Dagur - 25.06.1946, Blaðsíða 2
2
D A G U R
Þriðjudagur 25. júní 1946
»Ævintýri« í austri og^vestri®
pYRIR NOKKRUM dögum gerði útvarpið
verðbólguna í Ungverjalandi að umtalsefni
og sagði að hún væri orðin ævintýraleg. Urn sama
leyti var skýrt frá því í innlendum íréttum, að
innstæður Íslendinga erlendis hefðu minnkað
verulega í sl. mánuði, seðlaveltan innanlands
hefði aukist, og ennþá hefði miðað um fimm
þrep upp eftir vfsitölustiganum. Þessari frásögn
fylgdu engar hugleiðingar um „ævintýri" og
hefði þó verið ástæða til þess. Það hefir löngum
þótt ævintýralegt, þegar ungum mönnurn, sem
ldotið hafa í arf fjársjóði, er atorkusamir foreldr-
ar hafa sparað saman á langri ævi, tekst að korna
þeirn í lóg á skömmum tíma, án þess að nokkur
veruleg verksummerki sjáist. Þessi dæmi eru til,
um Jtau er talað, en fæstir benda á þau til eftir-
breytni.
J^ÚVERANDI ríkisstjórn er eins farið og ung-
um manni, sem fær í arf gilda sjóði og gullin
tækifæri. Með dugnaði, hagsýni og sparsemi hafi
íslendingum tekist að gera stórfellt átak til aukn-
ingar framleiðslutækjanna á árunum fyrir stríð-
ið. íslendingar voru vel við búnir, að grípa hið
mikla tækifæri til þess að skapa efnalega sjálf-
stætt þjóðfélag og þeirn tókst það. Þegar núver-
andi ríkisstjórn tók við völdum, átti þjóðin 600
milljónir króna í erlendum bönkum. Gjaldeyris-
tekjur þjóðarinnar í tíð stjórnarinnar munu
nema um 470 millj. kr. Alls hefir því stjórnin
haft nokkuð yfir 1000 rnillj. kr. til ráðstölunar.
Hvernig hefir svo stjórninni tekist að varðveita
og ávaxta þessar gífurlegu fjárhæðir? í stuttu
máli þannig, að þegar frá eru taldar þær upp-
hæðir, sem lagðar voru til hliðar á svonefndan
nýbyggingarreikning, eru innstæðurnar nær því
til þurrðar gengnar. Eyðsluhraðinn er í fyllsta
máta ævintýralegur. Mánuð eftir mánuð leyfa
stjórnarvöldin heildsölum og gróðabrallsmönn-
um höfuðstaðarins að sóa dollurum - dýrmætasta
gjaldeyrinum — í lúxusferðalög, innkaup hvers
konar glysvarnings og jafnvel í yfirfærslur, senr
nema hundruðum þtisunda, til einstakra venzla-
menna. Hvergi í Evrópu hefir verið farið jafn gá-
lauslega með dollarainnstæður á liðnum mánuð-
um og hér á íslandi. Á sama tíma og varasjóðum
þjóðfélagsins er eytt og sóað á þennan hátt, eykst.
seðlaveltan innanlands, dýrtíðarvísitalan hækk-
ar, framleiðslukostnaðurinn vex og hin gífurlegu
útgjöld ríkissjóðsins minna á kvikasilfurssúlu í
hitamæli í breiskju sólskini. Súlan stígur jafnt og
þétt.
CTJÓRNARLIÐAR trúa því, að fjárhagslegt
velgengissólskin stríðsáranna verði ævarandi,
eins og nýríkur unglingur heldur að byrjunar-
gæfa hans við fjárhættuspilin sé öruggur grund-
völlur til þess að ávaxta fjármuni sína. Sagan
geymir margar sorglegar minningar um slíka
unglingar, sem hafa á einni nóttu hrapað af turni
allsnægta og framavona, í hyldýpi ráðleysis og ör-
væntingar. Ríkisstjórnin leikur hlutverk hins
framgjarna, nýríka unglings. Hún eys fé á báða
bóga og teflir á yztu mörk gæfunnar um meðferð
þjóðarauðsins. Ef þannig verður haldið áfram að
sóa erlendum innstæðum að þarflausu, auka
seðlaveltuna og klifra upp Jakobsstiga dýrtíðar-
innar, getur sú ráðsmennska ekki haft nema ein-
ar, augljósar afleiðingar.
ÝSLENDINGAR hafa ekki hingað til litið upp
til þeirra manna, sem með ráðleysi og gáleysi
„Borgaralegt“ glingur.
gÚ ÖLD er nú liðin, í bráðina a. m.
k., að kommúnistar telji vænlega
pólitíska bardagaaðferð, að hampa
rauðum fánum og rauðum lit á sam-
komustöðum sínum eða pólitískum
blöðum og ritlingum. Nú eru þeir
fyrstir manna til þess að taka ofan,
þegar þjóðsöngurinn er leikinn, enda
heita þeir nú sósíalistar. Á meðan
kommúnistanairúð þótti fínt, var líka
fínt að troða húfunni niður fyrir eyru
þegar þjóðsöngurinn var leikinn. Virð-
ing fyrir ættjörðinni og táknmyndum
hennar var þá fánýtt, borgaralegt
glingur.
Hræddir við rauða litinn.
jyjEÐAN kommúnistar höfðu bylt-
inguna á prentuðum flokks-
stefnuskrám sínum þótti sjálfsagt, að
ritlingar þeirra tjölduðu sem mest hin-
um blóðrauða lit, eða hamar og sigð
skrýddu kápuna. Þessi tákn stórveld-
isins í austri eru nú horfin af öllum
pésum og blöðum kommúnista. Þeir
eru nefnilega orðnir sósíalistar og
hafa ekkert samband við Moskvu, að
því er þeir sjálfir segja. Þeir eru bara
þjóðlegur, íslenzkur flokkur, forverðir
í sjálfstæðisbaráttunni, þjóðlegasti
stjórnmálaflokkur landsins.
Liturinn á samvizku Sameining-
arl'lokks alþýðu — Sósíalista-
flokksins.
pYRIR nokkrum árum gáfu komm-
únistar út heilt safn áróðurs-
bæklinga fyrir kosningar. Þeir voru
rauðir í bak og fyrir. Þessa dagana
eru þeir að dreifa þremur trúboðsrit-
um um landið, sem öll eiga að sanna
þjóðhollustu og ágæti úlfsins undir
sauðargærunni. Það er auðséð, að það
er allt annar flokkur en gamli komm-
únistaflokkurinn, sem stendur að
þessu útgáfufyrirtæki. Enginn hamar,
engin sigð og hvergi örlar á rauðan lit.
Nú er það blátt og hvítt. Blátt eins og
íslenzk heiðríkja og hvítt eins og sam-
vizka Sameiningarflokks alþýðu —
Sósialistaflokksins.
Þegar lokið lyftist.
jþANNIG er kápan, umbúðirnar, ytra
borðið sem snýr að fólkinu fyrir
kosningarnar. En svo er það innihald-
ið. Einhvern tíman var sagt, þegar fé-
lagi Stalin lagði Alþjóðasamband
kommúnista niður, með einum penna-
drætti, til þess að dubba upp á vin-
áttuna við vestrænu lýðræðisríkin,
þegar styrjöldin stóð sem hæst, að
það undarlega við jarðarför hinnar
kommúnistisku fimmtu herdeildar
væri það, að lokið á kistunni væri
farið að lyftast áður en búið væri að
kasta rekunum. Útibúið á íslandi er
ekki lengur deild í alþjóðasambandi
kommúnista, eins og um eitt skeið var
prentað skýru letri á hausinn á mál-
gögnum flokksins. Nei, ónei. Alþjóða-
sambandið er ekki lengur til. Hvernig
ættu þeir að láta stjórnast af aðila
sem er dáinn og grafinn fyrir einum
þremur árum? Slíku sambandi er víst
áreiðanlega ekki að heilsa, enda er np
kominn blér litur í staðinn fyrir rauð-
an á andans afrek kommúnistanna —
á umbúðirnar. En við vorum að tala
um innihaldið. Einhverjum kynni að
finnast við lesturinn, að ofurlítil
hreyfing væri komin á lokið, að þótt
hið brottkvadda alþjóðasamband sé
haglega hulið með fallegum yfirlýs-
ingum um framfaravilja, lýðræðis- og
ættjarðarást, sé eitthvað kvikt þar
undir niðri, sjáist jafnvel bregða fyrir
hárbeittri sigð og þungum hamri,
þeim hinum sama sem nú ógnar
heimsfriðnum og mylur mélinu
smærra allar tilraunir smáþjóðanna í
austan verðri Evrópu til þess að upp-
skera sjálfstæði og fullveldi upp úr
hinum blóði drifna orrustuvelli heims-
styrjaldarinnar.
B
Osigur stjórnarstefnunnar er
ósigur kommúnista.
ÆKLINGAR kommúnista eru fall-
egir að utan. Bláir og hvítir, sak-
leysislegir framfaravinir og unnend-
ur lýðræðisins. En á bak við kápuna
ólgar hin rauða byltingastefna og þar
ógnar reiddur hnefi — hið táknræna
og auðskilda einkenni hinnar komm-
únistisku fimmtu herdeildar um lönd
öll. Um gjörvalla Evrópu, þar sem
lýðfrelsi ennþá ríkir, hafa kommún-
istarnir leikið sama leikinn og nú er
settur á svið hér. Þeir hafa galað
margt fagurt um þjóðhollustu og
verndun landsréttinda, lýðræði og
baráttu við ofbeldisöflin. En reyndin
hefir orðið sú, að þótt þeim tækist að
blekkja marga á fyrstu dögum hins
nýja, veika og valta friðar, hafa nú
orðið algjör þáttaskipti. Kosningasigr-
ar þeirra voru með mestum glæsibrag
fyrst. Siðan hefir smádregið af þeim,
unz nú er svo komið, að kommúnista-
flokkarnir eru alls staðar i hrörnun.
Fólkið hefir séð kistulokið hreyfast
og ófreskju kommúnistasambandsins,
sem stjórnað er frá Moskvu, gægjast
út undan lokinu. Og þótt kommúnist-
ar máli það með öllum litum, nema
rauðu, tekst þeim ekki að dylja ásýnd
þess lengur. Og þannig mun einnig
fara hér. Uppgangstimi hinnar erlendu
i stefnu er liðinn. I fýrstu kosningum
hins islenzka lýðveldis fylkja öll
j þjóðholl öfl liði til þess að forða þjóð-
j inni frá ógæfu erlendrar íhlutunar um
málefni sín. Til þess er ekki nóg að
gera kosningaósigur kommúnistanna
sjálfra sem mestan. Það þarf líka að
hnekkja þeim öflum, sem hafa leitt þá
í stjórnarherbúðirnar. Það þarf að
'fella þá þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins, sem hafa gert kommúnista að
^ sterkasta aðilanum í ríkisstjórn lands-
( ins. Osigur stjórnarstetnunnar er ósig-
(ur kommúnistaflokksins. Að því marki
ber að keppa.
haf sóað og eytt fjármunum
feðra sinna. Hin austræna áróð-
urstækni hefir þá náð meiri
áhrifum á íslandi en æskilegt er,
ef hægt er með blaðaáróðri að
telja miklum hluta þjóðarinnar
trú um, að dugnaður við að eyða
og sóa sé sama og fyrirhyggja,
ráðdeild og vel skipulagðar fram-
kvæmdir. Áróðurstæki stjórnar-
liðsins flytja þjóðinni fregnir um
ævintýralegar afleiðingar dýrtíð-
ar í landi, þar sem áhrif komm-
únista eru algjör. Hér heima er
forðast að minnast á „ævintýri"
þótt stefnt sé hröðum skrefum út
í sömu ógönguna undir komm-
únistiskri liandleiðslu. Hér á
a 111 að vera á framfara og ,,ný-
sk()punar“hraut, mitt í vaxandi
dýrtíð, minnkandi innstæðum og
aukinni seðlaveltu. Raunsæir
borgarar sjá fyrir sögulokin á
hinu austurlenzka ævintýri Ólafs
Thors. Það er þeirra verk, sem
sjá, að breyta þeim hluta æv-
intýrisins, sem ennþá er ósagður.
Það er hægt að gera það með því
að velta Ólafi Thoi 's og þeim
þingmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins, sem styðja samstarf við
kommúnista, úr sessi þulsins,
bannig að þeir ráði ekki því,
hvernig niðurlag ævintýrisins
verður. Það er liægt, ef Jijóðholl
og umbótasinnuð öll Jijóðfélags-
ins taka höndum saman á sunnu-
daginn kemur.
X Þorsteinn M. Jónsson
ERLEND TIÐINDI:
London, 15. jiiní.
j Uppeldisaðferðir kommúnista. Brezku blöðin
hafa nýlega skýrt frá Jrví, hvernig kommúnistar
liafa tekið upp þráðinn í uppeldi æskulýðsins í
Þýzkalandi, þar sem nazistar urðu frá að hverfa.
Hinn 11. ]). m. birti stórblaðið News Chronicle
grein el'tir fréttaritara sinn í Berlín. Þar segir
svo:
Á meðan Baldur von Schirach, fyrrverandi
æskulýðsleiðtogi Hitlers, stóð frammi fyrir dóm-
urunum í Núrnberg, hófst fyrsta þing „frjálsrar,
þýzkrar æsku“ í Brandenburg. Brandenburg er á
liei námssvæði Rússa. Flestir fulltrúanna á þingi
þessu voru frá þessum hluta Þýzkalands og þingið
var haldið undir verndarvæng rússnesku her-
namsstjornarinnar. Fulltrúi hennar, Tolpanov
offursti, ávarpaði þingheim og lagði áherzlu á, að
Jrýzk æska yrði umfram allt annað að ástunda að
tileinka sér „glæsilegustu menningu veraldarinn-
ar — menningu Sovétríkjanna." Þannig vinna
kommúnistar að því, að beina æskulýðsfylking-
um Baldurs von Schirachs, sem táldregnar voru
af einfæðishreyfingu Hitlers, inn á braut hins
austurlenzka einræðis.
| Faðmlög í Iluenos Aires. Til skamms tíma liafa
j kommúnistablöðin um heim allan talið það
■ nterki um fasistiskar tilhneigingar lýðræðisstjórn-
1 anna í vestri, að þær hafa haft stjórnmálasam-
band við Spán og Argentínu. Þegar Argentína
( sótti um upptöku í Þjóðabandalagið nýja, beittu
( Rússar sér ákaft gegn því, og kommúnistablöðin
um heim allan fluttu greinar um hættuna af fas-
' ismanum í Argentínu. Þessi áróður gegn Argen-
j tínu er nú horfinn úr kommúnistablöðunum fyr-
ir nokkru. Ástæðan er sú, að sjálf Sovétríkin hafa
tekið upp stjórnmálasamband við Argentínu.
Þess vegna er ekki tiihlýðilegt að tala lengur um
fasisma |)ar, eða fasistavináttu þeiira ríkja, sem
líka liafa stjórnmálasamband við landið. Blöð um
h'eim allan liafa birt frásagnir af Jiví, ])egar Peron
oflursti, fasistaleiðtoginn argentíski og núverandi
forseti landsins, og sendiherra Sovétríkjanna,
skiptust á brúðurlegum kveðjum og fullvissuðu
hvorn annan uni ævarandi vináttu landa sinna.
Að lokrium Jiessum ræðuhöldum proletarans og
fasistaleiðtogans varð innileikinn svo mikill, að
Jreir kysstust.
Leyndardómar í austri. Síðan stríðinu lauk hafa
stjórnmálamenn um heim allan brotið heilann
um Jtað, hvað hali orðið um Kwantungherinn
japanska, sem átti að verja Mansjúríu og var sagð-
ur hafa barizt við Rússa í J)á níu daga, sem stríð
Jjeirra við Japani stóð yfir. Þessi var bezti her Jap-
ana og hann taldi heila milljón manna eða meira.
Þrátt fyrir herstjórnartilkynningar Rússa á sinni
tíð, var augi jóst, að her þessi gafst. upp svo að
segja bardagalaust ,en síðan hefir ekkert til hans
spurst. Bandaríkjamenn hafa afvopnað japanska
heri á sínum yfirráðasvæðum og sent hermennina
heim til Japan. Úr Kwantung-hernum hefir eng-
inn komið heim. Þeir voru horfnir, eins og jörðin
hefði gleypt þá. Hulunni er nú svift frá. Brezkir
blaðamenn, sem áður liöfðu bent á, að þrátt fyrir
stríðsyfirlýsing Rússa hefði rússneski sendiherr-
ann í Tokyo setið kyrr og haft fullt samband við
Moskvu, hafa nú Ijóstað upp, að gjörvallur
Kwantungherinn sé í Síberíu, undir handleiðslu
Rússa. Þangað var hann fluttur með fullum út-
búnaði. Þessir sömu blaðamenn telja, að dvöl
rússneska sendiherrans í Tokyo, eftir stríðsyfir-
lýsinguna, og flutningur hersins sýni og sanni, að
leynisamningur hafi verið gerður í milli Sovét-
stjórnaj'innar og Japana, áður en uppgjöfin fór
fram. Hvað sem því líður, er augljóst af fregnum-
Jressara blaðamanna, að þessi stóri og vel skipu-
lagði her, er nú orðinn rússneskt tæki, líklega
geymdur austur þar til þess að standa vörð um
„Iriðarvil ja“ ýaldhafanna í Kreml. ,
Daily Herald svarar Rússum. Það hefir vakið
athygli í London, að skömmu áður en síðari Par-
ísarfundurinn hófst, byrjaði áróðursherferð gegn
Bretum í rússneskum blöðum og útvarpi, og í
kjölfar þessa konm kommúnistablöðin um allar
jarðir með andbrezkan áróður. Rússar kenna
Bretum um að fyrri Parísarfundurinn fór út um
þúfur og segja þá hafa reynt að þröngva vilja sírl-
um upp á Rússa.
(Framhald á 4. síðu).