Dagur - 13.06.1946, Blaðsíða 6

Dagur - 13.06.1946, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 13. júní 1946 CLAUDÍA SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSE FRANKEN l----‘ ■■ 4. dagur (Framhald). músík-unnendur og létu sig aldrei vanta á útihljómleika á sumrin. „Það er gott að við erum ekki þýzk,“ sagði Claudía, þegar þau gengu út á götuna. „Hver vildirðu vera ef þú værir ekki maðurinn: minn?“ „Enginn," svaraði Davíð ákveðinn. Kvikmyndin var skemmtileg og það var engin leiðinleg auka- mynd, hvorki um ferðalög né uppeldismál. „Ertu ekki ánægður yfir því að við skyldum fara?“ spurði Claudía og þrýsti handleggn- um á honum að sér. Hann galt í sömu mynt. Á leiðinni heim kom Davíð við í apóteksbúðinni. „Hvað ætlarðu að kau]oa?‘ ‘spurði Claudía. „O, ekkert,“ svaraði hann vandrðæalega, en því næst gekk hann að afgreiðsluborðinu og talaði í hálfum hljóðum við afgreiðslu- manninn. Claudía gekk um búðina, en gat ekki komið auga á rfeitt, sem hana langaði til að kaupa. Hún klifraði upp í háan stól við af- greiðsluborðið. „Hver er munurinn á litlum og stórum skammti af rjómaís?' ‘spurði hún afgreiðslumanninn. Afgreiðslumaðurinn sagði að tvöfaldi skammturinn væri helm- ingi stærri og þar að auki fylgdu honum saxaðar hnetur og eitt, blóðrautt kirsuber. „Eg ætla að fá stór-an skammt,“ sagði hún við Davíð, þegar hann kom til hennar. Dávíð varð hálf vandræðalegur. Hann langaði aug- sýnilega ekkert í rjómaís. „Fáðu þér eitthvað til samlætis," sagði hún, og til þess að þóknast henni pantaði hann sítronvatn. Annars var hann ennþá vel saddur eftir kvöldverðinn heima. „Þú skalt ekki verða hissa þótt eg kaupi mér heila krukku af svona kirsuberjum á morgun,“ sagði Claudía um leið og þau komu út á götuna. Davíð spilaði eina plötu úr „Tristan og Isold“ á meðan þau voru að hátta og það róaði samvizku þeirra talsvert. „Fyrst við erum svona hamingjusöm á hálfs-árs afmælinu," sagði Claudía, syfjulega, þegar þau voru komin ofan undir, „hvernig heldurðu þá að það verði á ársafmælinu?“ Þau voru ennþá í faðmlögum um morguninn þegar þau vökn- . uðu. „Hvernig getur það verið,“ spurði hún undrandi, „að eg er hrifn- ari af þér en nokkurn tíma áður?“ Þetta gaf Davíð tækifæri til þess að skýra fyrir henni muninn á hreinni ást og hinni tegundinni. Hún hlustaði með mikilli athygli á allt, sem hann hafði að segja, og það var með erfiðismunum að hún hafði sig út úr rúminu, en hún mátti ekki tefja lengur því að hún var búin að ráðgera alveg sérstaklega næringarmikinn morg- unverð handa honum. „Þú getur sagt mér meira um þetta í kvöld,“ sagði hún um leið og hún settist framan á rúmið. „Hvað liggur þér á?“ Hún var leyndardómsfull á svipinn. „Bíddu og sjáðu,“ sagði hún og vatt sér fram fyrir. Þegar hann kom fram í eldhúsið voru fjórar, þykkar pönnukök- ur með sultu rjúkandi á diski á borðinu. „Ætlarðu mér þetta?“ „Hverjum öðrum skyldi eg ætla þær?“ svaraði hún, hnakkakert. „Finnst þér þær ekki girnilegar?" „Mjög svo,“ svaraði hann ákveðinn á svip, „á öllum öðrum tím- um en á morgnana. Eg borða ristaða brauðsneið með morgunkaff- inu og ekkert þar fram yfir.“ „Það nær ekki nokkurri átt. Það er enginn matur fyrir svangan maga.“ Hún setti pönnukökurnar fyrir framan hann. Einkennilegur, kaldur hrollur gekk ofan eftir bakinu á Davíð. Honum fannst hún breytast fyrir augunum á honum og eitt andar- tak sá hann lifandi eftirmynd móður hennar fyrir framan sig. Da- víð þótti vænt um tengdamóður sína. Hún var léttlynd og ekkert smásmuguleg í sér, en það var langt síðan Davíð hafði uppgötvað tvennt í fari hennar, sem var ólæknandi: sjúkdómahræðsla og ofsa- trú á heilbrigðu mataræði, sem hún kallaði svo. Hún var alltaf áhyggjufull um heilsu kunningja sinna og ættingja. Lítil matarlyst eða óstundvísi á matmálstímum voru í augum hennar stóralvarleg- ir atÞurðir. „Hvernig geturðu búizt við að halda heilsu ef þú borðar ekki, maður.“ Davíð varð aftur hugsað til Claudíu og örvænting greip um sig í huga hans. (Framhald). D A G U R ÍWKHKHKHKHKttK«KBKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKtíl/í Gúmmí til að líma ofan á stígvél, fyrirliggjandi Skóbúð IÍEA ÍÍKHKHKHKHKHKBKttKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHK Telpubuxur á aðeins kr. 5.50 1» ’Jr | Kaupfélag Eyfirðinga I Vefnaðarvörudeild. t HKHKHKHKKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHSím Sement NÝJA-BÍÓ Miðvikudags- og Fimmtudagskvöld kl. 9: Bataan endurheimt Föstudagskvöld kl. 9: Jane Eyre Laugardag kl. 6: Stjörnufræði og ást Laugardagskvöld kl. 9: Hvílíkur kvenmaður Sunnudag kl. 3: Hvílíkur kvenmaður Sunnudag kl. 5: Stjörnufræði og ást Sunnudagskvöld kl. 9: Bataan endurheimt fyrirliggjandi Kaupfélag Eyfirðinga Byggingarvörudeild. «WKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHWHKHKHKHKHKHWHKHKHKHK«HKHK KHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHK HÉRAÐSHÁTÍÐ I FRAMSÓKNARFÉLACANNA , á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu, verður haldin að Hrafnagili n. k. sunnudag, og hefst kl. 3 síðdegis. Dagskrá: Ræður: Bernharð Stefánsson, dr. Kristirin Guðmundsson og Þorsteinn M. Jónsson. Söngur: Smára-kvartettinn. Lúðrasveit Akureyrar leikur. Stjórnandi Ás- kell Jónsson. Dans. Merki verða seld á hátíðasvæðinu. — Sætaferðir verða frá báðum bifreiðastöðvum bæjarins. — Framsóknarmenn! Fjölmennið á sumarhátíðina. Stjórnir félaganna ‘^KHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKH BKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKil Bifreiðaeigendur! Vátryggið bifreiðir yðar hjá SJÓVÁTRYGGINGARFÉL. ÍSLANDS H.F. | Bifreiðadeiid Einkaumboðsmaður á Akureyri og i Eyjafjarðarsýslu: Guðmundur Pétursson, útgerðarm. Brekkugötu 27 A — Sími 93 WíKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKK Tekex í pökkum Mariekex Matarkex Hrökkbrauð Þurrk. Laukur KEA Nýlenduvörud. og útihú Hús á Akureyri með stórri eignarlóð, fæst í skiptum fyrir húseign með erfðafestulandi í Glerár- þorpi. — Afgr. vísar á. Vantar góða stúlku í vist. Má hafa með sér barn. Getur fengið tveggja tíma frí á dag. Upplýsingar í síma 293. Matsvein vantar á 95 tonna síldveiði- skip. — Afgr. vísar á. Kosningaskrifstofa F ramsóknarf lokksins á Akureyri er opin alla virka daga. — Sími 53.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.