Dagur - 28.06.1946, Blaðsíða 1

Dagur - 28.06.1946, Blaðsíða 1
Hverjir eru með „ný- sköpun“ í atvinnulífi bæjarins? Stjórnarblöðin eru samtaka im að falsa ummæli fram- >jóðanda ' Framsóknarflokks- ns í ræðu hans í Bíó á mánu- lagskvöldið. Segja þau hann rafa talað í móti „nýsköpun” itvinnuveganna. Ræða Þor- .teins var prentuð í síðasta Degi og er því tilgangslaust 'yrir stjórnarliðið að halda ressari blekkingu á lofti. Þor- teinn lagði einmitt áherzlu á, tð verja hæri fé til atvinnu- légra framfara, en hann vítti ihófseyðsluna á erlendum gjaldeyri og allt dýrtíðarflan itjórnarliðsins, sem á ekkert skylt við raunhæfa framfara- oólitík. Það vakti sérstaka athygli á iundinum, að stjórnarliðar vörðu talsverðum tíma í að reyna að sannfæra bæjarhúa um að Akureyrarkaupstaður væri ekki hæfur til þess að taka við stórframkvæmdum „nýsköpunarinnar“, svo sem áhurðarverksmiðju og lýsis- herzlustöð. Steingrímur Aðal- steinsson og Sig. Hlíðar, töl- uðu báðir gegn hagsmunum bæjarfélagsins í þessum mál- um, en með Reykjavíkurstefn- unni, sem þeir liafa báðir þjónað á þingi. Það var Þor- steinn M. Jónsson, sem hélt fast fram þéirri skoðun, og rökstuddi ýtarlega, að bæði þessi fyrirtæki mundirvel sett hér í bænum og ætti Akureyri að hreppa annað hvort þeirra eða bæði, ef fast væri haldið á málstað bæjarins á þingi. — Framboðsfundurinn sannaði, að þingmennirnÍT báðir hugsa meira um að þjóna flokks- stjórnunum í Reykjavík en hagsmunum síns eigin kjör- dæmis. Það voru því þeir, sem töluðu gegn nýsköpun í at- | vinnulífi bæjarins, en ekki Þorsteinn M. Jónsson. „Ríkisstjóm alþýð- unnar44 auglýsir skattlieimtu Ríkisstjórnin, sem nú er oft nefnd stjórn alþýðunnar af stuðningsmönnum sínum, lofaði að minnka skatta á Ifátæklingum, en láta „breiðu bökin“ taka þyngstu byrðarnar. Þessa dagana eru skattskrár fyrir sl. ár birtar almenningi og auglýstar til sýnis. Þessar auglýsingar gefa góða hugmynd um efndir loforðanna um minnkandi skattheimtu af almenningi. í síðasta tbl. Dags birtist slík auglýsing. Hún hófst með þessum orðum: „Skrá yfir TEKJUSKATT TEKJUSKATTSVIÐAUKA, EIGNASKATT ÁSAMT EIGNASKATTSVIÐAUKA, STRÍÐSGRÓÐASKATT og LÍFEYRISSJÓÐSGJALD fyrir árið 1945. . . .“ Innihald skattskránna mun tæpast vekja mikinn fögnuð í brjósti jafnvel harðsvíruðustu stuðningsmanna ríkisstjórnar innar. 1 A G í U R XXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 28. júní 1946 32. tbl. Kosningin á sunnudaginn: Baráffan sfendur milli dreiffaýlisins og höfuðsfaðarvaldsins Ríkið reisir lýsisherzlustöð í Sigiuf. Þingmanni Akureyrar finnst „hlægilegt“, að staðið sé á verði um hagsmuni bæjarins, þegar „nýsköp- unar“-fyrirtækjunum er valinn staður framboðsfundinum á rnánu- dagskvöldið benti Þorsteinn M. Jónsson á, að ekki væri vit- anlegt að þingmenn kaupstaðar- ins hefðu látið sig nokkru skipta umræður þær, sem orðið hefðu um byggingu lýsisherzlustöðvar, né heldur að þeir héfðu þar haldið fram málstað bæjarfélags- ins. Sigurður Hlíðar svaraði þessu aannig, að það væri „hlægilegt" að tala um að lýsisherzlustöð ætti að vera annars staðar en í Útsvörin einni millj. kr. hærri en í fyrra Útsvarsskráin birt í gær Útsvarsskrá Akureyrar fyrir yfirstandandi ár var birt í gær. Samkvæmt henni eru útsvör bæj- arbúa og fyrirtækja í bænum samtals um kr. 3.430.000.00, eða um 1 rnillj. kr. hærri en í fyrra. Gjaldendur eru 2143. Hæstu útsvörin bera þessir menn og fyrirtæki: Amaro h.f.................... 17.000.00 Axel Kristjánsson h.f........ 11.350.00 Balduin Ryel h.f............. 12.200.00 Bifreiðástöð Akureyrar ...... 19.000.00 Brynjólfur Sveinsson h.f..... 12.200.00 Byggingarvöruverzl. T. Björnss. 12-500.00 Gunnar H. Steingrímsson .... 13.000.001 Helgi Skúlason, augnlæknir .. . 12.000.00 Hótel Norðurland ............ 12.100.00 Hvannbergsbræður ............ 14.000.00 1. Brynjóífsson & Kvaran...... 21.500.00 Jakob Karlsson, Lundi ....... 14.000.00 Jón E. Sigurðsson, kauprn..... 10.200.00 Kaffibrennsla Akureyrar h.f. . . 13.300.00 Kaupfélag Eyfirðinga ........ 97.300.00 Kristján Jónsson, bakari .... 11.000.00 Kristján Kristjánsson, bilaeig. . 14.120.00 Kr. Nói Kristjánsson, skipasm. 11.000.00 Bernharð Laxdal, klæðsk....... 12.000.00 Njörður h.f.................. 23.150.00 Norðri h.f................... 12.200.00 Nýja Bíó h.f................. 15.900.00 Olíuverzlun íslands h.f...... 14.000.00 Ólafur Ágústsson ............ 12.140.00 Óli. Konráðsson ........... 15,400.00 I’áll Sigurgeirsson, kaupm.... 12.670.00 Pétur H. Lárusson, kaupm...... 11.520.00 Ragnar Ólafsson h.f.......... 12.300.00 Balduin Ryel, katipm. ....... 10.200.00 Samband ísl1 samvinnufélaga .. 51.200.00 Samúel Kristbjarnarson ...... 11.300.00 Smjörlíkisgerð Akureyrar h.f. . . 16.800.00 Steindór K. Jónsson, skipstj. .. 11.000.00 I'orsteinn Thorlacius, kauprn. . 14.200.00 Útgerðarfélag KEA h.f........ 43.690.00 Valgarður Stefánsson, kaupm. . 13.900.00 Vigfús I>. Jónsson, kaupm..... 10.900.00 Þorsteinn.M. Jónsson, skólastj. . 15.800.00 Nánar verður rætt um útsvör- in og skattana síðar hér í blað- inu. Siglufirði og taldi að allar síld- arverksmiðjurnar væru þar! í þessu sambandi benti Þor- steinn M. Jónsson á eftirfarandi atriði: Það liggja sterk rök að því, að lýsisherzlustöðin sé reist á Ak- ureyri fremur en í Siglufirði. Hún þarf mikið land. Það er til hér, en í Siglufirði verður senni- lega að búa til land — fylla ujojd fyrir milljónir króna, til þess að fá þar nægilegt landrými. Verksmiðjan þarf rnikið raf- rnagn. Hér getur það verið miklu ódýrara en í Siglufirði Akureyri er betri útskipunár höfn en Siglufjörður. Lýsis herzlustöðin herðir aldrei allt það lýsi, sem framleitt er í land- inu. Hér við Eyjafjörð eru stór- ar síldarverksmiðjur. Líklegt er að Akureyri kaupi Krossanes og stækki verksmiðjuna í framtíð- inni. Togaratitgerð og síldar- verksmiðja, sem bærinn rekur, og lýsisherzlustöð, sem ríkið á og starfrækir, bindur hvað ann- að. Og stærsta atriðið er, að Ak- ureyri er miklu betur sett en Siglufjörður til.þess að verða stór bær, vegna Iegu sinnar, veðráttu, hafnar og lífsskilyrða allra. Ekkert af þessu virðist þingmaður bæjarins hafa komið Eru kjósendur úti um land líklegir til þess að votta stjórriarstefnunni traust fyrir framkvæmd siglinga- og innflutningsmálanna, ofbeldið í áburðarverk- smiðjumálinu, hófleysi áfengissölunnar og verndun íieildsalagróðans? Allir, sem vilja andmæla framkvæmd þessar mála, kjósa með stiórnar- andstöðiinni Stjórarliðið um land allt gengur til kosninganna á sunnudaginn með fána „nýsköpunar“ skrumsins við hún. Hann á að nægja til þess að breiða yfir allar syndir þess. Með svo miklu offorsi er „nýsköpunar- trúnni haldið að fólkinu, að jafnvel hér á Akureyri, sem hefur farið varhluta af öllum „nýsköpunar“-fram- kvæmdum ríkisvaldsins, er ætlazt til þess, að bæjarbú- ar greiði atkvæði til þess að Reykjavík fái nær alla togarana, Reykjaví fái á- Jburðarverksmiðjuna og se- mentsverksmiðjuna, Rvík fái að halda einokunarað- stöðu sinni í siglinga- og innflutningsmálunum Kommúnisfar svívirða bindindismenn Ottast stuðning bindindisfólks við Þorst. M. jonsson Kommúnistar halda áfram uppteknum hætti að ausa sví- virðingum á bindindismenn í bænum og sáka þá um lögbrot vegna þess að fjöldi bindindis- sinnaðra manna vinna nú ötul- lega að kosningu Þorsteins ML Jónssonar og skorar á aðra að gera slíkt hið sama, en Þorsteinn er svo sem kunnugt er, eini bind- indismaðurinn sem í kjöri er hér við kosninguná. Bert er af þessu, að kommún- istar óttast mjög afleiðingarnar af stefnu ríkisstjórnarinnar í áfengismálunum og það því fremur, sem það er nú að verða hljóðbært í bænum, að stjórnin muni vera búin að veita einu veitingahúsi bæjarins vínsölu- leyfi, eftir kosningar. Þannig sé svarið, sem bæjarbúar fá við kröfunni um breytta liætti i á f e n g ism á 1 u n um. Nú er augljóst, að lögbrota- brígsl kommúnista munu engin áhrif hafa þeim í vil, heldur munu þau þjappa bindindis- mönnum ennþá þéttar saifian um kosningu Þorsteins. Brígslin um lögbrot eru og því fráleitari frá kommúnistum en öðrum mönnum, að þeir eru manna sekastir um lögbrot innari félaga- starlsemi og burðast með þunga dóma á bakinu fyrir ofbeldis- verkin í Siglufirði. Þeir ættu því naumast að ásaka samtök bind- indisntanna um lögbrot. Þar við bætist, að það er ómótmælanleg staðreynd, að kommúnistar þver- (Framhald á 8. siðu). og reykvískir heildsalar fái enn um sinn að halda for- réttindaaðstöðu sinni og skattleggja allan landslýð- inn svo að skiptir þúsund- um króna á hverja meðal fjölskyldu. Loks er ætlazt til þess, að bæjarbúar votti stjórninni traust fyrir „ný- sköpun“ áfengissölunnar. Naumast er hægt að hugsa sér fráleitari vettvang fyrir stjórnar- liðið til þess að berjast á til sig- urs hér á Akureyri og í Eyjafjarð- arsyslu en „nýsköpunar“-fram- kvæmdir ríkisvaldsins. Öllu er þar stefnt gegn dreifbýlinu, en með vaxandi fólks- og fjárflótta suður á bóginn. Hvorugur þing- maður kauj^staðarins hafa borið gæfu til þess að spyrna við fót- um. Þeir hafa flotið sofandi með og lagt blessun sína yfir hina ríkjandi stefnu. Nokkur dæmi nægja til þess að sanna þetta: Siglingamálin. Síðan núverandi stjórn tók við völdum, hefir ríkt eindæma rangsleitni í framkvæmd sigl- ingamálanna, þar til nú nokkr- um dögum fyrir kosningar, að sijórnarliðið brá við og gerði nokkrar endurbætur, til þess að sýnast. Heilir mánuðir liðu, án þess að hingað kæmi nokkurt skip. Öllum varningi, sem til héraðsins flytzt, er skipað í land í Reykjavík, og neytendur hér \ erða síðan að greiða hafnar- og umhleðslukostnað, sem nemur ntiklu fé. Varningur, sem keypt- ur er fyrir dýrmætan gjaldeyrir og' ætlaður er þjóðinni allri, verður Reykvíkingum einum að gagni, vegna þess að hann liggur undir skemmdum í langri bið í höfuðstaðnum. Ávextirnir í vet- ur eru nærtækt ’og frægt dæmi. Allar horfur eru á því, að í sama horfið sígi nú eftir kosningarnar. (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.