagt brauð
(Sandwiches).
LAGKAKA.
Lagkaka sú, er hér er gefin uppskrift af, er ekki
hin venjidega bakaða lagkaka, með sultu á milli,
heldur ein tegund af samanlögðu brauði, sem
fljótt á litið lítur út eins og terta. Samanlagt
brauð þykir mjög lystugt með kalfi og tei og má
útbúa það á marga vegu og gefa því mismunandi
bragð með áleggi því sem fyrir hendi er og lagt er
á milli brauðsneiðanna, sem hafðar eru tvær eða
fleiri eftir hentugleikum. „I.agkakan" er búin til
á eftirfarandi hátt:
Bezt er að hafa hveitibrauð, sem bakað er
í aflöngu móti og er brauðið ekki haft alveg ný-
bakað. Brauðið er skorið lansjsum í sneiðar, svo
þykkar, að þær tolli vel saman. Verða þær að vera
sem jafnastar á þykkt, og skorpan er skorin al'.
Bezt er að leggja ekki nema þrjár sneiðar saman.
Sneiðin, sem neðst á að liggja, er smurð öðrum
megin. Ergott að hræra sinnepi eða tómatþykkni
saman við smjörið. Síðan má leggja margs konar
álegg ofan á, t. d. annað lagið egg, söxuð eða
hrærð, og liitt lagið reykt kjöt, svína- eða hangi-
kjöt eða reykt pylsa, sem einnig er smátt saxað.
Þegar búið er að legja olan á fyrstu sneið-
ina, er næsta sneið smurð, hvolft ofan á og
einnig sniurð á þeirri hliðinni, sem snýr upp.
Eitthvert álegg lagt þar ofan á. Síðan þriðja
sneiðin smurð öðrum megin og lögð ofan á og
ósmurða hliðin látin snúa upp. Þá er blautu
stykki vafið utan um brauðið, farg látið ofan á,
til þess að pressa það saman og látið bíða, helzt
þrjá til fjóra klukkutíma. Skorið varlega þvers-
um, í ekki mjög þunnar sneiðar, raðað á aflangt
fat í eina röð, og er fallegt að láta svolítið af sax-
aði i steinselju ofan á.
Vegið án vogar
Hér er tafla yfir þunga nokkurra tegunda mat-
mæla í grömmum miðað við líter, /> líter, 1 desi-
líter og eina matskeið:
Matvæli 1 1. Vi i. I dl. 1 matsk
Hafram jöl 340 175 35 5
Hveit i 470 220 41 6
Kaffi 36 . 4,5
Kartöflumjöl 650 330 64 8
Salt, gróft 1150 575 112 14
Salt, fínt 975 475 93 12
Smjör 89 11
Smjör, bráðið 91 14
Sykur H00 405 80 9
Te 27 4
HÚSRÁÐ.
Rúskinnsskó er bezt að hreinsa með mjúkum
bursta eða línum sandpappír. Rúskinn verður og
fallegt, el' því et haldið yfir gufu.
*
Emaillevask, sem ,ekki er hægt að fá fallegan
með ræstidufti, má hreinsa með sítronsýru, er
leyst sé upp í sjóðandi vatni.
*
Vaxblettum er hægast að ná úr á þann liátt að
fyrst er vaxið skafið varlega burt, þerriblað látið
undir og ofan á blettinn og síðan strokið ylir með
heitu straujárni, unz lilaðið hefir dregið I sig
vaxið. i
— Hver var árangurinn, er þú talaðir við kon-
úna þína um að fara að spara?
— Eg varð.að hætta að reykja.
*
Ef kona segir við mann: Þú varst hrífandi í
kvöld, eg var stolt af þér, ljómar hann af ánægju
yfir því að hafa verið öðrum til slíkrar gleði!
1
(Myrtle Reed).