Dagur - 25.06.1946, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. júní 1946
DAGUR
3
Hngurinn reikar viÖa
Fyrirmyndin er rússnesk.
Síðan núverandi samsteypu-
stjórn íhalds, konnna og krata
var mynduð, liafa í sífellu heyrzt
háværar raddir frá foringjum
stjórnarflokkanna um það, að
stjórnarandstaðan eða gagnrýni
á stefnu og verk stjórnarinnar
stappaði nærri því að vera land-
ráð og væri þess vegna hegning-
arverð. Einkum hefir kveðið að
þessari kenningu í málgögnum
Sjálfstaéðisflokksins og þá fyrst
og fremst í Morgunblaðinu. Þar
hafa jafnvel komið fram hótanir
um það, að þau kjördæmi, sem
að þessu sinni kysu stjórnarand-
stæðinga á þing, myndu fá að
kenna á því síðar á þann veg, að
þau yrðu gerð að olnbogabörn-
um stjórnarinnar, og „nýsköp-
un“ hennar yrði ekki látin ná til
þeirra. Á þenna hátt á að hræða
stjórnarandstæðigna til undir-
gel'ni við valdhafana. Með hót-
unum um refsiaðgerðir á að
reyna að bæla niður hvers konar
gagnrýni á „fjárglæfrastefnu"
ríkisstjórnarinnar.
Ekki þarf að ganga í neinar
grafgötur til þess að finna lyrir-
myndina að þessum refsiaðgerða-
hugmyndum stjórnarliða. Hún
er sótt beina leið til stjórnarfars-
ins í Rússlandi, þar sem komm-
únistaflokkurinn einn er leyfður
og skoðana-, rit- og málfrelsi er
drepið niður nteð a'lls konar kúg-
unaraðferðum, fangelsi, mis-
þyrmingum og dauða, og allir
rígfjötraðir við vilja fámennrar
yfirráðaklíku. Þarf þá ekki að
því að spyrja, hvaðan aldan er
runnin hér á landi. Hún hefir
upptök sín í stjórnarsamvinn-
unni með 5. herdeild Stalins,
sem Ólafur Thors og hans fylgi-
fiskar hafa stofnað til og við-
halda, meðan þjóðin ekki hrind-
ir þeim úr valdastólunum.
Kosningarnar, sem nú fara í
hönd, snúast því m. a. um, livort
innleiða eigi hér rússneskt
stjórnarfar eða kveða það niður.
Fjárglæfrastefnan.
Blöð stjórnarflokkanna hæla
ráðherrum sínum fyrir gætni og
hyggindi í fjármálum. En hvern-
ig konra fjármálahyggindi þeirra
fram?
Þegar núverandi ríkisstjórn
settist að völdum, tókhúnviðöOO
milj. kr. í erlendum gjaldeyri.
Þar við bætast svo 470 milj. kr. í
gjaldeyristekjum þjóðarinnar
þann tíma, sem stjórnin hefir set-
ið við völd. Þessi rúmlega þrjú
missiri hefir stjórnin því haft
nokkuð yfir 1000 milj. kr. úr að
moða. Þetta er sVimhá upphæð
fyrir okkur íslendinga og skiptir
miklu máli hvernig með er farið
fyrir langa framtíð þjóðarinnar.
Þessar feikilegu gjaldeyrisinn
stæður og gjaldeyristekjur er nú
stjórnin á góðum vegi með að
éta upp til agna. Að vísu hefir að
I íkindum 1/4 upphæðarinnar
verið varið til kaupa á svonefnd-
um nýbyggingarvörum, en hin
gífurlega gjaldeyriseyðsla stafai
þó að miklu leyti af kapphlaupi
heildsalanna um síaukinn inn
flutning miður þarflegra vara
en sem gefa þeim mikinn gróða
Þegar líður að kosningum taka
blöð verkalýðsflokkanna að
barma sér yfir óhóflega nriklum
gróða heildsalanna, til þess að
róa óánægða flokksmenn sína.
Tekjur ríkissjóðs náinu 163
milj. kr. á síðastl. ári og hurfu
llar í eyðsluhítina. Fjárlög þessa
irs voru afgreidd með 17 milj
kr. tekjuhalla, en jafnframt sam-
rykkti síðasta þing 200 milj. kr.
ántökuheimild ríkissjóði til
handa og auk þess 200 milj. kr.
4 by rgðarh e i m i Ida.
Þegar á alla þessa fjármála-
óreiðu er litið, sem allir stjórn-
rrflokkarnir eiga sök á, þarf eng-
an að undra, þó að Jón Blöndal
gfræðingur gæti ekki orða
bundizt um fjárplógsstefnu ríkis-
stjórnarinnar.
Tilboðið.
Kommúnistar bjóða Sjálfstæð-
is- og Aljrýðuflokknum upp á
áframhaldandi stjórnarsamvinnu
eftir kosningarnar og ætlast til
að um það verði gerðir samning-
ar nú þegar fyrir kosningar. Al-
pýðublaðið tekur tilboðinu með
gráglettu og vill að beðið sé með
ákvörðun unr Jretta efni fram yf-
ir kosningar og sjá fyrst hvernig
úrslit þeina kunna að veiða. —
Tæplega mun þó Alþýðuflokk-
urinn vera svo vonlaus um fylgi
við stjóinaiflokkana, að þeir
samanlagðir verði í minnihluta
i Aljhngi, svo að frá því sjónai'-
miði ætti að vera hægt að gera
samninga strax. Hitt mun ráða,
að Alþýðuflokkurinn vill ekkert
láta uppi um það fyrir kosningar
hvort hann muni fáanlegur til
stjórnarsamstarfs með vikapilt-
um Moskvavaldsins. Við skulum
svo sjá til eftir kosningar!
Ólafur Thors hefir svarað til-
boði kommúnista með breiðu
brosi. Hann segist telja það
„sjálfsagt“, að kommúnistar
verði í stjórn með sér, þangað til
nýsköpuninni sé lokið, „og skal
eg fúslega verða við þeirri ósk,‘
segir formaður Sjálfstæðisflokks
ins. En hann bætir því við, að til-
boðið komi of seint til þess að
frá jxessu sé hægt að ganga til
fullnustu fyrir kosningar.
Það liggur því ljóst fyrir, sem
að vísu var áður vitað, að Ólafur
er óðlús í stjórnarsamvinnu með
kommúnista áfram. Þess vegn;
verða nú allir jxeir, sem eru and
vígir því, að kommúnistar tróni
framveg’is í ráðherrastólum, að
taka höndum saman um það, að
Sjálfstæðismenn og kommúnistai
verði samanlagðir í greinilegum
minnihluta á þingi eftir næstu
kosningar.
Með svari Öl. Th. er lengin
greinileg bending um, hversu
alvarlega ber að taka landráða-
brigzlum Mbl. um kommúnista
nú fyrir kosningarnar.
Grámann í Garðshorni.
Bílnúmer,
A x B c D
Listi Alþýðuílokksins Listi Framsóknarflokksins Listi Sósíalistallokksins Listi Sjálfstæðisflokksins
Stefán Jóh. Stefánsson o. s. trv. Bernharð Stefánsson Dr. Kr. Guðmundsson Þór Kr. Eldjárn Jóhannes Elíasson Þóroddur Guðmundsson o. s. lrv. Garðar Þorsteinsson o. s. frv.
A Landslisti Alþýðuflokksins B Landslisti Framsóknarflokksins C Landslisti Sósíalistaflokksins D Landslisti Sjályfstæðisflokksins
Kosningin í Eviafjarðarsýslu
Við þessar kosningar á kjósandinn að setja blýantskrossinn framan við bókstaf þess lista, er hann
vill kjósa, en ekki framan við nafn einstaklings.
Stjórnmálaflokkarnir hafa hver sinn bókstaf. Alþýðúflokkurinn hefir bókstafinn A, Framsóknar-
flokkurinn bókstafirin B, Sósíalistaflokkurinn bókstafínn C og Sjálfstæðisflokkurinn bókstafinn D.
Á kjörseðlinum eru nöfn allra frambjóðenda hvers flokks prentuð í röð hvert niður af öðru, en of-
an við nöfnin er bókstafur listans. Fyrir framan bókstaf listans á að setja krossinn. Sá, sem vill kjósa
lista Framsóknarmanna, setur krossinn framan við B-ið, sem stendur ofan við nafn Bernharðs
Stefánssonar. v v
Lítur kjörseðillinn jrá þannig út:
Aldrei má setja kross framan við nema einn listabókstaf og aldrei strika yfir nafn eða setja
nokkurt merki, hvorki tölustaf né annað, við annan lista en þann, sem kjósandi kýs. Sé það gert er
seðillinn ógildur.
Myndaalbúm
Myndahorn
Bókaverzl. EDDA
Hin margeftirspurða
Afmælisdagabók
með stjörnuspám
er komin aftur. Að-
eins nokkur eintök.
Bókaverzlunin Edda
Kaupmenn!
Hin viðurkenndu
B.S.A.
sendiferðahjól
eru komin. — Aðeins
nokkur stykki.
Brynjólfur Sveinsson, h.f.
Sími 129. AKUREYRl Pósth. 125
Sýnishorii af kjörseðli
við Alþingiskosningar í Akureyrarkaupstað
30. júní 1946.
l .ltir að kjósandi hefir kosið frambjóðanda Framsóknarflokksins
lítur kjörseðillinn þannig út:
Steindór Steindórsson
frambjóðandi Alþýðuflokksins
x Þorsteinn M. Jónsson
frambjóðandi Framsóknarflokksins
Steingrímur Aðalsteinsson
frambjóðandi Sameiningarílokks alþýðu — Sósíalistaflokksins.
Sigurður Ein. Hlíðar
frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins
Vilji kjósandi, einhverra hluta vegna, ekki kjósa lrambjóðanda
llokksins, en vill láta atkvæðið korna Framsóknarflokknum til
góða, kýs hann eftiifarandi landlista þannig:
Vönduð ensk
A. Landlisti Alþýðuflokksins
lafmagns-'
■ r
' A-272, tapaðist á leiðinni út
Kræklingahlíð sl. laugardag.
Finnandi vinsamlega beð-
inn að skila því til mín.
Gunnar H. Kristjánsson,
Verzlunin Eyjafjörður.
Sendum gegn
póstkröfu
Brynjólfur Sveinss., h.f.
Síini 129 — Akureyri
Símaníhncr
mitt er 163.
Hreiðar Eiríksson,
Laugarbrekku.
Hálft steinhús
á góðum stað í bænum, er
til sölu. Upplýsingar gefur
Þorsteinn Sigurbjörnsson,
Norðurgötu 26.
X B. Landlisti Framsóknarflokksins
C. Landlisti Sameiningarflokks alþýðu
D. Landlisti Sjálfstæðisflokksins
Fkki má merkja nema annaðhvort framan við nafn frambjóðand-
áns eða framan við lista-bókstafinn á landlistanum. Atkvæðið dæm-
ist ógilt ef merkt er við hvort tveggja.
Ferðatöskur
Tjöld, fl. stærðir
Tjaldbotrfar
Bakpokar
Svefnpokar
Kaupfélag Eyfirðinga
Járn- og glervörudeild